„Eiríkur Runólfsson (Vesturhúsum)“: Munur á milli breytinga
(Ný síða: '''Eiríkur Runólfsson''' vinnumaður á Vesturhúsum fæddist 30. mars 1828 á Felli í Mýrdal og drukknaði 19. janúar 1869.<br> Foreldrar hans voru Runólfur Runólfsson vin...) |
Ekkert breytingarágrip |
||
(1 millibreyting ekki sýnd frá sama notandanum) | |||
Lína 10: | Lína 10: | ||
*[[Sögur og sagnir úr Vestmannaeyjum]]. [[Jóhann Gunnar Ólafsson]]. [[Þorsteinn Johnson]] 1938-1939. | *[[Sögur og sagnir úr Vestmannaeyjum]]. [[Jóhann Gunnar Ólafsson]]. [[Þorsteinn Johnson]] 1938-1939. | ||
*Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.}} | *Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.}} | ||
{{Æviskrár Víglundar Þórs}} | |||
[[Flokkur: Vinnumenn]] | [[Flokkur: Vinnumenn]] | ||
[[Flokkur: Fólk fætt á 19. öld]] | [[Flokkur: Fólk fætt á 19. öld]] | ||
[[Flokkur: Fólk dáið á 19. öld]] | [[Flokkur: Fólk dáið á 19. öld]] | ||
[[Flokkur: Íbúar á Vesturhúsum]] | [[Flokkur: Íbúar á Vesturhúsum]] |
Núverandi breyting frá og með 21. júní 2015 kl. 17:46
Eiríkur Runólfsson vinnumaður á Vesturhúsum fæddist 30. mars 1828 á Felli í Mýrdal og drukknaði 19. janúar 1869.
Foreldrar hans voru Runólfur Runólfsson vinnumaður á Felli, f. 1788, d. 1. ágúst 1839 á Brekkum í Mýrdal, og barnsmóðir hans Sigríður Ingimundardóttir, þá vinnukona á Felli, f. 1789 í Mýrdal, d. 19. júlí 1846 á Kirkjulandi í A-Landeyjum.
Eiríkur var með móður sinni í vinnumennsku hennar á nokkrum bæjum í Mýrdal til 1836, með föður sínum á Brekkum þar 1836-1840. Hann var niðursetningur í Steig og Suður-Hvoli þar 1840-1845, vinnumaður á Suður-Hvoli þar 1845-1860, þá vinnumaður á Hryggjum þar til 1867, þá aftur á Hvoli til 1868.
Hann fluttist til Eyja 1868, var vinnumaður á Vesturhúsum og drukknaði af bát, sem hvolfdi við Leið í janúar 1869.
Eiríkur var ókvæntur og barnlaus í Eyjum. Hann fékk viðurnefnið jarl.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Prestþjónustubækur.
- Sögur og sagnir úr Vestmannaeyjum. Jóhann Gunnar Ólafsson. Þorsteinn Johnson 1938-1939.
- Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.