„Petrína Þorvarðardóttir (hjúkrunarfræðingur)“: Munur á milli breytinga
(Ný síða: thumb|200px|''Petrína Þorvarðardóttir. '''Petrína Þorvarðardóttir''' hjúkrunarfræðingur fæddist 21. ágúst 1914 í Reykjavík og lést 1. febrúar 1989.<br> Foreldrar hennar voru Þorvarður Björnsson stýrimaður, yfirhafnsögumaður, f. 14. nóvember 1889, d. 5. júní 1972, og kona hans Jónína Ágústa Bjarnadóttir húsfreyja, f. 19. ágúst 1889, d. 5. júlí 1974. Petrína varð gagnfræðingur í M.R. 1931, lauk hjú...) |
Ekkert breytingarágrip |
||
(1 millibreyting ekki sýnd frá sama notandanum) | |||
Lína 17: | Lína 17: | ||
{{Æviskrár Víglundar Þórs}} | {{Æviskrár Víglundar Þórs}} | ||
[[Flokkur: Hjúkrunarfræðingar]] | [[Flokkur: Hjúkrunarfræðingar]] | ||
[[Flokkur: Skólahjúkrunarfræðingar]] | |||
[[Flokkur: Fólk fætt á 20. öld]] | [[Flokkur: Fólk fætt á 20. öld]] | ||
[[Flokkur: Fólk dáið á 20. öld]] | [[Flokkur: Fólk dáið á 20. öld]] |
Núverandi breyting frá og með 29. ágúst 2023 kl. 14:24
Petrína Þorvarðardóttir hjúkrunarfræðingur fæddist 21. ágúst 1914 í Reykjavík og lést 1. febrúar 1989.
Foreldrar hennar voru Þorvarður Björnsson stýrimaður, yfirhafnsögumaður, f. 14. nóvember 1889, d. 5. júní 1972, og kona hans Jónína Ágústa Bjarnadóttir húsfreyja, f. 19. ágúst 1889, d. 5. júlí 1974.
Petrína varð gagnfræðingur í M.R. 1931, lauk hjúkrunarnámi í General Hospital Birmingham á Englandi í júní 1941.
Hún vann á fæðingadeild í Derby City Hospital 1941-1942, í Central Middlesex County Hospital í London 1942-1943, General Hospital Birmingham 1943-1944, á Kleppsspítala í 9 mánuði 1945, var yfrirhjúkrunarfræðingur á Ísafirði 1945-1948, hjúkrunarfræðingur á Sjúkrahúsinu á Keflavíkurflugvelli 1950-1951, yfirhjúkrunarfræðingur á Sjúkrahúsinu á Seyðisfirði 1951-1953, ungbarna- og skólahjúkrunarfræðingur í Eyjum 1954-1956, yfirhjúkrunarfræðingur (afleysingar) á Sólvangi í Hafnarfirði 3-4 mánuði 1956, hjúkrunarfræðingur í Heilsuverndarstöðinni í Rvk, Langholts- og Vogaskóla frá 1956.
Þau Daníel giftu sig 1953, en skildu barnlaus.
I. Maður Petrínu, (1. apríl 1953, (skildu), var Daníel Guðmundur Eyjólfur Sigmundsson húsasmíðameistari á Ísafirði, f. 1. apríl 1916, d. 12. júní 2002. Foreldrar hans voru Sigmundur Brandsson járnsmiður, f. 2. ágúst 1870, d. 30. mars 1919, og kona hans Júlíana Ólafsdóttir húsfreyja, f. 22. september 1879, d. 9. júní 1951.
Þau voru barnlaus.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Hjúkrunarfræðingatal I-III. Hjúkrunarfélag Íslands 1969-1992.
- Íslendingabók.
- Manntöl.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.