„Arndís Jónsdóttir (Hvammi)“: Munur á milli breytinga
(Ný síða: '''Arndís Jónsdóttir''' frá Grímsstöðum í Meðallandi, V.-Skaft. húsfreyja í Norðurbæ í Hvammi í Landmannahreppi, Rang. fæddist 20. nóvember 1822 og lést 3. október 1912.<br> Foreldrar hennar voru Jón Ólafsson bóndi, f, 1788, d. 24. maí 1854, og fyrri kona hans Þuríður Aradóttir húsfreyja, f. 1788, d. 3. maí 1847. Þau Hreiðar giftu sig 1846, eignuðust fjögur börn.<br> Hreiðar drukknaði á Eyjarvaði í Þjórsá 1848.<br> Þau Helgi giftu sig...) |
m (Verndaði „Arndís Jónsdóttir (Hvammi)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn))) |
(Enginn munur)
|
Núverandi breyting frá og með 29. apríl 2024 kl. 09:50
Arndís Jónsdóttir frá Grímsstöðum í Meðallandi, V.-Skaft. húsfreyja í Norðurbæ í Hvammi í Landmannahreppi, Rang. fæddist 20. nóvember 1822 og lést 3. október 1912.
Foreldrar hennar voru Jón Ólafsson bóndi, f, 1788, d. 24. maí 1854, og fyrri kona hans Þuríður Aradóttir húsfreyja, f. 1788, d. 3. maí 1847.
Þau Hreiðar giftu sig 1846, eignuðust fjögur börn.
Hreiðar drukknaði á Eyjarvaði í Þjórsá 1848.
Þau Helgi giftu sig 1851, eignuðust níu börn.
Þau bjuggu í Hvammi til 1863, voru í vinnumennsku , bjuggu í Hraukhlöðu í Stokkseyrarhreppi 1866-1878 og í Borgarholti þar 1878-1879.
Helgi lést 1881.
Arndís dvaldi hjá syni sínum í Stóru-Hildisey í A.-Landeyjum og síðar hjá Gottskálki sonarsyni sínum í Hraungerði við Landagötu 9 og lést þar 1912.
I. Maður Arndísar, (29. júní 1846), var Hreiðar Hreiðarsson frá Merkihvoli á Landi, bóndi, f. 21. júní 1810, drukknaði 15. nóvember 1848. Foreldrar hans voru Hreiðar Helgason bóndi, f. 1778, d. 19. júlí 1843 og kona hans Málhildur Benediktsdóttir frá Ólafshúsum u. Eyjafjöllum, húsfreyja, skírð 5. júní 1778, d. 15. október 1841.
Börn þeirra:
1. Hreiðar Hreiðarsson bóndi í Stóru-Hildisey í A.-Landeyjum, f. 15. september 1844, d. 13. mars 1910.
2. Þuríður Hreiðarsdóttir, f. 11. febrúar 1846, d. 17. s.m.
3. Jón Heiðarsson, f. 4. október 1847, d. 27. s.m.
4. Þóranna Heiðarsdóttir, bústýra í Rvk, f. 13. júní 1849, d. 7. febrúar 1916.
II. Maður Arndísar, (6. nóvember 1851), var Helgi Jónsson frá Látalæti á Landi, bóndi, vinnumaður, f. þar 12. nóvember 1822, d. 11. maí 1881. Foreldrar hans voru Jón Jónsson bóndi, f. 28. apríl 1788, d. 9. febrúar 1845, og kona hans Guðlaug Helgadóttir frá Klofa á Landi, húsfreyja, f. 9. apríl 1786, d. 23. júlí 1837.
Börn þeirra:
5. Kristín Helgadóttir, f. 6. desember 1850, d. 27. janúar 1851.
6. Ólafur Helgason, vinnumaður í Borgarholti á Stokkseyri, f. 22. desember 1851, á lífi 1879.
7. Jón Helgason, f. í janúar 1853, d. sennilega ungur.
8. Guðlaug Helgadóttir, f. 11. júlí 1854, d. 21. s.m.
9. Eyjólfur Helgason bóndi á Rossland í Alberta, f. 20. nóvember 1855, d. 12. mars 1931.
10. Helgi Helgason, bóndi í Stóru-Sandvík í Flóa, f. 30. júní 1858, d. 16. október 1915.
11. Kristján Helgason, vinnumaður á Stóruvöllum, f. 30. júní 1858, d. 14. maí 1882.
12. Guðlaug Helgadóttir, f. 9. október 1859, d. 23. janúar 1860.
13. Sigríður Helgadóttir, f. 29. ágúst 1863, d. 29. desember s.á.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Bólstaðir og búendur í Stokkseyrarhreppi. Guðni Jónsson. Stokkseyringafélagið í Reykjavík 1952.
- Íslendingabók.
- Landmannabók – Landsveit. Valgeir Sigurðsson, Ragnar Böðvarsson og fleiri. Rangárþing ytra, Hellu 2003.
- Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.