„Þorbjörg Sigurðardóttir (Háagarði)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
 
Lína 9: Lína 9:
Við skráningu 1870 voru þau komin að Krókatúni með börnin Valgerði 11 ára og Elínu 2 ára, en Sigurður var ekki á staðnum. Hann var 18 ára léttadrengur í Miðmörk.<br>
Við skráningu 1870 voru þau komin að Krókatúni með börnin Valgerði 11 ára og Elínu 2 ára, en Sigurður var ekki á staðnum. Hann var 18 ára léttadrengur í Miðmörk.<br>
1880 var Þorbjörg vinnukona á Syðstu-Grund, hjáleigu í Holtssókn þar, en Eyjólfur var þar húsmaður og Sigurður vinnumaður. Þar var Þorgerður Eyjólfsdóttir 14 ára niðursetningur.<br>
1880 var Þorbjörg vinnukona á Syðstu-Grund, hjáleigu í Holtssókn þar, en Eyjólfur var þar húsmaður og Sigurður vinnumaður. Þar var Þorgerður Eyjólfsdóttir 14 ára niðursetningur.<br>
1990 voru hjónin húsmennskufólk á Hrútafelli. hann 64 ára, hún 59 ára.<br>
1990 voru hjónin húsmennskufólk á Hrútafelli, hann 64 ára, hún 59 ára.<br>
Við skráningu 1901 var Þorbjörg 70 ára ekkja í Syðra-Hrútafellskoti hjá dóttur sinni, ekkjunni Valgerði Eyjólfsdóttur, sem bjó þar með 4 börn sín eins til 11 ára.<br>
Við skráningu 1901 var Þorbjörg 70 ára ekkja í Syðra-Hrútafellskoti hjá dóttur sinni, ekkjunni Valgerði Eyjólfsdóttur, sem bjó þar með 4 börn sín eins til 11 ára.<br>
Hún var 78 ára hjá Sigurði syni sínum 1910, en hann bjó þá á Syðstu-Grund með konu sinni og 5 börnum.<br>
Hún var 78 ára hjá Sigurði syni sínum 1910, en hann bjó þá á Syðstu-Grund með konu sinni og 5 börnum.<br>

Núverandi breyting frá og með 23. nóvember 2017 kl. 21:44

Þorbjörg Sigurðardóttir frá Háagarði fæddist 20. ágúst 1832 og lést 24. október 1916.
Foreldrar hennar voru Sigurður Magnússon bóndi í Háagarði, f. 28. mars 1794, d. 10. febrúar 1833 og kona hans Björg Brynjólfsdóttir húsfreyja, f. 10. mars 1788, d. 6. janúar 1853.

Systir Þorbjargar í Eyjum var Valgerður Sigurðardóttir húsfreyja í Háagarði, f. 31. ágúst 1822, d. 3. febrúar 1894, kona Sveins Sveinssonar, f. 1825.

Þorbjörg var með ekkjunni móður sinni og stjúpa sínum í Háagarði 1835, var fósturbarn í Krókatúni u. Eyjafjöllum 1840, 1845 og 1850 hjá Valgerði móðursystur sinni.
Hún var gift húsfreyja í Miðmörk 1860 með Eyjólfi Eyjólfssyni bónda og börnunum Sigurði 8 ára og Valgerði eins árs.
Við skráningu 1870 voru þau komin að Krókatúni með börnin Valgerði 11 ára og Elínu 2 ára, en Sigurður var ekki á staðnum. Hann var 18 ára léttadrengur í Miðmörk.
1880 var Þorbjörg vinnukona á Syðstu-Grund, hjáleigu í Holtssókn þar, en Eyjólfur var þar húsmaður og Sigurður vinnumaður. Þar var Þorgerður Eyjólfsdóttir 14 ára niðursetningur.
1990 voru hjónin húsmennskufólk á Hrútafelli, hann 64 ára, hún 59 ára.
Við skráningu 1901 var Þorbjörg 70 ára ekkja í Syðra-Hrútafellskoti hjá dóttur sinni, ekkjunni Valgerði Eyjólfsdóttur, sem bjó þar með 4 börn sín eins til 11 ára.
Hún var 78 ára hjá Sigurði syni sínum 1910, en hann bjó þá á Syðstu-Grund með konu sinni og 5 börnum.
Þorbjörg lést 1916.

Maður Þorbjargar var Eyjólfur Eyjólfsson bóndi, f. 1825, d. 5. júní 1899.
Börn þeirra hér:
1. Sigurður Eyjólfsson bóndi á Syðstu-Grund, f. 1. október 1852, d. 28. febrúar 1936.
2. Valgerður Eyjólfsdóttir húsfreyja í Syðra-Hrútafellskoti, f. 1. nóvember 1859, d. 1. nóvember 1942.
3. Elín Eyjólfsdóttir vinnukona á Hrútafelli, f. 1868, d. 28. nóvember 1897.
4. Þorgerður Eyjólfsdóttir húsfreyja á Nýlendu í Höfnum á Reykjanesi, f. 1866, d. 2. júlí 1946.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.