„Geir Hinriksson“: Munur á milli breytinga
Fara í flakk
Fara í leit
Ekkert breytingarágrip |
m (Verndaði „Geir Hinriksson“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn))) |
(Enginn munur)
|
Núverandi breyting frá og með 3. febrúar 2024 kl. 14:11
Geir Hinriksson bakarasveinn, sjómaður, matsveinn fæddist 14. maí 1902 og lést 7. janúar 1940.
Foreldrar hans voru Hinrik Hinriksson bóndi, f. 8. desember 1859, d. 25. júní 1921, og kona hans Gunnþórunn Gísladóttir húsfreyja, f. 28. maí 1868, d. 12. júní 1958.
Geir kom í Mýrdal frá Úlfsstöðum á Völlum 1905, var tökubarn á Dyrhólum í Mýrdal 1905-1915, í Vík þar 1915-1917. Hann var hjá foreldrum sínum í Norðurgarði þar 1917-1918, var tökubarn í Vík 1918-1919.
Hann fór til Eyja 1919, var bakari hjá Magnúsi Bergssyni.
Geir var matsveinn á Lagarfossi, er hann drukknaði 1940.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Manntöl.
- Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.