„Sigurlaug Jóhannesdóttir (Bakkastíg 9)“: Munur á milli breytinga
(Ný síða: '''Guðný ''Sigurlaug'' Jóhannesdóttir''', húsfreyja, sinnti ljósmóðurstörfum, fæddist 2. maí 1880 á Jökulsá á Flateyjardal, S.-Þing., og lést 11. ágúst 1956.<br> Foreldrar hennar voru Jóhannes Jóhannesson, f. 7. maí 1845, d. 1. mars 1883, og Jóhanna Jónína Jóhannesdóttir, f. 14. janúar 1849, d. 12. desember 1940.<br> Sigurlaug var tökubarn í Krosshúsum í Flatey um 1883-1899, var hjú í Veitingahúsi í Húsavíkursókn 1901.<br> Þau Halldór gi...) |
m (Viglundur færði Sigurlaug Jóhannesdóttir á Sigurlaug Jóhannesdóttir (Bakkastíg 9)) |
(1 millibreyting ekki sýnd frá sama notandanum) | |
(Enginn munur)
|
Núverandi breyting frá og með 24. september 2024 kl. 14:45
Guðný Sigurlaug Jóhannesdóttir, húsfreyja, sinnti ljósmóðurstörfum, fæddist 2. maí 1880 á Jökulsá á Flateyjardal, S.-Þing., og lést 11. ágúst 1956.
Foreldrar hennar voru Jóhannes Jóhannesson, f. 7. maí 1845, d. 1. mars 1883, og Jóhanna Jónína Jóhannesdóttir, f. 14. janúar 1849, d. 12. desember 1940.
Sigurlaug var tökubarn í Krosshúsum í Flatey um 1883-1899, var hjú í Veitingahúsi í Húsavíkursókn 1901.
Þau Halldór giftu sig, voru um skeið á Grenivík, um tíma í Fjörðum, S.-Þing. Þau bjuggu síðan í Hlíð í Grýtubakkahreppi.
Halldór lést 1937.
Sigurlaug var hjá börnum sínum Norðanlands um skeið, en hjá Önnu dóttur sinni í Eyjum frá 1944.
Hún lést á Brautarhóli á Svalbarðsströnd hjá dóttur sinni 1956.
I. Maður Sigurlaugar var Halldór Jónasson, bóndi, sjómaður, f. 11. september 1876, d. 14. nóvember 1937. Foreldrar hans voru Jónas Vigfússon, f. 26. ágúst 1850, d. 1. júní 1922, og Halldóra Þorvaldsdóttir, f. 16. október 1850.
Börn þeirra:
1. Sigurjóna Halldórsdóttir, f. 26. desember 1909, d. 13. apríl 1966.
2. Haraldur Halldórsson, f. 4. febrúar 1912, d. 23. ágúst 1965.
3. Jóhannes Halldórsson.
4. Anna Halldórsdóttir, húsfreyja, f. 11. júlí 1916, d. 17. júlí 2002.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Elísabet Arnoddsdóttir.
- Heimaslóð.
- Íslendingabók.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.