„Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1991/Björgunarfélag Vestmannaeyja og Þór“: Munur á milli breytinga
(Ný síða: Snorri Jónsson:<br> <big><big>Björgunarfélag Vestmannaeyja og björgunarskipið Þór</big></big><br> Það fer ekki milli mála að í sögu félags eins og Björgunarfélag...) |
Ekkert breytingarágrip |
||
Lína 8: | Lína 8: | ||
Síðar um vorið, eða nánar tiltekið hinn 27. júní samþykkti sýslunefnd Vestmannaeyja svohljóðandi áskorun til Alþingis. "Nefndin skorar á Alþingi að veita sýslufélaginu allt að 5000 kr. árlega til eftirlits úr landi með fiskveiðum útlendinga". Í sambandi við þetta tekur nefndin fram að hún álítur að slík tillaga muni beint borga sig fyrir landsjóð í auknum sektum fyrir brot útlendinga á fiskveiðilöggjöfinni. | Síðar um vorið, eða nánar tiltekið hinn 27. júní samþykkti sýslunefnd Vestmannaeyja svohljóðandi áskorun til Alþingis. "Nefndin skorar á Alþingi að veita sýslufélaginu allt að 5000 kr. árlega til eftirlits úr landi með fiskveiðum útlendinga". Í sambandi við þetta tekur nefndin fram að hún álítur að slík tillaga muni beint borga sig fyrir landsjóð í auknum sektum fyrir brot útlendinga á fiskveiðilöggjöfinni. | ||
Áskoruninni var komið á framfæri við þingið án þess að nokkur sýnilegur árangur yrði. En þó málið væri flutt fyrir daufum eyrum þingheimsins var það þess eðlis að það gat ekki gleymst þeim sem Eyjarnar byggðu, og var oft til umræðu manna á meðal. Veturinn 1917-1918 var því hreyft á ný opinberlega, og þingmálafundi þann 7. apríl 1918 var samþykkt í einu hljóði svohljóðandi tillaga.<br> "Fundurinn skorar á alþingi að flýta því sem mest að landstjórnin styrki Vestmannaeyinga til að eignast björgunarskip". Enn kom málið fyrir þingið, og var því yfirleitt vel tekið þó ýmsir andmæltu því á þeim forsendum að málið væri illa undirbúið. Fór svo að 11. júní 1918 var samþykkt svohljóðandi þingsályktun "Alþingi ályktar, að heimila landstjórninni að veita sveitarfélagi, fiskifélagsdeild eða félagi einstakra manna í Vestmannaeyjum, sem ræðst í að kaupa björgunarbát, allt að 40 þúsund króna styrk í þessu skyni, þó ekki fram yfir þriðjung kostnaðar. Styrkveitingin er þó því skilyrði bundin, að stjórnarráðið úrskurði ágreining sem verða kann út af björgunarlaunum til bátsins, og leggi samþykki á allar ákvarðanir um gerð bátsins, útbúnað hans, björgunarsvæði, dvalarstað og vinnubrögð á vertíð eða þegar ætla má að hann þurfi tiltækur að vera til björgunar". Fór nú að komast hreyfing á málið, og þann 3. ágúst um sumarið boðar [[Karl Einarsson]] þáverandi sýslumaður og alþingismaður fjölda Eyjabúa á einkafund þar sem rætt er um stofnun björgunarfélags og kaup á björgunarskipi. <br> Á fundinum er samþykkt að stofna slíkt félag og hefja fjársöfnun til kaupa á skipi og var kosin bráðabirgðastjórn til að undirbúa málið. Í þessari undirbúningsstjórn áttu sæti auk Karls, [[Jóhann Þ. Jósefsson]] kaupmaður, [[Gísli Lárusson]] kaupfélagsstjóri, [[Þorsteinn Jónsson]] útvegsbóndi og [[Árni Filipusson]]. Skömmu síðar fékk stjórnin sér til aðstoðar þá [[Gísli J. Johnsen|Gísla J. Johnsen]] konsúl og [Sigurður Sigurðsson (lyfsali)|Sigurð Sigurðsson]] lyfsala sem fór skömmu síðar til Reykjavíkur til samráðs við landstjórnina og stjórn Fiskifélags Íslands um málið.<br> | Áskoruninni var komið á framfæri við þingið án þess að nokkur sýnilegur árangur yrði. En þó málið væri flutt fyrir daufum eyrum þingheimsins var það þess eðlis að það gat ekki gleymst þeim sem Eyjarnar byggðu, og var oft til umræðu manna á meðal. Veturinn 1917-1918 var því hreyft á ný opinberlega, og þingmálafundi þann 7. apríl 1918 var samþykkt í einu hljóði svohljóðandi tillaga.<br> "Fundurinn skorar á alþingi að flýta því sem mest að landstjórnin styrki Vestmannaeyinga til að eignast björgunarskip". Enn kom málið fyrir þingið, og var því yfirleitt vel tekið þó ýmsir andmæltu því á þeim forsendum að málið væri illa undirbúið. Fór svo að 11. júní 1918 var samþykkt svohljóðandi þingsályktun "Alþingi ályktar, að heimila landstjórninni að veita sveitarfélagi, fiskifélagsdeild eða félagi einstakra manna í Vestmannaeyjum, sem ræðst í að kaupa björgunarbát, allt að 40 þúsund króna styrk í þessu skyni, þó ekki fram yfir þriðjung kostnaðar. Styrkveitingin er þó því skilyrði bundin, að stjórnarráðið úrskurði ágreining sem verða kann út af björgunarlaunum til bátsins, og leggi samþykki á allar ákvarðanir um gerð bátsins, útbúnað hans, björgunarsvæði, dvalarstað og vinnubrögð á vertíð eða þegar ætla má að hann þurfi tiltækur að vera til björgunar". Fór nú að komast hreyfing á málið, og þann 3. ágúst um sumarið boðar [[Karl Einarsson]] þáverandi sýslumaður og alþingismaður fjölda Eyjabúa á einkafund þar sem rætt er um stofnun björgunarfélags og kaup á björgunarskipi. <br> Á fundinum er samþykkt að stofna slíkt félag og hefja fjársöfnun til kaupa á skipi og var kosin bráðabirgðastjórn til að undirbúa málið. Í þessari undirbúningsstjórn áttu sæti auk Karls, [[Jóhann Þ. Jósefsson]] kaupmaður, [[Gísli Lárusson]] kaupfélagsstjóri, [[Þorsteinn Jónsson]] útvegsbóndi og [[Árni Filipusson]]. Skömmu síðar fékk stjórnin sér til aðstoðar þá [[Gísli J. Johnsen|Gísla J. Johnsen]] konsúl og [Sigurður Sigurðsson (lyfsali)|Sigurð Sigurðsson]] lyfsala sem fór skömmu síðar til Reykjavíkur til samráðs við landstjórnina og stjórn Fiskifélags Íslands um málið.<br> | ||
[[Mynd:Snorri Jónsson Gámavinur Sdbl. 1991.jpg|vinstri|thumb|363x363dp|Snorri Jónsson, Gámavinur.]] | |||
Var nú hafist handa um söfnun hlutafjár og um leið að koma föstu skipulagi á félagið. Taldi stjórnin sig þurfa 200 þúsund krónur í höfuðstól, með landsjóðsstyrk og lánsfé, og þó margir væru til að veita fé til bátakaupanna, t.d. samþykkti Bátaábyrgðarfélagið á fundi sínum að leggja fram 1000 krónur til kaupanna, sem urðu þó 2000 kr.<br> | Var nú hafist handa um söfnun hlutafjár og um leið að koma föstu skipulagi á félagið. Taldi stjórnin sig þurfa 200 þúsund krónur í höfuðstól, með landsjóðsstyrk og lánsfé, og þó margir væru til að veita fé til bátakaupanna, t.d. samþykkti Bátaábyrgðarfélagið á fundi sínum að leggja fram 1000 krónur til kaupanna, sem urðu þó 2000 kr.<br> | ||
Samkvæmt reikningum félagsins 1919, fengust ekki loforð fyrir nema 50-60 þúsund krónum, en áfram var samt haldið.<br> | Samkvæmt reikningum félagsins 1919, fengust ekki loforð fyrir nema 50-60 þúsund krónum, en áfram var samt haldið.<br> | ||
Lína 48: | Lína 48: | ||
Fyrri partinn í apríl fór skipið til Reykjavíkur með 33 farþega og talsverðan póst, og kom heim með vörur, olíu og fleira auk þess sem með skipinu voru menn er gera skyldu við sæsímann milli lands og Eyja sem hafði verið bilaður nokkurn tíma. Var þetta fyrsta af mörgum ferðum skipsins með fólk og flutning víðsvegar um landið, en oft var gripið til þess ráðs að fá Þór í ferðir þegar erfitt var með samgöngur, einkum fyrstu árin eftir ófriðinn.<br> | Fyrri partinn í apríl fór skipið til Reykjavíkur með 33 farþega og talsverðan póst, og kom heim með vörur, olíu og fleira auk þess sem með skipinu voru menn er gera skyldu við sæsímann milli lands og Eyja sem hafði verið bilaður nokkurn tíma. Var þetta fyrsta af mörgum ferðum skipsins með fólk og flutning víðsvegar um landið, en oft var gripið til þess ráðs að fá Þór í ferðir þegar erfitt var með samgöngur, einkum fyrstu árin eftir ófriðinn.<br> | ||
Útgerð skipsins var dýr, og erfið fjárvana félagi og gerði því félagsstjórnin ítrekaðar tilraunir til að ná samkomulagi við ríkisstjórnina um að hún tæki það á leigu og það yrði notað við strandgæslu og eftirlit með síldveiðum við Norðurland á sumrum, til þess að sem mest not yrðu af því, og til að létta undir kostnaðí við útgerðina. Ríkisstjórnin fékkst ekki til þeirra samninga og því var skipið látið liggja aðgerðarlaust milli vertíða. Þetta voru mikil vonbrigði fyrir félagið, því að nú var ekki annars kostur en að gera skipið út á kostnað félagsins og bæjarins og freista þess að fá styrk úr ríkissjóði.<br> | Útgerð skipsins var dýr, og erfið fjárvana félagi og gerði því félagsstjórnin ítrekaðar tilraunir til að ná samkomulagi við ríkisstjórnina um að hún tæki það á leigu og það yrði notað við strandgæslu og eftirlit með síldveiðum við Norðurland á sumrum, til þess að sem mest not yrðu af því, og til að létta undir kostnaðí við útgerðina. Ríkisstjórnin fékkst ekki til þeirra samninga og því var skipið látið liggja aðgerðarlaust milli vertíða. Þetta voru mikil vonbrigði fyrir félagið, því að nú var ekki annars kostur en að gera skipið út á kostnað félagsins og bæjarins og freista þess að fá styrk úr ríkissjóði.<br> | ||
[[Mynd:Fyrsta stjórn Björgunarfélags Sdbl. 1991.jpg|miðja|thumb|Fyrsta stjórn Björgunarfélags Vestmannaeyja. | |||
Jóhann Þ. Jósefsson. Sigurður Sigurðsson. | |||
Karl Einarsson. | |||
Jón Hinriksson. Gísli Lárusson. | |||
]] | |||
[[Mynd:Þór siglir inn til Sdbl. 1991.jpg|miðja|thumb|Þór siglir inn til Vestmannaeyja, fánum prýddur.]] | |||
Á vertíðinni 1921 var efnt til borgarafundar í Eyjum út af þessu. Var fundurinn fjölsóttur og mikil alvara í mönnum með að fá, að þeim fannst, hina sjálfsögðu hjálp frá ríkinu, þegar gagnleg starfsemi var boðin á móti. Á fundinum var samþykkt svohljóðandi tillaga. "Jafnframt því að þakka hinu háa Alþingi liðveislu þess við Björgunarfélag Vestmannaeyja, tvívegis styrkveitingu til kaupa björgunar og eftirlitsskipsins Þórs og kröfur sömu þinga til landstjórnarinnar um að hefja landhelgiseftirlit- og samkvæmt reynslu þeirri, sem ótvírætt er fengin um nothæfi skips vors og margvíslega gagnsemi, sem hér yrði of langt að telja og óþarft, skorum vér Vestmannaeyingar, staddir á fjölmennum borgarafundi, á hið háa Alþingi, að halda stefnu undanfarinna ára í strandvarnarmálum fast fram, svo að Íslendingar taki nú þegar málið að einhverju leyti í sínar hendur, svo sem sambandssáttmálinn heimilar, og nota sem byrjun og til frekari reynslu skip vort Þór, sem vér bjóðum fram með hinum sanngjörnustu kjörum. Ennfremur að Alþingi greiði kostnað þann, sem útgerð skipsins hefir í för með sér hér við Vestmannaeyjar frá nýári til miðs maímánaðar þessa árs, og frá 26. mars s.l. árs til 14. maí s.á. að frádregnu því sem sanngjarnt þykir, að Vestmannaeyingar greiði."<br> | Á vertíðinni 1921 var efnt til borgarafundar í Eyjum út af þessu. Var fundurinn fjölsóttur og mikil alvara í mönnum með að fá, að þeim fannst, hina sjálfsögðu hjálp frá ríkinu, þegar gagnleg starfsemi var boðin á móti. Á fundinum var samþykkt svohljóðandi tillaga. "Jafnframt því að þakka hinu háa Alþingi liðveislu þess við Björgunarfélag Vestmannaeyja, tvívegis styrkveitingu til kaupa björgunar og eftirlitsskipsins Þórs og kröfur sömu þinga til landstjórnarinnar um að hefja landhelgiseftirlit- og samkvæmt reynslu þeirri, sem ótvírætt er fengin um nothæfi skips vors og margvíslega gagnsemi, sem hér yrði of langt að telja og óþarft, skorum vér Vestmannaeyingar, staddir á fjölmennum borgarafundi, á hið háa Alþingi, að halda stefnu undanfarinna ára í strandvarnarmálum fast fram, svo að Íslendingar taki nú þegar málið að einhverju leyti í sínar hendur, svo sem sambandssáttmálinn heimilar, og nota sem byrjun og til frekari reynslu skip vort Þór, sem vér bjóðum fram með hinum sanngjörnustu kjörum. Ennfremur að Alþingi greiði kostnað þann, sem útgerð skipsins hefir í för með sér hér við Vestmannaeyjar frá nýári til miðs maímánaðar þessa árs, og frá 26. mars s.l. árs til 14. maí s.á. að frádregnu því sem sanngjarnt þykir, að Vestmannaeyingar greiði."<br> | ||
Ekki hreif þessi áskorun, þó málið ætti ýmsa talsmenn sem fyrr. Eftir vertíðina 1921 þótti sýnt að hvorki Björgunarfélagið né bæjarfélagið réðu við að gera skipið út á þennan hátt og var það ráð tekið að taka lán til að standa undir kostnaði, 80 þúsund krónur. En það svarar þeirri skuld sem hvíldi á skipinu þegar það var selt ríkinu.<br> | Ekki hreif þessi áskorun, þó málið ætti ýmsa talsmenn sem fyrr. Eftir vertíðina 1921 þótti sýnt að hvorki Björgunarfélagið né bæjarfélagið réðu við að gera skipið út á þennan hátt og var það ráð tekið að taka lán til að standa undir kostnaði, 80 þúsund krónur. En það svarar þeirri skuld sem hvíldi á skipinu þegar það var selt ríkinu.<br> | ||
Lína 58: | Lína 65: | ||
Næstu vertíð var Þór enn við björgunar og gæslustörf við Eyjar og tók þá um veturinn 2 togara, þó vopnlaus væri. Um vorið er svo sett á skipið fallbyssa eins og áður er getið, og um haustið er hann svo við gæslustörf við Vestur- og Norðurland og tók þar alls 8 togara, enska, og 1 síldveiðiskip.<br> | Næstu vertíð var Þór enn við björgunar og gæslustörf við Eyjar og tók þá um veturinn 2 togara, þó vopnlaus væri. Um vorið er svo sett á skipið fallbyssa eins og áður er getið, og um haustið er hann svo við gæslustörf við Vestur- og Norðurland og tók þar alls 8 togara, enska, og 1 síldveiðiskip.<br> | ||
1925 var öllu hagað sem árið áður, en þá tekur skipið 2 norsk síldveiðiskip, 4 dönsk dragnótarskip og 10 enska togara.<br> | 1925 var öllu hagað sem árið áður, en þá tekur skipið 2 norsk síldveiðiskip, 4 dönsk dragnótarskip og 10 enska togara.<br> | ||
[[Mynd:Vestmannaeyjahöfn Sdbl. 1991.jpg|miðja|thumb|Vestmannaeyjahöfn.]] | |||
Á þessu ári tók stjórn Björgunarfélagsins til alvarlegrar umræðu hvort ekki mætti takast að selja ríkinu skipið með þeim skilyrðum að starf þess við Vestmannaeyjar yrði með sama sniði og verið hafði. Þetta hafði komið til tals áður án þess að af því yrði, en þar sem sannað þóttir að skipið væri vel hæft til strandgæslu og hafði afrekað miklu meira en dönsku herskipin þótti sýnt að strandgæslan varð að vera í höndum íslendinga. Alþingi hafði aðhyllst þá skoðun og gefið ríkisstjórninni heimild til framkvæmda í því máli. Framkvæmdastjóra Björgunarfélagsins var falið að leita samninga við ríkistjórnina, og leiddi það til þess, að þáverandí forsætisráðherra Jón Magnússon, bauðst til að kaupa skipið með áhvílandi skuld sem var 80 þúsund krónur, og með þeim skilyrðum að öðru leyti "að meðan skipið er gjört út af ríkisstjórninni, skuli það látið halda uppi samskonar gæslu við Vestmannaeyjar 3 1/2-4 mánaða tíma á vetrarvertíð árlega, og verið hefur undanfarin ár." Farið var fram á 25 þúsund króna tillag úr bæjarsjóði á ári." Kvaðst stjórnin tilbúin að taka við skipinu 1. júlí 1926.<br> | Á þessu ári tók stjórn Björgunarfélagsins til alvarlegrar umræðu hvort ekki mætti takast að selja ríkinu skipið með þeim skilyrðum að starf þess við Vestmannaeyjar yrði með sama sniði og verið hafði. Þetta hafði komið til tals áður án þess að af því yrði, en þar sem sannað þóttir að skipið væri vel hæft til strandgæslu og hafði afrekað miklu meira en dönsku herskipin þótti sýnt að strandgæslan varð að vera í höndum íslendinga. Alþingi hafði aðhyllst þá skoðun og gefið ríkisstjórninni heimild til framkvæmda í því máli. Framkvæmdastjóra Björgunarfélagsins var falið að leita samninga við ríkistjórnina, og leiddi það til þess, að þáverandí forsætisráðherra Jón Magnússon, bauðst til að kaupa skipið með áhvílandi skuld sem var 80 þúsund krónur, og með þeim skilyrðum að öðru leyti "að meðan skipið er gjört út af ríkisstjórninni, skuli það látið halda uppi samskonar gæslu við Vestmannaeyjar 3 1/2-4 mánaða tíma á vetrarvertíð árlega, og verið hefur undanfarin ár." Farið var fram á 25 þúsund króna tillag úr bæjarsjóði á ári." Kvaðst stjórnin tilbúin að taka við skipinu 1. júlí 1926.<br> | ||
Lína 86: | Lína 93: | ||
Það var svo 17. desember 1929 að Þór fer frá Reykjavík áleiðis norður á Húnaflóa með farþega, voru þetta kirkjuráðsmenn sem vildu ná heim fyrir jólin, og líkt og áður var gripið til Þórs þegar erfitt var með ferðir. Annar farþeginn var settur í land á Blöndósi, og var farið þaðan að kvöldi föstudagsins 20 desember. Var skollið á norðan hvassviðri og gekk á með éljum. Eiríkur Kristófersson sem þá var skipstjóri (skipherra) á Þór hugðist sigla skipinu uppundir Grímsey á Steingrímsfirði og liggja þar af sér veðrið. En þegar út á flóann kom varð vart við bilun í stýrisbúnaði skipsins og tók það þegar að reka í átt til lands og litlu munaði að það tæki á land við Vatnsnes en á síðustu stundu tókst að gera við stýrisbúnaðinn, til bráðabirgða, og var skipinu snúið og lagst í var við Skagaströnd. Er svo legið þarna allan laugardaginn í blindbyl og þorði skipstjóri ekki annað en láta mæla dýpið á tíu mínútna fresti, og klukkan 20:30 um kvöldið verður þess vart að dýpi hefur minnkað mjög verulega og voru þegar gerðar ráðstafanir til að létta akkerum og leggja frá. En þá skeður það að akkerisfestin slitnar og nær samstundis bilar stýrið að nýju og skipti það engum togum að skipið tók niður og sat fast á skeri. <br> | Það var svo 17. desember 1929 að Þór fer frá Reykjavík áleiðis norður á Húnaflóa með farþega, voru þetta kirkjuráðsmenn sem vildu ná heim fyrir jólin, og líkt og áður var gripið til Þórs þegar erfitt var með ferðir. Annar farþeginn var settur í land á Blöndósi, og var farið þaðan að kvöldi föstudagsins 20 desember. Var skollið á norðan hvassviðri og gekk á með éljum. Eiríkur Kristófersson sem þá var skipstjóri (skipherra) á Þór hugðist sigla skipinu uppundir Grímsey á Steingrímsfirði og liggja þar af sér veðrið. En þegar út á flóann kom varð vart við bilun í stýrisbúnaði skipsins og tók það þegar að reka í átt til lands og litlu munaði að það tæki á land við Vatnsnes en á síðustu stundu tókst að gera við stýrisbúnaðinn, til bráðabirgða, og var skipinu snúið og lagst í var við Skagaströnd. Er svo legið þarna allan laugardaginn í blindbyl og þorði skipstjóri ekki annað en láta mæla dýpið á tíu mínútna fresti, og klukkan 20:30 um kvöldið verður þess vart að dýpi hefur minnkað mjög verulega og voru þegar gerðar ráðstafanir til að létta akkerum og leggja frá. En þá skeður það að akkerisfestin slitnar og nær samstundis bilar stýrið að nýju og skipti það engum togum að skipið tók niður og sat fast á skeri. <br> | ||
Fljótlega tókst loftskeytamanni Þórs að ná sambandi við loftskeytastöðina í Reykjavík og gat skýrt frá hvernig komið var. Sjór flæddi fljótlega inn í skipið og drap eldana undir kötlunum, og varð vistin um borð fljótlega kalsöm enda margir skipverja lítt klæddir þar sem þeir höfðu verið neðan þilja þegar skipið strandaði, loftskeytasamband slitnaði svo og mjög fljótlega, og reyndu þá skipverjar að gera vart við sig með því að skjóta flugeldum og skjóta af fallbyssu skipsins, og varð það til þess að bóndinn á Sölvabakka gerði sér ljóst að eitthvað væri að, en ekki sá hann neitt vegna hríðarinnar og veðurofsans. Þegar veður gekk niður og menn í landi höfðu gert sér grein fyrir aðstæðum fóru tveir trillubátar frá Skagaströnd á strandstað, en svo mikið var brimið að ógerlegt var að komast nærri hinu strandaða skipi, en að lokum freistuðust menn til að setja út björgunarbát Þórs og freista þess að ná til trillubátanna, tókst það með miklu harðfylgi og snarræði og björguðust þar 6 menn en ekki þótti ráðlegt að reyna fleiri slíkar ferðir. Um klukkan 6 á mánudagsmorgun kom togarinn Hannes ráðherra á strandstað og tókst honum að koma báti að síðu Þórs og bjargaði hann 10 mönnum og litlu síðar tókst að bjarga þeim þrem sem eftir voru. Um svipað leyti og björgun var að ljúka kom varðskipið Ægir að og tók það skipsbrotsmennina og flutti til síns heima. Fyrst var farþeginn settur í land í Hrútafirði en aðrir skipbrotsmenn fluttir til Reykjavíkur og kom skipið þangað á aðfangadagskvöld.<br> | Fljótlega tókst loftskeytamanni Þórs að ná sambandi við loftskeytastöðina í Reykjavík og gat skýrt frá hvernig komið var. Sjór flæddi fljótlega inn í skipið og drap eldana undir kötlunum, og varð vistin um borð fljótlega kalsöm enda margir skipverja lítt klæddir þar sem þeir höfðu verið neðan þilja þegar skipið strandaði, loftskeytasamband slitnaði svo og mjög fljótlega, og reyndu þá skipverjar að gera vart við sig með því að skjóta flugeldum og skjóta af fallbyssu skipsins, og varð það til þess að bóndinn á Sölvabakka gerði sér ljóst að eitthvað væri að, en ekki sá hann neitt vegna hríðarinnar og veðurofsans. Þegar veður gekk niður og menn í landi höfðu gert sér grein fyrir aðstæðum fóru tveir trillubátar frá Skagaströnd á strandstað, en svo mikið var brimið að ógerlegt var að komast nærri hinu strandaða skipi, en að lokum freistuðust menn til að setja út björgunarbát Þórs og freista þess að ná til trillubátanna, tókst það með miklu harðfylgi og snarræði og björguðust þar 6 menn en ekki þótti ráðlegt að reyna fleiri slíkar ferðir. Um klukkan 6 á mánudagsmorgun kom togarinn Hannes ráðherra á strandstað og tókst honum að koma báti að síðu Þórs og bjargaði hann 10 mönnum og litlu síðar tókst að bjarga þeim þrem sem eftir voru. Um svipað leyti og björgun var að ljúka kom varðskipið Ægir að og tók það skipsbrotsmennina og flutti til síns heima. Fyrst var farþeginn settur í land í Hrútafirði en aðrir skipbrotsmenn fluttir til Reykjavíkur og kom skipið þangað á aðfangadagskvöld.<br> | ||
[[Mynd:Skrúfan um borð Sdbl. 1991.jpg|miðja|thumb|Skrúfan um borð í varðskipi við komuna hingað.]] | |||
Þetta var síðasta ferð björgunarskipsins Þórs, þetta skip sem kom til landsins fyrir tilstuðlan bjartsýnna og framsækinna Vestmannaeyinga 1920, og var ætlað að bjarga og veita hjálp bátum og mönnum í sjávarháska var nú sjálft orðið hafinu að bráð, og lauk þar með merkilegum kafla í íslenskri björgunarsögu, og töldu menn nú að þar með væri sögu Þórs lokið. Enn voru það Vestmannaeyingar sem breyttu gangí mála því 43 árum eftir strandið fregnar Hermann Einarsson ritstjóri blaðsins Dagskrá að búið sé að ná skrúfu skipsins á land og hreyfir máls á því í blaði sínu að það væri verðugt verkefni bæjaryfirvalda að nálgast skrúfuna og nota hana sem minnisvarða um framtak og forystuhlutverk það sem Eyjamenn höfðu í landhelgis og björgunarmálum.<br> | Þetta var síðasta ferð björgunarskipsins Þórs, þetta skip sem kom til landsins fyrir tilstuðlan bjartsýnna og framsækinna Vestmannaeyinga 1920, og var ætlað að bjarga og veita hjálp bátum og mönnum í sjávarháska var nú sjálft orðið hafinu að bráð, og lauk þar með merkilegum kafla í íslenskri björgunarsögu, og töldu menn nú að þar með væri sögu Þórs lokið. Enn voru það Vestmannaeyingar sem breyttu gangí mála því 43 árum eftir strandið fregnar Hermann Einarsson ritstjóri blaðsins Dagskrá að búið sé að ná skrúfu skipsins á land og hreyfir máls á því í blaði sínu að það væri verðugt verkefni bæjaryfirvalda að nálgast skrúfuna og nota hana sem minnisvarða um framtak og forystuhlutverk það sem Eyjamenn höfðu í landhelgis og björgunarmálum.<br> | ||
Stjórnarmenn Björgunarfélagsins brugðust skjótt við, og undir forystu Jóns I. Sigurðssonar og Lárusar Ársælssonar festi félagið kaup á skrúfunni.<br> | Stjórnarmenn Björgunarfélagsins brugðust skjótt við, og undir forystu Jóns I. Sigurðssonar og Lárusar Ársælssonar festi félagið kaup á skrúfunni.<br> |
Núverandi breyting frá og með 26. mars 2019 kl. 14:33
Björgunarfélag Vestmannaeyja og björgunarskipið Þór
Það fer ekki milli mála að í sögu félags eins og Björgunarfélags Vestmannaeyja hefur á ýmsu verið bryddað, og ýmislegt gert. Oft hafa menn ráðist í hluti og framkvæmdir sem aðrir hafa talið óframkvæmanlega, en með óbilandi kjarki og áræði hefur verið lyft Grettistaki, til hagsbóta fyrir félagið, byggðarlagið eða jafnvel fyrir landið allt. Eitt þessara grettistaka eru kaup Bjögunarfélagsins á björgunarskipinu Þór, en það kom til landsins síðla dags hinn 25 mars 1920.
Það mun hafa verið Hjalti Jónsson framkvæmdastjóri sem fyrstur hreifði þessu máli á þingmálafundi fyrir alþingiskosningarnar 1914. Taldi hann að nauðsynlegt væri að fá björgunarskip hingað til Eyja, og fékk málið strax góðar undirtektir, því allir fundu þörfina á hjálp til handa nauðstöddum bátum, auk þess sem full nauðsyn væri á að verja landhelgi Eyjanna fyrir ágangi erlendra botnvörpuskipa sem voru á veiðum svo tugum skipti svo að segja uppi í landsteinum.
Síðar um vorið, eða nánar tiltekið hinn 27. júní samþykkti sýslunefnd Vestmannaeyja svohljóðandi áskorun til Alþingis. "Nefndin skorar á Alþingi að veita sýslufélaginu allt að 5000 kr. árlega til eftirlits úr landi með fiskveiðum útlendinga". Í sambandi við þetta tekur nefndin fram að hún álítur að slík tillaga muni beint borga sig fyrir landsjóð í auknum sektum fyrir brot útlendinga á fiskveiðilöggjöfinni.
Áskoruninni var komið á framfæri við þingið án þess að nokkur sýnilegur árangur yrði. En þó málið væri flutt fyrir daufum eyrum þingheimsins var það þess eðlis að það gat ekki gleymst þeim sem Eyjarnar byggðu, og var oft til umræðu manna á meðal. Veturinn 1917-1918 var því hreyft á ný opinberlega, og þingmálafundi þann 7. apríl 1918 var samþykkt í einu hljóði svohljóðandi tillaga.
"Fundurinn skorar á alþingi að flýta því sem mest að landstjórnin styrki Vestmannaeyinga til að eignast björgunarskip". Enn kom málið fyrir þingið, og var því yfirleitt vel tekið þó ýmsir andmæltu því á þeim forsendum að málið væri illa undirbúið. Fór svo að 11. júní 1918 var samþykkt svohljóðandi þingsályktun "Alþingi ályktar, að heimila landstjórninni að veita sveitarfélagi, fiskifélagsdeild eða félagi einstakra manna í Vestmannaeyjum, sem ræðst í að kaupa björgunarbát, allt að 40 þúsund króna styrk í þessu skyni, þó ekki fram yfir þriðjung kostnaðar. Styrkveitingin er þó því skilyrði bundin, að stjórnarráðið úrskurði ágreining sem verða kann út af björgunarlaunum til bátsins, og leggi samþykki á allar ákvarðanir um gerð bátsins, útbúnað hans, björgunarsvæði, dvalarstað og vinnubrögð á vertíð eða þegar ætla má að hann þurfi tiltækur að vera til björgunar". Fór nú að komast hreyfing á málið, og þann 3. ágúst um sumarið boðar Karl Einarsson þáverandi sýslumaður og alþingismaður fjölda Eyjabúa á einkafund þar sem rætt er um stofnun björgunarfélags og kaup á björgunarskipi.
Á fundinum er samþykkt að stofna slíkt félag og hefja fjársöfnun til kaupa á skipi og var kosin bráðabirgðastjórn til að undirbúa málið. Í þessari undirbúningsstjórn áttu sæti auk Karls, Jóhann Þ. Jósefsson kaupmaður, Gísli Lárusson kaupfélagsstjóri, Þorsteinn Jónsson útvegsbóndi og Árni Filipusson. Skömmu síðar fékk stjórnin sér til aðstoðar þá Gísla J. Johnsen konsúl og [Sigurður Sigurðsson (lyfsali)|Sigurð Sigurðsson]] lyfsala sem fór skömmu síðar til Reykjavíkur til samráðs við landstjórnina og stjórn Fiskifélags Íslands um málið.
Var nú hafist handa um söfnun hlutafjár og um leið að koma föstu skipulagi á félagið. Taldi stjórnin sig þurfa 200 þúsund krónur í höfuðstól, með landsjóðsstyrk og lánsfé, og þó margir væru til að veita fé til bátakaupanna, t.d. samþykkti Bátaábyrgðarfélagið á fundi sínum að leggja fram 1000 krónur til kaupanna, sem urðu þó 2000 kr.
Samkvæmt reikningum félagsins 1919, fengust ekki loforð fyrir nema 50-60 þúsund krónum, en áfram var samt haldið.
Í október var Sigurður Sigurðsson svo ráðinn erindreki félagsins og skyldi hann fara til útlanda og undirbúa byggingu á björgunarskipi fyrir Vestmannaeyjar. Segir í erindisbréfinu: Erindrekanum er falið að útvega, með aðstoð hinnar íslensku stjórnarskrifstofu í Kaupmannahöfn, og þeirra sérfræðinga, sem skrifstofan útvegar honum, tilboð um byggingu á ca. 60 tonna (Brutttoregisterstærð) mótorbjörgunarskipi fyrir Vestmannaeyjar, byggt úr tré, sem sé smíðað samkvæmt fyllstu kröfum viðurkennds skipaflokkunarfélags. Félagsstjórnin hafði hugsað sér gerð bátsins þannig:
1. Báturinn sé 50-60 tonn brúttó.
2. Risti ekki yfir átta fet með hæfilegri seglfestu.
3. Hraðinn sé ekki minni en 12 mílur á vöku.
4. Styrkleiki 1. cl. A. Bureau Veritas.
5. Að báturinn hafi öll nútíma tæki, sem slíkur bátur þarf að hafa, að svo miklu leyti sem því verður við komið eftir stærð hans, þar með björgunarbát, og ljóskastara sem sé í sambandi við rafmagnsgeymi, o.s.frv.
6. Að því er styrkleika bátsins snertir, skal sérstaklega tekið fram, að hann sé fullfær í Norður-Atlantshafssjó í vetrarveðrum.
Sigurður fór nú til Reykjavíkur og síðan til Kaupmannahafnar og kom þaðan eftir áramótin og hafði með sér teikningar og aðrar upplýsingar er nauðsynlegar þóttu til skipakaupa. Bárust nú stjórninni tilboð um smíði á bátum frá 2 skipasmíðastöðvum, en þó var því frestað að sinni að hefjast handa. Seint næsta vor barst enn eitt tilboðið og nú var það um kaup á björgunarbát og skyldi hann kosta 250 þúsund krónur en úr kaupum varð ekki heldur. Snemma í ágústmánuði 1919 berast svo boð um það að hafrannsókarskipið "Thor" sem danska landbúnaðarráðuneytið ætti, væri falt.
Félagsstjórnin fundar nú um málið í Reykjavík og voru á þeim fundi einnig þrír vel metnir skipstjórar, þeir Halldór Þorsteinsson, Jón Ólafsson og Magnús Magnússon. Segir svo í fundargerðinni:
"Margvísleg tilboð og úrræði komu til athugunar. Að lokum varð það að samhljóða ráði, að eftir atvikum og öllum úrræðum vel athuguðum, mundi tiltækilegast að festa kaup á skipinu "Thor", sem er gufuskip með botnvörpungslagi, 115 feta langt, 21 feta breitt og 11 feta dýpt, og með allt að 10 mílna hraða á vöku. "Skipið var smíðað 1899 í North Shields í Englandi, sem togari, fyrir dansk-íslenskt félag sem hafði bækistöð á Patreksfirði. Útgerðin gekk illa og var skipið selt danska landbúnaðarráðuneytinu, sem notaði það við hafrannsóknir. m.a. hér við land 1903-1905 og aftur 1908-1909. Á styrjaldarárunum var skipið notað sem varðskip í Danmörku.
Í þá daga var erfitt að eignast skip því fátt var um þau eftir ófriðinn, og þau sem á boðstólnum voru fengust ekki nema gegn háu gjaldi. Félagsstjórnin hafði þá enn ekki nóg fé til kaupanna og afréð því að freista þess um haustið að afla þess sem á vantaði Seint í nóvember voru haldnir fundir í því skyni, og söfnuðust þá á þrem kvöldum um 40 þúsund krónur í viðbót hér í Eyjum. Auk þess safnaðist nokkuð til viðbótar í Reykjavík. Var nú fullráðið að festa kaup á skipinu og fékk E. Nielsen, framkvæmdastjóri Eimskipafélags íslands umboð til að gera kaupin fyrir hönd félagsins, en hann hafði áður verið í ráðum með kaupin og reynst félaginu ráðhollur og hjálpsamur.
Kaupverð skipsins var 150 þúsund krónur sem skyldu greiðast við móttöku, auk þess þurfti að gera við skipið, það þurfti að kaupa á það ljóskastara og loftskeytatæki o.m.fl. sem til útgerðarinnar þurfti svo að þegar skipið kom heim til Vestmannaeyja var kaupverð og annar kostnaður kominn í 270 þúsund krónur. Þetta var meira fé en félagið átti og nú varð að leita annarra úrræða, eitthvað bættist við af hlutafé um áramótin 1919-1920 en mikið var það ekki. Var nú tekið það ráð að leita á náðir þingsins sem áður hafði heitið 40 þúsund króna styrk. Þar þótti sanngjarnt að láta félagið njóta þess að það keypti veglegra og miklu dýrara skip en gert hafði verið ráð fyrir og var samþykkt að veita félaginu 50 þúsund króna viðbótarstyrk, eða samtals 90 þúsund eða um þriðjung þess sem skipið kostaði heim komið.
Félagsstjórnin gerði áætlun um allan kostnað nokkru áður en skipið lagði af stað heim og lítur hún svona út.
1. Kaupverð skipsins 150.000,00
2. Provision 1.500.00
3. Aðgerðtil 1. flokks 75.000,00
4. Þinglesning og stimpilgjöld 1.652,00
5. Ljóskastari 5.000,00
6. Loftskeytatæki og uppsetning 10.000,00
7. Kol og olía heim 9.000,00
8. Kaup skipverja til 1. mars 8.257,00
9. Fargj. fæði sömu til útlanda 3.580,00
10. Vátrygging á leiðinni heim 920,00
11. Stríðsvátrigging 3.000,00
12. Annar kostnaður 4.500,00
Samtals 272.427,00
Þegar hér var komið, þótti mönnum sem málið væri í höfn. Skipið var keypt með öllum búnaði, skipshöfn ráðin og flest það fengið er til þurfti. Víst gerðu menn sér það ljóst að útgerðin myndi dýr en vonuðu að skipið myndi hafa tekjur t.d. að ríkisstjórnin tæki það á leigu utan vertíðar. Erlendum togurum var aftur farið að fjölga á miðunum kringum Eyjar, eftir að ófriðnum lauk, og það ætluðu menn, að gæsluskip myndi draga úr yfirgangi þeirra á miðum heimamanna.
Skipstjóri var ráðinn Jóhann P. Jónsson lautinant í danska sjóhernum, 1. stýrimaður Friðrik Ólafsson, áður stýrimaður á "Frances Hyde", 2. stýrimaður Einar M. Einarsson og 1. vélstjóri Guðbjartur Guðbjartsson, sem var vélstjóri á skipinu alla tíð meðan Björgunarfélagið átti skipið.
Það var svo 13. mars 1920 að skipið lagði af stað frá Kaupmannahöfn og hreppti það hið versta veður á leiðinni heim en reyndist í alla staði hið besta sjóskip og komst heilu og höldnu til Eyja hinn 26. mars kl. 5 síðdegis og var ekki laust við að mörgum hlýnaði um hjartarætur þegar skipið sigldi inn í höfnina, því í því eygðu menn von um að eitthvað væri hægt að hamla í móti hinum tíðu sjóslysum sem hér urðu á vertíðum. Þetta var í byrjun netavertíðar og ekki leið á löngu áður en skipið tæki til starfa, því tveim dög¬um síðar kærði skipstjóri þess enskan togara fyrir ólöglegar veiðar í landhelgi. Þóttust menn fljótlega taka eftir að hinir erlendu veiðiþjófar væru varari um sig eftir að skipið kom. Næstu daga var skipið á ferðinni hér í kringum Eyjar bæði til að gæta landhelginnar og huga að bátum í vondum veðrum, enda var tíð rysjótt.
Fyrri partinn í apríl fór skipið til Reykjavíkur með 33 farþega og talsverðan póst, og kom heim með vörur, olíu og fleira auk þess sem með skipinu voru menn er gera skyldu við sæsímann milli lands og Eyja sem hafði verið bilaður nokkurn tíma. Var þetta fyrsta af mörgum ferðum skipsins með fólk og flutning víðsvegar um landið, en oft var gripið til þess ráðs að fá Þór í ferðir þegar erfitt var með samgöngur, einkum fyrstu árin eftir ófriðinn.
Útgerð skipsins var dýr, og erfið fjárvana félagi og gerði því félagsstjórnin ítrekaðar tilraunir til að ná samkomulagi við ríkisstjórnina um að hún tæki það á leigu og það yrði notað við strandgæslu og eftirlit með síldveiðum við Norðurland á sumrum, til þess að sem mest not yrðu af því, og til að létta undir kostnaðí við útgerðina. Ríkisstjórnin fékkst ekki til þeirra samninga og því var skipið látið liggja aðgerðarlaust milli vertíða. Þetta voru mikil vonbrigði fyrir félagið, því að nú var ekki annars kostur en að gera skipið út á kostnað félagsins og bæjarins og freista þess að fá styrk úr ríkissjóði.
Á vertíðinni 1921 var efnt til borgarafundar í Eyjum út af þessu. Var fundurinn fjölsóttur og mikil alvara í mönnum með að fá, að þeim fannst, hina sjálfsögðu hjálp frá ríkinu, þegar gagnleg starfsemi var boðin á móti. Á fundinum var samþykkt svohljóðandi tillaga. "Jafnframt því að þakka hinu háa Alþingi liðveislu þess við Björgunarfélag Vestmannaeyja, tvívegis styrkveitingu til kaupa björgunar og eftirlitsskipsins Þórs og kröfur sömu þinga til landstjórnarinnar um að hefja landhelgiseftirlit- og samkvæmt reynslu þeirri, sem ótvírætt er fengin um nothæfi skips vors og margvíslega gagnsemi, sem hér yrði of langt að telja og óþarft, skorum vér Vestmannaeyingar, staddir á fjölmennum borgarafundi, á hið háa Alþingi, að halda stefnu undanfarinna ára í strandvarnarmálum fast fram, svo að Íslendingar taki nú þegar málið að einhverju leyti í sínar hendur, svo sem sambandssáttmálinn heimilar, og nota sem byrjun og til frekari reynslu skip vort Þór, sem vér bjóðum fram með hinum sanngjörnustu kjörum. Ennfremur að Alþingi greiði kostnað þann, sem útgerð skipsins hefir í för með sér hér við Vestmannaeyjar frá nýári til miðs maímánaðar þessa árs, og frá 26. mars s.l. árs til 14. maí s.á. að frádregnu því sem sanngjarnt þykir, að Vestmannaeyingar greiði."
Ekki hreif þessi áskorun, þó málið ætti ýmsa talsmenn sem fyrr. Eftir vertíðina 1921 þótti sýnt að hvorki Björgunarfélagið né bæjarfélagið réðu við að gera skipið út á þennan hátt og var það ráð tekið að taka lán til að standa undir kostnaði, 80 þúsund krónur. En það svarar þeirri skuld sem hvíldi á skipinu þegar það var selt ríkinu.
Fyrstu þrjár vertíðarnar heppnaðist skipinu ekki að handsama neinn togara, enda skipið vopnlaust, og þeir togarar sem voru kærðir skutu sér undan kæru m.a. með því að koma næsta túr undir stjórn annars skipstjóra. Þó gerði skipið mikið gagn, togararnir voru varari um sig, og á netasvæðunum hlýddu þeir yfirleitt mjög vel, en þegar til lengdar lét kom í ljós að þetta var ekki nægilegt, það þurfti strangara eftirlit og skaut þá upp kollinum sú hugmynd að vopna skipið fallbyssu svo hægt væri að taka og sekta landhelgisbrjótana, öðrum til viðvörunar. 1922 er farið að ræða um að setja fallbyssu á skipið en það dróst þó í 2 ár að það fengist gert, en það kom fljótlega í ljós að það var mjög þörf ráðstöfun.
Sumarið 1922 var svo skipið í fyrsta sinn við björgunar og eftirlitsstörf fyrir norðan land, meðan síldveiðarnar stóðu yfir. Kom brátt í ljós hve nauðsynleg þessi ráðstöfun var því skipið tók og kærði tólf norsk síldveiðiskip, fyrir utan að önnur veiðiskip þóttu löghlýðnari en áður. Fyrir eigendur Þórs var þetta mikill ávinningur fjárhagslega, auk þess að mönnum þótti það mikil viðurkenning á starfi Björgunarfélagsins að ríkið skyldi nú loks taka skipið á leigu til gæslustarfa.
Í ársbyrjun 1923 varð það óhapp að skipið slitnaði frá bryggju í Reykjavík og rak upp í Laugarnestangann, og skemmdist þó nokkuð. Var það nú tekið til viðgerðar og tók það langan tíma, en þar sem þetta var í byrjun vertíðar var brugðið á það ráð að fá annað skip, "Kakala" til eftirlits á vertíðinni. Þetta var lítið gufuskip en gerði þó sitt gagn við eftirlit, og einum báti bjargaði það úr bráðri hættu, en um vorið lauk viðgerð á Þór og um sumarið var hann við gæslustörf fyrir Norðurlandi og tók þá 6 norsk síldveiðiskip og einn enskan togara, var þetta fyrsti togarinn sem skipið tók en þeir áttu eftir að verða fleiri, síðar.
Næstu vertíð var Þór enn við björgunar og gæslustörf við Eyjar og tók þá um veturinn 2 togara, þó vopnlaus væri. Um vorið er svo sett á skipið fallbyssa eins og áður er getið, og um haustið er hann svo við gæslustörf við Vestur- og Norðurland og tók þar alls 8 togara, enska, og 1 síldveiðiskip.
1925 var öllu hagað sem árið áður, en þá tekur skipið 2 norsk síldveiðiskip, 4 dönsk dragnótarskip og 10 enska togara.
Á þessu ári tók stjórn Björgunarfélagsins til alvarlegrar umræðu hvort ekki mætti takast að selja ríkinu skipið með þeim skilyrðum að starf þess við Vestmannaeyjar yrði með sama sniði og verið hafði. Þetta hafði komið til tals áður án þess að af því yrði, en þar sem sannað þóttir að skipið væri vel hæft til strandgæslu og hafði afrekað miklu meira en dönsku herskipin þótti sýnt að strandgæslan varð að vera í höndum íslendinga. Alþingi hafði aðhyllst þá skoðun og gefið ríkisstjórninni heimild til framkvæmda í því máli. Framkvæmdastjóra Björgunarfélagsins var falið að leita samninga við ríkistjórnina, og leiddi það til þess, að þáverandí forsætisráðherra Jón Magnússon, bauðst til að kaupa skipið með áhvílandi skuld sem var 80 þúsund krónur, og með þeim skilyrðum að öðru leyti "að meðan skipið er gjört út af ríkisstjórninni, skuli það látið halda uppi samskonar gæslu við Vestmannaeyjar 3 1/2-4 mánaða tíma á vetrarvertíð árlega, og verið hefur undanfarin ár." Farið var fram á 25 þúsund króna tillag úr bæjarsjóði á ári." Kvaðst stjórnin tilbúin að taka við skipinu 1. júlí 1926.
Tilboð þetta var lagt fyrir félagsfund 25. jan. 1926 og rætt mjög ítarlega, en þar sem fundurinn var ekki fullkomlega löglegur til svo alvarlegrar ákvörðunartöku var boðið til annars fundar daginn eftir og þá samþykkt að veita stjórn félagsins heimild til að selja ríkinu skipið fyrir 80 þúsund krónur, og með þeim skilyrðum er að ofan getur. Ríkisstjórnin lagði síðan málið fyrir alþingi til samþykktar. Dálítið þref varð um tillag bæjarsjóðs, vildu sumir þingmenn halda sig við tillögu stjórnarinnar en aðrir vildu að bæjarsjóður yrði ekkert látinn greiða, vegna hins mikla kostnaðar á undanförnum árum, svo og merkilegrar forgöngu í þessu máli. Málinu lyktaði svo að kaupin voru samþykkt, þann 8. maí 1926 með því að framlag bæjarsjóðs Vestmanneyja yrði 15 þúsund krónur árlega. Salan fór svo fram nokkru síðar, og ríkið tók við skipinu þann 1. júlí 1926 og hefst þar með fyrir alvöru, strandgæsla hins íslenska ríkis, en að sama skapi má segja að stórmerkum kapítula í sögu Björgunarfélags Vestmannaeyja og sögu Vestmannaeyja hafi lokið. Þetta ár varð Þór býsna fengsæll, á meðan Björgunarfélagið átti hann tók hann 21 togara, en eftir að ríkið eignast hann tók hann 8 togara. Sektarfé mun hafa numið um 270.000 krónum auk afla og veiðarfæra af 27 togurum. Var þetta meira en nokkurt varðskip hafði tekið við strendur landsins á einu ári.
Með síðustu verkum Þórs meðan það er enn í eigu Björgunarfélagsins var að það bjargaði 4 mönnum af smábáti sem var á leið út í farþegaskip er lá fyrir Eiðinu, en snarhvolfdi í hvirfilvindi.
Talið er að á þessum árum hafi Þór leitað um 80 sinnum af bátum, þar af dregið um helminginn að landi ásamt áhöfnum þeirra 200 til 300 manns auk þess sem skipið bjargaði oft netahnútum sem bátarnir réðu ekki við. Þau verðmæti hafa aldrei og verða aldrei metin. Farþega flutti Þór bísna oft á þessu tímabili oft yfir 100 manns í ferð en oft minna, alls mun hann hafa flutt farþega í 73 ferðum auk þess sem hann fór milli 55 og 60 ferðir með póst og vörur.
Loftskeytasambandi hélt hann uppi þegar sæsíminn til Eyja var bilaður auk þess sem skipið var notað við viðgerðir á sæstrengnum. Aðalstarf skipsins annað en björgunarstörf var landhelgisgæsla og er hún merkilegust fyrir þær sakir að með henni hefst íslensk strandgæsla. Kemur hér stutt yfirlit yfir skipatökur og sektarupphæðir. Upphæð sektanna vantar þó 2 fyrstu árin og verðmæti upptækra veiðarfæra og afla vantar alveg.
1922 tekin 12 skip, sektir óvissar.
1923 tekin 7 skip, sektir óvissar.
1924 tekin 9 skip, sektir 70.350
1925 tekin 16 skip, sektir 151.050
1926 tekin til 1. júlí 21 skip, sekt. . . 269.500.
Og eftir að ríkið hóf rekstur skipsins.
1926 tekin frá 1 júlí 8 skip, sekt .... 77.240
1927 tekin 13 skip, sekt 138.900
1928 tekin 4 skip, sektir 50.000
1929 tekin 6 skip, sektir 67.250
Samtals 824.290.
Gæslustarf Þórs sýndi hve nauðsynlegt var fyrir þjóðina að taka gæslustarfið í sínar hendur, og stunda hana á vel búnu skipi. Reynslan sem fékkst af þessari starfsemi Björgunarfélagsins varð undirstaða þeirrar strandgæslu sem ríkið heldur enn uppi, og eru íslensku varðskipin nokkurskonar ávöxtur þeirrar reynslu.
Betri árangur er vart hægt að hugsa sér.
Eftir að ríkið tók við rekstri skipsins hélst starfsemin með líkum hætti og hafði verið en þó bættist einn liður í starfsemina en það voru fiskirannsóknir, en þrjú síðustu árin fór skipið í fiskrannsóknarleiðangra og síðasta sumarið var hann um tíma við dýptarmælingar á Húnaflóa.
Það var svo 17. desember 1929 að Þór fer frá Reykjavík áleiðis norður á Húnaflóa með farþega, voru þetta kirkjuráðsmenn sem vildu ná heim fyrir jólin, og líkt og áður var gripið til Þórs þegar erfitt var með ferðir. Annar farþeginn var settur í land á Blöndósi, og var farið þaðan að kvöldi föstudagsins 20 desember. Var skollið á norðan hvassviðri og gekk á með éljum. Eiríkur Kristófersson sem þá var skipstjóri (skipherra) á Þór hugðist sigla skipinu uppundir Grímsey á Steingrímsfirði og liggja þar af sér veðrið. En þegar út á flóann kom varð vart við bilun í stýrisbúnaði skipsins og tók það þegar að reka í átt til lands og litlu munaði að það tæki á land við Vatnsnes en á síðustu stundu tókst að gera við stýrisbúnaðinn, til bráðabirgða, og var skipinu snúið og lagst í var við Skagaströnd. Er svo legið þarna allan laugardaginn í blindbyl og þorði skipstjóri ekki annað en láta mæla dýpið á tíu mínútna fresti, og klukkan 20:30 um kvöldið verður þess vart að dýpi hefur minnkað mjög verulega og voru þegar gerðar ráðstafanir til að létta akkerum og leggja frá. En þá skeður það að akkerisfestin slitnar og nær samstundis bilar stýrið að nýju og skipti það engum togum að skipið tók niður og sat fast á skeri.
Fljótlega tókst loftskeytamanni Þórs að ná sambandi við loftskeytastöðina í Reykjavík og gat skýrt frá hvernig komið var. Sjór flæddi fljótlega inn í skipið og drap eldana undir kötlunum, og varð vistin um borð fljótlega kalsöm enda margir skipverja lítt klæddir þar sem þeir höfðu verið neðan þilja þegar skipið strandaði, loftskeytasamband slitnaði svo og mjög fljótlega, og reyndu þá skipverjar að gera vart við sig með því að skjóta flugeldum og skjóta af fallbyssu skipsins, og varð það til þess að bóndinn á Sölvabakka gerði sér ljóst að eitthvað væri að, en ekki sá hann neitt vegna hríðarinnar og veðurofsans. Þegar veður gekk niður og menn í landi höfðu gert sér grein fyrir aðstæðum fóru tveir trillubátar frá Skagaströnd á strandstað, en svo mikið var brimið að ógerlegt var að komast nærri hinu strandaða skipi, en að lokum freistuðust menn til að setja út björgunarbát Þórs og freista þess að ná til trillubátanna, tókst það með miklu harðfylgi og snarræði og björguðust þar 6 menn en ekki þótti ráðlegt að reyna fleiri slíkar ferðir. Um klukkan 6 á mánudagsmorgun kom togarinn Hannes ráðherra á strandstað og tókst honum að koma báti að síðu Þórs og bjargaði hann 10 mönnum og litlu síðar tókst að bjarga þeim þrem sem eftir voru. Um svipað leyti og björgun var að ljúka kom varðskipið Ægir að og tók það skipsbrotsmennina og flutti til síns heima. Fyrst var farþeginn settur í land í Hrútafirði en aðrir skipbrotsmenn fluttir til Reykjavíkur og kom skipið þangað á aðfangadagskvöld.
Þetta var síðasta ferð björgunarskipsins Þórs, þetta skip sem kom til landsins fyrir tilstuðlan bjartsýnna og framsækinna Vestmannaeyinga 1920, og var ætlað að bjarga og veita hjálp bátum og mönnum í sjávarháska var nú sjálft orðið hafinu að bráð, og lauk þar með merkilegum kafla í íslenskri björgunarsögu, og töldu menn nú að þar með væri sögu Þórs lokið. Enn voru það Vestmannaeyingar sem breyttu gangí mála því 43 árum eftir strandið fregnar Hermann Einarsson ritstjóri blaðsins Dagskrá að búið sé að ná skrúfu skipsins á land og hreyfir máls á því í blaði sínu að það væri verðugt verkefni bæjaryfirvalda að nálgast skrúfuna og nota hana sem minnisvarða um framtak og forystuhlutverk það sem Eyjamenn höfðu í landhelgis og björgunarmálum.
Stjórnarmenn Björgunarfélagsins brugðust skjótt við, og undir forystu Jóns I. Sigurðssonar og Lárusar Ársælssonar festi félagið kaup á skrúfunni.
Af óviðráðanlegum orsökum (Eldgosi o.fl.) varð ekkert úr framkvæmdum að sinni en hinn 18. mars 1977 skrifar Ólafur Á. Kristjánsson grein í Dagskrá, sem hann nefnir "Steinn í vörðu minninganna um afrek forfeðranna" og reifar þar hugmyndir sínar um minnismerki um þetta afrek Eyjamanna. Til að gera langa sögu stutta þá varð þessi hugmynd að veruleika og við hátíðahöld Sjómannadagsins þann 9. júní 1979 var svo minnisvarðinn afhjúpaður af frú Sigríði Björnsdóttir frá Bólstaðarhlíð, formanni Slysavarnardeildarinnar Eykindils.
Á fótstalli minnisvarðans er skjöldur sem er gjöf Landhelgisgæslunnar og á hann er letrað. "Til minningar um Þór, fyrsta björgunar og varðskip íslendinga. Björgunarfélag Vestmanneyja keypti skipið 1920 og hafði það til björgunar og gæslustarfa við Vestmanneyjar. Árið 1926 eignaðist ríkissjóður skipið, sem var þar með fyrsta varðskip í eigu íslensku landhelgisgæslunnar."
Grein þessi er skrífuð í tílefni þess að árið 1988 voru 60 ár liðin frá því Björgunarfélagið var stofnað og 1990 voru 60 ár frá því Þór kom til landsins og þótti mér því tilhlýðilegt að minnast þessara tímamóta.
Helstu heimildir eru, Saga Björgunarfélagsins 1918-1928, Saga Bátaábyrgðarfélagsins, Blik og Þrautgóðir á raunastund.