„Bjarni Eiríkur Sigurðsson“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: thumb|200px|''Bjarni Eiríkur Sigurðsson. '''Bjarni Eiríkur Sigurðsson''' kennari fæddist 27. júní 1935 á Seyðisfirði.<br> Foreldrar hans voru Sigurður Kristmar Eiríksson verkamaður, f. 20. nóvember 1892, d. 18. júní 1970, og Ingunn Bjarnadóttir húsfreyja, tónskáld, f. 25. mars 1905, d. 29. apríl 1972. Bjarni ólst upp með móður sinni og Hróðmari Sigurðssyni kennara, fósturföður sínum.<br> Hann lauk unglinga...)
 
m (Verndaði „Bjarni Eiríkur Sigurðsson“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
 
(Enginn munur)

Núverandi breyting frá og með 25. febrúar 2024 kl. 14:55

Bjarni Eiríkur Sigurðsson.

Bjarni Eiríkur Sigurðsson kennari fæddist 27. júní 1935 á Seyðisfirði.
Foreldrar hans voru Sigurður Kristmar Eiríksson verkamaður, f. 20. nóvember 1892, d. 18. júní 1970, og Ingunn Bjarnadóttir húsfreyja, tónskáld, f. 25. mars 1905, d. 29. apríl 1972.

Bjarni ólst upp með móður sinni og Hróðmari Sigurðssyni kennara, fósturföður sínum.
Hann lauk unglingaprófi í miðskóla í Hveragerði 1951, lærði í Garðyrkjuskólanum að Reykjum 1951-1953, lauk garðyrkjufræðiprófi þar 1953, lauk landsprófi í Héraðsskólanum í Reykholti 1954, íþróttakennaraprófi 1955 og handavinnukennaraprófi 1957, lauk tamningamannaprófi 1973, reiðkennaraprófi 1976. Hann lærði landbúnað og líffræði í Edinborgarháskóla 1977-1978.
Bjarni var íþróttakennari á Þórshöfn, Norðfirði og í Eyjum 1956-1959, kennari við barna og unglingaskólann í Sandgerði 1957-1958, í barna- og miðskólanum í Hveragerði 1958-1979, var skólastjóri grunnskólans í Þorlákshöfn frá 1980.
Hann var bóndi á Hvoli í Ölfusi frá 1971, stundaði tamningar og rak tamningastöð og hestaleigu á Hvoli, kenndi hestamennsku í Þorlákshöfn, Reykhólum, á Akranesi, Stokkseyri, í Suðursveit og á Mýrum, A.-Skaft. mörg sumur.
Bjarni starfaði í hestamannafélögum, var formaður Ungmennafélags Hveragerðis og Ölfus, var fulltrúi á þingum L.H. og Búnaðarsambands Suðurlands, trúnaðarmaður Skólastjóra- og yfirkennarafélags Suðurlands frá 1980, formaður afréttarnefndar Ölfusinga 1974-1982, félagsheimilanefndar Ölfusinga 1978-1982, sundlaugarnefndar Þorlákshafnar frá 1981. Hann sat í félagsheimilisnefnd Þorlákshafnar frá 1980, var gjaldkeri í Félagi tamningamanna 1979-1981, formaður hrossaræktardeidar Búnaðarfélags Ölfusinga 1973-1978, dómari á Landsmóti hestamanna 1978 og 1982, fjórðungsmóti Austurlands í Hornafirði 1977 og á fjölda félagsmóta frá 1970.
Rit: Greinar um landbúnað í Morgunblaðinu 1978, um hesta og hestamennsku í Eiðfaxa 1978-1979, 1980 og 1982.
Hann var fréttaritari Morgunblaðsins í Ölfusi frá 1974, í ritstjórn Eiðfaxa 1979-1981.
Þau Kristín giftu sig 1957, eignuðust fjögur börn, en skildu.

I. Kona Bjarna, (31. desember 1957, skildu), er Kristín Björg Jónsdóttir frá Rafnsholti við Kirkjuveg 64, húsfreyja, loftskeytamaður, f. 22. nóvember 1936.
Börn þeirra:
1. Hróðmar Bjarnason, f. 8. maí 1958. Hann rekur fyrirtækið Eldhestar.
2. Sigurjón Bjarnason skólastjóri, f. 17. sept. 1959.
3. Bjarni Bjarnason sálfræðingur, f. 14. okt. 1965.
4. Daði Bjarnason lögmaður, f. 29. ágúst 1974.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Kennaratal á Íslandi. Ólafur Þ. Kristjánsson og fleiri. Prentsmiðjan Oddi 1958-1988.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.