„Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1991/Ólafur Sigurðsson frá Skuld“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: <big><big>Ólafur Sigurðsson frá Skuld</big></big><br> Ólafur Sigurðsson sem var skipstjóri á m/b Glað, er bjargaði áhöfn Geirs goða hinn 2...)
 
Ekkert breytingarágrip
 
(3 millibreytingar ekki sýndar frá sama notandanum)
Lína 2: Lína 2:


[[Ólafur Sigurðsson (Skuld)|Ólafur Sigurðsson]] sem var skipstjóri á m/b Glað, er bjargaði áhöfn Geirs goða hinn 27. janúar 1943 var alla sína sjómannstíð, um og eftir miðbik aldarinnar, í röð fremstu sjósóknara í Vestmannaeyjum. Hann var hinn mesti heppnismaður til sjós og farsæll formaður; fiskimaður ágætur, mannsæll og vinmargur.<br>
[[Ólafur Sigurðsson (Skuld)|Ólafur Sigurðsson]] sem var skipstjóri á m/b Glað, er bjargaði áhöfn Geirs goða hinn 27. janúar 1943 var alla sína sjómannstíð, um og eftir miðbik aldarinnar, í röð fremstu sjósóknara í Vestmannaeyjum. Hann var hinn mesti heppnismaður til sjós og farsæll formaður; fiskimaður ágætur, mannsæll og vinmargur.<br>
 
[[Mynd:Ólafur Sigurðsson og Þorsteinn Sigurðsson Sdbl. 1991.jpg|miðja|thumb|Ólafur Sigurðsson og Þorsteinn Sigurðsson frá Blátindi.]]
Ólafur Sigurðsson var fæddur í Vestmannaeyjum 14. október 1915 og var þar búsettur alla tíð. Hann andaðist 16. mars 1969. Lengst af var Ólafur með báta, sem báru nafnið Ófeigur, og gerði þá út ásamt meðeigendum sínum, hjónunum Önnu Jónsdóttur og Þorsteini Sigurðssyni frá Blátindi.<br>
Ólafur Sigurðsson var fæddur í Vestmannaeyjum 14. október 1915 og var þar búsettur alla tíð. Hann andaðist 16. mars 1969. Lengst af var Ólafur með báta, sem báru nafnið Ófeigur, og gerði þá út ásamt meðeigendum sínum, hjónunum Önnu Jónsdóttur og Þorsteini Sigurðssyni frá Blátindi.<br>
Elsti Ófeigur II VE 324 var um 30 tonna trébátur og keypti Ólafur hálfan bátinn í árslok 1949. Árið 1955 keyptu þeir félagar, Þorsteinn og Ólafur, stálbát frá Hollandi, sem var nefndur Ófeigur III VE 325 og mældist 66 rúmlestir brúttó. Smíði Ófeigs III og kaup hans til landsins voru merkileg og mörkuðu tímamót, en báturinn var fyrsti stálfiskibátur Íslendinga. Árið 1958 var elsti Ófeigur seldur og keyptu þeir í árslok 1959, nýjan 94 lesta bát, sem var nefndur Ófeigur II VE 324 og var Ólafur skipstjóri með bátinn síðustu starfsár sín á sjónum.<br>
Elsti Ófeigur II VE 324 var um 30 tonna trébátur og keypti Ólafur hálfan bátinn í árslok 1949. Árið 1955 keyptu þeir félagar, Þorsteinn og Ólafur, stálbát frá Hollandi, sem var nefndur Ófeigur III VE 325 og mældist 66 rúmlestir brúttó. Smíði Ófeigs III og kaup hans til landsins voru merkileg og mörkuðu tímamót, en báturinn var fyrsti stálfiskibátur Íslendinga. Árið 1958 var elsti Ófeigur seldur og keyptu þeir í árslok 1959, nýjan 94 lesta bát, sem var nefndur Ófeigur II VE 324 og var Ólafur skipstjóri með bátinn síðustu starfsár sín á sjónum.<br>
Lína 9: Lína 9:


Aflabrögð Ófeigs II vertíðina 1964 voru með eindæmum góð og bregða upp glöggri mynd af því hvernig ástandið á Eyjamiðum og Íslandsmiðum almennt hefur breyst s.l. aldarfjórðung. Þau sýna hvað afli hefur dregist mikið saman þrátt fyrir allt önnur og betri veiðarfæri, stærri skip og fullkomnari tæki á allan hátt í dag en var þá. Þessar staðreyndir eru öllum alvarleg viðvörun um hnignun fiskistofnanna og skipbrot þeirrar fiskveiðistefnu, sem hefur verið rekin í landinu á undanförnum árum, en eitt af höfuðmarkmiðum hennar er að sjálfsögðu verndun fiskistofna við landið.<br>
Aflabrögð Ófeigs II vertíðina 1964 voru með eindæmum góð og bregða upp glöggri mynd af því hvernig ástandið á Eyjamiðum og Íslandsmiðum almennt hefur breyst s.l. aldarfjórðung. Þau sýna hvað afli hefur dregist mikið saman þrátt fyrir allt önnur og betri veiðarfæri, stærri skip og fullkomnari tæki á allan hátt í dag en var þá. Þessar staðreyndir eru öllum alvarleg viðvörun um hnignun fiskistofnanna og skipbrot þeirrar fiskveiðistefnu, sem hefur verið rekin í landinu á undanförnum árum, en eitt af höfuðmarkmiðum hennar er að sjálfsögðu verndun fiskistofna við landið.<br>
 
[[Mynd:Ófeigur II VE 324 Sdbl. 1991.jpg|thumb|250x250dp|Ófeigur II VE 324]]
Ófeigur II stundaði þessa vertíð eingöngu veiðar með nót; síldar, loðnu- og þorsknót, og var heildarafli frá 1. janúar til 9. maí um 2.800 tonn (tvö þúsund og átta hundruð tonn) og skiptist þannig:
Ófeigur II stundaði þessa vertíð eingöngu veiðar með nót; síldar, loðnu- og þorsknót, og var heildarafli frá 1. janúar til 9. maí um 2.800 tonn (tvö þúsund og átta hundruð tonn) og skiptist þannig:<br>
Bolfiskafli var 1.283 tonn upp úr sjó. Síldarafli var 1.027 tonn upp úr sjó. Loðnuafli var 470 tonn upp úr sjó. Samtals 2.780 tonn.<br>
Bolfiskafli var 1.283 tonn upp úr sjó. <br>Síldarafli var 1.027 tonn upp úr sjó. <br>Loðnuafli var 470 tonn upp úr sjó. <br>Samtals 2.780 tonn.<br>
[[Mynd:Ólafur á brúarvængnum Sdbl. 1991.jpg|thumb|415x415dp|Ólafur á brúarvængnum]]
Þetta var 21,5 tonn á hvern úthaldsdag Ófeigs II, sem voru 129 dagar. Mestan afla í róðri, 94 tonn af stórþorski, fékk Ófeigur II hinn 4. apríl og taldi aflinn 7.800 fiska.<br>
Þetta var 21,5 tonn á hvern úthaldsdag Ófeigs II, sem voru 129 dagar. Mestan afla í róðri, 94 tonn af stórþorski, fékk Ófeigur II hinn 4. apríl og taldi aflinn 7.800 fiska.<br>
Ólafur átti tvisvar beinan og óbeinan þátt í björgun skipshafna úr sjávarháska, auk þess sem hann aðstoðaði bát, sem við mjög erfið skilyrði sumarið 1965 var næstum kominn á land í Surtsey.<br>
Ólafur átti tvisvar beinan og óbeinan þátt í björgun skipshafna úr sjávarháska, auk þess sem hann aðstoðaði bát, sem við mjög erfið skilyrði sumarið 1965 var næstum kominn á land í Surtsey.<br>
Lína 19: Lína 20:


Bátnum var siglt á land á eina staðnum, sem fært var að lenda þarna á ströndinni við Grindavík. Það var mál manna, að það hefði orðið Öldunni til bjargar, að Freyja VE 60, sem Ólafur í Skuld var þá skipstjóri með, hafði bátinn í eftirdragi í nokkurn tíma á sunnudeginum. Freyja kom að Öldunni vélarvana og á reki seinni hluta sunnudags 1. mars og tókst skipverjum á Freyju að koma dráttartaug á milli bátanna. Freyja lagði síðan af stað áleiðis til Eyja og hafði verið með Öldu í eftirdragi í um þrjár klukkustundir, þegar dráttartaugin slitnaði. Þá var kominn stórsjór og myrkur og ógjörlegt að koma aftur taug á milli bátanna. Misstu þeir af hvor öðrum út í myrkrið og veðurofsann, en Freyja kom síðust allra báta í höfn upp úr hádegi hinn 2. mars. Freyja hafði þá haldið sjó alla nóttina og þóttu skipverjar úr helju heimtir. <br>
Bátnum var siglt á land á eina staðnum, sem fært var að lenda þarna á ströndinni við Grindavík. Það var mál manna, að það hefði orðið Öldunni til bjargar, að Freyja VE 60, sem Ólafur í Skuld var þá skipstjóri með, hafði bátinn í eftirdragi í nokkurn tíma á sunnudeginum. Freyja kom að Öldunni vélarvana og á reki seinni hluta sunnudags 1. mars og tókst skipverjum á Freyju að koma dráttartaug á milli bátanna. Freyja lagði síðan af stað áleiðis til Eyja og hafði verið með Öldu í eftirdragi í um þrjár klukkustundir, þegar dráttartaugin slitnaði. Þá var kominn stórsjór og myrkur og ógjörlegt að koma aftur taug á milli bátanna. Misstu þeir af hvor öðrum út í myrkrið og veðurofsann, en Freyja kom síðust allra báta í höfn upp úr hádegi hinn 2. mars. Freyja hafði þá haldið sjó alla nóttina og þóttu skipverjar úr helju heimtir. <br>
 
[[Mynd:Höfundurinn Guðjón Ármann Sdbl. 1991.jpg|vinstri|thumb|362x362dp|Höfundurinn, Guðjón Ármann Eyjólfsson, skólastjóri Stýrimannaskólans í Reykjavík, ásamt öðrum þekktum skólamanni, Eyjólfi Pálssyni. fyrrum skólastjóra Gagnfræðaskólans.]]
Sumarið 1964,1965 og 1966 var mikil síldveiði við Vestmannaeyjar, en á þeim árum var Surtseyjargosið, sem stóð í rúmlega þrjú og hálft ár. Mikil síldveiði var skammt frá Surtsey og á miðunum þar í kring sumarið 1965. Þá var mikil eldvirkni á þessu svæði og í júní reis úr sæ umhverfis einn eldgíginn lítil eyja, sem var nefnd Syrtlingur. Eldsumbrot voru mikil og barátta náttúruaflanna tvísýn, meðan eyjan var að rísa úr sæ. Síldarbátar köstuðu þarna mikið og virðist síldin hafa sótt í hitaskil sem urðu við gosið í sjónum umhverfis gosstöðvarnar. Stundum sáu menn vart handaskil fyrir gufu og sorta, þegar gosmökkinn lagði yfir flotann. Gosið stóð með hrinum og meðan gígopið var í yfirborði sjávar myndaðist mikill straumur þarna í kring, þegar goshrinunni lauk og sjórinn flæddi ofan í gíginn.<br>
Sumarið 1964,1965 og 1966 var mikil síldveiði við Vestmannaeyjar, en á þeim árum var Surtseyjargosið, sem stóð í rúmlega þrjú og hálft ár. Mikil síldveiði var skammt frá Surtsey og á miðunum þar í kring sumarið 1965. Þá var mikil eldvirkni á þessu svæði og í júní reis úr sæ umhverfis einn eldgíginn lítil eyja, sem var nefnd Syrtlingur. Eldsumbrot voru mikil og barátta náttúruaflanna tvísýn, meðan eyjan var að rísa úr sæ. Síldarbátar köstuðu þarna mikið og virðist síldin hafa sótt í hitaskil sem urðu við gosið í sjónum umhverfis gosstöðvarnar. Stundum sáu menn vart handaskil fyrir gufu og sorta, þegar gosmökkinn lagði yfir flotann. Gosið stóð með hrinum og meðan gígopið var í yfirborði sjávar myndaðist mikill straumur þarna í kring, þegar goshrinunni lauk og sjórinn flæddi ofan í gíginn.<br>



Núverandi breyting frá og með 25. mars 2019 kl. 14:27

Ólafur Sigurðsson frá Skuld

Ólafur Sigurðsson sem var skipstjóri á m/b Glað, er bjargaði áhöfn Geirs goða hinn 27. janúar 1943 var alla sína sjómannstíð, um og eftir miðbik aldarinnar, í röð fremstu sjósóknara í Vestmannaeyjum. Hann var hinn mesti heppnismaður til sjós og farsæll formaður; fiskimaður ágætur, mannsæll og vinmargur.

Ólafur Sigurðsson og Þorsteinn Sigurðsson frá Blátindi.

Ólafur Sigurðsson var fæddur í Vestmannaeyjum 14. október 1915 og var þar búsettur alla tíð. Hann andaðist 16. mars 1969. Lengst af var Ólafur með báta, sem báru nafnið Ófeigur, og gerði þá út ásamt meðeigendum sínum, hjónunum Önnu Jónsdóttur og Þorsteini Sigurðssyni frá Blátindi.
Elsti Ófeigur II VE 324 var um 30 tonna trébátur og keypti Ólafur hálfan bátinn í árslok 1949. Árið 1955 keyptu þeir félagar, Þorsteinn og Ólafur, stálbát frá Hollandi, sem var nefndur Ófeigur III VE 325 og mældist 66 rúmlestir brúttó. Smíði Ófeigs III og kaup hans til landsins voru merkileg og mörkuðu tímamót, en báturinn var fyrsti stálfiskibátur Íslendinga. Árið 1958 var elsti Ófeigur seldur og keyptu þeir í árslok 1959, nýjan 94 lesta bát, sem var nefndur Ófeigur II VE 324 og var Ólafur skipstjóri með bátinn síðustu starfsár sín á sjónum.
Vetrarvertíðina 1964 varð Ólafur Sigurðsson fiskikóngur Vestmanneyja með mestan afla Vestmannaeyjabáta.
Afli þessa vertíð var mjög góður, heildarbolfiskafli í Vestmannaeyjum var um 48.000 tonn í vertíðarlok og síldaraflinn einnig nærri 48 þúsund lestir.

Aflabrögð Ófeigs II vertíðina 1964 voru með eindæmum góð og bregða upp glöggri mynd af því hvernig ástandið á Eyjamiðum og Íslandsmiðum almennt hefur breyst s.l. aldarfjórðung. Þau sýna hvað afli hefur dregist mikið saman þrátt fyrir allt önnur og betri veiðarfæri, stærri skip og fullkomnari tæki á allan hátt í dag en var þá. Þessar staðreyndir eru öllum alvarleg viðvörun um hnignun fiskistofnanna og skipbrot þeirrar fiskveiðistefnu, sem hefur verið rekin í landinu á undanförnum árum, en eitt af höfuðmarkmiðum hennar er að sjálfsögðu verndun fiskistofna við landið.

Ófeigur II VE 324

Ófeigur II stundaði þessa vertíð eingöngu veiðar með nót; síldar, loðnu- og þorsknót, og var heildarafli frá 1. janúar til 9. maí um 2.800 tonn (tvö þúsund og átta hundruð tonn) og skiptist þannig:
Bolfiskafli var 1.283 tonn upp úr sjó.
Síldarafli var 1.027 tonn upp úr sjó.
Loðnuafli var 470 tonn upp úr sjó.
Samtals 2.780 tonn.

Ólafur á brúarvængnum

Þetta var 21,5 tonn á hvern úthaldsdag Ófeigs II, sem voru 129 dagar. Mestan afla í róðri, 94 tonn af stórþorski, fékk Ófeigur II hinn 4. apríl og taldi aflinn 7.800 fiska.
Ólafur átti tvisvar beinan og óbeinan þátt í björgun skipshafna úr sjávarháska, auk þess sem hann aðstoðaði bát, sem við mjög erfið skilyrði sumarið 1965 var næstum kominn á land í Surtsey.
Ætla ég að geta aðeins nánar um þessa atburði.

Kristinn heitinn Sigurðsson, skipstjóri á Geir goða greinir hér í blaðinu frá björgun áhafnarinnar á Geir goða. Vetrarvertíðina 1942 gerði aðfaranótt sunnudagsins 1. mars hið versta veður á miðum Vestmannaeyjabáta, hvassviðri og hríðarveður, er leið á daginn. Fjöldi báta komst ekki til hafnar sökum veðurofsans og lágu þeir úti yfir nóttina, ýmist í vari undir Eiðinu eða héldu sjó, en þrír bátar fórust, mannbjörg varð af Blika VE 143, sem sökk norðvestur af Eyjum; "inn og vestur af Þrídröngum", en áhöfnin bjargaðist naumlega um borð í Gissur hvíta, sem Alexander Gíslason var formaður með. Vélbátarnir Þuríður formaður og Ófeigur I fórust með allri áhöfn, samtals 9 mönnum, en vélbátinn Öldu VE 25 rak vestur undir Grindavík. Þar tókst áhöfninni að koma upp seglum og sigla bátnum á land, en Ölduna bar að Grindavík, þegar var orðið bjart af degi og hafði þá verið stjórnlaus á reki alla nóttina í ofviðri og stórsjó.

Bátnum var siglt á land á eina staðnum, sem fært var að lenda þarna á ströndinni við Grindavík. Það var mál manna, að það hefði orðið Öldunni til bjargar, að Freyja VE 60, sem Ólafur í Skuld var þá skipstjóri með, hafði bátinn í eftirdragi í nokkurn tíma á sunnudeginum. Freyja kom að Öldunni vélarvana og á reki seinni hluta sunnudags 1. mars og tókst skipverjum á Freyju að koma dráttartaug á milli bátanna. Freyja lagði síðan af stað áleiðis til Eyja og hafði verið með Öldu í eftirdragi í um þrjár klukkustundir, þegar dráttartaugin slitnaði. Þá var kominn stórsjór og myrkur og ógjörlegt að koma aftur taug á milli bátanna. Misstu þeir af hvor öðrum út í myrkrið og veðurofsann, en Freyja kom síðust allra báta í höfn upp úr hádegi hinn 2. mars. Freyja hafði þá haldið sjó alla nóttina og þóttu skipverjar úr helju heimtir.

Höfundurinn, Guðjón Ármann Eyjólfsson, skólastjóri Stýrimannaskólans í Reykjavík, ásamt öðrum þekktum skólamanni, Eyjólfi Pálssyni. fyrrum skólastjóra Gagnfræðaskólans.

Sumarið 1964,1965 og 1966 var mikil síldveiði við Vestmannaeyjar, en á þeim árum var Surtseyjargosið, sem stóð í rúmlega þrjú og hálft ár. Mikil síldveiði var skammt frá Surtsey og á miðunum þar í kring sumarið 1965. Þá var mikil eldvirkni á þessu svæði og í júní reis úr sæ umhverfis einn eldgíginn lítil eyja, sem var nefnd Syrtlingur. Eldsumbrot voru mikil og barátta náttúruaflanna tvísýn, meðan eyjan var að rísa úr sæ. Síldarbátar köstuðu þarna mikið og virðist síldin hafa sótt í hitaskil sem urðu við gosið í sjónum umhverfis gosstöðvarnar. Stundum sáu menn vart handaskil fyrir gufu og sorta, þegar gosmökkinn lagði yfir flotann. Gosið stóð með hrinum og meðan gígopið var í yfirborði sjávar myndaðist mikill straumur þarna í kring, þegar goshrinunni lauk og sjórinn flæddi ofan í gíginn.

Eitt sinn var vélbáturinn Ágústa á veiðum þarna skammt frá og tók þá straumur nótina svo að báturinn sogaðist í átt að gígnum en stöðvaðist á rifi rétt við gíginn. Þegar byrjaði að gjósa aftur kastaðist báturinn aftur frá eldgígnum. Þegar Ágústa var að reyna að bakka frá eldgígnum fór nótin í skrúfuna. Þeir voru því bjargarlausir á þessum varasama stað og sendu út hjálparbeiðni. Ófeigur II var um 10 sjómílur í burtu og hélt þegar af stað til hjálpar. Þeir komu skömmu síðar á vettvang og tókst skipverjum á Ófeigi að koma dráttartaug um borð í Ágústu, sem átti þá stutt eftir upp í Surtsey.
Ófeigur II dró Ágústu frá hættunni, en skipverjar á Ágústu náðu úr skrúfunni og héldu áfram veiðum.
Mikið var talað um þennan atburð og þótti mönnum það lítt fýsilegur staður og frekar ógnvænlegur að standa ofan í eldgíg.

Ég held að þessi atburður hafi reynt mikið á Ólaf, en hann hafði þá kennt þess sjúkdóms, kransæðastíflu, sem dró hann skyndilega til dauða nokkrum árum síðar. Ólafur í Skuld hætti skipstjórn eftir þennan atburð en við Ófeigi II tók stuttu síðar Einar Ólafsson frá Víðivöllum, sem hafði verið vélstjóri hjá Ólafi. Hóf Einar þá farsælan skipstjóraferil, sem stóð samfleytt til ársins 1987 eða í 22 ár, en það var eftirtektarvert hvað margir myndarlegir sjómenn og síðar meir skipstjórar voru með Ólafi í Skuld til sjós.

Guðjón Ármann Eyjólfsson.