„Þorbjörn Finnsson“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: '''Þorbjörn Finnsson''' bóndi fæddist 20. júní 1863 í Álftagróf í Mýrdal og lést 23. maí 1948 í Rvk.<br> Foreldrar hans voru Finnur Þorsteinsson frá Vatnsskarðshólum, bóndi, f. 13. ágúst 1817, d. 25. desember 1893, og síðari kona hans Guðrún Sigmundsdóttir úr Reykjavík, húsfreyja, f. 4. september 1826, d. 19. október 1884. Þorbjörn var með foreldrum sínum í Álftagróf til 1882, var vinnumaður á Eystri-Sólheimum þar 1882-1887, í Norður-H...)
 
m (Verndaði „Þorbjörn Finnsson“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
 
(Enginn munur)

Núverandi breyting frá og með 25. september 2023 kl. 11:13

Þorbjörn Finnsson bóndi fæddist 20. júní 1863 í Álftagróf í Mýrdal og lést 23. maí 1948 í Rvk.
Foreldrar hans voru Finnur Þorsteinsson frá Vatnsskarðshólum, bóndi, f. 13. ágúst 1817, d. 25. desember 1893, og síðari kona hans Guðrún Sigmundsdóttir úr Reykjavík, húsfreyja, f. 4. september 1826, d. 19. október 1884.

Þorbjörn var með foreldrum sínum í Álftagróf til 1882, var vinnumaður á Eystri-Sólheimum þar 1882-1887, í Norður-Hvammi þar 1887-1888.
Hann fór til Eyja 1888, kominn aftur 1890.
Hann var vinnumaður í Steinum u. Eyjafjöllum 1890, bóndi í Víðinesi á Kjalarnesi 1895-1899, á Kleppi 1899-1906, í Ártúni 1906-1930. Hann var hjá Jónu dóttur sinni á Úlfarsá í Mosfellssveit 1940, var fyrrverandi bóndi í Reykjavík við andlát 1948.
Þau Jónína giftu sig 1895, eignuðust fjögur börn.
Þorbjörn lést 1948 og Jónína 1949.

I. Kona Þorbjörns, (30. maí 1895), var Jónína Jónsdóttir frá Elliðakoti, húsfreyja, f. 17. ágúst 1864, d. 13. júní 1949. Foreldrar hennar voru Jón Halldórsson, f. 1822, d. 5. september 1868, og Solveig Brandsdóttir, f. 17. mars 1831, d. 21. nóvember 1869.
Börn þeirra:
1. Jóna Þorbjörnsdóttir húsfreyja á Úlfarsá, f. 1. nóvember 1897, d. 14. september 1982.
2. Guðfinnur Þorbjörnsson vélfræðingur, framkvæmdastjóri, f. 11. janúar 1900, d. 4. apríl 1981.
3. Bergþóra Solveig Þorbjörnsdóttir húsfreyja, f. 22. febrúar 1902, d. 4. janúar 1990.
4. Jón Þorbjörnsson járnsmiður, f. 30. október 1905, d. 30. desember 1971.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.