„Kraftaverkið Guðlaugur Friðþórsson“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
Ekkert breytingarágrip
Ekkert breytingarágrip
 
(12 millibreytingar ekki sýndar frá 6 notendum)
Lína 1: Lína 1:
Einstakt björgunarafrek [[Guðlaugur Friðþórsson|Guðlaugs Friðþórssonar]] fyrir rúmum 20 árum verður vafalítið lengi í minnum haft. Hann synti 5-6 km í svartamyrkri og köldum sjó til lands, eftir að [[Hellisey VE 503]] fórst. Hann náði landi á austanverðri Heimaey og braust um úfið hraun til byggða. Fjórir skipsfélagar Guðlaugs fórust.
'''''Eftirfarandi viðtal tók [[Árni Johnsen]], þá blaðamaður á Morgunblaðinu, við [[Guðlaugur Friðþórsson|Guðlaug]] skömmu eftir að sá síðarnefndi vann hið einstaka afrek. Viðtalið birtist í Morgunblaðinu 16. mars 1984, örfáum dögum eftir slysið, og hér á eftir fara stiklur úr viðtalinu.'''''
 
Vélbáturinn Hellisey VE 503 fórst að kvöldi sunnudagsins 11. mars 1984 um kl. 23.00. Með Hellisey VE fórust Hjörtur R. Jónsson skipstjóri, 25 ára, Pétur Sigurðsson, 1. vélstjóri, 21 árs, Engilbert Eiðsson, 2. vélstjóri, 19 ára, og Valur Smári Geirsson matsveinn, 26 ára. Guðlaugur, stýrimaður, sem þá var 22 ára komst einn lífs af.
 
'''''Eftirfarandi viðtal tók [[Árni Johnsen]], þá blaðamaður á Morgunblaðinu, við Guðlaug skömmu eftir að sá síðarnefndi vann hið einstaka afrekar. Viðtalið birtist í Morgunblaðinu á sínum tíma og hér á eftir fara stiklur úr viðtalinu.'''''


-------
-------
[[Mynd:Minnisvarði Hellisey.jpg|thumb|300px|Vestmannaeyjabær lét reisa þennan minnisvarða á sjómannadaginn 1996. Á honum stendur: ''Helliseyjarslysið kvöldi 11. mars 1984 sökk Hellisey VE 503 þrjár sjómílur í austur frá [[Stórhöfði|Stórhöfða]]. Með bátnum fórust fjórir ungir sjómenn. Einn skipverji, Guðlaugur Friðþórsson, þá 22 ára, vann það ótrúlega þrekvirki að synda um 6 kílómetra leið í ísköldum sjónum. Hann náði á land hér við ströndina eftir 5 klukkustunda sund og þurfti síðan að ganga berfættur yfir hraunið áður en hann náði til byggða.'']]  
[[Mynd:Guðlaugur Friðþórsson1.jpg|thumb|250px|Guðlaugur rúmu ári eftir slysið.]]
[[Mynd:Minnisvarði Hellisey.jpg|thumb|250px|Vestmannaeyjabær lét reisa þennan minnisvarða á sjómannadaginn 1996. Á honum stendur: ''Helliseyjarslysið. Að kvöldi 11. mars 1984 sökk Hellisey VE 503 þrjár sjómílur í austur frá [[Stórhöfði|Stórhöfða]]. Með bátnum fórust fjórir ungir sjómenn. Einn skipverji, Guðlaugur Friðþórsson, þá 22 ára, vann það ótrúlega þrekvirki að synda um 6 kílómetra leið í ísköldum sjónum. Hann náði á land hér við ströndina eftir 5 klukkustunda sund og þurfti síðan að ganga berfættur yfir hraunið áður en hann náði til byggða.'']]  


:Við töluðum mikið saman á kili og ég sagði si svona: ''„Jæja, þetta þurfti þá að enda svona. Maður heldur alltaf að einhver annar lendi í því, einhver annar maður, einhver annar bátur. Svona er það líka í landi, en svo allt í einu er stundin runnin upp.“'' Við sátum frammi á kili og var skipið þá mikið til komið í kaf að aftan. Mér verður þá að orði: ''„Ef Guð er til ætti hann að hjálpa manni, nú þarf maður á því að halda.“'' Undarlegt er þetta, og oft hefur maður efast um það að Guð væri til og jafnvel hæðst að því á ákveðnum aldri, eins og gengur.
:Við töluðum mikið saman á kili og ég sagði si svona: ''„Jæja, þetta þurfti þá að enda svona. Maður heldur alltaf að einhver annar lendi í því, einhver annar maður, einhver annar bátur. Svona er það líka í landi, en svo allt í einu er stundin runnin upp.“'' Við sátum frammi á kili og var skipið þá mikið til komið í kaf að aftan. Mér verður þá að orði: ''„Ef Guð er til ætti hann að hjálpa manni, nú þarf maður á því að halda.“'' Undarlegt er þetta, og oft hefur maður efast um það að Guð væri til og jafnvel hæðst að því á ákveðnum aldri, eins og gengur.
Lína 12: Lína 9:
:Hjörtur skipstjóri sagði þá að við skyldum fara með bænina Faðir vor og við gerðum það þrír saman og reyndum að hughreysta hver annan. Hirti var mjög kalt, því hann hafði misst skó og sokka af sér, og ég lánaði honum stígvélin mín, því ég var sjálfur í ullarsokkum. Það var kalt þarna á kili. [...]
:Hjörtur skipstjóri sagði þá að við skyldum fara með bænina Faðir vor og við gerðum það þrír saman og reyndum að hughreysta hver annan. Hirti var mjög kalt, því hann hafði misst skó og sokka af sér, og ég lánaði honum stígvélin mín, því ég var sjálfur í ullarsokkum. Það var kalt þarna á kili. [...]


:Það hafði ekki hvarflað að mér að reyna að synda til lands, en þegar Hjörtur skipstjóri sagðist ætla að freista þess, sagðist ég einnig ætla að gera það. Skyndilega datt báturinn undan okkur og við vorum aftur í sjónum. Við höfðum ákveðið að reyna sund til lands án þess að fylgjast að og án þess að hjálpa hvor öðrum, töldum það vonlaust. Við sáum vitaljósið á Stórhöfða og tókum þrír stefnuna þangað. Fljótlega vorum við Hjörtur tveir einir og kölluðumst á, en síðan hætti ég að fá svar og hætti þá að kalla.  
:Það hafði ekki hvarflað að mér að reyna að synda til lands, en þegar Hjörtur skipstjóri sagðist ætla að freista þess, sagðist ég einnig ætla að gera það. Skyndilega datt báturinn undan okkur og við vorum aftur í sjónum. Við höfðum ákveðið að reyna sund til lands án þess að fylgjast að og án þess að hjálpa hver öðrum, töldum það vonlaust. Við sáum vitaljósið á Stórhöfða og tókum þrír stefnuna þangað. Fljótlega vorum við Hjörtur tveir einir og kölluðumst á, en síðan hætti ég að fá svar og hætti þá að kalla.  


:Ég hugsaði svo margt á sundinu til lands, hvað maður hefur gert og hvað maður átti eftir að gera. Ég hef til dæmis verið að velta því fyrir mér með félögum mínum að skreppa til New York og við höfum stundum haft á orði að við gætum ekki verið þekktir fyrir annað en að fara til Nýju Jórvíkur áður en við dræpumst og þetta fór ég að hugsa um á leiðinni til Heimaeyjar, fannst alveg ótækt að geta ekki látið þann draum rætast. Ég fór líka að hugsa um það að ég skulda hér og þar, smávegis, eins og gengur, og mér þótti mikið slæmt að stefna í dauðann án þess að geta gert upp. Ég á mótorhjól og er nýbúinn að panta í það frá Bretlandi og ég var til dæmis að velta því fyrir mér hvort karlinn sem ég pantaði hjá yrði nú ekki snarvitlaus ef pöntunin yrði ekki sótt. Mér fannst líka óþægilegt að hugsa til þess að þeir sem ég skuldaði kynnu ekki við að rukka foreldra mína. Þannig var ég allan tímann að velta hlutunum fyrir mér, reyna að halda hugsuninni gangandi um leið og það tosaðist á sundinu.
:Ég hugsaði svo margt á sundinu til lands, hvað maður hefur gert og hvað maður átti eftir að gera. Ég hef til dæmis verið að velta því fyrir mér með félögum mínum að skreppa til New York og við höfum stundum haft á orði að við gætum ekki verið þekktir fyrir annað en að fara til Nýju Jórvíkur áður en við dræpumst og þetta fór ég að hugsa um á leiðinni til Heimaeyjar, fannst alveg ótækt að geta ekki látið þann draum rætast. Ég fór líka að hugsa um það að ég skulda hér og þar, smávegis, eins og gengur, og mér þótti mikið slæmt að stefna í dauðann án þess að geta gert upp. Ég á mótorhjól og er nýbúinn að panta í það frá Bretlandi og ég var til dæmis að velta því fyrir mér hvort karlinn sem ég pantaði hjá yrði nú ekki snarvitlaus ef pöntunin yrði ekki sótt. Mér fannst líka óþægilegt að hugsa til þess að þeir sem ég skuldaði kynnu ekki við að rukka foreldra mína. Þannig var ég allan tímann að velta hlutunum fyrir mér, reyna að halda hugsuninni gangandi um leið og það tosaðist á sundinu.


:Stundum barði ég saman löppunum til þess að finna að þær væru með í dæminu og ég fann það svolítið þegar þær smullu saman. Ég synti í sjógallanum fyrstu míluna, en innan undir var ég aðeins í gallabuxum, skyrtu og peysu. Gallinn var alltaf að stífna meira og meira og þegar ég skipti um frá bringusundi á baksund og öfugt, komu strengir í mig og ég þurfti alltaf að juða upp gallann. Þá var ég að velta því fyrir mér hvort mér yrði kalt ef ég færi úr gallanum, en auðvita hefur hann ekkert hlíft gegn kuldanum.  
:Stundum barði ég saman löppunum til þess að finna að þær væru með í dæminu og ég fann það svolítið þegar þær smullu saman. Ég synti í sjógallanum fyrstu míluna, en innan undir var ég aðeins í gallabuxum, skyrtu og peysu. Gallinn var alltaf að stífna meira og meira og þegar ég skipti um frá bringusundi á baksund og öfugt, komu strengir í mig og ég þurfti alltaf að juða upp gallann. Þá var ég að velta því fyrir mér hvort mér yrði kalt ef ég færi úr gallanum, en auðvitað hefur hann ekkert hlíft gegn kuldanum.  


:Oft hóstaði ég á sundinu og reyndi að æla, því ég hafði drukkið sjó. Einu sinni stoppaði ég á sundinu og stakk puttanum upp í mig til þess að æla. Ég synti alltaf með höfuðið upp úr og þess vegna fékk ég fljótlega hálsríg, en ég gat aldrei synt lengi á bakinu vegna þess að þá kólnaði mér svo á höfðinu.
:Oft hóstaði ég á sundinu og reyndi að æla, því ég hafði drukkið sjó. Einu sinni stoppaði ég á sundinu og stakk puttanum upp í mig til þess að æla. Ég synti alltaf með höfuðið upp úr og þess vegna fékk ég fljótlega hálsríg, en ég gat aldrei synt lengi á bakinu vegna þess að þá kólnaði mér svo á höfðinu.
Lína 22: Lína 19:
:Þegar ég hafði synt um mílu sá ég bát koma siglandi og synti allt hvað af tók og var þá ekkert að hugsa um að halda höfðinu upp úr. Þegar báturinn fór framhjá mér voru um 100 metrar í hann og ég öskraði af öllum lífs og sálar kröftum, veifaði og buslaði, en báturinn hvarf án þess að nokkur tæki eftir mér. Þá greip mig svolítið vonleysi, þegar ég sá á eftir bátnum, en svo sá ég að úr því að hjálpin bærist ekki yrði ég að bjarga mér sjálfur og við það styrktist ég aftur og tók stefnuna á Heimaey sem grillti í langt fjarri í myrkrinu. Þá fór ég úr sjógallanum, en synti spöl án þess að taka eftir að buxurnar þvældust á fótunum. Stundum þegar ég synti baksund, bögglaði ég saman fingurna og blés í þá.
:Þegar ég hafði synt um mílu sá ég bát koma siglandi og synti allt hvað af tók og var þá ekkert að hugsa um að halda höfðinu upp úr. Þegar báturinn fór framhjá mér voru um 100 metrar í hann og ég öskraði af öllum lífs og sálar kröftum, veifaði og buslaði, en báturinn hvarf án þess að nokkur tæki eftir mér. Þá greip mig svolítið vonleysi, þegar ég sá á eftir bátnum, en svo sá ég að úr því að hjálpin bærist ekki yrði ég að bjarga mér sjálfur og við það styrktist ég aftur og tók stefnuna á Heimaey sem grillti í langt fjarri í myrkrinu. Þá fór ég úr sjógallanum, en synti spöl án þess að taka eftir að buxurnar þvældust á fótunum. Stundum þegar ég synti baksund, bögglaði ég saman fingurna og blés í þá.


:Á landleiðinni sá ég líka alltaf ljóskastarana austur á nýja Hrauni, og stefndi á þá og Stórhöfðavitann. Ég sá einnig Álsey undan Stórhöfða og Elliðaey austan við Bjarnarey, en þegar fór að saxast á Álsey sá ég að ég var að mjakast og það hleypti í mig dug og von. Þegar Elliðaey var horfin undir Bjarnarey taldi ég eina mílu eftir í land. [...]
:Á landleiðinni sá ég líka alltaf ljóskastarana austur á Nýja Hrauni, og stefndi á þá og Stórhöfðavitann. Ég sá einnig [[Álsey]] undan Stórhöfða og [[Elliðaey]] austan við [[Bjarnarey]], en þegar fór að saxast á Álsey sá ég að ég var að mjakast og það hleypti í mig dug og von. Þegar Elliðaey var horfin undir Bjarnarey taldi ég eina mílu eftir í land. [...]


:Það undarlega var að ég var aldrei hræddur þessa nótt. Ég hafði á tilfinningunni að ég myndi deyja. Ég fór tvisvar með Faðir vor á leiðinni í land, en það var satt að segja ansi fjölbreytt sem ég reyndi að gera til þess að halda hugsuninni gangandi. Ég talaði við múkkann og bað fyrir skilaboð til lands, bað hann að láta vita af mér. Múkkinn hefur alltaf verið kallaður vinur sjómannsins.
:Það undarlega var að ég var aldrei hræddur þessa nótt. Ég hafði á tilfinningunni að ég myndi deyja. Ég fór tvisvar með Faðir vor á leiðinni í land, en það var satt að segja ansi fjölbreytt sem ég reyndi að gera til þess að halda hugsuninni gangandi. Ég talaði við múkkann og bað fyrir skilaboð til lands, bað hann að láta vita af mér. Múkkinn hefur alltaf verið kallaður vinur sjómannsins.
Lína 30: Lína 27:
:Á tímabili sagði ég sjálfum mér brandara á leiðinni, en ég kann nokkuð af þeim. Það stytti tímann, maður varð að gera eitthvað. Ég var þá búinn að vera svo dofinn í líkamanum að það var eins og ég flyti af gömlum vana, sérstaklega var ég dofinn á fótunum. Ég kappkostaði að hugsa allan tímann og það var margt ótrúlegt sem kom fram í hugann, bæði það sem maður hefur heyrt gott og illt. Svo reyndi ég að blístra lög á baksundinu, en það hefði ugglaust verið erfitt að dansa eftir þeim takti.
:Á tímabili sagði ég sjálfum mér brandara á leiðinni, en ég kann nokkuð af þeim. Það stytti tímann, maður varð að gera eitthvað. Ég var þá búinn að vera svo dofinn í líkamanum að það var eins og ég flyti af gömlum vana, sérstaklega var ég dofinn á fótunum. Ég kappkostaði að hugsa allan tímann og það var margt ótrúlegt sem kom fram í hugann, bæði það sem maður hefur heyrt gott og illt. Svo reyndi ég að blístra lög á baksundinu, en það hefði ugglaust verið erfitt að dansa eftir þeim takti.


:Eftir nokkrar vangaveltur í brimgarðinum við hamra Heimaeyjar synti ég út úr honum aftur en þá ákvað ég að láta kylfu ráða kasti úr því sem komið var og forlögin höfðu verið mér svona hliðholl. Ég fór því á baksund og synti aftur inn í brimgarðinn, á fullri ferð, án þess að vita hvort framundan væri sandfjara, grýtt urð eða hamraveggur. Þegar ég hafði öslað brimlöðrið á bakinu og taldi mig vera nálægt landi, því brimniðurinn segir manni nokk hve nærri landi maður er, þá sneri ég mér á bringuna og var þá við stóran stein sem var svona 5-10 metra frá stórgrýttri fjörunni. Ég náði taki á klettinum og hélt mér þar meðan fjaraði út, en næsta alda henti mér yfir klettinn og skolaði mér í urðina. Þar komst ég upp á syllu, sem ég skreið upp á, því ég gat ekki staðið. Ég hugsaði með mér að ég væri með sjóriðu og fannst það skammarlegt af sjómanni að vera. Ég sat í nokkrar mínútur á syllunni og skorðaði mig af, því það flæddi upp á sylluna í fyllingum. Ég gerði mér ekki grein fyrir því að lappirnar voru búnar, en síðan komst ég, milli laga, fyrir bergnös í fjörunni og upp á þurrt, loksins.
:Eftir nokkrar vangaveltur í brimgarðinum við hamra Heimaeyjar synti ég út úr honum aftur en þá ákvað ég að láta kylfu ráða kasti úr því sem komið var og forlögin höfðu verið mér svona hliðholl. Ég fór því á baksund og synti aftur inn í brimgarðinn, á fullri ferð, án þess að vita hvort framundan væri sandfjara, grýtt urð eða hamraveggur. Þegar ég hafði öslað brimlöðrið á bakinu og taldi mig vera nálægt landi, því brimniðurinn segir manni nokk hve nærri landi maður er, þá sneri ég mér á bringuna og var þá við stóran stein sem var svona 5-10 metra frá stórgrýttri fjörunni. Ég náði taki á klettinum og hélt mér þar meðan fjaraði út, en næsta alda henti mér yfir klettinn og skolaði mér í urðina. Þar komst ég upp á syllu, sem ég skreið upp á, því ég gat ekki staðið. Ég hugsaði með mér að ég væri með sjóriðu og fannst það skammarlegt af sjómanni að vera. Ég sat í nokkrar mínútur á syllunni og skorðaði mig af, því það flæddi upp á sylluna í fyllingum. Ég gerði mér ekki grein fyrir því að lappirnar voru búnar, en síðan komst ég, milli laga, fyrir bergsnös í fjörunni og upp á þurrt, loksins.
 


:Þá fór ég að velta því fyrir mér hvort ég ætti að leggjast niður stundarkorn, en ég var hræddur um að það myndi alveg slokkna á mér ef ég sofnaði þarna, svo ég ákvað að halda áfram eftir stutta stund. Ég skreið fyrst, reyndi síðan að labba, en skjögraði til allra átta og gat satt að segja ekki staðið á fótunum af neinu viti. Ég reyndi að festa spýtu úr fjörunni undir iljarnar á mér, en það gekk ekki. Skæðin tolldu ekki. Ég taldi mér borgið þegar ég var kominn á land, en samt var það ef til vill erfiðara að fara landleiðina um hraunið en sjóleiðina, berfættur og svo dofinn að maður fann ekki fyrir sjálfum sér þótt maður klipi sig.
:Þá fór ég að velta því fyrir mér hvort ég ætti að leggjast niður stundarkorn, en ég var hræddur um að það myndi alveg slokkna á mér ef ég sofnaði þarna, svo ég ákvað að halda áfram eftir stutta stund. Ég skreið fyrst, reyndi síðan að labba, en skjögraði til allra átta og gat satt að segja ekki staðið á fótunum af neinu viti. Ég reyndi að festa spýtu úr fjörunni undir iljarnar á mér, en það gekk ekki. Skæðin tolldu ekki. Ég taldi mér borgið þegar ég var kominn á land, en samt var það ef til vill erfiðara að fara landleiðina um hraunið en sjóleiðina, berfættur og svo dofinn að maður fann ekki fyrir sjálfum sér þótt maður klipi sig.


:Líklega hef ég verið um það bil 5 klukkutíma á sundi eftir eina klukkustund á kili og nær þrjár klukkustundir að komast í bæinn. Á miðri leið, austur á Haugum, rakst ég á baðkar, sem notað er til að brynna ám. Með bylmingshöggum, svo hönd mín bólgnaði, náði ég að brjóta þumlungsþykkan ís ofan á vatninu í baðkarinu og gatið sem myndaðist passaði nákvæmlega til þess að ég gæti stungið hausnum ofan í vatnið og svolgrað.
:Líklega hef ég verið um það bil 5 klukkutíma á sundi eftir eina klukkustund á kili og nær þrjár klukkustundir að komast í bæinn. Á miðri leið, austur á Haugum, rakst ég á baðkar, sem notað er til að brynna ám. Með bylmingshöggum, svo hönd mín bólgnaði, náði ég að brjóta þumlungsþykkan ís ofan á vatninu í baðkarinu og gatið sem myndaðist passaði nákvæmlega til þess að ég gæti stungið hausnum ofan í vatnið og svolgrað. Það hressti mig mikið, en samt var ég svo móður og þungur á göngunni að ég geri mér varla grein fyrir hvernig ég liðaðist upp hlíðina og yfir hraunið. Þegar ég kom að [[Helgafell]]sgryfjunni, að lítilli brekku á veginum, var ég að hugsa um að fara heldur suður í Flugstöð í stað þess að leggja í brekkuna, svo miklaði ég hana fyrir mér, en ég lagði þó í hana og þegar ég reyndi að labba utan vegar í grasinu gat ég það ekki vegna þess að ég hélt engu jafnvægi í annars tiltölulega sléttu graslendi.
 
:Þegar ég komst upp á milli Fellanna og ljósin í bænum blöstu við, leit ég einhverja stórkostlegustu sýn í lífi mínu og mér óx ásmegin og greikkaði sporið að fyrsta húsinu sem ljós var í. Þar barði ég dyra og bað um hjálp, en síðar rennur flest út í móðu, sem síðar gerðist á leiðinni til sjúkrahússins...
 
:Ég hét því á meðan á þessu stóð, fyrst á kili, að fara aldrei til sjós oftar, ef mér ætti að verða lífs auðið. Svo ítrekaði ég þetta heit á sundinu, en eitthvað er ég nú farinn að guggna á því. Maður sér bara til úr því að manni er ætlað að lifa áfram. En ég hef nú fengið það sem var efst á óskalistanum á sundinu, heitt bað og heitt rúm. Umfram allt vil ég þakka almættinu í auðmýkt þótt það sé nú ekki manns sterkasta hlið. 




{{Heimildir|
{{Heimildir|
* Lífins melódí, Árni Johnsen, 2004, Vaka-Helgafell
* Árni Johnsen. „Lífins melódí“. Reykjavík: Vaka-Helgafell, 2004.
* ________. Stjörnurnar hurfu í skýin - en stjarnan mín hvarf aldrei. Morgunblaðið, 16. mars 71. árg. 1984. 
* „Ljósin í Eyjum voru honum leiðarljós“, Morgunblaðið, 12. mars 2004.
}}
}}
<meta:creator>Skapti Örn Ólafsson</meta:creator>
[[Flokkur:Sjórinn]]
[[Flokkur:Viðtöl]]

Núverandi breyting frá og með 11. mars 2009 kl. 21:11

Eftirfarandi viðtal tók Árni Johnsen, þá blaðamaður á Morgunblaðinu, við Guðlaug skömmu eftir að sá síðarnefndi vann hið einstaka afrek. Viðtalið birtist í Morgunblaðinu 16. mars 1984, örfáum dögum eftir slysið, og hér á eftir fara stiklur úr viðtalinu.


Guðlaugur rúmu ári eftir slysið.
Vestmannaeyjabær lét reisa þennan minnisvarða á sjómannadaginn 1996. Á honum stendur: Helliseyjarslysið. Að kvöldi 11. mars 1984 sökk Hellisey VE 503 þrjár sjómílur í austur frá Stórhöfða. Með bátnum fórust fjórir ungir sjómenn. Einn skipverji, Guðlaugur Friðþórsson, þá 22 ára, vann það ótrúlega þrekvirki að synda um 6 kílómetra leið í ísköldum sjónum. Hann náði á land hér við ströndina eftir 5 klukkustunda sund og þurfti síðan að ganga berfættur yfir hraunið áður en hann náði til byggða.
Við töluðum mikið saman á kili og ég sagði si svona: „Jæja, þetta þurfti þá að enda svona. Maður heldur alltaf að einhver annar lendi í því, einhver annar maður, einhver annar bátur. Svona er það líka í landi, en svo allt í einu er stundin runnin upp.“ Við sátum frammi á kili og var skipið þá mikið til komið í kaf að aftan. Mér verður þá að orði: „Ef Guð er til ætti hann að hjálpa manni, nú þarf maður á því að halda.“ Undarlegt er þetta, og oft hefur maður efast um það að Guð væri til og jafnvel hæðst að því á ákveðnum aldri, eins og gengur.
Hjörtur skipstjóri sagði þá að við skyldum fara með bænina Faðir vor og við gerðum það þrír saman og reyndum að hughreysta hver annan. Hirti var mjög kalt, því hann hafði misst skó og sokka af sér, og ég lánaði honum stígvélin mín, því ég var sjálfur í ullarsokkum. Það var kalt þarna á kili. [...]
Það hafði ekki hvarflað að mér að reyna að synda til lands, en þegar Hjörtur skipstjóri sagðist ætla að freista þess, sagðist ég einnig ætla að gera það. Skyndilega datt báturinn undan okkur og við vorum aftur í sjónum. Við höfðum ákveðið að reyna sund til lands án þess að fylgjast að og án þess að hjálpa hver öðrum, töldum það vonlaust. Við sáum vitaljósið á Stórhöfða og tókum þrír stefnuna þangað. Fljótlega vorum við Hjörtur tveir einir og kölluðumst á, en síðan hætti ég að fá svar og hætti þá að kalla.
Ég hugsaði svo margt á sundinu til lands, hvað maður hefur gert og hvað maður átti eftir að gera. Ég hef til dæmis verið að velta því fyrir mér með félögum mínum að skreppa til New York og við höfum stundum haft á orði að við gætum ekki verið þekktir fyrir annað en að fara til Nýju Jórvíkur áður en við dræpumst og þetta fór ég að hugsa um á leiðinni til Heimaeyjar, fannst alveg ótækt að geta ekki látið þann draum rætast. Ég fór líka að hugsa um það að ég skulda hér og þar, smávegis, eins og gengur, og mér þótti mikið slæmt að stefna í dauðann án þess að geta gert upp. Ég á mótorhjól og er nýbúinn að panta í það frá Bretlandi og ég var til dæmis að velta því fyrir mér hvort karlinn sem ég pantaði hjá yrði nú ekki snarvitlaus ef pöntunin yrði ekki sótt. Mér fannst líka óþægilegt að hugsa til þess að þeir sem ég skuldaði kynnu ekki við að rukka foreldra mína. Þannig var ég allan tímann að velta hlutunum fyrir mér, reyna að halda hugsuninni gangandi um leið og það tosaðist á sundinu.
Stundum barði ég saman löppunum til þess að finna að þær væru með í dæminu og ég fann það svolítið þegar þær smullu saman. Ég synti í sjógallanum fyrstu míluna, en innan undir var ég aðeins í gallabuxum, skyrtu og peysu. Gallinn var alltaf að stífna meira og meira og þegar ég skipti um frá bringusundi á baksund og öfugt, komu strengir í mig og ég þurfti alltaf að juða upp gallann. Þá var ég að velta því fyrir mér hvort mér yrði kalt ef ég færi úr gallanum, en auðvitað hefur hann ekkert hlíft gegn kuldanum.
Oft hóstaði ég á sundinu og reyndi að æla, því ég hafði drukkið sjó. Einu sinni stoppaði ég á sundinu og stakk puttanum upp í mig til þess að æla. Ég synti alltaf með höfuðið upp úr og þess vegna fékk ég fljótlega hálsríg, en ég gat aldrei synt lengi á bakinu vegna þess að þá kólnaði mér svo á höfðinu.
Þegar ég hafði synt um mílu sá ég bát koma siglandi og synti allt hvað af tók og var þá ekkert að hugsa um að halda höfðinu upp úr. Þegar báturinn fór framhjá mér voru um 100 metrar í hann og ég öskraði af öllum lífs og sálar kröftum, veifaði og buslaði, en báturinn hvarf án þess að nokkur tæki eftir mér. Þá greip mig svolítið vonleysi, þegar ég sá á eftir bátnum, en svo sá ég að úr því að hjálpin bærist ekki yrði ég að bjarga mér sjálfur og við það styrktist ég aftur og tók stefnuna á Heimaey sem grillti í langt fjarri í myrkrinu. Þá fór ég úr sjógallanum, en synti spöl án þess að taka eftir að buxurnar þvældust á fótunum. Stundum þegar ég synti baksund, bögglaði ég saman fingurna og blés í þá.
Á landleiðinni sá ég líka alltaf ljóskastarana austur á Nýja Hrauni, og stefndi á þá og Stórhöfðavitann. Ég sá einnig Álsey undan Stórhöfða og Elliðaey austan við Bjarnarey, en þegar fór að saxast á Álsey sá ég að ég var að mjakast og það hleypti í mig dug og von. Þegar Elliðaey var horfin undir Bjarnarey taldi ég eina mílu eftir í land. [...]
Það undarlega var að ég var aldrei hræddur þessa nótt. Ég hafði á tilfinningunni að ég myndi deyja. Ég fór tvisvar með Faðir vor á leiðinni í land, en það var satt að segja ansi fjölbreytt sem ég reyndi að gera til þess að halda hugsuninni gangandi. Ég talaði við múkkann og bað fyrir skilaboð til lands, bað hann að láta vita af mér. Múkkinn hefur alltaf verið kallaður vinur sjómannsins.
„Þú ert ekki mikið að hjálpa mér,“ kallaði ég til eins múkkans, en þeir fylgdu mér eftir langleiðina til lands, og það var ágætt. Ég velti því einnig fyrir mér hvort það myndi vilja til að höfrungur kæmi mér til hjálpar, hafði heyrt um slíkt erlendis frá. Ég held að það hafi hjálpað mér mjög að ég var rólegur allan tímann, var ekki hræddur við að deyja, en hins vegar kveið ég því að drukkna ef dauðinn væri á annað borð á næsta leiti. Alltaf þegar ég synti bringusund sá ég land, vitaljósið og Eyjarnar, en þegar ég synti baksundið miðaði ég stefnuna við skæra stjörnu á himni. Það var stjörnubjart lengi vel en síðan fór að verða skýjað og stjörnurnar hurfu að mestu í skýin, en stjarnan mín hvarf aldrei. Ég hafði hana beint frá andlitinu á baksundinu og það brást aldrei að stefnan var rétt þegar ég fór yfir á bringuna. Einu sinni stóð ég mig þó að því að synda frá landi. Þá hafði ég synt með lokuð augun um stund til þess að hvíla mig. Skömmu áður hafði ég snúið mér á sundinu, en var fljótur að snúa frá stefnunni á Dyrhólaey og til Heimaeyjar.
Á tímabili sagði ég sjálfum mér brandara á leiðinni, en ég kann nokkuð af þeim. Það stytti tímann, maður varð að gera eitthvað. Ég var þá búinn að vera svo dofinn í líkamanum að það var eins og ég flyti af gömlum vana, sérstaklega var ég dofinn á fótunum. Ég kappkostaði að hugsa allan tímann og það var margt ótrúlegt sem kom fram í hugann, bæði það sem maður hefur heyrt gott og illt. Svo reyndi ég að blístra lög á baksundinu, en það hefði ugglaust verið erfitt að dansa eftir þeim takti.
Eftir nokkrar vangaveltur í brimgarðinum við hamra Heimaeyjar synti ég út úr honum aftur en þá ákvað ég að láta kylfu ráða kasti úr því sem komið var og forlögin höfðu verið mér svona hliðholl. Ég fór því á baksund og synti aftur inn í brimgarðinn, á fullri ferð, án þess að vita hvort framundan væri sandfjara, grýtt urð eða hamraveggur. Þegar ég hafði öslað brimlöðrið á bakinu og taldi mig vera nálægt landi, því brimniðurinn segir manni nokk hve nærri landi maður er, þá sneri ég mér á bringuna og var þá við stóran stein sem var svona 5-10 metra frá stórgrýttri fjörunni. Ég náði taki á klettinum og hélt mér þar meðan fjaraði út, en næsta alda henti mér yfir klettinn og skolaði mér í urðina. Þar komst ég upp á syllu, sem ég skreið upp á, því ég gat ekki staðið. Ég hugsaði með mér að ég væri með sjóriðu og fannst það skammarlegt af sjómanni að vera. Ég sat í nokkrar mínútur á syllunni og skorðaði mig af, því það flæddi upp á sylluna í fyllingum. Ég gerði mér ekki grein fyrir því að lappirnar voru búnar, en síðan komst ég, milli laga, fyrir bergsnös í fjörunni og upp á þurrt, loksins.


Þá fór ég að velta því fyrir mér hvort ég ætti að leggjast niður stundarkorn, en ég var hræddur um að það myndi alveg slokkna á mér ef ég sofnaði þarna, svo ég ákvað að halda áfram eftir stutta stund. Ég skreið fyrst, reyndi síðan að labba, en skjögraði til allra átta og gat satt að segja ekki staðið á fótunum af neinu viti. Ég reyndi að festa spýtu úr fjörunni undir iljarnar á mér, en það gekk ekki. Skæðin tolldu ekki. Ég taldi mér borgið þegar ég var kominn á land, en samt var það ef til vill erfiðara að fara landleiðina um hraunið en sjóleiðina, berfættur og svo dofinn að maður fann ekki fyrir sjálfum sér þótt maður klipi sig.
Líklega hef ég verið um það bil 5 klukkutíma á sundi eftir eina klukkustund á kili og nær þrjár klukkustundir að komast í bæinn. Á miðri leið, austur á Haugum, rakst ég á baðkar, sem notað er til að brynna ám. Með bylmingshöggum, svo hönd mín bólgnaði, náði ég að brjóta þumlungsþykkan ís ofan á vatninu í baðkarinu og gatið sem myndaðist passaði nákvæmlega til þess að ég gæti stungið hausnum ofan í vatnið og svolgrað. Það hressti mig mikið, en samt var ég svo móður og þungur á göngunni að ég geri mér varla grein fyrir hvernig ég liðaðist upp hlíðina og yfir hraunið. Þegar ég kom að Helgafellsgryfjunni, að lítilli brekku á veginum, var ég að hugsa um að fara heldur suður í Flugstöð í stað þess að leggja í brekkuna, svo miklaði ég hana fyrir mér, en ég lagði þó í hana og þegar ég reyndi að labba utan vegar í grasinu gat ég það ekki vegna þess að ég hélt engu jafnvægi í annars tiltölulega sléttu graslendi.
Þegar ég komst upp á milli Fellanna og ljósin í bænum blöstu við, leit ég einhverja stórkostlegustu sýn í lífi mínu og mér óx ásmegin og greikkaði sporið að fyrsta húsinu sem ljós var í. Þar barði ég dyra og bað um hjálp, en síðar rennur flest út í móðu, sem síðar gerðist á leiðinni til sjúkrahússins...
Ég hét því á meðan á þessu stóð, fyrst á kili, að fara aldrei til sjós oftar, ef mér ætti að verða lífs auðið. Svo ítrekaði ég þetta heit á sundinu, en eitthvað er ég nú farinn að guggna á því. Maður sér bara til úr því að manni er ætlað að lifa áfram. En ég hef nú fengið það sem var efst á óskalistanum á sundinu, heitt bað og heitt rúm. Umfram allt vil ég þakka almættinu í auðmýkt þótt það sé nú ekki manns sterkasta hlið.



Heimildir

  • Árni Johnsen. „Lífins melódí“. Reykjavík: Vaka-Helgafell, 2004.
  • ________. Stjörnurnar hurfu í skýin - en stjarnan mín hvarf aldrei. Morgunblaðið, 16. mars 71. árg. 1984.
  • „Ljósin í Eyjum voru honum leiðarljós“, Morgunblaðið, 12. mars 2004.

<meta:creator>Skapti Örn Ólafsson</meta:creator>