„Blik 1965/Kvæði eftir Gísla Engilbertsson, verzlunarstjóra“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: Efnisyfirlit 1965 GÍSLI ENGILBERTSSON: =KVÆÐI= <br> (Hér birtir Blik eins og undanfarin ár nokkur kvæði eftir [[Gísli Engilbertsson|G...)
 
Ekkert breytingarágrip
 
(1 millibreyting ekki sýnd frá sama notandanum)
Lína 5: Lína 5:




[[Gísli Engilbertsson|GÍSLI ENGILBERTSSON]]:
::[[Gísli Engilbertsson|GÍSLI ENGILBERTSSON]]:
 
 
::::<big><big><big>KVÆÐI</big></big></big>
 


=KVÆÐI=
<br>
(Hér birtir Blik eins og undanfarin ár nokkur kvæði eftir [[Gísli Engilbertsson|Gísla Engilbertsson]] verzlunarstjóra á [[Tanginn|Tanganum]]).
(Hér birtir Blik eins og undanfarin ár nokkur kvæði eftir [[Gísli Engilbertsson|Gísla Engilbertsson]] verzlunarstjóra á [[Tanginn|Tanganum]]).




::BARNASKÓLINN
:::<big>BARNASKÓLINN</big>


::(Ort er barnaskólahúsið var tekið í notkun 1917).
::(Ort er barnaskólahúsið var tekið í notkun 1917).
 
<big>
::Steinbyggingin standi lengi <br>  
::Steinbyggingin standi lengi <br>  
::studd af alvalds máttarhönd; <br>  
::studd af alvalds máttarhönd; <br>  
Lína 139: Lína 141:




::IÐJUSEMI
:::IÐJUSEMI


::Ef nú vinnan oss er kær, <br>  
::Ef nú vinnan oss er kær, <br>  
Lína 177: Lína 179:




::KVÖLD
:::KVÖLD


::Þegar kvöldar, dagur dvín, <br>  
::Þegar kvöldar, dagur dvín, <br>  
Lína 209: Lína 211:




::MAGGA ER ÁSTFANGIN
:::MAGGA ER ÁSTFANGIN


::Vökrum — augum varpar Magga<br>  
::Vökrum — augum varpar Magga<br>  
Lína 229: Lína 231:




::TIL STÚLKU
:::TIL STÚLKU


::Þú yfirgefur æskublómahaga, <br>
::Þú yfirgefur æskublómahaga, <br>
Lína 241: Lína 243:




::VÍSA
:::VÍSA
 
::Hólgjörnum ég hef ei neitt að bjóða, <br>  
::Hólgjörnum ég hef ei neitt að bjóða, <br>  
::hræsnisleysið virði mér til góða; <br>  
::hræsnisleysið virði mér til góða; <br>  
Lína 248: Lína 251:




::HAMINGJUÓSK
:::HAMINGJUÓSK


::Lifðu í friði laus við stríð, <br>  
::Lifðu í friði laus við stríð, <br>  

Núverandi breyting frá og með 13. september 2010 kl. 20:56

Efnisyfirlit 1965



GÍSLI ENGILBERTSSON:


KVÆÐI


(Hér birtir Blik eins og undanfarin ár nokkur kvæði eftir Gísla Engilbertsson verzlunarstjóra á Tanganum).


BARNASKÓLINN
(Ort er barnaskólahúsið var tekið í notkun 1917).

Steinbyggingin standi lengi
studd af alvalds máttarhönd;
kennslan sé í góðu gengi
glæðist fræðsluþrá í lund.
Skólinn veri sæmd og sómi
sérhverjum, sem elskar gott;
héðan út um landið ljómi
ljós, sem sýni manndómsvott.


Undir skólann börnin búum, —
börnum snemma kennum gott;
hingað þeirra hugum snúum,
hrífum þau úr solli brott;
allt sé hreint frá okkar höndum,
öllum svo það verði bert;
siðferðið í sómans böndum
sífellt reynist heiðurs vert.


Ungdómurinn lengi læri
lífsins réttu marki ná;
ávöxt góðan framtíð færi,
föðurlandið hyggi á.
Manndáð ætíð endurnærið,
ávallt skíni menntaljós;
gæfan sanna gleði færi
góðum börnum maklegt hrós.


Hylli guðs og góðra manna,
gæfan fylgi æskulýð.
Allir nái síðar sanna,
sigur fæst, er endar stríð.
Út í heiminn einhvern tíma
opin stendur flestum braut,
byrjar lífsins langvinn glíma;
lífi fylgir gleði og þraut.


Sjá má glöggt, að dugur, dáðir
dregur manninn upp á við;
andinn finnur upp þau ráðin,
að við stefnum ljóss á mið.
Kirkjan vor og kennsluskólinn
kristnum mönnum veitir lið;
þar er ljós og þar er sólin,
þar má efla sálarfrið.


Skólaljósin lýsi upp brautir
lífs á vegferð alla stund;
það kann mýkja margar þrautir,
marga græða særða und.
Kærleiksandann allir glæði,
allir vilji sæmd og gagn;
dyggðaveginn þráfallt þræði,
þar með aukist lærdómsgagn.
(Fréttir, marz 1917).


Þetta kvæði orti G.E. fyrir munn frú Jóhönnu Lárusdóttur, er þau hjón komu aftur heim frá Ameríku, þar sem þau misstu Ástrós dóttur sína. (Sjá grein hér í ritinu um Árna símritara).

Hingað yfir haf á strönd
heim mig aftur leiddi
drottins ljúfa líknarhönd, —
lífs hjá grandi sneiddi.


Lít ég aftur landið bjart
laugað sólar roða;
hér er á að minnast margt
meta það og skoða.


Hér ég felldi fyrstu tár,
fædd á vina kosti;
hér um vonblíð æskuár
ýmist grét og brosti.


Man að vina missir sár
mæddi hjartað unga;
síðan léttu aftur ár
af mér sorgarþunga.


Færði tíð mér fagra rós,
fylgdi hún mér víða;
nú er slokknað lífsins ljós,
lömuð vonin blíða.


Dauðinn brandinn bitra skók,
brann mitt hjarta af harmi;
guð, sem lífið gefur, tók
gullna rós frá barmi.


Ameríku foldin fríð
fölva huldi lilju;
ég þá mátti angurblíð
una þrauta kylju.


Upp í hæðum helga rós
herrann gróðursetti;
vaxtarþroska, líf og ljós
og lauf guð henni rétti.


Vér, sem unnum æskurós,
aftur hana sjáum;
heims frá okkur hverfur ljós,
hennar fundi náum.


Hvíl þú guðs í helgidóm,
himinrósin bjarta.
Aftur hef ég eignazt blóm,
er mitt gleður hjarta.


IÐJUSEMI
Ef nú vinnan oss er kær,
oft í sálu friður grær;
margur háu marki nær;
margur hjálpað öðrum fær.


Iðjuleysi eyðir þrótt,
iðjuleysi svæfir drótt;
oft því fylgir eyðslusótt,
óhóf, svall og slark um nótt.


Iðjuleysi leiðir þrátt
ljósi frá í skuggaátt;
ódyggð þrálát er við gátt,
eltir menn og fellir þrátt.


Iðjusemi eykur þrótt;
iðjusemi vekur drótt;
iðjuleysi, óhófssótt
úti lokar hverja nótt.


Iðjusamur oft í rann
ánægju að kvöldi fann;
er verki lokið hafði hann,
hvíld og næturrósemd ann.


Iðjusemi um ævistund
okkur færir gull í mund;
iðjusemi styttir stund,
styrkir heilsu og gleður lund.


KVÖLD
Þegar kvöldar, dagur dvín,
dýrðarhiminn gleður sýn;
glitrar norðurljósa lín,
ljóma reifuð hvelfing skín.


Röðulgeisla — rósabönd
rekur sundur drottins hönd;
breiðir yfir lög og lönd
ljósi brydda skýjarönd.


Ljóma friðarfeldinn blá
fagrar stjörnur kvöldum á;
og í geislum eygló frá
oss við brosir tunglið þá.


Stjörnur hrapa, geislar gljá
guðdóms ljósahringum frá;
sólarlöndum sýnast á
svífa niður loftið blá.


Horfum bæði hátt og lágt,
himneskan vér lítum mátt;
dýrðin skín í allri átt;
á guð minnir stórt og smátt.


MAGGA ER ÁSTFANGIN
Vökrum — augum varpar Magga
vonar — margoft Óla til;
þungan ástar ber hún bagga;
brátt mun ganga ósk í vil.


Spriklar Magga á oddi als,
ástarljóðin kveður;
stundum léttan stígur dans
stilltum sveinum meður.


Magga tekur lífið létt,
lifir glóð í vonum
frískan að hún fái sprett;
fylgist þá með honum.


TIL STÚLKU
Þú yfirgefur æskublómahaga,
og eitt sinn lokast foreldranna skaut;
Þú átt ei víst um alla þína daga,
að ávallt gangir rósum stráða braut.
En studd sért þú af sterkum vinararmi,
sem stefni hátt og leiti móti straum,
þeim vin, sem leggur brjóst þitt sér að barmi
í blíðu og stríðu, vöku jafnt sem draum.


VÍSA
Hólgjörnum ég hef ei neitt að bjóða,
hræsnisleysið virði mér til góða;
ávallt fyrir augun kemur móða,
utan gyllta þegar lít ég slóða.


HAMINGJUÓSK
Lifðu í friði laus við stríð,
sem lamb í blómahaga;
signi þig guðdómssólin blíð
og svali þér ár og daga.