„Christen Anton Sophus Aagaard“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
 
(1 millibreyting ekki sýnd frá sama notandanum)
Lína 16: Lína 16:
:::''Sophus Aagaard.''
:::''Sophus Aagaard.''


Þetta er hluti af grein í [[Blik 1967|Bliki 1967]] og ber nafnið Aagaardshjónin í Eyjum.
Þetta er hluti af grein í [[Blik 1967|Bliki 1967]] og ber nafnið [[Blik 1967/Aagaardshjónin í Vestmannaeyjum|Aagaardshjónin í Vestmannaeyjum]].

Núverandi breyting frá og með 5. nóvember 2009 kl. 10:13

Sophus Aagaard, lögreglustjóri í Odense.

Sophus Aagaard lögreglustjóri í Odense

Hann fæddist í Nöjsomhed í Eyjum (sjá Blik 1960) 20. jún 1876. Ólst upp í Vestmannaeyjum til fermingaraldurs.
Gekk í Latínuskólann (Menntaskólann) í Reykjavík veturinn 1890-1891. Lauk stúdentsprófi við Menntaskólann í Ripum í Danmörku 1896, cand. phil. 1897 og cand. jur. 14. febr. 1903. Sama ár var Sophus settur bæjarfógetafulltrúi í Skive.
Áríð 1919, 1. okt., var Sophus Aagaard skipaður lögreglustjóri í Odensehéraði. Sophus Aagaard kvæntist 4. apríl 1904 Johanne Lauridsen, dóttur N.A. Lauridsen yfirkennara í Nordby á Fanö.

Sophus Aagaard var 14 ára gamall, þegar móðir hans fluttist með þá bræður til Reykjavíkur til þess að greiða þeim aðgang að skólum. Að sjálfsögðu gekk Sophus hér í barnaskólann og lauk hér barnaskólanámi. En jafnframt því að ganga í barnaskólann kenndi Árni Filippusson í Ásgarði drengnum heima og bjó hann sérstaklega undir menntaskólanámið.
Tugir ára liðu.

Í júlí-mánuði árið 1931 steig hér á land í Eyjum dönsk stúlka. Ellen Aagaard kvaðst hún heita og var dóttir Aagaards lögreglustjóra í Odense. Hún var að vitja bernsku- og æskuslóða föður síns. Ellen Aagaard dvaldist hér um skeið og heimsótti ýmsar fjölskyldur, sem Aagaards-fjölskyldan hafði verið kunnug og handgengin, þegar sýslumannshjónin áttu hér heima. Meðal þeirra fjölskyldna voru hjónin í Ásgarði Árni Filippusson og Gíslína Jónsdóttir.
Hinn 13. marz árið eftir (1932) skrifaði Sophus Aagaard lögreglustjóri Árna Filippussyni hlýlegt og vinsamlegt bréf. Hann ávarpaði Árna:
„Min kære gamle Lærer“. Síðan þakkar hann Árna og fjölskyldu hans fyrir hlýlegar móttökur veittar dótturinni. Svo segir lögreglustjórinn: „Næst hinni dugmiklu móður minni, sem lézt 1929, á ég yður mest að þakka þá undirstöðuþekkingu, sem mér var nauðsynleg til framhaldsnáms, embættisprófs og frama.“
Á öðrum stað (í grein um byggð og líf í Eyjum á uppvaxtarárum hans) segir þessi íslenzki Dani: „Danmörk er land feðra minna, en Ísland er fæðingarland mitt, og römm er sú taug, sem tengir mig bernskulandinu, þar sem ég lifði hamingjusömu lífi. Mér er það ánægja og gleði að vera þannig bundinn þessum löndum. Bæði þjóðernin eiga tök í mér og hafa mótað mig og markað, svo að ég er hvorki hreinræktaður Dani né Íslendingur. Þess vegna kalla Danir mig Íslending og hið gagnstæða mundi ég vera álitinn þar heima. Þannig telur hvorug þjóðin sig eiga mig.
Það gladdi mig stórlega að Ísland fékk sjálfstæði og ég óska og vona, að þróunin verði sú, að íslenzka þjóðin verði þátttakandi í samvinnu bræðraþjóðanna á Norðurlöndum og þar jafnrétthár aðili hverra hinna.

Sophus Aagaard.

Þetta er hluti af grein í Bliki 1967 og ber nafnið Aagaardshjónin í Vestmannaeyjum.