„Eiríkur Eyjólfsson (sjómaður)“: Munur á milli breytinga
(Ný síða: thumb|200px|''Eiríkur Eyjólfsson. '''Eiríkur Eyjólfsson''' frá Skipagerði á Stokkseyri, vinnumaður, sjómaður fæddist 2. október 1913 og drukknaði 17. október 1937.<br> Foreldrar hans voru Eyjólfur Bjarnason, f. 5. janúar 1869, d. 5. maí 1959, og kona hans Þuríður Grímsdóttir húsfreyja, f. 12. ágúst 1887, d. 5. ágúst 1970. Bræður Eiríks - í Eyjum, voru:<br> 1. Bjarni Eyjólfsson...) |
m (Verndaði „Eiríkur Eyjólfsson (sjómaður)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn))) |
(Enginn munur)
|
Núverandi breyting frá og með 29. janúar 2024 kl. 17:30
Eiríkur Eyjólfsson frá Skipagerði á Stokkseyri, vinnumaður, sjómaður fæddist 2. október 1913 og drukknaði 17. október 1937.
Foreldrar hans voru Eyjólfur Bjarnason, f. 5. janúar 1869, d. 5. maí 1959, og kona hans Þuríður Grímsdóttir húsfreyja, f. 12. ágúst 1887, d. 5. ágúst 1970.
Bræður Eiríks - í Eyjum, voru:
1. Bjarni Eyjólfsson bifreiðastjóri, verkstjóri, f. 2. nóvember 1904, d. 30. janúar 1985.
2. Pálmar Þ. Eyjólfsson tónlistarmaður, organisti, kórstjóri, f. 3. júlí 1921, d. 6. október 2010.
Eiríkur var vinnumaður á Hólmi við Vesturveg 16 1930.
Þau Guðmunda giftu sig 1937, eignuðust ekki börn.
Hann tók út af togaranum Venusi 1937.
I. Kona Eiríks, (5. júní 1937), var Guðmunda Ólafsdóttir frá Hólnum við Landagötu 4, húsfreyja, f. 19. maí 1916, d. 17. júlí 1994.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Bólstaðir og búendur í Stokkseyrarhreppi. Guðni Jónsson. Stokkseyringafélagið í Reykjavík 1952.
- Íslendingabók.
- Morgunblaðið 22. júlí 1994. Minning Guðmundu.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.