„Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 1976/ Til sjómannsins“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: <big><big>Til sjómannsins</big></big> Kom til hafnar hress og glaður,<br> hafsins djarfi sóknarmaður,<br> stígðu af fjöl á styrkum fötum,<br> sterkbyggður frá inns...)
 
Ekkert breytingarágrip
 
(3 millibreytingar ekki sýndar frá 2 notendum)
Lína 1: Lína 1:
<big><big>[[Til sjómannsins]]</big></big>
<big><big><center>Til sjómannsins</center></big></big><br>
 
[[Mynd:Screen Shot 2016-07-26 at 14.06.33.png|250px|thumb|]]
[[Mynd:Þorsteinn L. Jónsson.png|250px|thumb|Þorsteinn L. Jónsson.]]
Kom til hafnar hress og glaður,<br>  
Kom til hafnar hress og glaður,<br>  
hafsins djarfi sóknarmaður,<br>   
hafsins djarfi sóknarmaður,<br>   
Lína 29: Lína 30:




'''[[Þorsteinn L. Jónsson]]'''
'''[[Þorsteinn Jónsson (Laufási)|Þorsteinn L. Jónsson]]'''<br>
 
{{Sjómannadagsblað Vestmannaeyja}}

Núverandi breyting frá og með 26. júlí 2016 kl. 14:11

Til sjómannsins


Þorsteinn L. Jónsson.

Kom til hafnar hress og glaður,
hafsins djarfi sóknarmaður,
stígðu af fjöl á styrkum fötum,
sterkbyggður frá innstu rótum.
Á þér svarra saltar öldur, sonur landsins - von og skjöldur.

Þú færir okkur gull í greipar,
þótt gefi á bátinn — sjóði keipar,
og þó að stríkki á stagi og voðum,
þú stýrir — klár hjá öllum boðum.
Beint í höfn þú bátnum rennir,
er boðar rísa -, hliðin kennir.

Þú berð hita og þunga dagsins,
þú ert kjarni samfélagsins.
En svarinn hópur þroska - þegna,
þung eru lóð, sem framast megna
að tvinna saman lán og lyndi
til lands og sjós, sem fólkið byndi.

En ef þér drekkja drafnar bárur
þeim duga ekki smáar gárur,
en þú átt áfram vegferð vísa,
til vina þinna upp að rísa.
Þú háðir stríðið svo með sóma,
að svoddan menn vill Drottinn róma.


Þorsteinn L. Jónsson