„Blik 1952/Þáttur nemenda“: Munur á milli breytinga
Ekkert breytingarágrip |
Ekkert breytingarágrip |
||
(2 millibreytingar ekki sýndar frá sama notandanum) | |||
Lína 4: | Lína 4: | ||
::::::::::<big><big><big><big>''Þáttur nemenda''</big></big></big></big> | |||
<br> | <br> | ||
<br> | <br> | ||
Lína 37: | Lína 35: | ||
[[Mynd: 1952 b 22.jpg|left|thumb|500px]] | [[Mynd: 1952 b 22 A.jpg|left|thumb|500px]] | ||
''Skýring við mynd til vinstri:<br> | ''Skýring við mynd til vinstri:<br> | ||
Lína 99: | Lína 97: | ||
<br> | <br> | ||
<br> | <br> | ||
[[Mynd: 1952 b 32.jpg| | [[Mynd: 1952 b 32 A.jpg|600px|ctr]] | ||
''Nemendur III. bekkjar skólaárið 1951—1952 og fastakennarar skólans: <br> | ''Nemendur III. bekkjar skólaárið 1951—1952 og fastakennarar skólans: <br> | ||
''Fremri röð frá vinstri: Edda Sveinsdóttir, Halldóra Ármannsdóttir, Kristín Jónsdóttir, Hildur Jónsdóttir, Elín Guðfinnsdóttir. <br> | ''Fremri röð frá vinstri: Edda Sveinsdóttir, Halldóra Ármannsdóttir,<br> | ||
''Aftari röð frá vinstri: Ólafur Valdimarsson, Bjarni Björnsson, Sigfús J. Johnsen, kennari, Sigurður Finnsson, settur skólastjóri, Einar H. Eiríksson, kennari, Björn Johnsen, Guðjón Ólafsson. | ''Kristín Jónsdóttir, Hildur Jónsdóttir, Elín Guðfinnsdóttir. <br> | ||
''Aftari röð frá vinstri: Ólafur Valdimarsson, Bjarni Björnsson, Sigfús J. Johnsen, kennari,<br> | |||
''Sigurður Finnsson, settur skólastjóri, Einar H. Eiríksson, kennari, Björn Johnsen, Guðjón Ólafsson. | |||
[[Mynd: | <center>[[Mynd: 1950, bls. 80.jpg|ctr|400px]]</center> | ||
''Framtíðarheimili Gagnfræðaskólans í Vestmannaeyjum. Vonir standa til þess, að skólinn verði að einhverju leyti hér til húsa næsta vetur. | ''Framtíðarheimili Gagnfræðaskólans í Vestmannaeyjum. Vonir standa til þess, að skólinn verði að einhverju leyti hér til húsa næsta vetur. | ||
{{Blik}} | {{Blik}} |
Núverandi breyting frá og með 29. ágúst 2010 kl. 16:24
- Þáttur nemenda
Reimleikar.
Fyrir þrem árum vildi svo til einn dag, að ég var ein heima, en það skeður ekki oft, því að við erum mörg í fjölskyldunni. Þá var barið að dyrum, og úti stendur maður, sem ég þekki vel, og sá ég, að hann var undir áhrifum víns. Hann segist vera kominn til að fá sér kaffisopa. Ég býð honum inn og býst til að gefa honum kaffisopann. Á meðan tölum við saman, og m.a. minnist hann á, að í gömlum húsum verði skyggnt fólk oft vart við þá, sem einhverntímann hafa búið í húsunum. Mér datt þá í hug, að líklega sé margt um manninn í húsinu, sem ég á heima í, því að það er yfir 100 ára gamalt. Allt í einu heyrum við þrusk í herberginu fyrir innan, eins og krafsað væri í hurðina. Ég varð dauðhrædd og bað manninn að fara inn og gá, hvort nokkur væri þar. Hann segir, að ég skuli ekki láta mér bregða, þetta sé einhver, sem sé að gera vart við sig. Hann fer inn og sér engan, en við heyrum alltaf þrusk öðru hverju. Nú fer maðurinn. Loks kemur mamma heim, og ég segi hanni, hvað fyrir hefur borið. Hún brosir bara að mér og biður að vera ekki með svona grillur. Hún fer úr kápunni og hengir hana inn í fataskáp. En um leið og hún opnar hurðina á skápnum, stekkur Pési út úr honum, en Pési er kötturinn okkar. Hann hafði lokazt inni, og reyndi hann að gera vart við sig með því að klóra í hurðina, en ég hafði alveg misskilið „herrann“ og hélt að hann væri framliðin vera.
- H.B.G., 2. b.
Hvalveiðar á Vestmannaeyjahöfn.
Dag einn, eftir hádegi, fór ég niður á bryggju. Þá voru þar þrír vinir mínir komnir með árabát, og fékk ég strax skiprúm. Við fengum okkur því næst tvo litla stráka til að róa. Síðan héldum við frá landi, og tókum stefnu undir Löngu. Lendingin heppnaðist vel, og lékum við okkur þar um stund. Eftir stutta viðdvöl héldum við aftur heim. Á leiðinni sáum við hnísu, sem stefndi á bátinn og tók að synda kringum hann. Litlu strákarnir fóru strax að gráta og vildu fara heim til mömmu sinnar. En við vorum ekki alveg á sama máli. Veiðihugur var kominn í okkur, og við ákváðum að reyna að bana hnísunni. Og næst þegar hnísan kom upp við bátshliðina, reyndum við að kasta spýtunum, sem við höfðum fyrir árar, í höfuð hennar, en hittum ekki. Og svo fór, að við áttum ekki eftir nema eina spýtu, en hinar voru á floti hér og hvar kringum bátinn. Eftir mikla erfiðismuni tókst okkur að ná þeim, og hófst nú veiðin að nýju. Að þessu sinni gekk okkur betur. Einum félaga mínum tókst að skutla stórri spýtu í höfuð hnísunnar, sem rotaðist í sama vetfangi. Rérum við að hnísunni og innbyrtum hana. Létum við þá spýturnar ganga í höfuðið á henni, þar til útilokað var, að hún lifnaði við. Þegar í land kom, fengum við lánaðan hníf og flógum hana. Ekki var hún stærri en svo, að kjötið nægði bara félögum mínum þremur, því að ekki kom til mála, að litlu strákarnir fengju neitt.
- Páll Einarsson, 2. bekk.
„Safarí í Paradís“ (Brot)
Dag einn þegar ég vaknaði, skein sólin á nefið á mér. Ég lá og lét mér líða vel. Það er svo gott að lúra og þurfa ekki að hugsa og fara í skólann. En samt fór ég að hugsa. Upp úr þessum hugsunum var ég vakinn, með því, að engill kom með kaffi til mín í rúmið (líka lýsi). Eftir að hafa hýrt og ekið mér dálitla stund, fór ég fram úr. Klukkan sló eitt högg og átti eftir að slá eitt högg tvisvar í röð. Vegna þess að sólin skein, og ég átti frí, fór ég eftir matinn til paradísar, en svo kalla ég fjall eitt hér á eynni. Þar lá ég fremur léttklæddur í sólbaði og lét mér líða vel, útmakaður í Niveakremi. Við hliðina á mér voru tvær flöskur af límonaði, sem ég „snabbaði“ mig á við og við. Svo fór ég á safari með myndavél og fleira og tók myndir af dýrum frumskógarins, gíröffum (lundum) og fílum (fýlum), sem léku sér við ungana og spýttu mórauðu. Ég tók einn ungann með því að klífa „þrítugan“ hamarinn. Fyrir neðan var sjórinn og hengiflug á milli okkar, ég með lífið í annarri lúkunni, ungann í hinni, alltaf hrundu steinar. Þegar ég var kominn á áfangastað, varð ég alveg ráðþrota, því að hvað átti ég að gera við ungann?
- Guðmundur H. Aðalsteinsson, 2. bekk.
Flugslys,
frásögn sjónarvotts.
Einu sinni sem oftar var ég staddur uppi á flugvelli. Þetta var að vetrarlagi, jörð var auð, en tók að snjóa, og varð brátt áköf, þétt drífa. Tvær flugvélar voru á flugvellinum. Tóku þær átta farþega hvor um sig. Önnur vélin, TF — ÍSF, var komin út á austurenda vallarins og var tilbúin að hefja sig til flugs. Hin, TF-RVF, beið eftir, að sú fyrrnefnda hæfi sig á loft og hún fengi skipun um að aka út á völlinn. Nú var snjódrífan orðin svo þétt, að varla sá meira en um 5—6 hundruð metra fram undan. Urðu því vélarnar að bíða, unz rofaði til. Tíminn leið og höfðu vélarnar nú beðið rúmlega hálfa klukkustund. Loks fór að létta til, en ekki var hætt að snjóa að fullu, er TF— ÍSF fær tilkynningu: „Flugtak heimilt“. Hreyflunum er gefið inn og vélin brunar af stað, hraðinn eykst og hún er komin að hæðinni, sem er rétt vestan við miðjan flugvöll eða um það bil. Þá skeður það, sem ég man jafn greinilega og það hefði skeð í gær. Vélin er komin á loft að aftan og er um það bil að sleppa jörðinni að fullu, þegar hún fer skyndilega að vagga, rekur vinstri vængbroddinn í völlinn og kastast í loft upp. Í sama bili heyrist sprenging, og vélin þeytist suður af vellinum. En það undur skeði, að hún kastaðist ofan í leðjuflag, svo að enginn meiddist af farþegum.
- Jóhann S. Sigfússon, 2. bekk.
Á Bænabringnum:
(Bæn sú, sem hér fer á eftir, er tekin úr ritgerð Ástþórs Runólfssonar, 2. bekk, um veiðiferð í Súlnasker).
Forystumaður segir:
Við skulum allir biðja almáttugan guð að vera með okkur.
Síðan biðja allir:
Ó guð! Í þínu nafni byrja ég þessa ferð og bið þig, í Jesú nafni, að vera með mér og afstýra frá mér öllum slysum og háskasemdum og þakka þína handleiðslu, eins og vera ber. Æ, fyrirgef þú mér af miskunn þinni allt gáleysi mitt og gleymsku og gef mér náð til þess hér eftir að vera þakklátari og betri. Vertu minn leiðtogi á lífsins vegi og vertu með mér, hvar sem ég er og hvert sem ég fer. Vertu mér náðugur í lífi og dauða. Bænheyr það, í Jesú nafni. — Amen.
Forystumaður segir þá:
Förum við svo allir okkar leið í ótta drottins. Guð almáttugur leggi sína vernd og blessun yfir okkur á sjó og landi þennan dag og alla tíma, í Jesú nafni. —
Amen.
Skýring við mynd til vinstri:
Efst til vinstri:
Fyrsti og annar bekkur tengjast vináttböndum.
Í miðið til vinstri:
Göngugarpar úr 1. bekk.
Neðst til vinstri:
- Þó að kali heitur hver,
- hylji dali jökull ber,
- steinar tali og allt hvað er
- aldrei skal ég gleyma þér.
- Þó að kali heitur hver,
Efst til hægri:
Danskir og íslenzkir hvílast á leiðinni upp á Eggjar.
Önnur mynd að ofan til hægri:
Nokkrar af blómarósum annars bekkjar sleikja fyrstu vorsólargeislana.
Önnur mynd að neðan til hægri:
Lýður Brynjólfsson með verkfræðingaefni úr öðrum bekk.
Neðst til hægri:
Í helgreipum vetrarins.
Fyrsta flugferðin
(Hvernig líður þér í flugvél, lesandi góður? Eða hefurðu máske aldrei komið í slíkt farartæki? Ef svo er ekki, þá lestu þessa frásögn með athygli. Svona er líðanin í fyrstu flugferðinni).
Ég steig upp í flugvélina, spennt og hálfhrædd. Ég fann
vélina byrja að hreyfast, og ljósin kviknuðu: „Spennið öryggisbeltin.“ „Reykingar bannaðar.“
Ég átti í hálfgerðu basli með beltið, en því kom flugfreyjan til hjálpar. Ég fann flugvélina bruna eftir vellinum og flugskýlið þjóta fram hjá (náttúrlega var það vélin, en ekki skýlið, sem hreyfðist).
Og nú sá ég Eyjarnar hverfa. Ég greip andann á lofti, það var auma tilfinningin, þegar vélin var að hækka sig. Það var gaman að horfa út um gluggann og sjá eins og landabréf fyrir neðan sig. En nú fór ég að verða lasin, mér fannst svo vont loft í flugvélinni, og fólkið var byrjað að reykja. Ég tuggði togleður í ákafa, en allt kom fyrir ekki. Ég var að verða lasin og búin að fá þessa rokna hellu fyrir eyrun. En þá tók ég eftir því, að maður einn, sem sat skammt frá mér, ýtti á einhvern takka uppi í loftinu, og þá kom víst einhver gustur framan í hann, og svo hallaði hann sér makindalega aftur á bak í sætið. Ég reyndi að gera eins og hann, og það var hressandi að fá kaldan gustinn framan í sig. Og það sem betra var, nú sá ég hilla undir ákvörðunarstaðinn, nefnilega Reykjavík, og nú sást hún alltaf betur og betur. Og nú kviknuðu ljósin aftur: „Spennið öryggisbeltin“, „Reykingar bannaðar.“ Nú gekk mér prýðilega að spenna beltið. En hellan fyrir eyrunum var vond. Það var eins og höfuðið væri að klofna sundur. En nú settist vélin, og ég gekk út úr henni, voða hrifin að vera búin að fara í flugvél.
- Guðrún Eiríksdóttir, 1. bekk.
Snjókúlurnar í skápnum.
Ég var 5 ára og átti heima á Elliheimilinu á Ísafirði. Þetta var um vetur og snjór yfir öllu. Við strákarnir vorum alltaf í snjókasti alla daga. Einu sinni, þegar við vorum búnir að leika okkur allan daginn og ætluðum að fara að drekka, datt mér það snjallræði í hug að búa til mikið af snjókúlum og geyma til sumarsins. Ætlaði ég þá að stríða strákunum með þeim og skjóta á þá, þegar þeir áttu sér einskis ills von. Fer ég nú að hnoða snjókúlur af miklu kappi og bar þær jafnóðum inn í skáp í forstofunni, sem var lítið notaður. Ekkert af heimilisfólkinu lét ég vita af þessu. Var ég búinn að hnoða dálítinn slatta í skápinn, þegar ég hætti. Líður svo til næsta dags, og leit ég þá inn í skápinn. Var þar allt með sömu kjörum og þegar ég skildi við þær. Ákvað ég nú að líta ekki inn í skápinn, fyrr en eftir nokkra daga. Líður nú og bíður, þangað til ég er orðinn æði forvitinn. Lít ég nú inn í skápinn, en viti menn! Í skápnum var ekki ein einasta snjókúla. Ekkert nema vatn, sem var farið að flæða út úr skápnum á gólfið. Þar með lauk voninni um að geta strítt strákunum um sumarið, en minningin um snjókúlurnar í skápnum lifir enn.
- Hrafn G. Johnsen, 1. bekk.
Bindindisþættir:
Áfengisnautnin er vafalaust mesti löstur þjóðarinnar. Við Íslendingar teljum okkur meðal fremstu menningarþjóða heimsins, en þó höfum við ekki manndóm í okkur til að losa okkur undan oki Bakkusar. Menn segja, að ríkið hafi ekki efni á að missa það fé, sem það fær af áfengissölunni, en hvílík fjarstæða. Hve miklir vinnukraftar fara ekki í súginn við þessa miklu áfengisneyzlu þjóðarinnar. Mikill hluti allra slysa á landi og afbrota stafar af áfengisneyzlu, og það þykir jafnvel gild afsökun, ef menn hafa framið afbrot, að þeir hafi verið undir áhrifum áfengis. Svo djúpt lúta menn Bakkusi konungi. Hve lengi megum við bíða þess, að Bakkus verði gerður útlægur úr landinu? Og megi hann þá verða útlægur um aldur og æfi.
- Guðm. Karlsson, 2. b.
Fyrstu áhrif áfengis virðast vera hitandi og hressandi. Halda margir, að áhrif þessi séu deyfiáhrif.
Hugurinn verður frjálsari, feimni hverfur, og menn verða glaðir, sem annars eru daufir, en sumir verða aftur sorgbitnir. Ef neytt er mikils af áfengi, halda deyfiáhrifin áfram, og seinast missir heilinn vald yfir líkamanum, maðurinn sofnar, hann deyr. Mörgum finnst þó sem áfengið geri þá sterkari og duglegri til vinnu, en reynslan hefur sýnt, að svo er ekki. Áfengisáhrifin draga úr vinnuþróttinum og sálarskerpunni. Engum er eins hætt við að helfrjósa, verða úti, og drukknum mönnum. Öllum, sem bragða vín að staðaldri, er hætt við að verða þá og þegar þrælar áfengisins.
- Ágústa Guðmundsd., 2. b.
Hugsum okkur sjómann, sem er á sjó allan daginn og talar þá ekki um annað en að komast í „Ríkið“, til þess að ná í eina flösku eða kannske tvær. Svo þegar þessi maður kemur að landi, kannske nokkrum mínútum fyrir sex, þá er hann rokinn í burtu, án þess að nokkur viti um það og án þess að hafa lokið við störf sín. Mennirnir, sem eru með þessum mannaumingja, vita svo sem, hvert hann hefur lagt leið sína. Og hvernig fer? Næstu nótt, þegar formaðurinn ætlar að kalla hann heima hjá honum, finnst hann ekki. Þá er leitað einhversstaðar úti i bæ, en ef hann finnst ekki þar, þá er farið í „Steininn“, og hvað skeður? Þar liggur maðurinn með glóðaraugu á báðum augum og getur varla staðið. Þetta var það, sem aumingja maðurinn var búinn að bíða svo lengi eftir. Skyldi hann hafa órað fyrir því, að þegar þessi langþráða stund kom, þá mundi fara svona, og að hann gæti varla litið framan í nokkurn mann marga daga á eftir?
- Hildur Jónsdóttir, 3 .b.
Hvenær sjáum við auglýst í blöðunum eftir óreglusömum manni? Nei, en það er undantekning, ef það er ekki auglýst eftir reglusömum manni. Við sjáum, hve áfengið hefur gereyðilagt sum heimili, þar sem heimilisfaðirinn kemur ekki heim, nema tíma og tíma, og er þess á milli að slæpast á götunum og í tugthúsinu á nóttunni, og aflar engra peninga til heimilisins, en eyðir þeim öllum í áfengi til að fullnægja fýsnum sjálfs sín. Hvílíkt líf!
- Kristin B. Jónsdóttir, 3. b.
Nemendur III. bekkjar skólaárið 1951—1952 og fastakennarar skólans:
Fremri röð frá vinstri: Edda Sveinsdóttir, Halldóra Ármannsdóttir,
Kristín Jónsdóttir, Hildur Jónsdóttir, Elín Guðfinnsdóttir.
Aftari röð frá vinstri: Ólafur Valdimarsson, Bjarni Björnsson, Sigfús J. Johnsen, kennari,
Sigurður Finnsson, settur skólastjóri, Einar H. Eiríksson, kennari, Björn Johnsen, Guðjón Ólafsson.
Framtíðarheimili Gagnfræðaskólans í Vestmannaeyjum. Vonir standa til þess, að skólinn verði að einhverju leyti hér til húsa næsta vetur.