„Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1995/ Ljóð“: Munur á milli breytinga
(Ný síða: '''Ljóð eftir Benedikt Sæmundsson''' Benedikt Sæmundsson er fæddur á Stokkseyri 7. október 1907 og ólst þar upp. Til Vestmannaeyja kom hann á bát sína fyrstu ferö 9. jan...) |
Karibjarna2 (spjall | framlög) Ekkert breytingarágrip |
||
(1 millibreyting ekki sýnd frá sama notandanum) | |||
Lína 1: | Lína 1: | ||
'''Ljóð eftir Benedikt Sæmundsson''' | '''Ljóð eftir Benedikt Sæmundsson''' | ||
Benedikt Sæmundsson er fæddur á Stokkseyri 7. október 1907 og ólst þar upp. Til Vestmannaeyja kom hann á bát sína fyrstu | [[Benedikt Sæmundsson]] er fæddur á Stokkseyri 7. október 1907 og ólst þar upp. Til Vestmannaeyja kom hann á bát sína fyrstu ferð 9. janúar 1926. Hreppti hann hið versta veður og tók ferðin frá Stokkseyri 24 klukkustundir en leiðin sem sigld var er 32 sjómílur. Guðmundur Vigfússon frá Holti skrifaði um þetta veður í Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1982 og nefndi hann greinina Stokkseyrarveðrið.<br> | ||
Benedikt var á vertíðum í Eyjum til ársins 1940 en þá fór hann að sigla til Englands með fisk og sigldi öll stríðsárin. Alls var hann 30 ár á sjónum, lengst af vélstjóri á bátum frá Eyjum, en á sumrin á norðlenskum skipum á síldveiðum, alls 16 sumur.<br> | Benedikt var á vertíðum í Eyjum til ársins 1940 en þá fór hann að sigla til Englands með fisk og sigldi öll stríðsárin. Alls var hann 30 ár á sjónum, lengst af vélstjóri á bátum frá Eyjum, en á sumrin á norðlenskum skipum á síldveiðum, alls 16 sumur.<br> | ||
Benedikt segir að fólkið sitt hafa svo flust frá Stokkseyri til Eyja árið 1935 og hafi þau fyrst átt heima á Fagrafelli, en árið 1946 keypti hann | Benedikt segir að fólkið sitt hafa svo flust frá Stokkseyri til Eyja árið 1935 og hafi þau fyrst átt heima á Fagrafelli, en árið 1946 keypti hann húsið að Fífilgötu 8 og ætlaði að búa þar en fluttist eftir árið til Akureyrar og hefur átt þar heima síðan. Hann átti því heimili hér aðeins í 6 ár þó að hann starfaði hér miklu lengur.<br> | ||
Benedikt var fyrst eftir að hann fluttist norður á togurum Ú.A. og póstbátnum Drang en fór þá í land og var vélstjóri í frystihúsi Ú.A. í 34 ár. Hann hætti störfum fyrir rúmu ári, þá 85 ára gamall.<br> | Benedikt var fyrst eftir að hann fluttist norður á togurum Ú.A. og póstbátnum Drang en fór þá í land og var vélstjóri í frystihúsi Ú.A. í 34 ár. Hann hætti störfum fyrir rúmu ári, þá 85 ára gamall.<br> | ||
Kona Benedikts heitir Rebekka Jónsdóttir, frá Akureyri.<br> | Kona Benedikts heitir Rebekka Jónsdóttir, frá Akureyri.<br> | ||
Þess skal getið að Benedikt byrjaði að gera kvæði þegar hann var 80 ára gamall. Benedikt | Þess skal getið að Benedikt byrjaði að gera kvæði þegar hann var 80 ára gamall. Benedikt hefur gert ljóð um fjölmarga Vestmanneyinga og sýnir það að hugur hans er oft við veru hans hér í Eyjum á árum áður. Bréf hans til mín endar á þessa leið: „Ég á margar góðar minningar um Eyjarnar, því þar lifði ég ótal gleði- og ánægjustundir.“<br> | ||
Blaðið þakkar Benedikt Sæmundssyni fyrir þessa góðu sendingu.<br> | Blaðið þakkar Benedikt Sæmundssyni fyrir þessa góðu sendingu.<br> | ||
S.Þ.S. | S.Þ.S. | ||
Ólafur Vigfússon skipstjóri | [[Ólafur Vigfússon]] skipstjóri | ||
Alltaf verður mér í minni<br> | Alltaf verður mér í minni<br> | ||
Lína 26: | Lína 26: | ||
og hefðum brattar bárur rist.<br> | og hefðum brattar bárur rist.<br> | ||
Óli | Óli Fúsa alltaf glaður<br> | ||
afbragskarl og sómamaður<br> | afbragskarl og sómamaður<br> | ||
aldrei skipti skapi á sjó.<br> | aldrei skipti skapi á sjó.<br> | ||
Lína 55: | Lína 55: | ||
[[Sigurður Ingimundarson]] skipstjóri | |||
Hann var alinn upp í sveit<br> | Hann var alinn upp í sveit<br> | ||
Lína 79: | Lína 79: | ||
Flaggskip Blikinn veglegt var<br> | Flaggskip Blikinn veglegt var<br> | ||
af Vestmannaeyja skipum bar.<br> | af Vestmannaeyja skipum bar.<br> | ||
Siggi | Siggi Munda sótti fast<br> | ||
þó sýndist öðrum veður hvasst.<br> | þó sýndist öðrum veður hvasst.<br> | ||
Einskipa hann oft var þá<br> | Einskipa hann oft var þá<br> | ||
aldrei kom hann | aldrei kom hann Skansinn á,<br> | ||
fór um borð, varð fljótt um vik,<br> | fór um borð, varð fljótt um vik,<br> | ||
fulla ferð og ekkert hik.<br> | fulla ferð og ekkert hik.<br> | ||
Lína 107: | Lína 107: | ||
inn um himins fögru dyr.<br> | inn um himins fögru dyr.<br> | ||
[[Gunnar Marel Jónsson]] skipasmiður | |||
Gunnar Marel er góður drengur<br> | Gunnar Marel er góður drengur<br> | ||
Lína 120: | Lína 120: | ||
fögnuðu þér fræknir menn.<br> | fögnuðu þér fræknir menn.<br> | ||
Strax þú sóttir sjó af kappi<br> | Strax þú sóttir sjó af kappi<br> | ||
sjómenn fagna | sjómenn fagna slíku happi<br> | ||
margir gleðjast af því enn<br> | margir gleðjast af því enn<br> | ||
Lína 147: | Lína 147: | ||
sem hjá þér unnu vel og lengi<br> | sem hjá þér unnu vel og lengi<br> | ||
var í slippnum valið lið.<br> | var í slippnum valið lið.<br> | ||
Voru og margar | Voru og margar vökunætur<br> | ||
þó væri farið snemma á fætur<br> | þó væri farið snemma á fætur<br> | ||
því verkin enga veittu bið.<br> | því verkin enga veittu bið.<br> |
Núverandi breyting frá og með 10. apríl 2017 kl. 12:39
Ljóð eftir Benedikt Sæmundsson
Benedikt Sæmundsson er fæddur á Stokkseyri 7. október 1907 og ólst þar upp. Til Vestmannaeyja kom hann á bát sína fyrstu ferð 9. janúar 1926. Hreppti hann hið versta veður og tók ferðin frá Stokkseyri 24 klukkustundir en leiðin sem sigld var er 32 sjómílur. Guðmundur Vigfússon frá Holti skrifaði um þetta veður í Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1982 og nefndi hann greinina Stokkseyrarveðrið.
Benedikt var á vertíðum í Eyjum til ársins 1940 en þá fór hann að sigla til Englands með fisk og sigldi öll stríðsárin. Alls var hann 30 ár á sjónum, lengst af vélstjóri á bátum frá Eyjum, en á sumrin á norðlenskum skipum á síldveiðum, alls 16 sumur.
Benedikt segir að fólkið sitt hafa svo flust frá Stokkseyri til Eyja árið 1935 og hafi þau fyrst átt heima á Fagrafelli, en árið 1946 keypti hann húsið að Fífilgötu 8 og ætlaði að búa þar en fluttist eftir árið til Akureyrar og hefur átt þar heima síðan. Hann átti því heimili hér aðeins í 6 ár þó að hann starfaði hér miklu lengur.
Benedikt var fyrst eftir að hann fluttist norður á togurum Ú.A. og póstbátnum Drang en fór þá í land og var vélstjóri í frystihúsi Ú.A. í 34 ár. Hann hætti störfum fyrir rúmu ári, þá 85 ára gamall.
Kona Benedikts heitir Rebekka Jónsdóttir, frá Akureyri.
Þess skal getið að Benedikt byrjaði að gera kvæði þegar hann var 80 ára gamall. Benedikt hefur gert ljóð um fjölmarga Vestmanneyinga og sýnir það að hugur hans er oft við veru hans hér í Eyjum á árum áður. Bréf hans til mín endar á þessa leið: „Ég á margar góðar minningar um Eyjarnar, því þar lifði ég ótal gleði- og ánægjustundir.“
Blaðið þakkar Benedikt Sæmundssyni fyrir þessa góðu sendingu.
S.Þ.S.
Ólafur Vigfússon skipstjóri
Alltaf verður mér í minni
er manninn sá í fyrsta sinni
að kvöldi dags ég kom til hans.
Hélt ég þá, í heimsku minni,
að heldur lítil afrek ynni
karlinn sá í kröppum dans.
En oft á hafsins úfnu bárum
við Eyjar, fyrir mörgum árum,
sýndi hann hreina sjómanns list.
Er við börðumst beint á móti
brotsjóum og ölduróti
og hefðum brattar bárur rist.
Óli Fúsa alltaf glaður
afbragskarl og sómamaður
aldrei skipti skapi á sjó.
Fiskaði meira en flestir aðrir
sem fóru lengra, veðurbarðir,
hann var einstök aflakló.
Gamli Skúli góður bátur
gat ég oftast verið kátur
Tuxham mótor traustur var.
Alltaf gekk hann eins og klukka,
ekki var það slembiklukka,
aldrei varð neitt óhapp þar.
Ef illært var og afli tregur
Óli var jafnskemmtilegur,
ávallt trúði á æðri mátt.
Okkur varð svo allt að láni
þó ýfðist sjór og bylgjur gráni
sigldum við í sólarátt.
Hjá sömu útgerð sigldi lengi,
sagt er að hann verðlaun fengi,
aflamaður alltaf var.
Hniginn er að hinsta beði
á himnum býr með sæmd og gleði,
Friðarhöfn svo fékk hann þar.
Sigurður Ingimundarson skipstjóri
Hann var alinn upp í sveit
um ættfólk hans ég lítið veit,
ungur flutti í Eyjarnar
aflaði sér frægðar þar.
Fór hann strax að sækja sjó
sótti fram, því kapp var nóg,
ekki var þá unnt að sjá
hvort aflakló hann væri þá.
Kostir hans þó komu í ljós
kunni það er þarf til sjós,
áræði og einbeitt geð
aflasæld og heppni með.
Ef hann hafði öruggt far
aflakóngur löngum var,
fyllti lest og lét á dekk
löngum er hann Blikann fékk.
Flaggskip Blikinn veglegt var
af Vestmannaeyja skipum bar.
Siggi Munda sótti fast
þó sýndist öðrum veður hvasst.
Einskipa hann oft var þá
aldrei kom hann Skansinn á,
fór um borð, varð fljótt um vik,
fulla ferð og ekkert hik.
Oft var hann þá einn á sjó
í ofsaveðri netin dró,
át svo skroið eins og mat
einna mest þá fiskaði gat.
Veikur aldrei varð hann samt
vænan hafði fengið skammt
af orku og hreysti og æsku tíð
þó ekki væru kjörin blíð.
Ævistarf hans veglegt var
í Vestmannaeyjum hátt hann bar
sinni þjóð hann syni gaf,
sóma menn sem báru af.
Nú er hetjan fallin frá
fögnuður varð himnum á
er hann sigldi óskabyr
inn um himins fögru dyr.
Gunnar Marel Jónsson skipasmiður
Gunnar Marel er góður drengur
get ég ekki beðið lengur
með að yrkja um þig ljóð.
Gamla-Hrauns af sterkum stofni
stóð sem bjarg svo aldrei rofni
ættarbönd og áhrif góð.
Ef þú fluttir út í Eyjar
að þér dáðust fagrar meyjar
fögnuðu þér fræknir menn.
Strax þú sóttir sjó af kappi
sjómenn fagna slíku happi
margir gleðjast af því enn
Útsjón þín til allra verka
aflaði þér virðing sterka
formaður með fleyin mörg.
Enda þótt þú ungur værir
allir voru vegir færir
færðir snemma í búið björg.
Útvegsmenn þér allir treystu
og á því sínar vonir reistu
að þú hæfir annað starf.
Að sjá um viðhald fiskiflota
þeim fannst það líkast töfrasprota,
frábær snilld er fékkstu í arf.
Þú varst frægur fyrir smíði,
fögur skip þín mikil prýði,
fiskiskip með fríðan svip.
Afköst þín svo undrun sætti
allan flotann stórum bætti,
smíðaðir frábær fiskiskip.
Hafðir marga hrausta drengi
sem hjá þér unnu vel og lengi
var í slippnum valið lið.
Voru og margar vökunætur
þó væri farið snemma á fætur
því verkin enga veittu bið.
Þú áttir báta auðnu ríka
með afbragsmanni þekktum líka
að forystu og fiskisæld.
Samtaka þið sífellt voru
segja frá því verkin stóru
sem munu tæpast verða mæld.
Af ýmsum mætum Eyjamönnum
er þitt starf í dagsins önnum,
metið meira en margra þar.
Orðstír þinn mun ávallt lifa
um þig mætti bækur skrifa
ævistarf þitt afrek var.