„Jónas Tjörvason (Heiði)“: Munur á milli breytinga
(Ný síða: '''Jónas Tjörvason''' sjómaður á Heiði, síðar verkamaður á Seyðisfirði, fæddist 26. febrúar 1866 á Sperðli í Landeyjum og lést 10. maí 1927 á Seyðisfirði.<br...) |
m (Verndaði „Jónas Tjörvason (Heiði)“ ([edit=sysop] (ótiltekinn))) |
(Enginn munur)
|
Núverandi breyting frá og með 16. desember 2015 kl. 21:53
Jónas Tjörvason sjómaður á Heiði, síðar verkamaður á Seyðisfirði, fæddist 26. febrúar 1866 á Sperðli í Landeyjum og lést 10. maí 1927 á Seyðisfirði.
Foreldrar hans voru Tjörvi (Tjörfi) Jónsson bóndi á Efra-Hvoli 1870, f. í Stórólfshvolssókn, og kona hans Margrét Einarsdóttir húsfreyja, f. 1832 í Stórólfshvolssókn.
Jónas var með foreldrum sínum í æsku og enn 1890. Hann eignaðist Einar Valdimar með Pálínu 1892 í Galtarholti á Rangárvöllum og Ingvar Gísla í Litlagerði í Hvolhreppi 1895.
Hann fluttist til Eyja og var sjómaður á Heiði 1901 og þar var Pálína einnig með Einar Valdimar.
Jónas fluttist til Seyðisfjarðar 1906 ásamt Sigríði Vigfúsdóttur. Þau giftu sig við komuna austur. Jónas var vinnumaður í Dvergasteini, en síðar í Seyðisfjarðarbæ. Þar bjó hann með Sigríði í Jóns Grímssonarhúsi 1910, í Hermannshúsi 1920.
Jónas lést 1927 og Sigríður 1929.
I. Barnsmóðir Jónasar var Pálína Einarsdóttir, síðar húsfreyja í Götu, f. 27. mars 1866 í Haukadal á Rangárvöllum, d. 14. júlí 1942 í Reykjavík.
Börn þeirra voru:
1. Einar Valdimar Jónasson, f. 16. október 1892 í Galtarholti, d. 1922.
2. Ingvar Gísli Jónasson, f. 8. desember 1895 í Litlagerði, d. 1. október 1976.
II. Kona Jónasar, (29. október 1906), var Sigríður Vigfúsdóttir húsfreyja frá Borg í Öræfum, f. 18. apríl 1863, d. 8. febrúar 1929.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.is.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.