„Steinunn Bjarnadóttir (Svaðkoti)“: Munur á milli breytinga
(Ný síða: '''Steinunn Bjarnadóttir''' frá Svaðkoti fæddist 11. júlí 1867 og lést 6. nóvember 1949.<br> Foreldrar hennar voru Bjarni Ólafsson bóndi...) |
m (Verndaði „Steinunn Bjarnadóttir (Svaðkoti)“ ([edit=sysop] (ótiltekinn))) |
(Enginn munur)
|
Núverandi breyting frá og með 8. júní 2015 kl. 18:16
Steinunn Bjarnadóttir frá Svaðkoti fæddist 11. júlí 1867 og lést 6. nóvember 1949.
Foreldrar hennar voru Bjarni Ólafsson bóndi, f. 22. janúar 1836, drukknaði 16. júní 1883, og kona hans Ragnheiður Gísladóttir húsfreyja, f. 28. september 1833, d. 7. júlí 1911.
Steinunn var með foreldrum sínum í Svaðkoti meðan beggja naut við.
Hún var með móður sinni enn 1889.
Steinunn fluttist að Holti í Önundarfirði 1890 og var þar vinnukona í lok ársins, kom frá Dýrafirði til Reykjavíkur 1892, var leigjandi á Vesturgötu 32 þar 1901, giftist Jóhannesi 1902 og eignaðist Bjarna Olgeir 1906.
Hún var húsfreyja í Reykjavík, missti Jóhannes 1916, bjó í Reykjavík til dd. 1949.
Maður Steinunnar, (1902), var Jóhannes Einarsson skipstjóri á þilskipi Edinborgarverslunar í Reykjavík og seglasaumari, f. 3. janúar 1876 á Lambavatni í Rauðasandshreppi, d. 4. mars 1916.
Barn þeirra hér:
1. Bjarni Olgeir Jóhannesson, f. 31. mars 1906, d.10. september 1980.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Manntöl.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.