„Blik 1969/Nokkrar lausavísur“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: HAFSTEINN STEFÁNSSON ==Nokkrar lausavísur== ''með skýringu'' ::::::::'''Vorið eftir öskufallið'''<br> ::::::::Gult í broddinn, grænt í rót <br> ...)
 
Ekkert breytingarágrip
 
(3 millibreytingar ekki sýndar frá sama notandanum)
Lína 1: Lína 1:
[[Hafsteinn Stefánsson|HAFSTEINN STEFÁNSSON]]
[[Blik 1969|Efnisyfirlit 1969]]
 
 
 
<center>[[Hafsteinn Stefánsson|HAFSTEINN STEFÁNSSON]]:</center>
 
 
<big><big><big><big><center>Nokkrar lausavísur</center> </big></big>
<center>''með skýringu''</center></big>
[[Mynd: 1969 b 312 A.jpg|350px|left|thumb|''Hafsteinn Stefánsson.'']]


==Nokkrar lausavísur==
''með skýringu''


::::::::'''Vorið eftir öskufallið'''<br>
::::::::'''Vorið eftir öskufallið'''<br>
Lína 10: Lína 17:
::::::::Þó að rjúki úr Surti sót, <br>
::::::::Þó að rjúki úr Surti sót, <br>
::::::::sumri fagnar jörðin.
::::::::sumri fagnar jörðin.


::::::::'''Á þorrablóti Austfirðinga'''<br>
::::::::'''Á þorrablóti Austfirðinga'''<br>
Lína 17: Lína 25:
::::::::Ástar rennir augum hér <br>
::::::::Ástar rennir augum hér <br>
::::::::yfir kvennavalið.
::::::::yfir kvennavalið.


::::::::'''Fyrsti afladagurinn á vertíðinni 1968'''
::::::::'''Fyrsti afladagurinn á vertíðinni 1968'''
Lína 24: Lína 33:
::::::::Að minnsta kosti liggur „Lundinn“<br>
::::::::Að minnsta kosti liggur „Lundinn“<br>
::::::::á lista undir Sigurgeir.
::::::::á lista undir Sigurgeir.


::::::::'''Stór og smár'''<br>
::::::::'''Stór og smár'''<br>
Lína 31: Lína 41:
::::::::Maðurinn á maðki þar <br>
::::::::Maðurinn á maðki þar <br>
::::::::mataði hina smærri.
::::::::mataði hina smærri.


::::::::'''Þekktur aflamaður talar í talstöð'''<br>
::::::::'''Þekktur aflamaður talar í talstöð'''<br>
Lína 38: Lína 49:
::::::::Hundrað þúsund helvíti, <br>
::::::::Hundrað þúsund helvíti, <br>
::::::::og horfur ekki neinar.
::::::::og horfur ekki neinar.


::::::::'''Ég sá konu nokkra borða mikið og hratt'''<br>
::::::::'''Ég sá konu nokkra borða mikið og hratt'''<br>
Lína 45: Lína 57:
::::::::Ég færi allur oní þig, <br>
::::::::Ég færi allur oní þig, <br>
::::::::ekki mikið tugginn.
::::::::ekki mikið tugginn.


::::::::'''Kokhreysti'''<br>
::::::::'''Kokhreysti'''<br>
Lína 52: Lína 65:
::::::::En sárafáir Sjöstjörnuna gleypt, <br>
::::::::En sárafáir Sjöstjörnuna gleypt, <br>
::::::::þótt sæmilega væru opinmynntir.
::::::::þótt sæmilega væru opinmynntir.
::::::::'''Prestur reynir að veiða, án árangurs'''<br>
::::::::'''Prestur reynir að veiða, án árangurs'''<br>


Lína 64: Lína 79:
::::::::Ekið burtu öngulsár, <br>
::::::::Ekið burtu öngulsár, <br>
::::::::eftir að hafa lengi dorgað.
::::::::eftir að hafa lengi dorgað.
::::::::'''Vorið og blómin'''<br>
::::::::'''Vorið og blómin'''<br>


Lína 80: Lína 97:
::::::::Mikið gat hann guð nú verið sætur <br>
::::::::Mikið gat hann guð nú verið sætur <br>
::::::::að gefa okkur litlu fögru blómin.
::::::::að gefa okkur litlu fögru blómin.


::::::::'''Hugleiðing skyttunnar'''<br>
::::::::'''Hugleiðing skyttunnar'''<br>
Lína 134: Lína 152:
::::::::Með síðasta skotinu skýt ég, <br>
::::::::Með síðasta skotinu skýt ég, <br>
::::::::skepnuna í sjálfum mér.
::::::::skepnuna í sjálfum mér.


::::::::'''Skammdegisróður'''
::::::::'''Skammdegisróður'''

Núverandi breyting frá og með 25. september 2010 kl. 14:53

Efnisyfirlit 1969


HAFSTEINN STEFÁNSSON:


Nokkrar lausavísur

með skýringu
Hafsteinn Stefánsson.


Vorið eftir öskufallið
Gult í broddinn, grænt í rót
grasið klæðir svörðinn.
Þó að rjúki úr Surti sót,
sumri fagnar jörðin.


Á þorrablóti Austfirðinga
Í hörku spennu Hafsteinn er,
hjartað brennur kvalið.
Ástar rennir augum hér
yfir kvennavalið.


Fyrsti afladagurinn á vertíðinni 1968
Í dag er loksins fiskur fundinn,
frostharkan og brimið deyr. —
Að minnsta kosti liggur „Lundinn“
á lista undir Sigurgeir.


Stór og smár
Stórlax einn á steini var
með stöng hjá ánni tærri.
Maðurinn á maðki þar
mataði hina smærri.


Þekktur aflamaður talar í talstöð
Engum fréttum útbýti,
eru línur hreinar.
Hundrað þúsund helvíti,
og horfur ekki neinar.


Ég sá konu nokkra borða mikið og hratt
Þó alveg hreint þú ætir mig,
ég yrði varla hnugginn.
Ég færi allur oní þig,
ekki mikið tugginn.


Kokhreysti
Ýmsir hafa drjúgum stömpum steypt,
og stundum orðið heldur illa kynntir.
En sárafáir Sjöstjörnuna gleypt,
þótt sæmilega væru opinmynntir.


Prestur reynir að veiða, án árangurs
Þó að veröld væti brár
og valdi kvöl og miska,
verða á himnum veiðiár
og vötn fyrir svanga fiska.
Að lokinni veiðiferð
Ég hefi rennt í ýmsar ár,
okurgjaldi sportið borgað.
Ekið burtu öngulsár,
eftir að hafa lengi dorgað.


Vorið og blómin
(Það spurði mig einu sinni lítil stúlka,
hver hefði búið til þetta blóm,
og ég sagði henni, að guð hefði gert það.
„Finnst þér hann ekki sætur?“ spurði hún).
Er vorið kemur með sinn litla ljóma
og lætur svörðinn nýju klæði skarta,
þá finnst mér Sóley blíðust allra blóma,
því bezt hún hefur yljað mínu hjarta.
Andi minn af sannri gleði grætur,
hann greinir vorsins unaðsblíða hljóminn.
Mikið gat hann guð nú verið sætur
að gefa okkur litlu fögru blómin.


Hugleiðing skyttunnar
Að búast með byssu til veiða,
betri ég skemmtun ei kaus;
dæmalaust gaman að deyða,
dýrin, svo varnarlaus.
Ég sat fyrir svönum á tjörnum
og sendi þá heljar til.
Og grátandi gæsabörnum
gerði ég sömu skil.
Það olli mér engu hiki,
né angraði huga minn.
Þó ástfanginn æðarbliki
úaði í hinzta sinn.
Ég rjúpuna ákafur elti
um urðir, lautir og hól
og banvænum höglunum hellti
í hennar brúðarkjól.
Það gat ekki talizt glæpur,
en gaman, sé miðað vel,
að drepa kóp eða kæpur,
kannski nýfæddan sel.
En samvizkan kom og sagði
svona á þessa leið: —
Ég hlustaði þjáður og þagði,
því hún var svo mikið reið. —
„Nú byssuna áttu að brjóta,
og biðja þinn guð um náð.
Herra minn, hættu að skjóta,
hafðu mitt eina ráð.
Þú ert ekki í þörf fyrir fenginn
á fátækt og matarlaust borð.
Með sanngirni afsakar enginn
þín andstyggilegu morð.“
Ég fann hér var alvara á ferðum,
ég fann, þetta var ekkert grín.
Ég grét yfir mínum gerðum
og grátklökkur skammaðist mín.
---
Áður en byssuna brýt ég,
er bezt að ég segi þér:
Með síðasta skotinu skýt ég,
skepnuna í sjálfum mér.


Skammdegisróður
Hann sezt fram á bríkina, seilist til lampans og kveikir,
svefnvana þreifar hann fingrum að hálfluktum augum.
Úti er mugga, en næðingur frostnálum feykir,
nú finnst honum þrótturinn magnast í æðum og taugum.
Svo krýpur hann niður og konuna faðmar og drenginn,
það kærsta og bezta, sem honum er gefið á jörðu.
Hann gengur til dyra, og eftir það getur enginn
aftrað hans för, það er ró yfir svipmóti hörðu.
Örstutt er gangan, en leiðin hans liggur til sjávar,
í læginu farkostur sterklega tekur í böndin.
Leita að æti á hafinu hungraðir máfar,
holskeflur falla, en skjálfandi tárfellir ströndin.
Nú leysa þeir festar og leggja' út á miðin til veiða,
loftvogin fellur og því má ei tímanum sóa.
Fleytan er traust, og um brjóst hennar bylgjurnar freyða,
með bitgóðu stefninu klýfur hún harðskeytta sjóa.
En móðirin heima með barnið í ofvæni bíður,
bara hann komi nú, áður en dimmir, að landi.
Aldrei er vitað, hvað einmana kona líður,
ef ástvini sínum hún heldur að sjórinn grandi.
Hún engist af kvíða, það er eins og hjartað brenni,
ákallar Drottinn, sem er hennar mesti kraftur.
Við skulum reyna að vaka um stund með henni,
og við munum biðja þess, að hann komi aftur.