„Sögur og sagnir úr Vestmannaeyjum/Feðgarnir í Vestmannaeyjum“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: <br> <big><big><center>Feðgarnir í Vestmannaeyjum.</center></big></big><br> <small> <center>(Eftir handriti séra Skúla Gíslasonar.)</center></small> <br> Þegar [[Grímur Pálsson v...)
 
 
(2 millibreytingar ekki sýndar frá sama notandanum)
Lína 5: Lína 5:
Þegar [[Grímur Pálsson verslunarstjóri|Grímur Pálsson]], er seinna varð prestur á Helgafelli, var við verzlun í Vestmannaeyjum, voru þar tveir feðgar, er báðir hétu Guðmundar. Var hinn eldri forsöngvari þar í eyjunum; hinn yngri var sjómaður góður, en djarfur og ófyrirleitinn, enda var hann drykkjumaður mikill. Einn vetur dreymdi Grím, að hann væri í Landakirkju. Sá hann þar dyr á kórvegg, þar sem sæti Guðmundar yngra var, og þótti honum sem tólf lík væru borin þar út, og mundi eitt vera lík Guðmundar yngra, en Guðmundur eldri gekk á eftir og söng þetta vers úr borðsálminum í gamla Grallaranum:
Þegar [[Grímur Pálsson verslunarstjóri|Grímur Pálsson]], er seinna varð prestur á Helgafelli, var við verzlun í Vestmannaeyjum, voru þar tveir feðgar, er báðir hétu Guðmundar. Var hinn eldri forsöngvari þar í eyjunum; hinn yngri var sjómaður góður, en djarfur og ófyrirleitinn, enda var hann drykkjumaður mikill. Einn vetur dreymdi Grím, að hann væri í Landakirkju. Sá hann þar dyr á kórvegg, þar sem sæti Guðmundar yngra var, og þótti honum sem tólf lík væru borin þar út, og mundi eitt vera lík Guðmundar yngra, en Guðmundur eldri gekk á eftir og söng þetta vers úr borðsálminum í gamla Grallaranum:
::::„Meðan mettuðu sig, <br>
::::„Meðan mettuðu sig, <br>
::::minntust þeir sízt á þig; br>
::::minntust þeir sízt á þig; <br>
::::tóku sér heiðna gleði,<br>  
::::tóku sér heiðna gleði,<br>  
::::grimm féll á þá reiði.“
::::grimm féll á þá reiði.“
Að bón Gríms réri Guðmundur á juli sínu um vertíðina við ellefta mann. En einu sinni lofaði hann í góðu veðri farlausum manni að fljóta með hinum tólfta, en á þeim degi fórst hann og hugðu menn, að hann hefði ofhlaðið sig.<br>
Að bón Gríms réri Guðmundur á juli sínu um vertíðina við ellefta mann. En einu sinni lofaði hann í góðu veðri farlausum manni að fljóta með hinum tólfta, en á þeim degi fórst hann og hugðu menn, að hann hefði ofhlaðið sig.<br>
<small>(Jón Árnason: Þjóðsögur I. 232.)</small>
<small>(Jón Árnason: Þjóðsögur I, 232.)</small>
{{Sögur og sagnir}}
{{Sögur og sagnir}}

Núverandi breyting frá og með 8. júní 2012 kl. 10:23


Feðgarnir í Vestmannaeyjum.


(Eftir handriti séra Skúla Gíslasonar.)


Þegar Grímur Pálsson, er seinna varð prestur á Helgafelli, var við verzlun í Vestmannaeyjum, voru þar tveir feðgar, er báðir hétu Guðmundar. Var hinn eldri forsöngvari þar í eyjunum; hinn yngri var sjómaður góður, en djarfur og ófyrirleitinn, enda var hann drykkjumaður mikill. Einn vetur dreymdi Grím, að hann væri í Landakirkju. Sá hann þar dyr á kórvegg, þar sem sæti Guðmundar yngra var, og þótti honum sem tólf lík væru borin þar út, og mundi eitt vera lík Guðmundar yngra, en Guðmundur eldri gekk á eftir og söng þetta vers úr borðsálminum í gamla Grallaranum:

„Meðan mettuðu sig,
minntust þeir sízt á þig;
tóku sér heiðna gleði,
grimm féll á þá reiði.“

Að bón Gríms réri Guðmundur á juli sínu um vertíðina við ellefta mann. En einu sinni lofaði hann í góðu veðri farlausum manni að fljóta með hinum tólfta, en á þeim degi fórst hann og hugðu menn, að hann hefði ofhlaðið sig.
(Jón Árnason: Þjóðsögur I, 232.)