„Dagbjört Þórðardóttir (hjúkrunarfræðingur)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: thumb|200px|''Dagbjört Guðríður Þórðardóttir. '''Dagbjört Guðríður Þórðardóttir''' frá Granda í Arnarfirði, hjúkrunarfræðingur fæddist þar 10. október 1921 og lést 17. ágúst 2013.<br> Foreldrar hennar voru Þórður Valgeir Benjamínsson bóndi í Hergilsey, síðar í Flatey á Breiðafirði, f. 2. ágúst 1896, d. 10. nóvember 1985, og Þorbjörg Sigurðardóttir húsfreyja, f. 26. október 1899, d. 27. m...)
 
m (Verndaði „Dagbjört Þórðardóttir (hjúkrunarfræðingur)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
 
(Enginn munur)

Núverandi breyting frá og með 4. mars 2024 kl. 16:56

Dagbjört Guðríður Þórðardóttir.

Dagbjört Guðríður Þórðardóttir frá Granda í Arnarfirði, hjúkrunarfræðingur fæddist þar 10. október 1921 og lést 17. ágúst 2013.
Foreldrar hennar voru Þórður Valgeir Benjamínsson bóndi í Hergilsey, síðar í Flatey á Breiðafirði, f. 2. ágúst 1896, d. 10. nóvember 1985, og Þorbjörg Sigurðardóttir húsfreyja, f. 26. október 1899, d. 27. mars 1987.

Dagbjört var í unglingaskóla í Flatey 1 vetur, lauk námi í Hjúkrunaskóla Íslands í maí 1951, fór í náms- og kynnisferð til Johannesberg í Mariestad í Svíþjóð 6. janúar 1955 til 20. apríl s.á..
Hún var hjúkrunarkona við Lsp., handlæknisdeild 1. júní 1951 til 1. júní 1953, við Sentralsykehuset Akershus, Ósló 10. júní 1953 til 30. maí 1954, Rikshospitalet í Ósló, barnadeild 1. júní 1954 til 1. janúar 1955, Centralsygehuset Hilleröd, í Danmörku 1. maí 1955 til 1. september s.á., á Kleppsspítalanum 1. október 1955 til ágúst 1956. Hún var hjúkrunarfræðingur á Heilsverndarstöðinni í Eyjum ágúst 1956 til júlí 1959, St. Jósefs spítala í Rvk 2. júlí 1959 til 1. janúar 1960, á Reykjalundi 6. janúar 1960 til 10. ágúst 1961, yfirhjúkrunarfræðingur frá 10. ágúst 1961 til 1982. Hún vann á Hrafnistu frá 1983.
Hún var formaður Hlífar, deildar ellilífeyrisþega Hjúkrunarfélags Íslands 1984-1986. Hún var sæmd gullmerki SÍBS.
Þau Vigfús voru í sambúð.
Vigfús lést 1986 og Dagbjört 2013.

I. Sambúðarmaður Dagbjartar var Vigfús Egilson skrifstofumaður, f. 13. febrúar 1917, d. 19. mars 1986. Foreldrar hans voru Sveinbjörn Ásgeir Egilson ritstjóri, skrifstofustjóri, f. 21. ágúst 1863, d. 25. október 1946, og kona hans Elín Svanhvít Vigfúsdóttir Egilson húsfreyja, f. 13. maí 1892, d. 5. júní 1965.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Hjúkrunarfræðingatal I-III. Hjúkrunarfélag Íslands 1969-1992.
  • Íslendingabók.
  • Morgunblaðið 28. ágúst 2013. Minning.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.