„Guðfinna Pálsdóttir Hjarðar“: Munur á milli breytinga
(Ný síða: '''Guðfinna Pálsdóttir Hjarðar''' húsfreyja fæddist 7. október 1886 á Rauðhálsi í Mýrdal og lést 22. mars 1957.<br> Foreldrar hennar voru Páll Guðmundsson vinnumaður, f. 18. febrúar 1850 á Fossi á Síðu, V.-Skaft., d. 1. mars 1939, og kona hans Oddný Sæmundsdóttir bústýra, húsfreyja, f. 24. ágús 1852 á Mið-Hvoli í Mýrdal, d. 28. janúar 1945. Guðfinna var með foreldrum sínum á Rauðhálsi til 1898, var tökubarn og síðan vinnukona á Nor...) |
m (Verndaði „Guðfinna Pálsdóttir Hjarðar“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn))) |
(Enginn munur)
|
Núverandi breyting frá og með 29. janúar 2024 kl. 17:48
Guðfinna Pálsdóttir Hjarðar húsfreyja fæddist 7. október 1886 á Rauðhálsi í Mýrdal og lést 22. mars 1957.
Foreldrar hennar voru Páll Guðmundsson vinnumaður, f. 18. febrúar 1850 á Fossi á Síðu, V.-Skaft., d. 1. mars 1939, og kona hans Oddný Sæmundsdóttir bústýra, húsfreyja, f. 24. ágús 1852 á Mið-Hvoli í Mýrdal, d. 28. janúar 1945.
Guðfinna var með foreldrum sínum á Rauðhálsi til 1898, var tökubarn og síðan vinnukona á Norður-Hvoli í Mýrdal 1898-1905, vinnukona í Norður-Vík í Mýrdal 1905-1908,
Hún fór til Eyja 1908, var vinnukona í London við Miðstræti 3 1910. Hún kom að Hjarðarhaga á Jökuldal, N.-Múl. 1918, var bústýra þar 1920, húsfreyja frá 1922 og enn 1940.
Þau Þorvaldur Sigurgeir giftu sig 1922, eignuðust fimm börn.
Þorvaldur lést 1948 og Guðfinna 1957.
I. Maður Guðfinnu, (11. september 1922), var Þorvaldur Sigurgeir Benediktsson Hjarðar bóndi, f. 1. apríl 1879, d. 15. maí 1948. Foreldrar hans voru Benedikt Sigurðsson veitingamaður, bóndi, f. 13. nóvember 1830, d. 7. janúar 1883 og kona hanss Solveig Marín Þórðardóttir húsfreyja, f. 1. október 1851, d. 17. ágúst 1928.
Börn þeirra:
1. Páll Hjarðar Þorvaldsson, f. 18. janúar 1918, d. 3. júní 2008.
2. Benedikt Þorvaldsson Hjarðar, f. 1. ágúst 1921, d. 25. október 2005.
3. Solveig Aðalheiður Hjarðar, f. 15. janúar 1923, d. 12. september 2018.
4. Gunnhildur Þorvaldsdóttir Hjarðar f. 19. desember 1924, d. 30. ágúst 2017.
5. Oddný Sigríður Hjarðar, f. 28. desember 1928, d. 27. maí 1946.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.