„Blik 1957/Þáttur nemenda, síðari hluti“: Munur á milli breytinga
Ekkert breytingarágrip |
Ekkert breytingarágrip |
||
(4 millibreytingar ekki sýndar frá sama notandanum) | |||
Lína 5: | Lína 5: | ||
::::::[[Mynd: 1955 b 28 A.jpg |ctr|400px ]] | |||
:( | ::::::::::::(Síðari hluti) | ||
<br> | <br> | ||
< | <big><big>''Fyrstu göngurnar''</big> | ||
<big>''Fyrstu göngurnar''</big> | |||
Vekjaraklukkan hringdi. Ég seildist hálfsofandi upp á borðið, til þess að stöðva hana og mundi nú, að ég átti að fara í göngurnar. Snaraðist fram úr rúminu og klæddi mig í snatri. Frammi í eldhúsi var matur, sem ætlaður var mér, áður en ég legði af stað. Meðan ég mataðist, opnaði Leifur dyrnar og leit inn, en Leifur var sonur bóndans, og við áttum að vera samferða. Kvaðst hann hafa náð í hestana og væri því bezt, að við legðum sem fyrst af stað. <br> | Vekjaraklukkan hringdi. Ég seildist hálfsofandi upp á borðið, til þess að stöðva hana og mundi nú, að ég átti að fara í göngurnar. Snaraðist fram úr rúminu og klæddi mig í snatri. Frammi í eldhúsi var matur, sem ætlaður var mér, áður en ég legði af stað. Meðan ég mataðist, opnaði Leifur dyrnar og leit inn, en Leifur var sonur bóndans, og við áttum að vera samferða. Kvaðst hann hafa náð í hestana og væri því bezt, að við legðum sem fyrst af stað. <br> | ||
Þegar við riðum úr hlaði, var kl. 5. Slógumst við í för með fleiri gangnamönnum og riðið var sem leið liggur fram að rétt þeirri, sem reka átti í. Þar var safnazt saman og skipti gangnastjóri mönnum í hópa. Afréttin, sem er innsti hluti allbreiðs dals, er þannig háttað, að fjall að nafni Tungufell gengur eftir honum miðjum og beggja vegna þess eru dalir, sem liggja inn að jökli. Skyldi sinn hópurinn smala hvorn dalinn. Fylgdist ég með öðrum hópnum fram í botn þess dals sem hann átti að smala. Þar var stigið af baki hestunum og mönnum skipað niður. — Ég átti að smala í hlíðum Tungufjallsins og vera efstur og Leifur næstur fyrir neðan. Einn maður tók hestana og fór með þá fram eftir botni dalsins. Veður var mjög hlýtt, sólskin og logn, svo að það var allt annað en þægilegt að klöngrast upp fjallshlíðina. Þegar komið var nægilega hátt, var haldið fram eftir fjallinu, og fé það, sem þarna hélt sig, rekið í áttina að réttinni. Brátt sá ég kindahóp, sem var mjög hátt í fjallinu. Reyndi ég að komast upp fyrir hann til þess að fá hann niður. En á meðan runnu kindur fram hjá mér neðar, svo að ég varð að hlaupa fyrir þær. Þá fann ég hvers virði góður hundur er við smölun, því að hundur sá, er mér fylgdi, var mjög lélegur. Tókst mér þó að lokum að koma öllum kindunum áfram, unz ég og sá, sem smalað hafði hinu megin, mættumst á fjallsbrúninni, þar sem kallast Högg. Þar voru kindurnar reknar niður. Eftir það gekk allt vel. Og fyrr en varði, hafði féð verið réttað. Þá var tekið fram gangnanestið og borðað. Klukkan mun hafa verið um hálfþrjú. Síðan fóru menn að draga, og gekk það fljótt, því að margir höfðu komið fram að rétt auk þeirra, sem smöluðu. Um kvöldið komum við heim með fjárhópinn. Ég flýtti mér að komast í rúmið, því að sjaldan hefi ég verið þreyttari en þetta kvöld. | Þegar við riðum úr hlaði, var kl. 5. Slógumst við í för með fleiri gangnamönnum og riðið var sem leið liggur fram að rétt þeirri, sem reka átti í. Þar var safnazt saman og skipti gangnastjóri mönnum í hópa. Afréttin, sem er innsti hluti allbreiðs dals, er þannig háttað, að fjall að nafni Tungufell gengur eftir honum miðjum og beggja vegna þess eru dalir, sem liggja inn að jökli. Skyldi sinn hópurinn smala hvorn dalinn. Fylgdist ég með öðrum hópnum fram í botn þess dals sem hann átti að smala. Þar var stigið af baki hestunum og mönnum skipað niður. — Ég átti að smala í hlíðum Tungufjallsins og vera efstur og Leifur næstur fyrir neðan. Einn maður tók hestana og fór með þá fram eftir botni dalsins. Veður var mjög hlýtt, sólskin og logn, svo að það var allt annað en þægilegt að klöngrast upp fjallshlíðina. Þegar komið var nægilega hátt, var haldið fram eftir fjallinu, og fé það, sem þarna hélt sig, rekið í áttina að réttinni. Brátt sá ég kindahóp, sem var mjög hátt í fjallinu. Reyndi ég að komast upp fyrir hann til þess að fá hann niður. En á meðan runnu kindur fram hjá mér neðar, svo að ég varð að hlaupa fyrir þær. Þá fann ég hvers virði góður hundur er við smölun, því að hundur sá, er mér fylgdi, var mjög lélegur. Tókst mér þó að lokum að koma öllum kindunum áfram, unz ég og sá, sem smalað hafði hinu megin, mættumst á fjallsbrúninni, þar sem kallast Högg. Þar voru kindurnar reknar niður. Eftir það gekk allt vel. Og fyrr en varði, hafði féð verið réttað. Þá var tekið fram gangnanestið og borðað. Klukkan mun hafa verið um hálfþrjú. Síðan fóru menn að draga, og gekk það fljótt, því að margir höfðu komið fram að rétt auk þeirra, sem smöluðu. Um kvöldið komum við heim með fjárhópinn. Ég flýtti mér að komast í rúmið, því að sjaldan hefi ég verið þreyttari en þetta kvöld. | ||
:::::::::::::::''[[Sigfús Ólafsson]]'', 2. bekk. | |||
<big>''Áhrif aðkomufólks á vertíð á bœjarlífið hér''</big> | <big>''Áhrif aðkomufólks á vertíð á bœjarlífið hér''</big> | ||
Lína 19: | Lína 18: | ||
Í janúar byrjar fólk að flykkjast í bæinn, því að vetrarvertíðin er að hefjast. Mikið annríki hefst í bænum. Allir, sem vettlingi geta valdið, fara að vinna í frystihúsum bæjarins, eða stunda sjóinn. Teljum við, að þetta fólk, sem kemur hingað í bæinn, hafi yfirleitt mikil áhrif á bæjarlífið. Okkur finnst, að unglingar, sem eru í skóla, slái margir hverjir slöku við nám sitt, eftir að aðkomufólkið byrjar að tínast í bæinn og vertíðin hefst. Þeir sækjast einnig meira eftir því að fara í kvikmyndahús og á opinbera dansleiki, sem haldnir eru í samkomuhúsum bæjarins. Yfirleitt finnst okkur, að vertíðin hafi meiri áhrif á stúlkur en drengi. Þær eru víst meira fyrir það að fara út á lífið en strákar enda þroskaðri að jöfnum aldri. Þótt strákunum finnist einnig „matur“ í vertíðinni, er það að okkar áliti aðeins vegna bátanna og lífsins, sem ríkir við bryggjurnar. Aðkomufólkið setur heldur ekkert sérstaklega fallegan svip á bæinn. Þetta fólk er af ýmsu tagi og margt hagar sér þannig, að vel mætti halda, að hér byggi einungis skríll, en ekki siðsamt fólk. En það eru margar undantekningar frá þessu, svo að ekki sé of mikið sagt. Vertíðin hefur margt gott í för með sér, svo sem aukna atvinnu handa fólki, sem vinnur eingöngu að fiski. <br> | Í janúar byrjar fólk að flykkjast í bæinn, því að vetrarvertíðin er að hefjast. Mikið annríki hefst í bænum. Allir, sem vettlingi geta valdið, fara að vinna í frystihúsum bæjarins, eða stunda sjóinn. Teljum við, að þetta fólk, sem kemur hingað í bæinn, hafi yfirleitt mikil áhrif á bæjarlífið. Okkur finnst, að unglingar, sem eru í skóla, slái margir hverjir slöku við nám sitt, eftir að aðkomufólkið byrjar að tínast í bæinn og vertíðin hefst. Þeir sækjast einnig meira eftir því að fara í kvikmyndahús og á opinbera dansleiki, sem haldnir eru í samkomuhúsum bæjarins. Yfirleitt finnst okkur, að vertíðin hafi meiri áhrif á stúlkur en drengi. Þær eru víst meira fyrir það að fara út á lífið en strákar enda þroskaðri að jöfnum aldri. Þótt strákunum finnist einnig „matur“ í vertíðinni, er það að okkar áliti aðeins vegna bátanna og lífsins, sem ríkir við bryggjurnar. Aðkomufólkið setur heldur ekkert sérstaklega fallegan svip á bæinn. Þetta fólk er af ýmsu tagi og margt hagar sér þannig, að vel mætti halda, að hér byggi einungis skríll, en ekki siðsamt fólk. En það eru margar undantekningar frá þessu, svo að ekki sé of mikið sagt. Vertíðin hefur margt gott í för með sér, svo sem aukna atvinnu handa fólki, sem vinnur eingöngu að fiski. <br> | ||
Við gerum ráð fyrir, að kaupstaðurinn væri ekki nema lítið þorp, ef fiskimiðin hér í kringum eyjarnar væru ekki svo mikil, eins og raun ber vitni um. Eyjaskeggjar gætu víst ekki verkað mikið af öllum þeim fiski, sem berst hér á land á vertíðinni, ef aðkomufólksins nyti ekki við, þrátt fyrir agnúana, og truflun þá, sem skólastarf og annað verður fyrir. <br> | Við gerum ráð fyrir, að kaupstaðurinn væri ekki nema lítið þorp, ef fiskimiðin hér í kringum eyjarnar væru ekki svo mikil, eins og raun ber vitni um. Eyjaskeggjar gætu víst ekki verkað mikið af öllum þeim fiski, sem berst hér á land á vertíðinni, ef aðkomufólksins nyti ekki við, þrátt fyrir agnúana, og truflun þá, sem skólastarf og annað verður fyrir. <br> | ||
:::::::::::::::''Tvœr úr 3. bekk.'' | |||
<big>''Tryggur''</big> | <big>''Tryggur''</big> | ||
Lína 30: | Lína 29: | ||
Lambinu var sleppt strax aftur og það var fegið frelsinu. En Tryggur skildi ekki neitt í neinu og sat eftir með raunasvip, — hann, sem hafði verið búinn að hafa svo mikið fyrir þessu. <br> | Lambinu var sleppt strax aftur og það var fegið frelsinu. En Tryggur skildi ekki neitt í neinu og sat eftir með raunasvip, — hann, sem hafði verið búinn að hafa svo mikið fyrir þessu. <br> | ||
Örugg vissa var fyrir því, hve gott var að treysta Trygg í dimmviðrum eða byljum að vetrinum, þegar illt var að rata. Alltaf rataði Tryggur rétta leið. Einnig var honum sýnt um að finna, hvar bezt og öruggast var að fara yfir ár og vötn á ís. | Örugg vissa var fyrir því, hve gott var að treysta Trygg í dimmviðrum eða byljum að vetrinum, þegar illt var að rata. Alltaf rataði Tryggur rétta leið. Einnig var honum sýnt um að finna, hvar bezt og öruggast var að fara yfir ár og vötn á ís. | ||
:::::::::::::::''[[Borgþór E. Pálsson]]'', 3. bekk verknáms | |||
<big>''Hún Gibba litla''</big> | <big>''Hún Gibba litla''</big> | ||
Lína 41: | Lína 40: | ||
Í haust var Gibba tekin að glettast við krakka. Þeir þorðu ekki orðið að koma nálægt henni. Í haust þegar kindur höfðu verið fluttar heim úr úteyjum, vildi Gibba ekki samlagast þeim. Hún virtist meira að segja vera hrædd við þær. <br> | Í haust var Gibba tekin að glettast við krakka. Þeir þorðu ekki orðið að koma nálægt henni. Í haust þegar kindur höfðu verið fluttar heim úr úteyjum, vildi Gibba ekki samlagast þeim. Hún virtist meira að segja vera hrædd við þær. <br> | ||
Þegar ærnar voru teknar á gjöf, var Gibba höfð með þeim. Þá ætlaði hún að ærast. Mikil læti voru í fjárhúsinu fyrstu nóttina. Nú er hún róleg og fellur vel við ærnar. Enn fær hún fullan pela af spenvolgri nýmjólk á morgnana og tekur vel á móti lögginni sinni. Þegar farið er frá henni í fjárhúsinu, verður svipur hennar dapurlegur, en glaðnar allur, þegar komið er í fjárhúsið. Þetta er hægt að sjá á málleysingjum. Þeir eru ekki allir skyni skroppnir. | Þegar ærnar voru teknar á gjöf, var Gibba höfð með þeim. Þá ætlaði hún að ærast. Mikil læti voru í fjárhúsinu fyrstu nóttina. Nú er hún róleg og fellur vel við ærnar. Enn fær hún fullan pela af spenvolgri nýmjólk á morgnana og tekur vel á móti lögginni sinni. Þegar farið er frá henni í fjárhúsinu, verður svipur hennar dapurlegur, en glaðnar allur, þegar komið er í fjárhúsið. Þetta er hægt að sjá á málleysingjum. Þeir eru ekki allir skyni skroppnir. | ||
:::::::::::::::''[[Sigurborg E. Jónsdóttir]]'', Gerði, 1. C. | |||
<big>''Skemmtiferð Gagnfræðaskólans | <big>''Skemmtiferð Gagnfræðaskólans vorið 1956''</big> | ||
[[Mynd: 1957 b 77.jpg|350px|thumb|''Hólmfríður Sigurðardóttir.'']] | [[Mynd: 1957 b 77.jpg|350px|thumb|''Hólmfríður Sigurðardóttir.'']] | ||
Föstudaginn 1. júní 1956 lögðu nemendur 3. bekkjar Gagnfræðaskólans í Vestmannaeyjum af stað í ferðalag. Fararstjórinn var Víglundur Þór Þorsteinsson, kennari. <br> | Föstudaginn 1. júní 1956 lögðu nemendur 3. bekkjar Gagnfræðaskólans í Vestmannaeyjum af stað í ferðalag. Fararstjórinn var Víglundur Þór Þorsteinsson, kennari. <br> | ||
Lína 52: | Lína 51: | ||
Á bryggjunni í Þorlákshöfn beið okkar langferðabifreið úr Reykjavík. | Á bryggjunni í Þorlákshöfn beið okkar langferðabifreið úr Reykjavík. | ||
Meðan bifreiðarstjórinn gekk frá farangri okkar, röltum við upp í útibú Kaupfélags Árnesinga og keyptum okkur hressingu. Síðan ókum við að Selfossi. Þar í Tryggvaskála átum við miðdegisverð. Að lokinni máltíð skoðuðum við kauptúnið. Ferðinni var heitið upp í Þjórsárdal. Á leiðinni upp í Dalinn gengum við á Gaukshöfða. Þar uppi sagði kennarinn okkur söguna af Gauk Trandilssyni. — <br> | Meðan bifreiðarstjórinn gekk frá farangri okkar, röltum við upp í útibú Kaupfélags Árnesinga og keyptum okkur hressingu. Síðan ókum við að Selfossi. Þar í Tryggvaskála átum við miðdegisverð. Að lokinni máltíð skoðuðum við kauptúnið. Ferðinni var heitið upp í Þjórsárdal. Á leiðinni upp í Dalinn gengum við á Gaukshöfða. Þar uppi sagði kennarinn okkur söguna af Gauk Trandilssyni. — <br> | ||
[[Mynd: 1957 b 78.jpg|left|thumb|350px]] | [[Mynd: 1957 b 78 A.jpg|left|thumb|350px]] | ||
Lína 65: | Lína 64: | ||
''Í miðið eru myndir frá starfi nemenda við að sœkja sand í múrverk á efstu hœð Gagnfræðaskólabyggingarinnar. (Sjá myndir og skýringar á öðrum stað í ritinu). <br> | ''Í miðið eru myndir frá starfi nemenda við að sœkja sand í múrverk á efstu hœð Gagnfræðaskólabyggingarinnar. (Sjá myndir og skýringar á öðrum stað í ritinu). <br> | ||
''Neðst eru myndir frá Skemmtiferðalagi nemenda í fyrra vor. Frá vinstri: Rósa Gunnarsdóttir, Theódóra Kristinsdóttir og Hólmfríður Sigurðardóttir, ritari ferðalagsins (sjá þátt nemenda). - Neðst t.h. er hundurinn, sem Hólmfríður segir, að hafi heillað Magga alveg sérstaklega, enda tók hann þessa mynd af honum. | ''Neðst eru myndir frá Skemmtiferðalagi nemenda í fyrra vor. Frá vinstri: Rósa Gunnarsdóttir, Theódóra Kristinsdóttir og Hólmfríður Sigurðardóttir, ritari ferðalagsins (sjá þátt nemenda). - Neðst t.h. er hundurinn, sem Hólmfríður segir, að hafi heillað Magga alveg sérstaklega, enda tók hann þessa mynd af honum. | ||
Lína 88: | Lína 84: | ||
Gott veður var alla ferðadagana, sólskin og logn. Allir virtust skemmta sér prýðilega í ferðinni og njóta alls hins fagra og skemmtilega, sem fyrir eyru og augu bar. <br> | Gott veður var alla ferðadagana, sólskin og logn. Allir virtust skemmta sér prýðilega í ferðinni og njóta alls hins fagra og skemmtilega, sem fyrir eyru og augu bar. <br> | ||
Hver nemandi lagði kr. 200,00 til fararinnar. Annar ferðakostnaður var greiddur úr ferðasjóði okkar. | Hver nemandi lagði kr. 200,00 til fararinnar. Annar ferðakostnaður var greiddur úr ferðasjóði okkar. | ||
:::::::::::::''[[Hólmfríður Sigurðardóttir]]'', ritari ferðarinnar. | |||
<big>''Slembilukka''</big> | <big>''Slembilukka''</big> | ||
Lína 96: | Lína 92: | ||
Kaupmaður einn, sem hann hafði komið í búðina til, hafði ályktað, að piltinn vantaði atvinnu og boðið honum að reyna að ráða hann í skiprúm suður á Miðnesi hjá frænda sínum, sem réri á veturna, á sex manna fari. Svarið átti að koma kl. 7 þennan sama dag. En ef hann fengi nú ekki vinnu þar, hvað átti hann þá af sér að gera? <br> | Kaupmaður einn, sem hann hafði komið í búðina til, hafði ályktað, að piltinn vantaði atvinnu og boðið honum að reyna að ráða hann í skiprúm suður á Miðnesi hjá frænda sínum, sem réri á veturna, á sex manna fari. Svarið átti að koma kl. 7 þennan sama dag. En ef hann fengi nú ekki vinnu þar, hvað átti hann þá af sér að gera? <br> | ||
Honum hafði verið sagt af kunnugum, að helztu líkurnar væru að fara til Vestmannaeyja, þar væri oft hægt að fá vinnu, þegar vertíð væri byrjuð, og nú átti Botnía að fara til Eyja, einmitt þetta sama kvöld kl. 7, einmitt samstundis og svarið átti að berast honum af Miðnesi. <br> | Honum hafði verið sagt af kunnugum, að helztu líkurnar væru að fara til Vestmannaeyja, þar væri oft hægt að fá vinnu, þegar vertíð væri byrjuð, og nú átti Botnía að fara til Eyja, einmitt þetta sama kvöld kl. 7, einmitt samstundis og svarið átti að berast honum af Miðnesi. <br> | ||
Hvað átti hann að gera? Hann rölti um og vissi naumast sitt rjúkandi ráð, þar til klukkuna vantaði 20 mínútur í 7. Þá ákvað hann að fá bíl og sækja kofortið sitt og fara með það um borð í Botníu áleiðis til Eyja. Þegar hann kom um borð, átti hann 7 krónur eftir, 2 krónur hafði bifreiðin kostað, en farið á þilfari til Vestmannaeyja kostaði þá 9 krónur. Nú þekkti hann ekki einn einasta mann í Eyjum og hafði því ekki hugmynd um, hvað gera skyldi, er þangað kæmi. Svo eftir kalsasama nótt var komið til Vestm. | Hvað átti hann að gera? Hann rölti um og vissi naumast sitt rjúkandi ráð, þar til klukkuna vantaði 20 mínútur í 7. Þá ákvað hann að fá bíl og sækja kofortið sitt og fara með það um borð í Botníu áleiðis til Eyja. Þegar hann kom um borð, átti hann 7 krónur eftir, 2 krónur hafði bifreiðin kostað, en farið á þilfari til Vestmannaeyja kostaði þá 9 krónur. Nú þekkti hann ekki einn einasta mann í Eyjum og hafði því ekki hugmynd um, hvað gera skyldi, er þangað kæmi. Svo eftir kalsasama nótt var komið til Vestm.eyja. Stýrimaðurinn rukkaði fargjaldið og varð súr á svip, er pilturinn gat ekki borgað nema 7 krónur í stað 9, samt lét hann það kyrrt liggja. Nú fóru farþegar með bát í land og upp að gömlu bæjarbryggjunni, er þá var eina bryggjan hér auk Edinborgarbryggjunnar. Pilturinn stóð þarna í farþegaþvögunni á bátnum hjá koffortinu sínu og var nú fyrst fyrir alvöru farinn að óttast þetta flan sitt. Er að bryggjunni kom, var þar allmargt manna fyrir. Þar var líka verið að skipa upp kolum úr skipi, sem lá á innri höfninni. Nú kom pilturinn allt í einu auga á sveitunga sinn vestan af landi, sem stóð þar í hópnum á bryggjunni og þóttist hafa himin höndum tekið. Hét sá Júlíus. - ,,Hvað ert þú að fara?“ spurði Júlíus. „Auðvitað á vertíð að leita mér atvinnu.“ — „Það þýðir ekkert að koma hingað. Menn eru farnir að fara héðan aftur. Allir búnir að ráða. Þú getur komið með mér heim í herbergiskompu og fengið þér kaffi og rúgbrauð. Svo geturðu reynt að fara niður eftir kl. 5 til 6, þegar bátarnir fara að koma að og vita, hvort einhver vill taka þig. Það versta er, að þú ert óvanur.“ <br> | ||
Þegar pilturinn kemur niður á bryggju kl. 5, verður honum starsýnt á stóran mann í skósíðri úlpu. Hann er á tali við tvo menn og heyrir pilturinn, að þeir þrátta um kjör. Telur nú pilturinn, að þetta sé formaður og vanti mann. Snýr hann sér snöggt að honum og segir: ,,Ég er óráðinn, ef þig vantar mann.“ Hinn lítur niður á hann — því pilturinn var ekki hár í lofti — og heldur áfram að þrátta við hina. Allt í einu snýr hann sér að piltinum og segir: — ,,Ég sendi til pilts, sem var óráðinn í gær, ef hann er ráðinn nú, þá tek ég þig. Og kl. 8 var hann byrjaður að beita. Og undruðust allir kunnugir heppni hans, þar sem fullt var af óráðnum sjómönnum. | Þegar pilturinn kemur niður á bryggju kl. 5, verður honum starsýnt á stóran mann í skósíðri úlpu. Hann er á tali við tvo menn og heyrir pilturinn, að þeir þrátta um kjör. Telur nú pilturinn, að þetta sé formaður og vanti mann. Snýr hann sér snöggt að honum og segir: ,,Ég er óráðinn, ef þig vantar mann.“ Hinn lítur niður á hann — því pilturinn var ekki hár í lofti — og heldur áfram að þrátta við hina. Allt í einu snýr hann sér að piltinum og segir: — ,,Ég sendi til pilts, sem var óráðinn í gær, ef hann er ráðinn nú, þá tek ég þig. Og kl. 8 var hann byrjaður að beita. Og undruðust allir kunnugir heppni hans, þar sem fullt var af óráðnum sjómönnum. | ||
:::::::::::::::''[[Gerður Gunnarsdóttir]]'', 2. b. B. | |||
<big>''Fáir eru smiðir í fyrsta sinn''</big> | <big>''Fáir eru smiðir í fyrsta sinn''</big> | ||
Lína 104: | Lína 100: | ||
Ekki man ég, hvað ég var gömul, en líklega hefi ég verið 10 eða 11 ára. Mamma var ekki heima. Ég vissi, að hennar var ekki von heim fyrr en eftir alllangan tíma. Veðrið var vont og ég hafði ekkert fyrir stafni. Allt í einu datt mér í hug að reyna að baka eitthvað. Ég fann nú bók með kökuuppskriftinni í. Eftir að hafa blaðað dálítið í henni, ákvað ég að baka jólaköku. Eftir að hafa fundið allt, sem með þurfti, byrjaði ég að hræra. Allt var mælt og vegið og svo hrært og hrært. Þegar ég var búin að hræra eggin, sykurinn og feitina saman, ætlaði ég að byrja á hveitinu, þá mundi ég eftir, að lyftiduftið var eftir. Bókin var komin inn í skáp, en það var allt í lagi. Það átti að láta þrjár skeiðar af því. Ég valdi nú meðalstóra matskeið til að mæla lyftiduftið, síðan hrærði ég öllu saman vel og vandlega, lét deigið í mótið og stakk því í bakarofninn. Nú fór ég að taka allt til, lét alla hluti, sem ég hafði notað, á sinn stað. Ekki þorði ég að líta inn í ofninn. Þó hélt ég, að ég hefði heyrt einhverja smelli þar inni, en þetta hlaut að vera í lagi, ofninn var ekki orðinn vel heitur. Alllöng stund leið, þar til ég fór að finna brunalykt og sá þá | Ekki man ég, hvað ég var gömul, en líklega hefi ég verið 10 eða 11 ára. Mamma var ekki heima. Ég vissi, að hennar var ekki von heim fyrr en eftir alllangan tíma. Veðrið var vont og ég hafði ekkert fyrir stafni. Allt í einu datt mér í hug að reyna að baka eitthvað. Ég fann nú bók með kökuuppskriftinni í. Eftir að hafa blaðað dálítið í henni, ákvað ég að baka jólaköku. Eftir að hafa fundið allt, sem með þurfti, byrjaði ég að hræra. Allt var mælt og vegið og svo hrært og hrært. Þegar ég var búin að hræra eggin, sykurinn og feitina saman, ætlaði ég að byrja á hveitinu, þá mundi ég eftir, að lyftiduftið var eftir. Bókin var komin inn í skáp, en það var allt í lagi. Það átti að láta þrjár skeiðar af því. Ég valdi nú meðalstóra matskeið til að mæla lyftiduftið, síðan hrærði ég öllu saman vel og vandlega, lét deigið í mótið og stakk því í bakarofninn. Nú fór ég að taka allt til, lét alla hluti, sem ég hafði notað, á sinn stað. Ekki þorði ég að líta inn í ofninn. Þó hélt ég, að ég hefði heyrt einhverja smelli þar inni, en þetta hlaut að vera í lagi, ofninn var ekki orðinn vel heitur. Alllöng stund leið, þar til ég fór að finna brunalykt og sá þá | ||
rjúka út úr ofninum. Tók ég mér nú prjón í hönd og leit á kökuna mína. Ekki er hægt að lýsa þeim vonbrigðum, sem ég varð fyrir, er ofninn opnaðist. Inni í honum var einhver hrúga dökk á lit. Mótið var horfið. Yfir og utan um það var þykk leðja eða skurn úr kökudeigi. Hvergi gat ég komið við þennan vanskapnað vegna hita og tók því það ráð að slökkva á ofninum, láta hann standa opinn og bíða þar til allt kólnaði. Gleðin yfir því að gefa mömmu jólaköku, þegar hún kæmi heim, var nú orðin ótti við að fá skammir fyrir tiltækið. Sem betur fór kom mamma heim, áður en ég hafði náð kökunni úr ofninum. Engar skammir fékk ég fyrir tiltækið, en upp komst, að ég hafði notað þrjár matskeiðar af lyftidufti í staðinn fyrir teskeiðar, enda sannast hér sem oftar málshátturinn: „Fáir eru smiðir í fyrsta sinn.“ | rjúka út úr ofninum. Tók ég mér nú prjón í hönd og leit á kökuna mína. Ekki er hægt að lýsa þeim vonbrigðum, sem ég varð fyrir, er ofninn opnaðist. Inni í honum var einhver hrúga dökk á lit. Mótið var horfið. Yfir og utan um það var þykk leðja eða skurn úr kökudeigi. Hvergi gat ég komið við þennan vanskapnað vegna hita og tók því það ráð að slökkva á ofninum, láta hann standa opinn og bíða þar til allt kólnaði. Gleðin yfir því að gefa mömmu jólaköku, þegar hún kæmi heim, var nú orðin ótti við að fá skammir fyrir tiltækið. Sem betur fór kom mamma heim, áður en ég hafði náð kökunni úr ofninum. Engar skammir fékk ég fyrir tiltækið, en upp komst, að ég hafði notað þrjár matskeiðar af lyftidufti í staðinn fyrir teskeiðar, enda sannast hér sem oftar málshátturinn: „Fáir eru smiðir í fyrsta sinn.“ | ||
:::::::::::::::''[[Ester Andrésdóttir]]'', 3. bekk. | |||
<big>''Aðvörun ekki heyrð''</big><br> | <big>''Aðvörun ekki heyrð''</big><br> | ||
Lína 112: | Lína 108: | ||
Svo fór hún að stunda dansleiki með vinstúlkum sínum. Þar fengu þær sér áfengi. Átti hún að neita því? Nei, stelpurnar neyttu þess flestar. Ekki gat hún verið sá durtur að vera eitthvað öðruvísi en þær. En þá mundi hún eftir viðvörunarorðum pabba og mömmu. Engin ástæða fremur nú en áður að hlusta á eða fara eftir viðvörunarorðum þeirra. Og hún fór að dæmi vinstúlknanna. Með þessu háttalagi missti hún traust allra þeirra vina sinna og vandamanna, sem unnu henni mest og vildu henni bezt. Þá tók hún að íhuga, hversu illa hún hefði farið að ráði sínu. Hvað gat hún nú gert? Reyna að hætta eiturlyfjanautnunum. Hvað mundu þá vinstúlkurnar segja, þegar hún vildi ekki lengur vera með? Hún fann það líka, að hún gat ekki hætt. Það var víst auðveldara að byrja á nautnum þessum en losa sig við þær aftur. Það skildi hún nú glögglega. Hún lét því arka að auðnu. <br> | Svo fór hún að stunda dansleiki með vinstúlkum sínum. Þar fengu þær sér áfengi. Átti hún að neita því? Nei, stelpurnar neyttu þess flestar. Ekki gat hún verið sá durtur að vera eitthvað öðruvísi en þær. En þá mundi hún eftir viðvörunarorðum pabba og mömmu. Engin ástæða fremur nú en áður að hlusta á eða fara eftir viðvörunarorðum þeirra. Og hún fór að dæmi vinstúlknanna. Með þessu háttalagi missti hún traust allra þeirra vina sinna og vandamanna, sem unnu henni mest og vildu henni bezt. Þá tók hún að íhuga, hversu illa hún hefði farið að ráði sínu. Hvað gat hún nú gert? Reyna að hætta eiturlyfjanautnunum. Hvað mundu þá vinstúlkurnar segja, þegar hún vildi ekki lengur vera með? Hún fann það líka, að hún gat ekki hætt. Það var víst auðveldara að byrja á nautnum þessum en losa sig við þær aftur. Það skildi hún nú glögglega. Hún lét því arka að auðnu. <br> | ||
Og auðnan varð heldur bág. Undanlátssemin við vinstúlkurnar varð henni til ógæfu. Lífshamingja hangir á veikum þræði vegna ástríðu í eiturlyf, — já, meira en á veikum þræði, hún er búin að vera. Með sjálfri sér tregar hún nú ekkert meira en það, að hún hlustaði ekki eftir aðvörunarorðum foreldra sinna, meðan þau lifðu. Nú eru þau dáin, og hún, — lifir enn, ef líf skyldi kalla. | Og auðnan varð heldur bág. Undanlátssemin við vinstúlkurnar varð henni til ógæfu. Lífshamingja hangir á veikum þræði vegna ástríðu í eiturlyf, — já, meira en á veikum þræði, hún er búin að vera. Með sjálfri sér tregar hún nú ekkert meira en það, að hún hlustaði ekki eftir aðvörunarorðum foreldra sinna, meðan þau lifðu. Nú eru þau dáin, og hún, — lifir enn, ef líf skyldi kalla. | ||
:::::::::::::::''[[Rósa Martinsdóttir]]'', Landsprófsdeild | |||
[[Blik 1957/Þáttur nemenda, fyrri hluti|Fyrri hluti]] | [[Blik 1957/Þáttur nemenda, fyrri hluti|Fyrri hluti]] | ||
Lína 123: | Lína 119: | ||
:::Guðný Björnsdóttir, 1. b. C. <br> | :::Guðný Björnsdóttir, 1. b. C. <br> | ||
:::Grétar Þórarinsson, 3. b. verkn. <br> | :::Grétar Þórarinsson, 3. b. verkn. <br> | ||
:::Guðjón I. Sigurjónsson 1. b. B <br> | :::Guðjón I. Sigurjónsson 1. b. B. <br> | ||
:::Elín B. Einarsdóttir, 2. b. verkn. <br> | :::Elín B. Einarsdóttir, 2. b. verkn. <br> | ||
:::Matthías Sveinsson, 1. b. A. <br> | :::Matthías Sveinsson, 1. b. A. <br> | ||
Lína 144: | Lína 140: | ||
<br> | <br> | ||
<br> | <br> | ||
::::::[[Mynd: 1957 b 83.jpg| | ::::::[[Mynd: 1957 b 83 AA.jpg|400px|ctr]] | ||
Lína 156: | Lína 152: | ||
Þegar neðri myndin er tekin, hafa nemendur lokið miklu verki. Flutt hafa verið mörg hlöss af sandi suður að skólabyggingu, og annar hópur nemenda borið þau upp á efstu hæð jafnóðum. Allt gengið eins og í sögu. Nemendur fylkja sér á bifreiðina og halda heim. Á miðri bifreiðinni stendur Einar H. Eiríksson kennari. <br> | Þegar neðri myndin er tekin, hafa nemendur lokið miklu verki. Flutt hafa verið mörg hlöss af sandi suður að skólabyggingu, og annar hópur nemenda borið þau upp á efstu hæð jafnóðum. Allt gengið eins og í sögu. Nemendur fylkja sér á bifreiðina og halda heim. Á miðri bifreiðinni stendur Einar H. Eiríksson kennari. <br> | ||
Þetta var ekki fyrsta handtak nemendanna við skólabygginguna. <br> | Þetta var ekki fyrsta handtak nemendanna við skólabygginguna. <br> | ||
Minnast mætti þess, að þeir hófu sjálfir að grafa fyrir henni veturinn 1947 með skólastjóranum og undir hans stjórn. Sjá mynd í [[Blik | Minnast mætti þess, að þeir hófu sjálfir að grafa fyrir henni veturinn 1947 með skólastjóranum og undir hans stjórn. Sjá mynd í [[Blik 1949|Bliki 1949]], [[Blik 1949|Grafið fyrir nýjum skóla]] | ||
Núverandi breyting frá og með 30. ágúst 2010 kl. 21:53
Fyrstu göngurnar
Vekjaraklukkan hringdi. Ég seildist hálfsofandi upp á borðið, til þess að stöðva hana og mundi nú, að ég átti að fara í göngurnar. Snaraðist fram úr rúminu og klæddi mig í snatri. Frammi í eldhúsi var matur, sem ætlaður var mér, áður en ég legði af stað. Meðan ég mataðist, opnaði Leifur dyrnar og leit inn, en Leifur var sonur bóndans, og við áttum að vera samferða. Kvaðst hann hafa náð í hestana og væri því bezt, að við legðum sem fyrst af stað.
Þegar við riðum úr hlaði, var kl. 5. Slógumst við í för með fleiri gangnamönnum og riðið var sem leið liggur fram að rétt þeirri, sem reka átti í. Þar var safnazt saman og skipti gangnastjóri mönnum í hópa. Afréttin, sem er innsti hluti allbreiðs dals, er þannig háttað, að fjall að nafni Tungufell gengur eftir honum miðjum og beggja vegna þess eru dalir, sem liggja inn að jökli. Skyldi sinn hópurinn smala hvorn dalinn. Fylgdist ég með öðrum hópnum fram í botn þess dals sem hann átti að smala. Þar var stigið af baki hestunum og mönnum skipað niður. — Ég átti að smala í hlíðum Tungufjallsins og vera efstur og Leifur næstur fyrir neðan. Einn maður tók hestana og fór með þá fram eftir botni dalsins. Veður var mjög hlýtt, sólskin og logn, svo að það var allt annað en þægilegt að klöngrast upp fjallshlíðina. Þegar komið var nægilega hátt, var haldið fram eftir fjallinu, og fé það, sem þarna hélt sig, rekið í áttina að réttinni. Brátt sá ég kindahóp, sem var mjög hátt í fjallinu. Reyndi ég að komast upp fyrir hann til þess að fá hann niður. En á meðan runnu kindur fram hjá mér neðar, svo að ég varð að hlaupa fyrir þær. Þá fann ég hvers virði góður hundur er við smölun, því að hundur sá, er mér fylgdi, var mjög lélegur. Tókst mér þó að lokum að koma öllum kindunum áfram, unz ég og sá, sem smalað hafði hinu megin, mættumst á fjallsbrúninni, þar sem kallast Högg. Þar voru kindurnar reknar niður. Eftir það gekk allt vel. Og fyrr en varði, hafði féð verið réttað. Þá var tekið fram gangnanestið og borðað. Klukkan mun hafa verið um hálfþrjú. Síðan fóru menn að draga, og gekk það fljótt, því að margir höfðu komið fram að rétt auk þeirra, sem smöluðu. Um kvöldið komum við heim með fjárhópinn. Ég flýtti mér að komast í rúmið, því að sjaldan hefi ég verið þreyttari en þetta kvöld.
- Sigfús Ólafsson, 2. bekk.
Áhrif aðkomufólks á vertíð á bœjarlífið hér
Í janúar byrjar fólk að flykkjast í bæinn, því að vetrarvertíðin er að hefjast. Mikið annríki hefst í bænum. Allir, sem vettlingi geta valdið, fara að vinna í frystihúsum bæjarins, eða stunda sjóinn. Teljum við, að þetta fólk, sem kemur hingað í bæinn, hafi yfirleitt mikil áhrif á bæjarlífið. Okkur finnst, að unglingar, sem eru í skóla, slái margir hverjir slöku við nám sitt, eftir að aðkomufólkið byrjar að tínast í bæinn og vertíðin hefst. Þeir sækjast einnig meira eftir því að fara í kvikmyndahús og á opinbera dansleiki, sem haldnir eru í samkomuhúsum bæjarins. Yfirleitt finnst okkur, að vertíðin hafi meiri áhrif á stúlkur en drengi. Þær eru víst meira fyrir það að fara út á lífið en strákar enda þroskaðri að jöfnum aldri. Þótt strákunum finnist einnig „matur“ í vertíðinni, er það að okkar áliti aðeins vegna bátanna og lífsins, sem ríkir við bryggjurnar. Aðkomufólkið setur heldur ekkert sérstaklega fallegan svip á bæinn. Þetta fólk er af ýmsu tagi og margt hagar sér þannig, að vel mætti halda, að hér byggi einungis skríll, en ekki siðsamt fólk. En það eru margar undantekningar frá þessu, svo að ekki sé of mikið sagt. Vertíðin hefur margt gott í för með sér, svo sem aukna atvinnu handa fólki, sem vinnur eingöngu að fiski.
Við gerum ráð fyrir, að kaupstaðurinn væri ekki nema lítið þorp, ef fiskimiðin hér í kringum eyjarnar væru ekki svo mikil, eins og raun ber vitni um. Eyjaskeggjar gætu víst ekki verkað mikið af öllum þeim fiski, sem berst hér á land á vertíðinni, ef aðkomufólksins nyti ekki við, þrátt fyrir agnúana, og truflun þá, sem skólastarf og annað verður fyrir.
- Tvœr úr 3. bekk.
Tryggur
Tryggur hét hundur á bænum, þar sem ég var í sveit, og við vorum góðir vinir. Hann var ljósmórauður á litinn, loðinn mjög með lafandi eyru. Á framfótunum hafði hann hvíta leista. Augun voru brún og gáfuleg.
Það var eins og Tryggur skildi flest, sem við hann var sagt og fyndi á sér, ef eitthvað var að. Þá kom hann til manns, og úr augum hans var sem lesa mætti þessa spurningu: Get ég nokkuð gert til að hjálpa? Það var sem trúnaður og tryggð lýstu af svip hans og úr augum.
Um sumarið vorum við á engjum langt frá bæ og lágum við í tjaldi. Auðvitað var Tryggur þar með eiganda sínum.
Einn daginn, þegar við risum upp frá miðdegisdúr, segir eigandinn gáskalega við Trygg: ,,Jæja, Tryggur minn, mikið væri nú gaman að fá nýtt kjöt, því að það er svo langt síðan við höfum fengið góðan og feitan bita.“ Við gengum niður á engið og kepptumst við að raka saman og setja upp heyið.
Eftir æði langan tíma kallar einhver krakkinn: ,,Nei, sjáið þið, hvað Tryggur er með?“ Og fyrir aftan eina sátuna birtist Tryggur með hrútlamb. Hann leiddi það beina leið til eiganda síns með því að halda annari framlöppinni yfir hálsinn og beit í ullina undir kverkinni. Ekkert sást á lambinu og engin styggð hafði komizt á féð í fjallinu. Svo gætilega hafði Tryggur farið. Hann var mjög hreykinn, þar sem hann sat og horfði á eiganda sinn og lambið á víxl.
Lambinu var sleppt strax aftur og það var fegið frelsinu. En Tryggur skildi ekki neitt í neinu og sat eftir með raunasvip, — hann, sem hafði verið búinn að hafa svo mikið fyrir þessu.
Örugg vissa var fyrir því, hve gott var að treysta Trygg í dimmviðrum eða byljum að vetrinum, þegar illt var að rata. Alltaf rataði Tryggur rétta leið. Einnig var honum sýnt um að finna, hvar bezt og öruggast var að fara yfir ár og vötn á ís.
- Borgþór E. Pálsson, 3. bekk verknáms
Hún Gibba litla
Lambið hafði týnt móður sinni, þegar verið var að marka í Elliðaey, og enginn ær vildi eiga það. Mennirnir ætluðu að lóga lambinu, en ég kenndi svo sárt í brjósti um litla málleysingjann, svo að ég spurði pabba minn, hvort ég mætti taka það með mér heim. Hann játaði því. Ég varð bæði glöð og ánægð að mega hafa heimalning yfir sumarið.
Þannig atvikaðist það, að lambið kom heim.
Þegar við komum heim með lambið, gáfum við því að drekka úr pela. Svo höfðum við það inni fram á kvöld. Við háttamálin settum við það í hlöðuna. Þar undi það sér illa í fyrstu. Ég hafði þá mikinn ama af líðan móðurleysingjans. Brátt lærði það að kroppa í heystálið í hlöðunni.
Þegar það heyrði, að verið var að mjólka á morgnana, jarmaði það hátt og sparkaði í hlöðuhurðina. Það vildi fá að drekka. Þá var því gefið, en lítið drakk það í einu. Það varð því að gefa því oft á dag. Vorið leið, og fyrri hluti sumars og alltaf stækkaði Gibba litla, en svo var hún kölluð, móðurlausa gimbrin. Þegar sláttur hófst, var Gibbu hleypt út úr hlöðunni. Þá lék hún sér og hoppaði í loft upp af einskærri gleði. Hún jarmaði sáran, þegar hún vildi fá pelann sinn. Fór ég þá út á tún til hennar og gaf henni að drekka. Hún saug úr pelanum af mikilli ákefð og dinglaði dindlinum ótt og títt. Þegar hún hafði tæmt einn pelann, fékk hún annan. Oft drakk hún 3—4 pela kvölds og morgna og 2 pela á daginn. Eftir að sláttur hófst, elti hún fólkið um túnið.
Stundum kom það fyrir, að Gibba stalst að heiman. Þegar ég vissi það, fór ég að leita hennar. Einu sinni komst hún inn í rófugarð við túnjaðarinn og tók að éta kálið. Aldrei þessu vant anzaði hún mér þá ekki, þegar ég kallaði á hana. Ég varð að sækja hana inn í garðinn.
Í haust var Gibba tekin að glettast við krakka. Þeir þorðu ekki orðið að koma nálægt henni. Í haust þegar kindur höfðu verið fluttar heim úr úteyjum, vildi Gibba ekki samlagast þeim. Hún virtist meira að segja vera hrædd við þær.
Þegar ærnar voru teknar á gjöf, var Gibba höfð með þeim. Þá ætlaði hún að ærast. Mikil læti voru í fjárhúsinu fyrstu nóttina. Nú er hún róleg og fellur vel við ærnar. Enn fær hún fullan pela af spenvolgri nýmjólk á morgnana og tekur vel á móti lögginni sinni. Þegar farið er frá henni í fjárhúsinu, verður svipur hennar dapurlegur, en glaðnar allur, þegar komið er í fjárhúsið. Þetta er hægt að sjá á málleysingjum. Þeir eru ekki allir skyni skroppnir.
- Sigurborg E. Jónsdóttir, Gerði, 1. C.
Skemmtiferð Gagnfræðaskólans vorið 1956
Föstudaginn 1. júní 1956 lögðu nemendur 3. bekkjar Gagnfræðaskólans í Vestmannaeyjum af stað í ferðalag. Fararstjórinn var Víglundur Þór Þorsteinsson, kennari.
Ferðinni var fyrst heitið til Þorlákshafnar með Vonarstjörnunni, mjólkurbátnum.
Lagt var af stað kl. 6 um morguninn. Fyrstu klukkustundina voru flestir hraustir. Var þá sungið og spilað á gítar. Þegar við fjarlægðumst Eyjarnar, fór mannskapurinn smám saman að tínast í fletin. Að lokum voru flestir lagstir fyrir, kúguðust og ældu. Sumir færðu Ægi fórnir út fyrir borðstokkinn.
Einni kvenhetjunni var komið til að trúa því, að hún yrði ekkert sjóveik, ef hún kingdi ælunni sinni þrisvar sinnum. Þetta gerði hún, en allt kom fyrir ekki.
Til Þorlákshafnar komum við kl. 11,30. Urðum við öll fegin því, að þetta sjóvolk var á enda.
Á bryggjunni í Þorlákshöfn beið okkar langferðabifreið úr Reykjavík.
Meðan bifreiðarstjórinn gekk frá farangri okkar, röltum við upp í útibú Kaupfélags Árnesinga og keyptum okkur hressingu. Síðan ókum við að Selfossi. Þar í Tryggvaskála átum við miðdegisverð. Að lokinni máltíð skoðuðum við kauptúnið. Ferðinni var heitið upp í Þjórsárdal. Á leiðinni upp í Dalinn gengum við á Gaukshöfða. Þar uppi sagði kennarinn okkur söguna af Gauk Trandilssyni. —
Efst: Fyrir ársfagnað sinn 1. des. s.l. œfðu nokkrir nemendur þjóðdansa með atbeina Kristínar Þórðardóttur, fimleikakennara skólans. Þátttakendur taldir frá vinstri: Sigrún Þorsteinsd., Hjálmar Guðnason, Fríða Einarsd., Trausti Þorsteinss., Klara Bergsd., Skúli Johnsen, Kolbrún Karlsdóttir, Karl Gränz, Rósa Martinsdóttir, Árni Pétursson.
Í miðið eru myndir frá starfi nemenda við að sœkja sand í múrverk á efstu hœð Gagnfræðaskólabyggingarinnar. (Sjá myndir og skýringar á öðrum stað í ritinu).
Neðst eru myndir frá Skemmtiferðalagi nemenda í fyrra vor. Frá vinstri: Rósa Gunnarsdóttir, Theódóra Kristinsdóttir og Hólmfríður Sigurðardóttir, ritari ferðalagsins (sjá þátt nemenda). - Neðst t.h. er hundurinn, sem Hólmfríður segir, að hafi heillað Magga alveg sérstaklega, enda tók hann þessa mynd af honum.
Hundur einn hafði elt okkur upp á höfðann og höfðu margir gaman af honum, þó sérstaklega Maggi, sem tók af honum nokkrar myndir, en hundurinn stillti sér upp í ýmsar stellingar frammi fyrir myndavélinni, eins og hann skildi, hvaða hlutverki hann gegndi. Við höfðum mikla skemmtun af hundinum. Þegar að Ásólfsstöðum kom, tjáði bóndinn okkur, að ófært væri inn að Stöng og Hjálp sökum bleytu. Við fórum því inn í skóginn innan við Ásólfsstaði og skemmtum okkur þar á ýmsan hátt.
Að Ásum í Gnúpverjahreppi komum við kl. 6 um kvöldið. Þar skyldi gist í skólahúsinu. Við hituðum okkur þar kakó og höfðum það til kvöldverðar með smurðu brauði. Í skólahúsinu var píanó og spiluðu nokkrir snillingar á það, en hinir dönsuðu. Þarna skemmtum við okkur á ýmsan hátt annan fram eftir kvöldi. Lögðumst til svefns syfjuð og þreytt.
Kl. 7,30 morguninn eftir vorum við vakin af værum blundi. Tókum við okkur til í skyndi, fengum okkur árbít, þvoðum gólfið í skólastofunni vandlega og skunduðum síðan í bifreiðina. Nú skyldi ekið að Gullfossi.
Ekið var um Hreppana og skoðað fagurt landslag.
Við námum staðar á Galtafelli í Hrunamannahreppi, fæðingarstað Einars Jónssonar myndhöggvara. Þarna fengum við afnot af síma og pöntuðum mat í Haukadal. Verið var að mjólka á Galtafelli, er við komum þangað um morguninn. Þrjár Eyjameyjar brugðu sér í fjósið til þess að skoða kýrnar. Þegar þær komu aftur, þóttust drengirnir finna megna fjósalykt. Sumum þótti hún góð, aðrir fussuðu. Þegar við ókum fram hjá Hruna, sagði kennarinn okkur söguna um Hrunadansinn og benti okkur á hæðina, þar sem kirkjan sökk.
Við Gullfoss fannst mörgum hráslagalegt, þrátt fyrir sólskinið, því að úðinn frá fossinum var svo mikill, að líktist því sem við værum stödd í hellirigningu. Fórum við alveg að fossinum og dáðum fegurð hans og stórfengleik.
Í veitingaskálanum við Gullfoss keyptum við okkur gosdrykki, og margir keyptu sér ýmsa minjagripi, svo sem diska, fána eða pappírshnífa með útskornum myndum af Gullfossi og Geysi í Haukadal. Hann heimsóttum við einnig í sömu ferð. Þar snæddum við miðdegisverð, góða kjötmáltíð. Þá borðaði Hjalli svo hraustlega, að flestir undruðust. Uppgötvaði Ninna, að tvennt mundi botnlaust á Íslandi: Kerið í Grímsnesi og maginn í Hjalla.
Frá Geysi var haldið heim á leið. Þá var staldrað við í Skálholti. Þegar þangað kom, skoðuðum við þennan fornfræga stað undir leiðsögn kennarans. Sáum við á einum stað beinagrind inni í kirkjugarðinum, þar sem grafið hafði verið fyrir vegg nýju kirkjunnar. Við þustum öll til og vildum sjá hin fúnu bein, en bannað var okkur að snerta þau. Þar sem talið er, að Jón biskup og synir hans hafi verið hálshöggnir, hefur verið settur steinn og festargerði um kring. Þarna rifjaði kennarinn upp með okkur sögu Jóns biskups og síðustu ævistundir.
Frá Skálholti ókum við að Laugarvatni og skoðuðum skólasetrið. Sum okkar fengu sér lánaðan lítinn árabát og reru út á vatnið. Aðrir mátu meira að skoða staðinn og hlusta á útskýringar kennarans. Meðal annars skoðuðum við „Laugina helgu,“ þar sem margir Íslendingar voru skírðir til kristni og lík Jóns Arasonar og sona hans voru lauguð, er þau voru flutt frá Skálholti norður að Hólum í Hjaltadal, þar sem þeir voru greftraðir. Á Laugarvatni hittum við nemendur úr landsprófsdeild Gagnfræðaskólans í Keflavík, sem voru í samskonar ferðalagi eins og við. Tókst fljótlega vinskapur milli okkar og þeirra.
Næstu nótt gistum við á Selfossi, í iðnskólahúsinu þar. Næsta morgun, sem var sunnudagur, ókum við að Sogsfossum til þess að skoða Sogsvirkjunina. Við fengum að skoða það mikla mannvirki bæði hátt og lágt eftir vild. — Þaðan var síðan ekið til Þingvalla og margir staðir þar skoðaðir. Glaða sólskin var og ekki sjáanlegur skýhnoðri á lofti. Við nutum því vel hins sérkennilega og fagra landslags í faðmi hins söguhelga staðar íslenzku þjóðarinnar.
Til Reykjavíkur komum við um hádegisbilið og borðuðum saman hádegisverð á Mjólkurbarnum við Laugaveginn.
Eftir hádegi skoðuðum við merkustu söfn bæjarins undir leiðsögn kennarans, svo sem fornminjasafnið, vaxmyndasafnið, Listasafn Einars Jónssonar o.fl. Að því loknu ókum við út í flugvöll, og fengum við þar farmiða á kostnað ferðasjóðsins okkar. Síðan ekið niður að Bifreiðastöð Íslands og ferðinni slitið þar.
Gott veður var alla ferðadagana, sólskin og logn. Allir virtust skemmta sér prýðilega í ferðinni og njóta alls hins fagra og skemmtilega, sem fyrir eyru og augu bar.
Hver nemandi lagði kr. 200,00 til fararinnar. Annar ferðakostnaður var greiddur úr ferðasjóði okkar.
- Hólmfríður Sigurðardóttir, ritari ferðarinnar.
Slembilukka
Það var í byrjun febrúar 1929. Ungur maður gekk um á götum Reykjavíkur. Hann var kominn ofan úr sveit í leit að atvinnu, en ekki hafði honum orðið neitt ágengt þann hálfan mánuð, sem hann hafði dvalizt í borginni.
Nú var kominn 9. febrúar og hann átti ekki eftir nema 9 kr. í vasanum.
Kaupmaður einn, sem hann hafði komið í búðina til, hafði ályktað, að piltinn vantaði atvinnu og boðið honum að reyna að ráða hann í skiprúm suður á Miðnesi hjá frænda sínum, sem réri á veturna, á sex manna fari. Svarið átti að koma kl. 7 þennan sama dag. En ef hann fengi nú ekki vinnu þar, hvað átti hann þá af sér að gera?
Honum hafði verið sagt af kunnugum, að helztu líkurnar væru að fara til Vestmannaeyja, þar væri oft hægt að fá vinnu, þegar vertíð væri byrjuð, og nú átti Botnía að fara til Eyja, einmitt þetta sama kvöld kl. 7, einmitt samstundis og svarið átti að berast honum af Miðnesi.
Hvað átti hann að gera? Hann rölti um og vissi naumast sitt rjúkandi ráð, þar til klukkuna vantaði 20 mínútur í 7. Þá ákvað hann að fá bíl og sækja kofortið sitt og fara með það um borð í Botníu áleiðis til Eyja. Þegar hann kom um borð, átti hann 7 krónur eftir, 2 krónur hafði bifreiðin kostað, en farið á þilfari til Vestmannaeyja kostaði þá 9 krónur. Nú þekkti hann ekki einn einasta mann í Eyjum og hafði því ekki hugmynd um, hvað gera skyldi, er þangað kæmi. Svo eftir kalsasama nótt var komið til Vestm.eyja. Stýrimaðurinn rukkaði fargjaldið og varð súr á svip, er pilturinn gat ekki borgað nema 7 krónur í stað 9, samt lét hann það kyrrt liggja. Nú fóru farþegar með bát í land og upp að gömlu bæjarbryggjunni, er þá var eina bryggjan hér auk Edinborgarbryggjunnar. Pilturinn stóð þarna í farþegaþvögunni á bátnum hjá koffortinu sínu og var nú fyrst fyrir alvöru farinn að óttast þetta flan sitt. Er að bryggjunni kom, var þar allmargt manna fyrir. Þar var líka verið að skipa upp kolum úr skipi, sem lá á innri höfninni. Nú kom pilturinn allt í einu auga á sveitunga sinn vestan af landi, sem stóð þar í hópnum á bryggjunni og þóttist hafa himin höndum tekið. Hét sá Júlíus. - ,,Hvað ert þú að fara?“ spurði Júlíus. „Auðvitað á vertíð að leita mér atvinnu.“ — „Það þýðir ekkert að koma hingað. Menn eru farnir að fara héðan aftur. Allir búnir að ráða. Þú getur komið með mér heim í herbergiskompu og fengið þér kaffi og rúgbrauð. Svo geturðu reynt að fara niður eftir kl. 5 til 6, þegar bátarnir fara að koma að og vita, hvort einhver vill taka þig. Það versta er, að þú ert óvanur.“
Þegar pilturinn kemur niður á bryggju kl. 5, verður honum starsýnt á stóran mann í skósíðri úlpu. Hann er á tali við tvo menn og heyrir pilturinn, að þeir þrátta um kjör. Telur nú pilturinn, að þetta sé formaður og vanti mann. Snýr hann sér snöggt að honum og segir: ,,Ég er óráðinn, ef þig vantar mann.“ Hinn lítur niður á hann — því pilturinn var ekki hár í lofti — og heldur áfram að þrátta við hina. Allt í einu snýr hann sér að piltinum og segir: — ,,Ég sendi til pilts, sem var óráðinn í gær, ef hann er ráðinn nú, þá tek ég þig. Og kl. 8 var hann byrjaður að beita. Og undruðust allir kunnugir heppni hans, þar sem fullt var af óráðnum sjómönnum.
- Gerður Gunnarsdóttir, 2. b. B.
Fáir eru smiðir í fyrsta sinn
Ekki man ég, hvað ég var gömul, en líklega hefi ég verið 10 eða 11 ára. Mamma var ekki heima. Ég vissi, að hennar var ekki von heim fyrr en eftir alllangan tíma. Veðrið var vont og ég hafði ekkert fyrir stafni. Allt í einu datt mér í hug að reyna að baka eitthvað. Ég fann nú bók með kökuuppskriftinni í. Eftir að hafa blaðað dálítið í henni, ákvað ég að baka jólaköku. Eftir að hafa fundið allt, sem með þurfti, byrjaði ég að hræra. Allt var mælt og vegið og svo hrært og hrært. Þegar ég var búin að hræra eggin, sykurinn og feitina saman, ætlaði ég að byrja á hveitinu, þá mundi ég eftir, að lyftiduftið var eftir. Bókin var komin inn í skáp, en það var allt í lagi. Það átti að láta þrjár skeiðar af því. Ég valdi nú meðalstóra matskeið til að mæla lyftiduftið, síðan hrærði ég öllu saman vel og vandlega, lét deigið í mótið og stakk því í bakarofninn. Nú fór ég að taka allt til, lét alla hluti, sem ég hafði notað, á sinn stað. Ekki þorði ég að líta inn í ofninn. Þó hélt ég, að ég hefði heyrt einhverja smelli þar inni, en þetta hlaut að vera í lagi, ofninn var ekki orðinn vel heitur. Alllöng stund leið, þar til ég fór að finna brunalykt og sá þá rjúka út úr ofninum. Tók ég mér nú prjón í hönd og leit á kökuna mína. Ekki er hægt að lýsa þeim vonbrigðum, sem ég varð fyrir, er ofninn opnaðist. Inni í honum var einhver hrúga dökk á lit. Mótið var horfið. Yfir og utan um það var þykk leðja eða skurn úr kökudeigi. Hvergi gat ég komið við þennan vanskapnað vegna hita og tók því það ráð að slökkva á ofninum, láta hann standa opinn og bíða þar til allt kólnaði. Gleðin yfir því að gefa mömmu jólaköku, þegar hún kæmi heim, var nú orðin ótti við að fá skammir fyrir tiltækið. Sem betur fór kom mamma heim, áður en ég hafði náð kökunni úr ofninum. Engar skammir fékk ég fyrir tiltækið, en upp komst, að ég hafði notað þrjár matskeiðar af lyftidufti í staðinn fyrir teskeiðar, enda sannast hér sem oftar málshátturinn: „Fáir eru smiðir í fyrsta sinn.“
- Ester Andrésdóttir, 3. bekk.
Aðvörun ekki heyrð
Oft verður óhamingja árangurinn.
Hún byrjaði að reykja, af því að vinstúlkur hennar reyktu. Hversvegna að vera öðruvísi en þær? Nei, hún varð að reykja eins og þær. Ekkert að vera að hlusta á aðvörunarorð pabba og mömmu. Sjálfsagt að fara að vilja vinstúlkna sinna, hvað sem pabbi og mamma segja. Hvers vegna mátti hún ekki reykja eins og þær? Pabbi og mamma, þau eru gamaldags og eru þessvegna með aðvörunarorð.
Svo fór hún að stunda dansleiki með vinstúlkum sínum. Þar fengu þær sér áfengi. Átti hún að neita því? Nei, stelpurnar neyttu þess flestar. Ekki gat hún verið sá durtur að vera eitthvað öðruvísi en þær. En þá mundi hún eftir viðvörunarorðum pabba og mömmu. Engin ástæða fremur nú en áður að hlusta á eða fara eftir viðvörunarorðum þeirra. Og hún fór að dæmi vinstúlknanna. Með þessu háttalagi missti hún traust allra þeirra vina sinna og vandamanna, sem unnu henni mest og vildu henni bezt. Þá tók hún að íhuga, hversu illa hún hefði farið að ráði sínu. Hvað gat hún nú gert? Reyna að hætta eiturlyfjanautnunum. Hvað mundu þá vinstúlkurnar segja, þegar hún vildi ekki lengur vera með? Hún fann það líka, að hún gat ekki hætt. Það var víst auðveldara að byrja á nautnum þessum en losa sig við þær aftur. Það skildi hún nú glögglega. Hún lét því arka að auðnu.
Og auðnan varð heldur bág. Undanlátssemin við vinstúlkurnar varð henni til ógæfu. Lífshamingja hangir á veikum þræði vegna ástríðu í eiturlyf, — já, meira en á veikum þræði, hún er búin að vera. Með sjálfri sér tregar hún nú ekkert meira en það, að hún hlustaði ekki eftir aðvörunarorðum foreldra sinna, meðan þau lifðu. Nú eru þau dáin, og hún, — lifir enn, ef líf skyldi kalla.
- Rósa Martinsdóttir, Landsprófsdeild
- RITNEFND ÁRSRITSINS SKIPA NÚ:
- Skúli Johnsen, 3. bekk bókn., formaður.
- Guðný Björnsdóttir, 1. b. C.
- Grétar Þórarinsson, 3. b. verkn.
- Guðjón I. Sigurjónsson 1. b. B.
- Elín B. Einarsdóttir, 2. b. verkn.
- Matthías Sveinsson, 1. b. A.
- Elísabet Arnoddsdóttir, 2. b. bókn.
- Ábyrgðarmaður:
- Þorsteinn Þ. Víglundsson.
- RITNEFND ÁRSRITSINS SKIPA NÚ:
- Prentsmiðja Þjóðviljans h.f.
Þakkir
Við, sem stöndum að útgáfu ársritsins, þökkum hjartanlega öllum þeim, sem lagt hafa og leggja sitt til útgáfu þess.
Við þökkum þeim, sem skrifað hafa í ritið samkvœmt ósk okkar, veitt okkur fræðslu um eitt og annað, sem við höfum hug á að geyma, svo að ekki gleymist, og við þökkum þeim, sem styrkja útgáfu þess með auglýsingum. Án velvildar þeirra og góðs skilnings á gildi útgáfustarfsins, vœri okkur um megn að gefa ritið út.
- Stjórn málfundafélagsins
- Ritnefndin
- Skólastjóri.
MYNDASKÝRINGAR
Unnið var sleitulaust að byggingu Gagnfræðaskólans mikinn hluta vetrar
1955—1956. Þá var keppzt við að fullgera fimleikasalinn, búningsherbergi hans, öll salerni og snyrtiherbergi og múrhúða efstu hæðina, tvær kennslustofur, kennarastofu og stofu bókasafns skólans. Þegar fram að vori leið, var allt þetta mikla starf komið mjög vel á leið, en eftir var að leggja múrhúð í flest gólfin á efstu hæð. Þá var látið staðar numið um framkv. að sinni. Geysimikils múrhúðunarsands þurfti að afla í öll gólfin. Það hlaut að verða erfitt verk og seinlegt fámennum hópi verkamanna, því að sandinn þurfti að sækja norður fyrir Eiði. Þar varð að moka honum í poka og bera yfir Eiðið á bifreiðar. Þegar upp að skóla kom, þurfti síðan að lyfta sandinum upp á 3. hæð byggingarinnar. — Góðviðrisdag einn vorið 1956 var öllum nemendahópnum gefið frí frá kennslu og hann látinn vinna að sandsókninni. Hver nemandi lagði til sinn poka, en skólabyggingin bifreiðarnar. Síðan stjórnaði skólastj. og kennarar verkinu.
Á efri myndinni er verið að moka í einn sandpokann. Guttormur Einarsson heldur á rekunni. María Njálsdóttir og skólastjóri standa hjá. Jóhanna Kristjánsdóttir úr Önundarfirði (leiðr.) „heldur í“.
Þegar neðri myndin er tekin, hafa nemendur lokið miklu verki. Flutt hafa verið mörg hlöss af sandi suður að skólabyggingu, og annar hópur nemenda borið þau upp á efstu hæð jafnóðum. Allt gengið eins og í sögu. Nemendur fylkja sér á bifreiðina og halda heim. Á miðri bifreiðinni stendur Einar H. Eiríksson kennari.
Þetta var ekki fyrsta handtak nemendanna við skólabygginguna.
Minnast mætti þess, að þeir hófu sjálfir að grafa fyrir henni veturinn 1947 með skólastjóranum og undir hans stjórn. Sjá mynd í Bliki 1949, Grafið fyrir nýjum skóla