„Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1962/ Formaður í fjörutíu ár: Spjallað um sjósókn við Guðjón á Heiði áttræðan“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: <big><center>'''HARALDUR GUÐNASON:</center></big><br> <big><big><center>Formaður í fjörutíu ár</center></big></big><br> <big><center>Spjallað um sjósók...)
 
Ekkert breytingarágrip
 
(2 millibreytingar ekki sýndar frá 2 notendum)
Lína 23: Lína 23:
Þá er ég með [[Freyja|Freyju]] þrjár vertíðir fyrir [[Einar Sigurðsson]], en að því loknu með [[Óðinn VE|Óðin]] í 5 ár. Eftir þetta var ég eitt ár með [[Skallagrímur VE-230|Skallagrím]] á dragnótaveiðum, eitt ár með [[Gullveig VE-331|Gullveigu]], tvö sumur á Siglufirði með leigubát fyrir Óskar Halldórsson, austur á fjörðum var ég líka. Þá er nú víst flest talið, og lokaþátturinn var sá, að ég var með trillubát í tvö ár. Það má því segja, að alls séu árin fjörutíu, sem ég hef haft formennsku á hendi. Ekki hefði mig órað fyrir því eftir mitt fyrsta formennskuúthald á Portlandinu forðum daga!<br>
Þá er ég með [[Freyja|Freyju]] þrjár vertíðir fyrir [[Einar Sigurðsson]], en að því loknu með [[Óðinn VE|Óðin]] í 5 ár. Eftir þetta var ég eitt ár með [[Skallagrímur VE-230|Skallagrím]] á dragnótaveiðum, eitt ár með [[Gullveig VE-331|Gullveigu]], tvö sumur á Siglufirði með leigubát fyrir Óskar Halldórsson, austur á fjörðum var ég líka. Þá er nú víst flest talið, og lokaþátturinn var sá, að ég var með trillubát í tvö ár. Það má því segja, að alls séu árin fjörutíu, sem ég hef haft formennsku á hendi. Ekki hefði mig órað fyrir því eftir mitt fyrsta formennskuúthald á Portlandinu forðum daga!<br>
- Hvaða sjóferð mundi þér nú verða eftirminnilegust að lokinni rúmlega hálfrar aldar sjósókn?<br>
- Hvaða sjóferð mundi þér nú verða eftirminnilegust að lokinni rúmlega hálfrar aldar sjósókn?<br>
- Sú ferð var farin á sexmannafari vorið 1906. - Nei, farðu ekki að skrifa þetta! Jæja, þá það. Gísli Johnsen hafði lofað okkur því, að Portlandið kæmi upp í apríl, en það varð nú ekki fyrr en í ágúst. Eitthvað þurfti að hafa fyrir stafni, svo við fengum lánaðan róðrabát hjá Þorsteini í Laufási. Nú höldum við suður með eyju einn morgun í góðu veðri og allt í bezta lagi. Þá er við erum komnir móts við Höfðann kemur það upp úr kafinu, að stýrið hafði gleymzt heima! Nú vildu sumir snúa við og sækja stýrið. en samt varð ofaná, að áfram var haldið á miðin. Svo leggjum við línuna við Súlnaskersklakkinn. Var fiskur á hverju járni og hausuðum við út jafnóðum og dregið var. Nú fór að glæða kalda og var fljótt komin þungabræja. Hættum við nú að draga, skildum eftir eitt og hálft bjóð, cn samt var báturinn of hlaðinn. Var nú haldið heim á leið og var góður seglakaldi. Gegnt Suðurey lentum við í misvindi og slitnaði þá niður seglið, en báturinn varð ferðlaus. Einhverju kann að hafa valdið um þetta óhapp, að verra var að stýra með ár en venjulegu stýri. Nú skipti það engum togum, að kvika reið yfir bátinn og hann fyllti, var eiginlega ekkert uppúr nema skuturinn. Þá varð eitthvað að gera og það fljótt, ná skriði á bátinn, annars vorum við farnir niður. Ég var frammí, vissi af lýsisbrúsa, sem var undir einskonar palli í barkanum. Ég þreif brúsann og tæmdi úr honum í sjóinn. Við það myndaðist lygna kringum bátinn. Þá var gengið í að kasta út fiski. Mátti þá sjá snör handtök og brátt var um helmingur aflans eins og hvítur flekkur kringum bátinn. Rann þá sjórinn afturaf bátnum. Meðan þessu fór fram tókst mér að tjasla upp fokkunni. Komst nú skriður á bátinn og okkur var borgið. Við sigldum inn með Hamrinum og inn Smáeyjasund. Síðasta spölinn var gripið til áranna og lent á Eiðinu. Settum yfir það, gengum frá bátnum og því, sem eftir var af aflanum - og heim komum við klukkan 6 um morguninn. Vorum við þá sannarlega þreyttir eftir þennan slörkulega túr. En eitt er víst, að aldrei hef ég séð meiri tvísýnu á lífi mínu en í þetta skipti, þó stundum væri kannski slarksamt, eins og gerðist á þeim árum. Það var í rauninni yfirnáttúrlegt, að við skyldum ekki fara í djúpið í þessum róðri.
- Sú ferð var farin á sexmannafari vorið 1906. - Nei, farðu ekki að skrifa þetta! Jæja, þá það. [[Gísli J. Johnsen|Gísli Johnsen]] hafði lofað okkur því, að Portlandið kæmi upp í apríl, en það varð nú ekki fyrr en í ágúst. Eitthvað þurfti að hafa fyrir stafni, svo við fengum lánaðan róðrabát hjá [[Þorsteinn Jónsson|Þorsteini]] í [[Laufás|Laufási]]. Nú höldum við suður með eyju einn morgun í góðu veðri og allt í bezta lagi. Þá er við erum komnir móts við Höfðann kemur það upp úr kafinu, að stýrið hafði gleymzt heima! Nú vildu sumir snúa við og sækja stýrið, en samt varð ofaná, að áfram var haldið á miðin. Svo leggjum við línuna við Súlnaskersklakkinn. Var fiskur á hverju járni og hausuðum við út jafnóðum og dregið var. Nú fór að glæða kalda og var fljótt komin þungabræja. Hættum við nú að draga, skildum eftir eitt og hálft bjóð, en samt var báturinn of hlaðinn. Var nú haldið heim á leið og var góður seglakaldi. Gegnt [[Suðurey]] lentum við í misvindi og slitnaði þá niður seglið, en báturinn varð ferðlaus. Einhverju kann að hafa valdið um þetta óhapp, að verra var að stýra með ár en venjulegu stýri. Nú skipti það engum togum, að kvika reið yfir bátinn og hann fyllti, var eiginlega ekkert uppúr nema skuturinn. Þá varð eitthvað að gera og það fljótt, ná skriði á bátinn, annars vorum við farnir niður. Ég var frammí, vissi af lýsisbrúsa, sem var undir einskonar palli í barkanum. Ég þreif brúsann og tæmdi úr honum í sjóinn. Við það myndaðist lygna kringum bátinn. Þá var gengið í að kasta út fiski. Mátti þá sjá snör handtök og brátt var um helmingur aflans eins og hvítur flekkur kringum bátinn. Rann þá sjórinn afturaf bátnum. Meðan þessu fór fram tókst mér að tjasla upp fokkunni. Komst nú skriður á bátinn og okkur var borgið. Við sigldum inn með [[Ofanleitishamar|Hamrinum]] og inn [[Smáeyjasund|Smáeyjasund]]. Síðasta spölinn var gripið til áranna og lent á [[Þrælaeiði|Eiðinu]]. Settum yfir það, gengum frá bátnum og því, sem eftir var af aflanum - og heim komum við klukkan 6 um morguninn. Vorum við þá sannarlega þreyttir eftir þennan slörkulega túr. En eitt er víst, að aldrei hef ég séð meiri tvísýnu á lífi mínu en í þetta skipti, þó stundum væri kannski slarksamt, eins og gerðist á þeim árum. Það var í rauninni yfirnáttúrlegt, að við skyldum ekki fara í djúpið í þessum róðri.<br>
- Hver var formaður á þessum báti?
- Hver var formaður á þessum báti?<br>
Hann hét Magnús Magnússon, ættaður úr Mýrdalnum. Hann var afbragðsmaður og bezti vinur minn. Hann átti að verða formaður á Portlandinu; en það fór á annan veg. Hann drukknaði í vöruflutningum undir Útf jöllin um haustið (17. okt.); hefur trúlega fengið aðsvif og þá fallið út.
Hann hét Magnús Magnússon, ættaður úr Mýrdalnum. Hann var afbragðsmaður og bezti vinur minn. Hann átti að verða formaður á Portlandinu; en það fór á annan veg. Hann drukknaði í vöruflutningum undir Útfjöllin um haustið (17. okt.); hefur trúlega fengið aðsvif og þá fallið út.<br>
- Landferðirnar voru nú stundum svaðilfarir, skaut nú spyrillinn inní.
- Landferðirnar voru nú stundum svaðilfarir, skaut nú spyrillinn inní.<br>
- Jú, það kynni nú að vera, segir Guðjón og glotti við. Ég get sagt þér frá einni dálítið sögulegri landferð. Við fórum á mótorbát að sækja hey undir Útfjöllin. Þetta var á mínum fyrstu árum í Eyjum. Það var gott leiði, en kalsaveður. Nú er farið að skipa út, skjögtbáturinn fylltur af heyböggum og svo var dregið á milli, þannig að strengur vat festur milli vélbátsins og lands. Svo héldu þeir í strenginn, sem í heybátnum voru og drógu bátinn þannig á milli. Þetta var auðvitað fásinna; miklu meira öryggi var í því, að festa streng í báða enda bátsins, enda var svo gert oftast. Nú skeður það í einni ferðinni út, að báturinn sekkur undir okkur. Var þá styttra í land en út í vélbátinn. Við vorum fjórir ofaná heyinu. Ég ýtti frá landi og fór síðastur upp í bátinn, svo ég sat í skutnum ofaná böggum. Þegar tveir bátverja sjá hvað verða vildi, fara þeir í land á strengnum. Skut bátsins bar undan, svo ég náði alls ekki í strenginn. Ég var ósyndur, en svamlaði þarna kringum heybaggana og beið þess, að báturinn losnaði undan heyinu. Ég hugsaði með mér: Ég skal ná í bátinn! Þá ef báturinn kom undan heyinu var hann á hvolfi, nokkra metra frá mér. Ég beitti höndum og fótum og einhvernveginn kraflaði ég mig að bátnum og komst á kjölinn. En nú veltur báturinn og fer á réttan kjöl. En ekki leið á löngu þartil honum hvolfir aftur og enn komst ég á kjöl. Þá verð ég þess var, að maður losnar undan bátnum. Ég reyni að ná manninum upp á bátinn, en bilið var of breitt. Þá skeður það, að annar þeirra manna, er komst í land á strengnum, Þorsteinn frá Steinum, kastar sér til sunds úr landi og nær í manninn. En hjálpin kom of seint, maðurinn, sem var Guðjón Eyjólfsson frá MiðGrund, var örendur. -
- Jú, það kynni nú að vera, segir Guðjón og glotti við. Ég get sagt þér frá einni dálítið sögulegri landferð. Við fórum á mótorbát að sækja hey undir Útfjöllin. Þetta var á mínum fyrstu árum í Eyjum. Það var gott leiði, en kalsaveður. Nú er farið að skipa út, skjögtbáturinn fylltur af heyböggum og svo var dregið á milli, þannig að strengur var festur milli vélbátsins og lands. Svo héldu þeir í strenginn, sem í heybátnum voru og drógu bátinn þannig á milli. Þetta var auðvitað fásinna; miklu meira öryggi var í því, að festa streng í báða enda bátsins, enda var svo gert oftast. Nú skeður það í einni ferðinni út, að báturinn sekkur undir okkur. Var þá styttra í land en út í vélbátinn. Við vorum fjórir ofaná heyinu. Ég ýtti frá landi og fór síðastur upp í bátinn, svo ég sat í skutnum ofaná böggum. Þegar tveir bátverja sjá hvað verða vildi, fara þeir í land á strengnum. Skut bátsins bar undan, svo ég náði alls ekki í strenginn. Ég var ósyndur, en svamlaði þarna kringum heybaggana og beið þess, að báturinn losnaði undan heyinu. Ég hugsaði með mér: Ég skal ná í bátinn! Þá ef báturinn kom undan heyinu var hann á hvolfi, nokkra metra frá mér. Ég beitti höndum og fótum og einhvernveginn kraflaði ég mig að bátnum og komst á kjölinn. En nú veltur báturinn og fer á réttan kjöl. En ekki leið á löngu þar til honum hvolfir aftur og enn komst ég á kjöl. Þá verð ég þess var, að maður losnar undan bátnum. Ég reyni að ná manninum upp á bátinn, en bilið var of breitt. Þá skeður það, að annar þeirra manna, er komst í land á strengnum, Þorsteinn frá Steinum, kastar sér til sunds úr landi og nær í manninn. En hjálpin kom of seint, maðurinn, sem var [[Guðjón Eyjólfsson]] frá Mið-Grund, var örendur. -<br>
Nú komst báturinn aftur á réttan kjöl og ég upp í hann um leið. Var ég svo í honum miðjum, þar sem hann maraði fullur af sjó. Bátinn rak nú undan vestankalda og stefndi á austureyrina. En þetta fór betur en áhorfðist, því rekaldið slapp útfyrir eyrina. Annars hefði ég varla sagt frá þessu atviki. - En þótt ég lenti ekki upp í eyrina, þá var útlitið hreint ekki björgulegt. Mér var satt að segja orðið fjandi kalt, að rorra þarna í bátkænunni. Frá vélbátnum var engrar hjálpar að vænta. Þar var einn maður um borð og hann kunni ekkert á vélina. Annars hefði hann getað sett hana í gang, sett ból á festarnar og farið að skjögtbátnum. En maðurinn gat ekkert aðhafzt - bara beðið átekta.
[[Mynd:Guðjón Jónsson á Heiði.png|400px|thumb||Guðjón Jónsson á Heiði.]]
Nú sé ég, að í landi er heldur betur að koma hreyfing á mannfólkið. Langt fyrir ofan kampinn hvolfdi sexæringur, sem var orðinn aflóga hró, en hafði ekki enn verið komið í verk að flytja upp á grös. Bátnum fylgdu fjórar árar, en ekkert austurstrog. Stefndu menn nú að bátnum, beittu hestum fyrir hann og settu hann fram í miklum flýti. Komu þeir nú út róandi lífróður á þessum bágborna farkosti. Streymdi sjórinn inn, en tveir menn jusu af miklu kappi. Man ég ekki betur, en hvolft hafi verið úr tveimur skyrskjólum niður i sandinn, svo hægt væri að ausa. En þá hafa einhverjir orðið af blessuðu skyrinu hér heima í Eyjum, því þangað átti það að fara. - Þeir voru ekkert mjúkhentir Fjallakarlarnir, þegar þeir kipptu mér upp í bátinn. Ég bað þá að drepa mig ekki nú, úr því líftóran væri ekki skroppin úr mér ennþá. Þá er í land var komið, gaf góður kunningi mér velþegna hressingu og svo var haldið áfram að skipa út heyinu. - Það er ekki gott að segja hvernig farið hefði, ef þetta bátgrey hefði ekki verið þarna suður á sandinum, því það er óvíst hversu lengi ég hefði þolað kuldann. Ég held líka, að ef mér hefði heppnazt að ná Guðjóni upp í bátinn, þá hefði hvorugur okkat komizt af, því við hefðum varla haldizt við tveir í bátnum fullum af sjó. -
Nú komst báturinn aftur á réttan kjöl og ég upp í hann um leið. Var ég svo í honum miðjum, þar sem hann maraði fullur af sjó. Bátinn rak nú undan vestankalda og stefndi á austureyrina. En þetta fór betur en áhorfðist, því rekaldið slapp útfyrir eyrina. Annars hefði ég varla sagt frá þessu atviki. - En þótt ég lenti ekki upp í eyrina, þá var útlitið hreint ekki björgulegt. Mér var satt að segja orðið fjandi kalt, að rorra þarna í bátkænunni. Frá vélbátnum var engrar hjálpar að vænta. Þar var einn maður um borð og hann kunni ekkert á vélina. Annars hefði hann getað sett hana í gang, sett ból á festarnar og farið að skjögtbátnum. En maðurinn gat ekkert aðhafzt - bara beðið átekta.<br>
- Þessu spjalli við Guðjón á Heiði er nú að ljúka, þótt enn hafi hann frá ærið mörgu að segja, og nú er spurt hvað hann vilji segja að síðustu - eins og þeir segja í útvarpinu.
Nú sé ég, að í landi er heldur betur að koma hreyfing á mannfólkið. Langt fyrir ofan kampinn hvolfdi sexæringur, sem var orðinn aflóga hró, en hafði ekki enn verið komið í verk að flytja upp á grös. Bátnum fylgdu fjórar árar, en ekkert austurstrog. Stefndu menn nú að bátnum, beittu hestum fyrir hann og settu hann fram í miklum flýti. Komu þeir nú út róandi lífróður á þessum bágborna farkosti. Streymdi sjórinn inn, en tveir menn jusu af miklu kappi. Man ég ekki betur, en hvolft hafi verið úr tveimur skyrskjólum niður i sandinn, svo hægt væri að ausa. En þá hafa einhverjir orðið af blessuðu skyrinu hér heima í Eyjum, því þangað átti það að fara. - Þeir voru ekkert mjúkhentir Fjallakarlarnir, þegar þeir kipptu mér upp í bátinn. Ég bað þá að drepa mig ekki nú, úr því líftóran væri ekki skroppin úr mér ennþá. Þá er í land var komið, gaf góður kunningi mér velþegna hressingu og svo var haldið áfram að skipa út heyinu. - Það er ekki gott að segja hvernig farið hefði, ef þetta bátgrey hefði ekki verið þarna suður á sandinum, því það er óvíst hversu lengi ég hefði þolað kuldann. Ég held líka, að ef mér hefði heppnazt að ná Guðjóni upp í bátinn, þá hefði hvorugur okkat komizt af, því við hefðum varla haldizt við tveir í bátnum fullum af sjó. -<br>
- Ég sótti sjó í 52 ár og ég hefði áreiðanlega verið mun lengur á sjónum, ef heilsan hefði ekki bilað,en ég fékk vond brjóstþyngsli upp úr einni útilegunni. Þær voru stundum slarksamar. Ég var formaður á mótorbátum í nær fjóra áratugi og hafði alltaf úrvalsmönnum á að skipa. Þeim á ég mikið að þakka. En fyrst og fremst er ég þakklátur forsjóninni fyrir það, að ég missti aldrei mann í sjóinn öll þessi ár, og ég minnist þess ekki, að skipverji hjá mér hafi nokkru sinni orðið frá verki vegna slysa á sjó.
- Þessu spjalli við Guðjón á Heiði er nú að ljúka, þótt enn hafi hann frá ærið mörgu að segja, og nú er spurt hvað hann vilji segja að síðustu - eins og þeir segja í útvarpinu.<br>
Sjómannadagsblað Vestmannaeyja óskar Guðjóni á Heiði allra heilla áttræðum.
- Ég sótti sjó í 52 ár og ég hefði áreiðanlega verið mun lengur á sjónum, ef heilsan hefði ekki bilað,en ég fékk vond brjóstþyngsli upp úr einni útilegunni. Þær voru stundum slarksamar. Ég var formaður á mótorbátum í nær fjóra áratugi og hafði alltaf úrvalsmönnum á að skipa. Þeim á ég mikið að þakka. En fyrst og fremst er ég þakklátur forsjóninni fyrir það, að ég missti aldrei mann í sjóinn öll þessi ár, og ég minnist þess ekki, að skipverji hjá mér hafi nokkru sinni orðið frá verki vegna slysa á sjó.<br>
Sjómannadagsblað Vestmannaeyja óskar Guðjóni á Heiði allra heilla áttræðum.<br>
 
{{Sjómannadagsblað Vestmannaeyja}}

Núverandi breyting frá og með 21. júní 2016 kl. 12:33

HARALDUR GUÐNASON:


Formaður í fjörutíu ár


Spjallað um sjósókn við Guðjón á Heiði áttræðan


Sá aldni sægarpur, Guðjón Jónsson á Heiði, varð áttræður 18. maí s.l. Í tilefni þessa merkisafmælis þótti Sjómannadagsblaði Vestmannaeyja sjálfsagt, að eiga við Guðjón stutt spjall um langan sjómannsferil.
Guðjón og kona hans tóku útsendara blaðsins af mikilli gestrisni, sem þeirra var von og vísa; hinsvegar tók hann erindi hans heldur dræmt, þetta væri ekkert blaðaefni, ekkert frásagnarvert hefði gerzt á hans sjómannsævi. En blaðaspyrlar eru álíka ágengir og umferðabóksalar í gamla daga, og er ekki að orðlengja það, að við erum brátt horfnir marga áratugi aftur í tímann.
Guðjón er fæddur í Indriðakoti í Vestur-Eyjafjallahreppi árið 1882. Hann ólst upp í Ormskoti hjá móður sinni, Elínu Jónsdóttur og fóstra, Jóhanni Árnasyni. Undir FjöIIunum átti Guðjón heimili framyfir tvítugsaldur.
- Hvenær fórst þú fyrst til sjós?
- Það var veturinn 1898, þá fimmtán ára. Þá réri ég í Grindavík hjá Guðmundi í Buðlungu á sex manna fari. Við fórum auðvitað fótgangandi í verið og gangandi heim um vorið.
Næstu vertíðir?
- Næstu vertíð fóru flestir Eyfellingar til Eyja, líklega vegna þess, að þá var farið að veiða á línu. Það var uppgripaafli á línuna, fiskur á hverju járni, að segja má. Þessa vertíð var ég hjá Friðrik Benónýssyni, sem þá bjó á Núpi undir Fjöllunum. Friðrik var afbragðs sjómaður og af honum lærði ég einna mest til sjós. Tvær næstu vertíðir var ég líka hjá Friðriki á opnu skipi.
- Bjugguð þið Eyfellingar í sjóbúð?
- Jú, fyrstu vertíðirnar, hét því fína danska nafni Nöjsomhed. Var einu sinni sýslumannsbústaður. Aðbúðin þætti ekki góð nú á dögum. Við vorum þrír í hveiju fleti. Kuldinn var svo mikill, að við urðum að setja skóna okkar undir brekánið í mestu frostunum, svo hægt væri að komast í þá að morgni.
- Og nú fer að líða að því, að vélbátarnir komi til sögunnar?
Já, ég réri svo eina vertíð hjá Finnboga í Norðurgarði á áraskipi, sem hét Nýja Öldin. En sumarið 1906 kemur Portlandið frá Danmörku og þá fer ég aftur til Friðriks Benónýssonar, sem var með bátinn í þrjár vertíðir. Portlandið var átta og hálft tonn með 8 hestafla Danvél. Eigendurnir voru átta og ég átti fimmta partinn. Þessi útgerð gekk vel. Það réðst svo, að ég yrði formaður með Portlandið vertíðina 1910. Ég var ekki ánægður með aflabrögðin, svo ég sór það við Þór og Óðin, að þetta skyldi verða mín fyrsta og síðasta formennska, en sumt fer öðruvísi en ætlað er.
Næst er ég svo tvær vertíðir hjá Friðriki Svipmundssyni á Friðþjófi I. Hann lagði að mér, að taka við formennsku á bátnum og varð það að ráði. Ég var svo með Friðþjóf í tvær vertíðir. Nú, næst er ég með Gamminn í fjórar vertíðir og allt gekk þetta eftir hætti. Ég átti tvo fimmtu í Gamminum. Seldi svo minn hlut í honum og keypti nýjan bát, smíðaðan í Reykjavík. Hann hét Kári Sölmundarson og var tæp tólf tonn. Þann bát átti ég hálfan. Ég var með Kára níu vertíðir samfleytt; þá seldi ég minn hluta í bátnum og hef ekki átt í útgerð síðan.
- Hvað tók þá við?
- Ég var tvö ár með Geir Goða fyrir Gunnar Ólafsson. - Jú, mér féll vel við Gunnar; hann gerði vel upp við mig. Hann var smáglettinn og ertinn, en ég galt bara í sömu mynt og allt í lagi með það. Þá var ég einn vetur með Kap fyrir Jón í Hlíð, fjórum þá suður í Njarðvíkur á línuvertíðinni, en fiskuðum hér á heimamiðum í netin. Þar suðurfrá kynntist ég mönnum, sem báðu mig að taka við formennsku á 22 tonna bát nýjum, hvað ég gerði. Ég var svo með þennan bát í Vogunum þrjár vertíðir. Það ei dálítið langsótt þaðan, en við fiskuðum vel. Fjórðu vertíðina var ég með bát frá Sandgerði.
- Og svo hefur þú haldið á heimamiðin?
Já, næst var ég með Glað í sex vertíðir; eitt úthald fyrir Guðlaug Brynjólfsson, en að því loknu var ég 5 ár með sama bát, en þá gerði Helgi Jónatansson hann út. Mér féll prýðisvel við Helga.
- Næsti þáttur?
Þá er ég með Freyju þrjár vertíðir fyrir Einar Sigurðsson, en að því loknu með Óðin í 5 ár. Eftir þetta var ég eitt ár með Skallagrím á dragnótaveiðum, eitt ár með Gullveigu, tvö sumur á Siglufirði með leigubát fyrir Óskar Halldórsson, austur á fjörðum var ég líka. Þá er nú víst flest talið, og lokaþátturinn var sá, að ég var með trillubát í tvö ár. Það má því segja, að alls séu árin fjörutíu, sem ég hef haft formennsku á hendi. Ekki hefði mig órað fyrir því eftir mitt fyrsta formennskuúthald á Portlandinu forðum daga!
- Hvaða sjóferð mundi þér nú verða eftirminnilegust að lokinni rúmlega hálfrar aldar sjósókn?
- Sú ferð var farin á sexmannafari vorið 1906. - Nei, farðu ekki að skrifa þetta! Jæja, þá það. Gísli Johnsen hafði lofað okkur því, að Portlandið kæmi upp í apríl, en það varð nú ekki fyrr en í ágúst. Eitthvað þurfti að hafa fyrir stafni, svo við fengum lánaðan róðrabát hjá Þorsteini í Laufási. Nú höldum við suður með eyju einn morgun í góðu veðri og allt í bezta lagi. Þá er við erum komnir móts við Höfðann kemur það upp úr kafinu, að stýrið hafði gleymzt heima! Nú vildu sumir snúa við og sækja stýrið, en samt varð ofaná, að áfram var haldið á miðin. Svo leggjum við línuna við Súlnaskersklakkinn. Var fiskur á hverju járni og hausuðum við út jafnóðum og dregið var. Nú fór að glæða kalda og var fljótt komin þungabræja. Hættum við nú að draga, skildum eftir eitt og hálft bjóð, en samt var báturinn of hlaðinn. Var nú haldið heim á leið og var góður seglakaldi. Gegnt Suðurey lentum við í misvindi og slitnaði þá niður seglið, en báturinn varð ferðlaus. Einhverju kann að hafa valdið um þetta óhapp, að verra var að stýra með ár en venjulegu stýri. Nú skipti það engum togum, að kvika reið yfir bátinn og hann fyllti, var eiginlega ekkert uppúr nema skuturinn. Þá varð eitthvað að gera og það fljótt, ná skriði á bátinn, annars vorum við farnir niður. Ég var frammí, vissi af lýsisbrúsa, sem var undir einskonar palli í barkanum. Ég þreif brúsann og tæmdi úr honum í sjóinn. Við það myndaðist lygna kringum bátinn. Þá var gengið í að kasta út fiski. Mátti þá sjá snör handtök og brátt var um helmingur aflans eins og hvítur flekkur kringum bátinn. Rann þá sjórinn afturaf bátnum. Meðan þessu fór fram tókst mér að tjasla upp fokkunni. Komst nú skriður á bátinn og okkur var borgið. Við sigldum inn með Hamrinum og inn Smáeyjasund. Síðasta spölinn var gripið til áranna og lent á Eiðinu. Settum yfir það, gengum frá bátnum og því, sem eftir var af aflanum - og heim komum við klukkan 6 um morguninn. Vorum við þá sannarlega þreyttir eftir þennan slörkulega túr. En eitt er víst, að aldrei hef ég séð meiri tvísýnu á lífi mínu en í þetta skipti, þó stundum væri kannski slarksamt, eins og gerðist á þeim árum. Það var í rauninni yfirnáttúrlegt, að við skyldum ekki fara í djúpið í þessum róðri.
- Hver var formaður á þessum báti?
Hann hét Magnús Magnússon, ættaður úr Mýrdalnum. Hann var afbragðsmaður og bezti vinur minn. Hann átti að verða formaður á Portlandinu; en það fór á annan veg. Hann drukknaði í vöruflutningum undir Útfjöllin um haustið (17. okt.); hefur trúlega fengið aðsvif og þá fallið út.
- Landferðirnar voru nú stundum svaðilfarir, skaut nú spyrillinn inní.
- Jú, það kynni nú að vera, segir Guðjón og glotti við. Ég get sagt þér frá einni dálítið sögulegri landferð. Við fórum á mótorbát að sækja hey undir Útfjöllin. Þetta var á mínum fyrstu árum í Eyjum. Það var gott leiði, en kalsaveður. Nú er farið að skipa út, skjögtbáturinn fylltur af heyböggum og svo var dregið á milli, þannig að strengur var festur milli vélbátsins og lands. Svo héldu þeir í strenginn, sem í heybátnum voru og drógu bátinn þannig á milli. Þetta var auðvitað fásinna; miklu meira öryggi var í því, að festa streng í báða enda bátsins, enda var svo gert oftast. Nú skeður það í einni ferðinni út, að báturinn sekkur undir okkur. Var þá styttra í land en út í vélbátinn. Við vorum fjórir ofaná heyinu. Ég ýtti frá landi og fór síðastur upp í bátinn, svo ég sat í skutnum ofaná böggum. Þegar tveir bátverja sjá hvað verða vildi, fara þeir í land á strengnum. Skut bátsins bar undan, svo ég náði alls ekki í strenginn. Ég var ósyndur, en svamlaði þarna kringum heybaggana og beið þess, að báturinn losnaði undan heyinu. Ég hugsaði með mér: Ég skal ná í bátinn! Þá ef báturinn kom undan heyinu var hann á hvolfi, nokkra metra frá mér. Ég beitti höndum og fótum og einhvernveginn kraflaði ég mig að bátnum og komst á kjölinn. En nú veltur báturinn og fer á réttan kjöl. En ekki leið á löngu þar til honum hvolfir aftur og enn komst ég á kjöl. Þá verð ég þess var, að maður losnar undan bátnum. Ég reyni að ná manninum upp á bátinn, en bilið var of breitt. Þá skeður það, að annar þeirra manna, er komst í land á strengnum, Þorsteinn frá Steinum, kastar sér til sunds úr landi og nær í manninn. En hjálpin kom of seint, maðurinn, sem var Guðjón Eyjólfsson frá Mið-Grund, var örendur. -

Guðjón Jónsson á Heiði.

Nú komst báturinn aftur á réttan kjöl og ég upp í hann um leið. Var ég svo í honum miðjum, þar sem hann maraði fullur af sjó. Bátinn rak nú undan vestankalda og stefndi á austureyrina. En þetta fór betur en áhorfðist, því rekaldið slapp útfyrir eyrina. Annars hefði ég varla sagt frá þessu atviki. - En þótt ég lenti ekki upp í eyrina, þá var útlitið hreint ekki björgulegt. Mér var satt að segja orðið fjandi kalt, að rorra þarna í bátkænunni. Frá vélbátnum var engrar hjálpar að vænta. Þar var einn maður um borð og hann kunni ekkert á vélina. Annars hefði hann getað sett hana í gang, sett ból á festarnar og farið að skjögtbátnum. En maðurinn gat ekkert aðhafzt - bara beðið átekta.
Nú sé ég, að í landi er heldur betur að koma hreyfing á mannfólkið. Langt fyrir ofan kampinn hvolfdi sexæringur, sem var orðinn aflóga hró, en hafði ekki enn verið komið í verk að flytja upp á grös. Bátnum fylgdu fjórar árar, en ekkert austurstrog. Stefndu menn nú að bátnum, beittu hestum fyrir hann og settu hann fram í miklum flýti. Komu þeir nú út róandi lífróður á þessum bágborna farkosti. Streymdi sjórinn inn, en tveir menn jusu af miklu kappi. Man ég ekki betur, en hvolft hafi verið úr tveimur skyrskjólum niður i sandinn, svo hægt væri að ausa. En þá hafa einhverjir orðið af blessuðu skyrinu hér heima í Eyjum, því þangað átti það að fara. - Þeir voru ekkert mjúkhentir Fjallakarlarnir, þegar þeir kipptu mér upp í bátinn. Ég bað þá að drepa mig ekki nú, úr því líftóran væri ekki skroppin úr mér ennþá. Þá er í land var komið, gaf góður kunningi mér velþegna hressingu og svo var haldið áfram að skipa út heyinu. - Það er ekki gott að segja hvernig farið hefði, ef þetta bátgrey hefði ekki verið þarna suður á sandinum, því það er óvíst hversu lengi ég hefði þolað kuldann. Ég held líka, að ef mér hefði heppnazt að ná Guðjóni upp í bátinn, þá hefði hvorugur okkat komizt af, því við hefðum varla haldizt við tveir í bátnum fullum af sjó. -
- Þessu spjalli við Guðjón á Heiði er nú að ljúka, þótt enn hafi hann frá ærið mörgu að segja, og nú er spurt hvað hann vilji segja að síðustu - eins og þeir segja í útvarpinu.
- Ég sótti sjó í 52 ár og ég hefði áreiðanlega verið mun lengur á sjónum, ef heilsan hefði ekki bilað,en ég fékk vond brjóstþyngsli upp úr einni útilegunni. Þær voru stundum slarksamar. Ég var formaður á mótorbátum í nær fjóra áratugi og hafði alltaf úrvalsmönnum á að skipa. Þeim á ég mikið að þakka. En fyrst og fremst er ég þakklátur forsjóninni fyrir það, að ég missti aldrei mann í sjóinn öll þessi ár, og ég minnist þess ekki, að skipverji hjá mér hafi nokkru sinni orðið frá verki vegna slysa á sjó.
Sjómannadagsblað Vestmannaeyja óskar Guðjóni á Heiði allra heilla áttræðum.