„Vilborg Oddsdóttir“: Munur á milli breytinga
(Ný síða: '''Vilborg Oddsdóttir''' frá Nýjabæ í Landbroti í V.-Skaft., húsfreyja fæddist þar 24. september 1890 og lést 23. febrúar 1982.<br> Foreldrar hennar voru Oddur Bjarnason bóndi, f. 7. mars 1853, d. 1. febrúar 1931, og kona hans Elínborg Ásgrímsdóttir húsfreyja, f. 19. mars 1855, d. 4. júlí 1949. Vilborg var með foreldrum sínum í Nýjabæ til 1909, var vinnukona í Skammadal í Mýrdal 1909-1913, á Skagnesi þar 1913-1914, húskona í Norðurgarði þar...) |
m (Verndaði „Vilborg Oddsdóttir“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn))) |
(Enginn munur)
|
Núverandi breyting frá og með 9. febrúar 2024 kl. 17:36
Vilborg Oddsdóttir frá Nýjabæ í Landbroti í V.-Skaft., húsfreyja fæddist þar 24. september 1890 og lést 23. febrúar 1982.
Foreldrar hennar voru Oddur Bjarnason bóndi, f. 7. mars 1853, d. 1. febrúar 1931, og kona hans Elínborg Ásgrímsdóttir húsfreyja, f. 19. mars 1855, d. 4. júlí 1949.
Vilborg var með foreldrum sínum í Nýjabæ til 1909, var vinnukona í Skammadal í Mýrdal 1909-1913, á Skagnesi þar 1913-1914, húskona í Norðurgarði þar 1914-1915.
Þau Benedikt giftu sig 1915, eignuðust fjögur börn. Þau leigðu á Hól 1916, bjuggu í Vík í Mýrdal 1919-1934, fluttu þá til Rvk og bjuggu þar síðan.
Benedikt lést 1970 og Vilborg 1982.
I. Maður Vilborgar, (30. júlí 1915), var Benedikt Einarsson frá Suður-Hvammi í Mýrdal, síðar verslunarstjóri í Rvk, f. 6. janúar 1893, d. 26. ágúst 1970.
Börn þeirra:
1. Einar Kristinn Benediktsson verslunarmaður, f. 14. júní 1916 á Hól, d. 13. janúar 1957.
2. Ingvaldur Benediktsson klæðskeri, bryti, f. 17. nóvember 1918, d. 24. janúar 1999. Kona hans Anna Hebre Benediktsson.
3. Guðjón Halldór Benediktsson bifreiðastjóri, f. 3. desember 1920, d. 2. janúar 1975. Kona hans Alda Jóhannsdóttir
4. Sigurbjörg Benediktsdóttir símamær, f. 14. september 1924, d. 5. febrúar 2012.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Prestþjónustubækur.
- Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.