„Ritverk Árna Árnasonar/Fiskhellanef“: Munur á milli breytinga
(Ný síða: <br> <br> <br> <center>Úr fórum Árna Árnasonar</center> <br> <big><big><center> Fiskhellanef</center></big></big> <br> Fiskhellanef er sem næst 5 vaðarhæðir, - ein vaðarh...) |
m (Verndaði „Ritverk Árna Árnasonar/Fiskhellanef“ ([edit=sysop] (ótiltekinn))) |
(Enginn munur)
|
Núverandi breyting frá og með 11. september 2013 kl. 11:04
Fiskhellanef er sem næst 5 vaðarhæðir, - ein vaðarhæð 15 faðmar.
Vaðirnir voru úr stórgripahúð, og náðist ein vaðarhæð úr einni húð.
Byrjað var að skera vaðinn í miðju húðarinnar og skorið út í kantana. Vaðurinn var 2ggja fingra breiður, þ.e. ca. 2 tommur.
Byrgin (fiskhellarnir¹) hafa upprunalega verið allmörg, sennilega 48, eitt á hverja jörð. Enn sjást um 20 byrgi. Þau voru topphlaðin úr blágrýti, flest med hurð fyrir, sum voru hlaðin úr blönduðu grjóti, blá- og mógrýti. Breidd byrgjanna fór eftir plássi á bergsyllunni eða skútunum, þar sem þeim er fyrirkomið, mörg allstór um sig, og jafnvel manngeng. Fiskur var hertur i byrgjunum.
Í flest þeirra var farið ofan frá, sigið í þau, en þó mátti fara í nokkur byrgin neðan frá og laust, með því að leggja planka á milli bergsnasa, eftir að hafa farið eftir skáliggjandi bergsyllum, allt upp í mitt bergið. Er farið austan frá og vestur eftir berginu, alltaf upp á við. Eigendur byrgjanna voru jarðirnar, og þau nefnd eftir þeim, t.d. Þorlaugargerðisbyrgi, Vesturhúsabyrgi, Ofanleitisbyrgi, Búastaðabyrgi o.s.frv.
Í Tyrkjaráni var fólk falið í byrgjum þessum, en Tyrkir komust þarna að mörgum eða nálægt þeim, skutu fólkið, sem féll niður, ýmist helskotið eða helsært, og var þá ei [vafi] um, hvernig fór. Á Þorlaugargerðishillu var m.a. stúlka ein, sem fékk 18 kúlugöt gegnum pilsfald sinn, en það fólk slapp. Þangað náðu ræningjar ekki.
Hvenær byrgi þessi eru byggð, verður ei vitað, en ekki óvarlegt að ætla á 14. eða 15. öld. Þarna verkaðist fiskurinn vel vegna stöðugs vindsúgs og lítillar vætu. Þykir nokkuð merkilegt, að þau hafa fjölmörg staðið af sér veður og vind og jarðskjálfta, enda þótt hlaðin séu á yztu brúnir hillnanna.
Nú hefur verið sigið þarna listsig á þjóðhátíðinni í fjölmörg ár og þykir ferðafólki og gestum hér það tilkomumikil sjón.
¹) Heimaslóð.