„Blik 1939, 5. tbl./Lestur bóka“: Munur á milli breytinga
Ekkert breytingarágrip |
|||
(1 millibreyting ekki sýnd frá 1 notanda) | |||
Lína 1: | Lína 1: | ||
[[ | [[Blik 1939|Efnisyfirlit 1939]] | ||
:'''''Lestur bóka'''''.<br> | |||
<big>[[Árni Guðmundsson|Árni Guðmundsson]], kennari: | |||
:<big><big>'''''Lestur bóka'''''.</big></big><br> | |||
Víst er um það, að bækur eru dýrari hér á landi en dæmi eru til annarsstaðar, og mikil vöntun á því, að menn geti eignazt góðan kost bóka. Þó held ég, að allflestir eigi hægt um hönd að afla sér nægilegra bóka til lestrar, ýmist í bókasöfnum eða á annan hátt. — Hópar manna, sem svipuð áhugamál hafa, gætu | Víst er um það, að bækur eru dýrari hér á landi en dæmi eru til annarsstaðar, og mikil vöntun á því, að menn geti eignazt góðan kost bóka. Þó held ég, að allflestir eigi hægt um hönd að afla sér nægilegra bóka til lestrar, ýmist í bókasöfnum eða á annan hátt. — Hópar manna, sem svipuð áhugamál hafa, gætu | ||
Lína 13: | Lína 17: | ||
Það sem vantar, er meiri fræðsla um þessi efni. Útvarpið, skólarnir, kirkjan og ýmis félög þurfa að leggjast á eitt um þetta mikilsverða menningarmál: '''að kenna fólkinu að lesa'''.<br> | Það sem vantar, er meiri fræðsla um þessi efni. Útvarpið, skólarnir, kirkjan og ýmis félög þurfa að leggjast á eitt um þetta mikilsverða menningarmál: '''að kenna fólkinu að lesa'''.<br> | ||
::::::'''[[Árni Guðmundsson|Á.G.]]''' | ::::::'''[[Árni Guðmundsson|Á.G.]]''' | ||
{{Blik}} |
Núverandi breyting frá og með 24. maí 2010 kl. 16:03
Árni Guðmundsson, kennari:
- Lestur bóka.
Víst er um það, að bækur eru dýrari hér á landi en dæmi eru til annarsstaðar, og mikil vöntun á því, að menn geti eignazt góðan kost bóka. Þó held ég, að allflestir eigi hægt um hönd að afla sér nægilegra bóka til lestrar, ýmist í bókasöfnum eða á annan hátt. — Hópar manna, sem svipuð áhugamál hafa, gætu
t.d. gengið í félagsskap um bókakaup, og mun það nokkuð hafa tíðkazt hér, þó í smáum stíl sé. — Þetta atriði skal þó eigi frekar rætt hér, heldur vil ég lítillega minnast á hina meginhlið málsins, sem sé val lesefnis.
Sé nokkuð verulega skyggnzt um á því sviði, kemur sitthvað í ljós, sem valdið getur eigi svo litlum áhyggjum. Það verður brátt ljóst við slíka rannsókn, að bókmenntasmekkur almennings er vægast sagt ósamboðinn gamalli menningarþjóð, sem hefir orð á sér fyrir háa þjóðarmenningu. Lang algengasta lesefnið er sem sé ómerkilegt, espandi spæjara- og ástarsagnarusl, sem ekki á sér stoð í lífi venjulegs fólks. Það er vitað, að fjöldi fólks, einkum þó unglingar, innlifa sig svo í þennan móðursjúka hugmyndaheim, að hugsun fyrir daglegum skyldustörfum kemst varla að — að ekki sé minnzt á nætursvefninn.
Þá bætir ekki úr skák hinn síaukni lestur vikurita og alls konar „magazina“. Slíkt lesefni — í hófi — er oft og einatt hinn ákjósanlegasti hvíldarlestur, en sem aðal sálarfæða er það allt annað en líklegt til andlegs þroskaauka.
Af hverju stafar svo þessi bágborni bókmennta smekkur manna? Hví lesa menn ekki
þær bækur, sem eitthvað hafa til brunns að bera, bækur sem hafa þroskagildi og eru um leið skemmtilegri en allir veraldarinnar eldhúsreyfarar? Ég held, að það sé fyrst og fremst vegna þess, að menn vita ekki, hvað aðrar bækur hafa að geyma; þá órar ekki fyrir því, hverja ótæmandi lind sannrar gleði, vísdóms og þekkingar er að finna í verulega góðum bókum. Fjölda margir eru sannfærðir um það, að allar aðrar bækur en viss tegund skáldsagna, séu leiðinlegar, þurrar og þreytandi.
Þetta þarf að breytast, en það gerir sig ekki sjálft. Það verður að opna augu manna fyrir þeim undraheimi, sem góðar bókmenntir geta opnað þeim. Hér þarf fræðslu við. Verkefnin bíða alls staðar, ónumin lönd bíða almennings á öllum sviðum bókmenntanna: úrvals, sígild skáldrit beztu höfunda, ljóð, alþýðleg vísindarit, æfisögur mikilla manna, fornbókmenntir vorar, ferðalýsingar o.s.frv.
Útvarpið hefir sína bókmenntaþætti — það er gott, ef þeir hlusta, sem helzt þurfa þess við.
Það sem vantar, er meiri fræðsla um þessi efni. Útvarpið, skólarnir, kirkjan og ýmis félög þurfa að leggjast á eitt um þetta mikilsverða menningarmál: að kenna fólkinu að lesa.