„Ritverk Árna Árnasonar/Hinsta kveðja“: Munur á milli breytinga
Fara í flakk
Fara í leit
(Ný síða: <br> <br> <br> ::::::Úr fórum Árna Árnasonar <br> :::::::<big><big>Hinsta kveðja</big></big> ::::::(flutt á lundamannahófi 1961) ::::Á lundamannahófi 1961 var og sungin efti...) |
m (Verndaði „Ritverk Árna Árnasonar/Hinsta kveðja“ ([edit=sysop] (ótiltekinn))) |
(Enginn munur)
|
Núverandi breyting frá og með 28. ágúst 2013 kl. 21:55
- Úr fórum Árna Árnasonar
- Hinsta kveðja
- (flutt á lundamannahófi 1961)
- Á lundamannahófi 1961 var og sungin eftirfarandi kveðja frá Árna.
- Hér kveður aðeins við annan tón og ljóst,
- að hann gerir sér grein fyrir, hvert stefnir.
- Þetta er hinsta kveðja hans til félagsins.
- Hann lést ári síðar. (Heimaslóð).
- Á lundamannahófi 1961 var og sungin eftirfarandi kveðja frá Árna.
- Lag: Ennþá er fagurt til fjalla.
- Nú hausts lít ég sólina síga
- og söngfuglaher kveðja land,
- en bylgjurnar hefjast og hníga
- svo hljóðar við fjarðarins sand.
- En haustið í faðmi sér flytur
- mér fleira en augað þó sér,
- því leiðindin beiskleg og bitur
- þau brenna hið innra með mér.
- Og Eyjan, sem hugur minn hefur
- þó hafið til skýja og dáð,
- mér stjakar á gaddinn og grefur
- þann gróður, er hafði ég sáð.
- Í fjarlægð því sit ég og syrgi
- nú suðurlands gyðjunnar yl,
- en veiðimanns brosið ég byrgi
- í byggð, sem mér heyrir ei til.
- Á.Á. 1961