„Blik 1980/Garðfjósið“: Munur á milli breytinga
m (Changed protection level for "Blik 1980/Garðfjósið" [edit=autoconfirmed:move=autoconfirmed]) |
Ekkert breytingarágrip |
||
(4 millibreytingar ekki sýndar frá 2 notendum) | |||
Lína 1: | Lína 1: | ||
[[ | [[Blik 1980|Efnisyfirlit 1980]] | ||
<big><center>[[Mynd: 1980 b 102 A.jpg|500px|ctr]]</center><br> | |||
[[Þorsteinn Víglundsson|Þ.Þ.V.]] | Þessa mynd birti Tíminn á fyrra ári. Myndasafn Háskólabókasafnsins mun eiga frummyndina. Mér er tjáð, að vestmannaeyskum „fræðimönnum“ beri ekki saman um það, hvaða „Bondegaard pá Vestmannaö“ þetta muni hafa verið. Mælzt hefur verið til þess, að ég leggi hér orð í belg. <br> | ||
Í byrjun 19. aldar hafði [[Westy Petreus|Westy Petræus]] einokunarkaupmaður jarðarumboðið í Vestmannaeyjum. Fyrir þessa þjónustu sína við danska konungsvaldið hafði hann ábúð á tveim jörðum fyrir lítinn pening. Það voru jarðirnar [[Ystiklettur|Yztiklettur]] og [[Kornhóll]]. Árið 1814 voru 13 manns heimilisfastir í Kornhól. Átta árum síðar bjuggu þar milli 20 og 30 manns eða áttu þar vistarveru. Þar hafa því verið meiri húsakynni en sjást á myndinni.<br> | |||
Auðvitað var grasið af Kornhólstúni notað til mjólkurframleiðslu. Þá var þar fjós fyrir eina eða tvær kýr. Það fjós var ýmist kallað Kornhólsfjós eða Garðfjós, eftir að Danirnir í Eyjum tóku að kalla allar byggingar einokunarverzlunarinnar [[Garðurinn|Garðinn]] (Gaarden). - Svo kom að því að einokunarkaupmaðurinn eða „factor“ hans hætti allri mjólkurframleiðslu. Þá var Garðfjósið að íbúðarhúsi. Það er það, sem sýnt er á mynd þessari.<br> | |||
Ýmsir mætir menn, sem fluttu til Eyja, t.d. úr sveitum Suðurlandsins, fengu fyrst inni í Garðfjósi, sem þá hafði verið gert að viðunanlegri vistarveru manna. Þar bjuggu svo þessar aðfluttu fjölskyldur, þar til betur raknaði úr um íbúðarhúsnæði. Um þessar fjölskyldur sumar er getið í Bliki frá liðnum árum. Sumir þeir heimilisfeður, sem þarna bjuggu fyrst í Eyjum, urðu kunnir menn síðar í Eyjabyggð. | |||
:::::::::::::::::[[Þorsteinn Víglundsson|Þ.Þ.V.]] | |||
{{Blik}} | {{Blik}} |
Núverandi breyting frá og með 16. október 2010 kl. 21:56
Þessa mynd birti Tíminn á fyrra ári. Myndasafn Háskólabókasafnsins mun eiga frummyndina. Mér er tjáð, að vestmannaeyskum „fræðimönnum“ beri ekki saman um það, hvaða „Bondegaard pá Vestmannaö“ þetta muni hafa verið. Mælzt hefur verið til þess, að ég leggi hér orð í belg.
Í byrjun 19. aldar hafði Westy Petræus einokunarkaupmaður jarðarumboðið í Vestmannaeyjum. Fyrir þessa þjónustu sína við danska konungsvaldið hafði hann ábúð á tveim jörðum fyrir lítinn pening. Það voru jarðirnar Yztiklettur og Kornhóll. Árið 1814 voru 13 manns heimilisfastir í Kornhól. Átta árum síðar bjuggu þar milli 20 og 30 manns eða áttu þar vistarveru. Þar hafa því verið meiri húsakynni en sjást á myndinni.
Auðvitað var grasið af Kornhólstúni notað til mjólkurframleiðslu. Þá var þar fjós fyrir eina eða tvær kýr. Það fjós var ýmist kallað Kornhólsfjós eða Garðfjós, eftir að Danirnir í Eyjum tóku að kalla allar byggingar einokunarverzlunarinnar Garðinn (Gaarden). - Svo kom að því að einokunarkaupmaðurinn eða „factor“ hans hætti allri mjólkurframleiðslu. Þá var Garðfjósið að íbúðarhúsi. Það er það, sem sýnt er á mynd þessari.
Ýmsir mætir menn, sem fluttu til Eyja, t.d. úr sveitum Suðurlandsins, fengu fyrst inni í Garðfjósi, sem þá hafði verið gert að viðunanlegri vistarveru manna. Þar bjuggu svo þessar aðfluttu fjölskyldur, þar til betur raknaði úr um íbúðarhúsnæði. Um þessar fjölskyldur sumar er getið í Bliki frá liðnum árum. Sumir þeir heimilisfeður, sem þarna bjuggu fyrst í Eyjum, urðu kunnir menn síðar í Eyjabyggð.