„Blik 1937, 1. tbl./Nafnarnir“: Munur á milli breytinga
(Ný síða: NAFNARNIR Í sókn séra Jóns var drengur einn að nafni Jón. Hann gat ekkert lært. Foreldrum hans var mikil raun að þessu, sérstaklega ef hann gæti ekki komist í kristinna mann...) |
m (Blik 1937/Nafnarnir færð á Blik 1937, 1. tbl./Nafnarnir) |
||
(7 millibreytingar ekki sýndar frá 2 notendum) | |||
Lína 1: | Lína 1: | ||
[[Blik 1937|Efnisyfirlit 1937]] | |||
:::::::::::::<big><big>'''NAFNARNIR'''</big> | |||
<br> | |||
Í sókn séra Jóns var drengur einn að nafni Jón. Hann gat ekkert lært. Foreldrum hans var mikil raun að þessu, sérstaklega ef hann gæti ekki komist í kristinna manna tölu eins og önnur börn. Fara þau loks til prests síns og tjá honum þessi vandræði sín. Hann vill gera allt, sem hann getur fyrir þau.<br> | Í sókn séra Jóns var drengur einn að nafni Jón. Hann gat ekkert lært. Foreldrum hans var mikil raun að þessu, sérstaklega ef hann gæti ekki komist í kristinna manna tölu eins og önnur börn. Fara þau loks til prests síns og tjá honum þessi vandræði sín. Hann vill gera allt, sem hann getur fyrir þau.<br> | ||
Verður það | Verður það að samkomulagi, að prestur taki Jón svo sem vikutíma fyrir fermingu. Kemur svo fermingardagurinn, sólfagur sunnudagur að vorlagi. Áður en prestur gengur í kirkju, tekur hann fermingarbörnin inn í stofu til að segja þeim, hvers hann ætli að spyrja þau og hverju þau skuli svara í áheyrn safnaðarins. Situr þá Jón litli utast í röðinni. Þegar prestur kemur til hans, segir hann svona blátt áfram: „Ég kvíði fyrir þér í dag, Jón.“ Segir svo honum eins og hinum, hvers hann ætli að spyrja hann og hverju hann skuli svara. Hann hefir það eins lítið eins og hann kemst af með. Svo er gengið í kirkju og fermingarræðan flutt eins og til stóð. Kemur svo að því, að fermingarbörnum er raðað fyrir framan prest og altari og prestur fer að láta þau skila þessu, sem hann hafði sett þeim fyrir. Þau standa upp eitt og eitt meðan prestur talar við þau. Loks kemur að Jóni. Hann stendur upp í skyndi og segir: „Ég kvíði fyrir þér í dag, Jón.“ Það var það eina, sem hann mundi af því, sem prestur hafði talað við hann. Varð prestur því að spyrja og svara sér sjálfur fyrir Jón.<br> | ||
Gekk svo Jón fermdur og kristinn úr kirkju eins og hin börnin.<br> | Gekk svo Jón fermdur og kristinn úr kirkju eins og hin börnin.<br> | ||
Máltæki myndaðist í sveitinni: „Ég kvíði fyrir þér í dag, | Máltæki myndaðist í sveitinni: „Ég kvíði fyrir þér í dag, Jón.“<br> | ||
S. F. 1. | |||
:::[[Sigurður Finnsson|''S.F.]] 1. b''. | |||
{{Blik}} |
Núverandi breyting frá og með 18. október 2010 kl. 19:42
- NAFNARNIR
Í sókn séra Jóns var drengur einn að nafni Jón. Hann gat ekkert lært. Foreldrum hans var mikil raun að þessu, sérstaklega ef hann gæti ekki komist í kristinna manna tölu eins og önnur börn. Fara þau loks til prests síns og tjá honum þessi vandræði sín. Hann vill gera allt, sem hann getur fyrir þau.
Verður það að samkomulagi, að prestur taki Jón svo sem vikutíma fyrir fermingu. Kemur svo fermingardagurinn, sólfagur sunnudagur að vorlagi. Áður en prestur gengur í kirkju, tekur hann fermingarbörnin inn í stofu til að segja þeim, hvers hann ætli að spyrja þau og hverju þau skuli svara í áheyrn safnaðarins. Situr þá Jón litli utast í röðinni. Þegar prestur kemur til hans, segir hann svona blátt áfram: „Ég kvíði fyrir þér í dag, Jón.“ Segir svo honum eins og hinum, hvers hann ætli að spyrja hann og hverju hann skuli svara. Hann hefir það eins lítið eins og hann kemst af með. Svo er gengið í kirkju og fermingarræðan flutt eins og til stóð. Kemur svo að því, að fermingarbörnum er raðað fyrir framan prest og altari og prestur fer að láta þau skila þessu, sem hann hafði sett þeim fyrir. Þau standa upp eitt og eitt meðan prestur talar við þau. Loks kemur að Jóni. Hann stendur upp í skyndi og segir: „Ég kvíði fyrir þér í dag, Jón.“ Það var það eina, sem hann mundi af því, sem prestur hafði talað við hann. Varð prestur því að spyrja og svara sér sjálfur fyrir Jón.
Gekk svo Jón fermdur og kristinn úr kirkju eins og hin börnin.
Máltæki myndaðist í sveitinni: „Ég kvíði fyrir þér í dag, Jón.“
- S.F. 1. b.