„Blik 1955/Spaug o.fl.“: Munur á milli breytinga
Ekkert breytingarágrip |
Ekkert breytingarágrip |
||
(1 millibreyting ekki sýnd frá sama notandanum) | |||
Lína 70: | Lína 70: | ||
Næst krafðist hann varphænunnar af vini sínum. <br> | Næst krafðist hann varphænunnar af vini sínum. <br> | ||
Hann hafði þegar étið hana líka. | Hann hafði þegar étið hana líka. | ||
---- | |||
<br> | |||
<br> | |||
[[Mynd: 1955 b 88 A.jpg|ctr|400px]] | |||
Hraðfrystistöð Vestmannaeyja, eign Einars Sigurðssonar.<br> | |||
Sjá auglýsingu í ritinu. | |||
---- | ---- |
Núverandi breyting frá og með 21. júní 2010 kl. 17:26
- Spaug og fleira
Kennarinn hafði þann sið að skrifa ýmsar áminningar neðan við stíla nemenda sinna. En skrift kennarans var ekki ævinlega sem læsilegust, svo að stundum komust nemendur ekki fram úr áminningunum.
Einu sinni fékk hún Gunna áminningu, sem hún gat alls ekki lesið, og henni flaug jafnvel í hug, að smáfuglar hefðu komizt inn um glugga, stigið niður í blekið og spígsporað svo um blaðsíðuna. Hún fékk skólasystkini sín til þess að reyna að ráða rúnirnar. Einnig lét hún foreldra sína líta á þetta. Allt án árangurs. Loks náði Gunna í gamlan og þrautreyndan setjara úr prensmiðju og lyfsala.
Þeir voru ýmsu vanir, sem kallast skyldi skrift. Þeir réðu gátuna: — Ströng áminning um að vanda betur skriftina.
- ●
Það var á kvennafundi. Þar fóru fram umræður um nauðsyn þess, að konur fengju aukna hlutdeild í stjórn landsins og stjórn heimsins. Sumar voru þeirrar skoðunar, að kvenþjóðin ætti helzt að taka þau mál að öllu leyti í sínar hendur og binda algjörlega endi á veldi karlmanna, sem aldrei hafa farið sérlega vel með vald sitt. Þegar margar konur höfðu tekið til máls af móði miklum og látið í ljós álit sitt á þessu nauðsynjamáli heimsins, stóð upp gustmikil frú og sagði sína skoðun á málinu.
Hún taldi óþarft að konur gerðust stjórnendur heimsins, meðan þær stjórnuðu karlmönnunum.
- ●
Hann var sá nízkasti maður, sem hún hafði kynnzt. Þó hafði hún lag á því að herja út úr honum peninga fyrir nýjum hatti. Hún blés sig alla út og hótaði honum því, að hún skyldi undir eins fara heim til foreldra sinna og koma aldrei aftur til hans, ef hún fengi ekki peningana.
Hann varð fljótur til, er hann heyrði þessa úrslitakosti. Hann tók upp veskið og rétti henni seðlabunka.
,,Hér eru ferðapeningarnir heim til foreldranna,“ sagði hann.
- ●
Frúin var á leiðinni niður Skólaveginn í mikilli hálku. Ekki gekk hún þó niður Skólaveginn, og ekki hljóp hún heldur. Hún fór ekki í bifreið. Ekki var hún heldur á bifhjóli. Hún var ekki ríðandi, hvorki hesti, nauti né annarri skepnu. Ekki var hún borin eða dregin, leidd né studd. Ekki fór hún heldur niður Skólaveginn á reiðhjóli, þríhjóli eða hlaupahjóli, ekki á sleða, vagni, skíðum eða skautum.
Hún fór ekki niður Skólaveginn á neinu farartæki á hjólum, meiðum, vængjum, hófum eða klaufum.
Hún rann á óæðri endanum niður Skólaveginn.
- ●
Konan hans hafði alið þríbura. Hann var mjög hreykinn af þessu, þótt honum í aðra röndina þætti nóg um. Hann afréð að síma til blaðsins og segja tíðindin, svo að allir fengju að vita um þennan óvenju atburð.
Símasambandið var slæmt, svo að blaðamaðurinn heyrði illa til hins hreykna föður þríburanna. Blaðamaðurinn hrópaði: „Viltu endurtaka þetta?“
„Nei, aldrei að eilífu,“ hrópaði faðirinn afdráttarlaust.
- ●
Hann var mjög gefinn fyrir happdrætti. Aldrei var svo efnt til happdrættis, að hann keypti ekki marga miða.
Hann átti miða í happdrætti Háskólans, vöruhappdrætti S.Í.B.S., hvíldarheimilis sjómanna, happdrætti Tímans og Þjóðviljans o.fl. happdrættum. Hann var stálheppinn og hlaut oft stóra vinninga. En eitt happdrætti forðaðist hann eins og heitann eldinn, — hjónabandið.
- ●
Það var vorkalt. Sífelldir norðannæðingar og frost á hverri nóttu, svo að engin gróðurnál kom upp. Bóndinn átti ekki orðið hey handa kúnum, og þó að hann hleypti þeim út á sinuna meðan sól var á lofti og sæmilega hlýtt í skjóli, gerðu þær sér ekkert gagn af henni. Bóndinn braut heilann um það, hvernig hann ætti að fá kýrnar til þess að éta sinuna sér til kviðfyllis. Loks hugkvæmdist honum ráðið.
Hann keypti græn gleraugu á allar beljurnar.
- ●
Hann var einn af þessum glæsilegu skyttum, sem axla byssu sína á sunnudögum og í tómstundum jólanna og halda við þrótti líkamans og stælingu með því að aka í bifreið upp í fjöll og út með sjó og sýna list sína með því að skjóta á fugla, sem þeir hitta ekki betur en svo, að þeir komast burt til þess að drepast í friði fyrir öllum skyttum.
Í einum skotleiðangrinum kom hann á sveitabæ. Konan var að viðra hjá sér. Út á vegg sá hann sitja undarlega fugla, sem honum sýndust vera uglur. Aldrei hafði hann skotið á uglu, hvað þá helsært slíkan fugl, svo að hann bar byssu upp að öxlinni og skaut. En svo sá hann hvers kyns var. Það voru bókastoðir bóndans.
- ●
Tobbi er við skál. Hann kemur inn í veiðimannahúsið askvaðandi:
„Mikið bölvað ólán er þetta; ekki er hægt að þurrka af sér því að það er komið gat á gólfþófann.“
Lási: „Nú, snúðu honum þá við, maður, og láttu heila borðið snúa upp.“
Tobbi snarast fram til þess að snúa gólfþófanum við. Kemur inn aftur með írafári: „Bölvuð tuskan, hún er þá líka götug þeim megin.“
Þá hló Lási hjartanlega.
- ●
Hann var ákaflega mikill og góður matmaður. Hann var upp með sér af því, hversu hann bar af öðrum mönnum í þeim sökum. Hann hafði mikinn áhuga á að þjálfa sig í þessari íþrótt sinni. Ekkert sárnaði honum jafnmikið og þegar bornar voru brigður á yfirburði hans á þessu sviði.
Einu sinni veðjaði hann góðri varphænu við vantrúaðan vin sinn, að hann gæti étið heilan kálf í einu.
Þessa íþrótt átti hann að fremja í tiltekinni matstofu á tiltekinni stundu. Þegar hann kom inn í matstofuna var þar enginn inni, en á einu borðinu stóð trog með dálitlu af kjöti í m.a. einni fuglsbringu.
Hann settist niður og beið. Þegar hann hafði beðið langa stund tók hann að svengja, því að hann hafði svelt sig fyrir kappátið. Hann settist því að troginu og tók að nasla í kjötið.
Innan skamms hafði hann lokið úr troginu.
Þá kom þernan inn.
Hann hafði þá orð á því við hana, hvort ekki væri búið að sjóða kálfinn, því að nú vildi hann fara að taka til við átið.
Stúlkan rak upp stór augu. — Hann var þá búinn að éta kálfinn.
Næst krafðist hann varphænunnar af vini sínum.
Hann hafði þegar étið hana líka.
Hraðfrystistöð Vestmannaeyja, eign Einars Sigurðssonar.
Sjá auglýsingu í ritinu.
Við, sem stöndum að útgáfu ársritsins, þökkum hjartanlega öllum þeim, er lagt hafa og leggja sitt til útgáfu þess.
Við þökkum þeim, sem skrifað hafa í ritið samkvæmt ósk okkar, svo og þeim, sem styrkja útgáfu þess með auglýsingum. Án velvildar þeirra væri það okkur um megn fjárhagslega að gefa ritið út.