„Þorgerður Dagbjartsdóttir“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: thumb|200px|''Þorgerður Dagbjartsdóttir. '''Þorgerður Dagbjartsdóttir''' frá Þúfu í Landsveit, húsfreyja, verkakona fæddist þar 28. október 1931 og lést 28. júlí 2022 á Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi.<br> Foreldrar hennar voru Dagbjartur Hannesson bóndi, f. 6. desember 1902, d. 27. desember 1983, og kona hans Sigrún Kjartansdóttir, f. 8. apríl 1907, d. 19. mars 1975. Þorgerður ólst upp hjá foreldrum...)
 
m (Verndaði „Þorgerður Dagbjartsdóttir“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
 
(Enginn munur)

Núverandi breyting frá og með 11. mars 2024 kl. 15:04

Þorgerður Dagbjartsdóttir.

Þorgerður Dagbjartsdóttir frá Þúfu í Landsveit, húsfreyja, verkakona fæddist þar 28. október 1931 og lést 28. júlí 2022 á Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi.
Foreldrar hennar voru Dagbjartur Hannesson bóndi, f. 6. desember 1902, d. 27. desember 1983, og kona hans Sigrún Kjartansdóttir, f. 8. apríl 1907, d. 19. mars 1975.

Þorgerður ólst upp hjá foreldrum sínum.
Hún fór síðar á vertíðir í Eyjum, kynntist Páli þar. Þau giftu sig 1965, eignuðust fjögur börn , en misstu fyrsta barn sitt nýfætt. Þau bjuggu við Birkihlíð 3 í Eyjum, en síðan við Lambhaga 13 á Selfossi.
Þorgerður vann hjá Sláturfélagi Suðurlands ásamt húsfreyjustörfum sínum.
Hún lést 2022.

I. Maður Þorgerðar, (16. maí 1965), er Páll Bergsson frá Hofi í Öræfum, sjómaður, stýrimaður, afgreiðslumaður, vörubifreiðastjóri, f. 30. september 1932.
Börn þeirra:
1. Drengur, f. 1963, d. 1963.
2. Dagrún Pálsdóttir, f. 31. desember 1964. Maður hennar Kristján Karl Heiðberg.
3. Bergur Pálsson, f. 31. desember 1964. Kona hans Sigrún Þorkelsdóttir.
4. Baldur Pálsson, f. 22. ágúst 1968. Barnsmóðir hans Jóhanna Sigríður Esjarsdóttir. Kona hans Svava Steingrímsdóttir.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Morgunblaðið 8. ágúst 2022. Minning Þorgerðar.
  • Prestþjónustubækur.
  • Skipstjóra- og stýrimannatal. Guðmundur Jakobsson. Ægisútgáfan 1979.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.