„Árni Hólm (kennari)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: thumb|200px|''Árni Hólm. '''Árni Hólm Friðbjörnsson''' kennari, eðlisfræðingur, stærðfræðingur fæddist 3. desember 1935 í Reykjavík og lést 28. júní 2000.<br> Foreldrar hans voru Friðbjörn Hólm Friðbjörnsson vélsmiður, f. 19. maí 1909, d. 27. apríl 1982, og kona hans Sigurlaug Hólm Ólafsdóttir húsfreyja, f. 12. apríl 1908, d. 18. september 1990. Árni lauk landsprófi í Hlíðardalsskóla í Ölfusi 1953, stundaði nám...)
 
Ekkert breytingarágrip
 
(1 millibreyting ekki sýnd frá sama notandanum)
Lína 15: Lína 15:
I. Kona Árna, (11. september 1954), var [[Sóley Guðsteinsdóttir|Margrét ''Sóley'' Guðsteinsdóttir]] hjúkrunarfræðingur, f. 2. október 1934, d. 18. ágúst 2012.<br>
I. Kona Árna, (11. september 1954), var [[Sóley Guðsteinsdóttir|Margrét ''Sóley'' Guðsteinsdóttir]] hjúkrunarfræðingur, f. 2. október 1934, d. 18. ágúst 2012.<br>
Börn þeirra:<br>
Börn þeirra:<br>
1. Svanrós Árnadóttir Hólm hjúkrunarfræðingur, f. 21. janúar 1955.<br>
1. [[Svanrós Árnadóttir Hólm]] hjúkrunarfræðingur, f. 21. janúar 1955.<br>
2. Davíð Guðsteinn Hólm kerfisfræðingur, f. 23. mars 1958.
2. [[Davíð Guðsteinn Hólm]] kerfisfræðingur í Bandaríkjunum, f. 23. mars 1958.
{{Heimildir|
{{Heimildir|
*Samantekt: [[Víglundur Þór Þorsteinsson]].
*Samantekt: [[Víglundur Þór Þorsteinsson]].

Núverandi breyting frá og með 5. september 2023 kl. 17:47

Árni Hólm.

Árni Hólm Friðbjörnsson kennari, eðlisfræðingur, stærðfræðingur fæddist 3. desember 1935 í Reykjavík og lést 28. júní 2000.
Foreldrar hans voru Friðbjörn Hólm Friðbjörnsson vélsmiður, f. 19. maí 1909, d. 27. apríl 1982, og kona hans Sigurlaug Hólm Ólafsdóttir húsfreyja, f. 12. apríl 1908, d. 18. september 1990.

Árni lauk landsprófi í Hlíðardalsskóla í Ölfusi 1953, stundaði nám í Emmanuel College , Berrin Springs í Michigan í Bandaríkjunum frá 1961, lauk B.Sc.-próf í eðlisfræði og stærðfræði í Pacific Union College í Kaliforníu 1965, M.A.-próf í uppeldisfræði í Andrews University í Michigan 1967, lauk doktorsprófi í uppeldis- og ráðgjafasálfræði þar 1980.
Hann kenndi í Aðventistaskólanum í Reykjavík 1956-1957, var skólastjóri Aðventistaskólans í Eyjum frá 1957-1961, kennari í Cicero Academy í Indiana 1967-1968, í Hlíðardalsskóla 1968-1974, í Fjölbrautarskóla Suðurnesja 1980-1982, stundakennari í Menntaskólanum í Hamrahlíð (öldungadeild) 1974-1975, skólastjóri Hlíðardalsskóla frá 1982.
Árni stundaði rannsóknastörf í Loma Linda háskólanum í Kaliforníu 1965-1966. Hann var stofnandi og stjórnandi Staðalútgáfu frá 1974, stofnandi og stjórnandi Fjölskyldunámskeiða 1981-1982.
Rit:
Stærðfræðihandbókin, 1970.
Upplýsingahandbókin, 1975.
Þýðingar: Veðhjól skyggnigáfunnar (G. Vandeman), 1974.
Þau Margrét giftu sig 1954, eignuðust tvö börn.
Árni lést árið 2000 í Bandaríkjunum.

I. Kona Árna, (11. september 1954), var Margrét Sóley Guðsteinsdóttir hjúkrunarfræðingur, f. 2. október 1934, d. 18. ágúst 2012.
Börn þeirra:
1. Svanrós Árnadóttir Hólm hjúkrunarfræðingur, f. 21. janúar 1955.
2. Davíð Guðsteinn Hólm kerfisfræðingur í Bandaríkjunum, f. 23. mars 1958.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Kennaratal á Íslandi. Ólafur Þ. Kristjánsson og fleiri. Prentsmiðjan Oddi 1958-1988.
  • Morgunblaðið 4. júlí 2000. Minning.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.