„Geirþrúður Karlsdóttir“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: thumb|150px|''Deisa Geirþrúður Karlsdóttir. '''Deisa Geirþrúður Karlsdóttir Holl''' hjúkrunarfræðingur fæddist 1. október 1959 í Reykjavík.<br> Foreldrar hennar Karl M. Jónsson bóndi, síðan verkstjóri, f. 19. febrúar 1918, d. 8. desember 2012, og kona hans Lára Margrét Benediktsdóttir húsfreyja, skrifstofumaður f. 4. febrúar 1925 að Egilsstöðum í Vopnafirði, d. 25. september 2014. Geirþrúður varð stúdent...)
 
m (Verndaði „Geirþrúður Karlsdóttir“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
 
(Enginn munur)

Núverandi breyting frá og með 1. september 2023 kl. 13:51

Deisa Geirþrúður Karlsdóttir.

Deisa Geirþrúður Karlsdóttir Holl hjúkrunarfræðingur fæddist 1. október 1959 í Reykjavík.
Foreldrar hennar Karl M. Jónsson bóndi, síðan verkstjóri, f. 19. febrúar 1918, d. 8. desember 2012, og kona hans Lára Margrét Benediktsdóttir húsfreyja, skrifstofumaður f. 4. febrúar 1925 að Egilsstöðum í Vopnafirði, d. 25. september 2014.

Geirþrúður varð stúdent í Fjölbrautarskólanum í Breiðholti, nam í Bankamannaskólanum í 6 mánuði 1982, lauk námi í H.S.Í. í júní 1986.
Hún var hjúkrunarfræðingur í Heilsugæslustöð Breiðholts, í ungbarnaeftirliti þar sumarið 1986, á Sjúkrahúsinu í Eyjum, handlækninga- og lyflækningadeild 1. september 1986-15. desember 1987, á Östra Sjúkrahúsinu í Gautaborg (Medicinska Kliniken), blóðsjúkdómadeild 15. janúar til 15. september 1988, á hjartadeild frá 16. september 1988. (svo 1988). Hún eignaðist barn 1993.
Þau Tommy Holl giftu sig.

I. Barn Geirþrúðar:
1. Hanna Nähri, f. 4. janúar 1993.

II. Maður Geirþrúðar er Tommy Holl, f. 22. júní 1966.



Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Hjúkrunarfræðingatal I-III. Hjúkrunarfélag Íslands 1969-1992.
  • Íslendingabók.
  • Morgunblaðið Minning Láru Margrétar Benediktsdóttur.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.