„Ásbjörn Eydal Ólafsson“: Munur á milli breytinga
(Ný síða: thumb|200px|''Ásbjörn Eydal Ólafsson. '''Ásbjörn Eydal Ólafsson''' útvarpsvirki, kerfisfræðingur fæddist 27. janúar 1947 að Hofi við Landagötu 25 og lést 16. nóvember 2023.<br> Móðir hans var Svala Ásbjörnsdóttir, f. 22. júní 1931, d. 18. nóvember 2012. Kjörfaðir hans var Ólafur Hólm Friðbjörnsson kennari, f. 5. janúar 1931, d. 7. maí 2001. Fósturforeldrar hans voru móðurforeldrar hans Ásbjörn...) |
m (Verndaði „Ásbjörn Eydal Ólafsson“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn))) |
(Enginn munur)
|
Núverandi breyting frá og með 3. desember 2023 kl. 18:11
Ásbjörn Eydal Ólafsson útvarpsvirki, kerfisfræðingur fæddist 27. janúar 1947 að Hofi við Landagötu 25 og lést 16. nóvember 2023.
Móðir hans var Svala Ásbjörnsdóttir, f. 22. júní 1931, d. 18. nóvember 2012. Kjörfaðir hans var Ólafur Hólm Friðbjörnsson kennari, f. 5. janúar 1931, d. 7. maí 2001. Fósturforeldrar hans voru móðurforeldrar hans Ásbjörn Þórðarson í Sólheimatungu við Brekastíg 14, formaður, netamaður, f. 14. desember 1899, d. 10. nóvember 1974, og kona hans Jóhanna Guðrún Guðmundsdóttir húsfreyja, f. 20. október 1907, d. 10. júlí 1991.
Ásbjörn lauk gagnfræðaprófi í Gagnfræðaskólanum í Eyjum, lærði útvarpsvirkjun hjá Sigurbergi Hávarðssyni í Eyjum. Ásbjörn fór til Boston til frekara náms og vinnu við útvarpsvirkjun.
Hann lauk námi í kerfisfræði í Tækniskólanum og í starfsnámi hjá SKÝRR.
Ásbjörn vann m.a. hjá SÍS, Sjónvarpinu, Flugleiðum og Samvinnutryggingum, síðar VÍS.
Hann gekk í reglu Frímúrara 1980.
Þau Rebekka giftu sig, eignuðust tvö börn, en skildu.
Ásbjörn Eydal lést 2023.
I. Kona Ásbjörns, skildu, er Rebekka Signý Hannibalsdóttir, f. 13. febrúar 1956. Foreldrar hennar Hannibal Jóhannes Guðmundsson, f. 24. apríl 1907, d. 9. desember 1984, og Þorsteina Kristjana Jónsdóttir, f. 16. nóvember 1914, d. 27. nóvember 2004.
Börn þeirra:
1. Svala Ásbjörnsdóttir, f. 28. desember 1973. Maður hennar Ásgeir Sigurðsson.
2. Erna Ásbjörnsdóttir, f. 6. júlí 1976. Fyrrum sambúðarmaður hennar Jóhann Már Sveinbjörnsson. Maður hennar Daníel Jósefsson.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Morgunblaðið 30. nóvember 2023. Minning.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.