„Þórveig Sigurðardóttir (kennari)“: Munur á milli breytinga
(Ný síða: thumb|200px|''Þórveig Sigurðardóttir. '''Þórveig Sigurðardóttir''' kennari fæddist 11. mars 1925 á á Sleitu-Bjarnarstöðum í Skagafirði og lést 11. janúar 2020.<br> Foreldrar hennar voru Sigurður Þorvaldsson frá Álftártungukoti á Mýrum, kennari, bóndi, hreppstjóri, f. 23. janúar 1884, d. 21. desember 1989, og kona hans Guðrún Sigurðardóttir frá Víðivöllum í Skagafirði, húsfreyja, f. 29. júní 1886, d. 4....) |
m (Verndaði „Þórveig Sigurðardóttir (kennari)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn))) |
(Enginn munur)
|
Núverandi breyting frá og með 14. september 2023 kl. 13:52
Þórveig Sigurðardóttir kennari fæddist 11. mars 1925 á á Sleitu-Bjarnarstöðum í Skagafirði og lést 11. janúar 2020.
Foreldrar hennar voru Sigurður Þorvaldsson frá Álftártungukoti á Mýrum, kennari, bóndi, hreppstjóri, f. 23. janúar 1884, d. 21. desember 1989, og kona hans Guðrún Sigurðardóttir frá Víðivöllum í Skagafirði, húsfreyja, f. 29. júní 1886, d. 4. júlí 1969.
Þórveig var með foreldrum sínum.
Hún stundaði nám í Héraðsskólanum á Laugarvatni 1943-1944, í Kvennaskólanum á Blönduósi 1945-1946, tók handavinnukennarapróf í Kennaraskólanum 1947 og handavinnukennarapróf í Handíða- og myndlistaskólanum 1949.
Hún kenndi í Barnaskólanum á Hellissandi 1949-1950, í Gagnfræðaskólanum í Eyjum 1950-1951, í Héraðsskólanum í Reykholti 1951-1955, í Barnaskólanum í Keflavík 1956-1979 með hléum vegna barneigna, á Svalbarðsströnd í Eyjafirði 1979-1987, í Grunnskólanum í Gaulverjabæ í Flóa 1987-1994.
Þau Ólafur giftu sig 1956, eignuðust fimm börn, en misstu fyrsta barn sitt á fyrsta ári þess. Að lokinni starfsævi bjuggu þau í Ártúni í Skagafirði.
Ólafur Jóhann lést 1999 af slysförum.
Þórveig flutti til Akureyrar. Hún lést 2020.
I. Maður Þórveigar, (14. ágúst 1956), var Ólafur Jóhann Jónsson úr Fljótum í Skagafirði, kennari, skólastjóri, f. 5. maí 1932 á Húnsstöðum í Fljótum, Skagaf., d. 13. febrúar 1999. Foreldrar hans voru Jón Jóakimsson bóndi, síðan verkamaður í Árósum í Haganeshreppi, Skagaf., síðar í Rvk, f. 1. október 1890, d. 31. október 1972, og kona hans Ingibjörg Arngrímsdóttir frá Höfn í Fljótum, húsfreyja, f. 13. ágúst 1887, d. 12. júní 1977.
Börn þeirra:
1. Drengur, f. 1957, d. á fyrsta ári.
2. Ragnar Smári Ólafsson, f. 27. október 1958. Kona hans Bryndís Símonardóttir.
3. Sigrún Erla Ólafsdóttir, f. 11. október 1959. Maður hennar Jóhann F. Þórhallsson.
4. Hrafnhildur Inga Ólafsdóttir, f. 12. desember 1960. Maður hennar Magnús Traustason.
5. Sólveig Jóna Ólafsdóttir, f. 16. ágúst 1964. Maður hennar Jóhann Þorvarður Ingimarsson.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Kennaratal á Íslandi. Ólafur Þ. Kristjánsson og fleiri. Prentsmiðjan Oddi 1958-1988.
- Morgunblaðið 18. janúar 2020. Minning.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.