„Sigurlaug Jónsdóttir (kennari)“: Munur á milli breytinga
(Ný síða: thumb|200px|''Sigurlaug Jónsdóttir. '''Sigurlaug Jónsdóttir''' kennari fæddist 5. ágúst 1950 í Reykjavík.<br> Foreldrar hennar voru Jón Sigbjörnsson útvarpsvirki, deildarstjóri, forstöðumaður f. 15. maí 1921, d. 9. desember 1996, og kona hans Vigdís Sverrisdóttir húsfreyja, f. 27. mars 1920, d. 14. febrúar 2013. Sigurlaug lauk landsprófi í Héraðsskólanum í Skógum 1967, kennaraprófi 1971, varð stúdent í K.Í. 1...) |
m (Verndaði „Sigurlaug Jónsdóttir (kennari)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn))) |
(Enginn munur)
|
Núverandi breyting frá og með 9. ágúst 2023 kl. 10:29
Sigurlaug Jónsdóttir kennari fæddist 5. ágúst 1950 í Reykjavík.
Foreldrar hennar voru Jón Sigbjörnsson útvarpsvirki, deildarstjóri, forstöðumaður f. 15. maí 1921, d. 9. desember 1996, og kona hans Vigdís Sverrisdóttir húsfreyja, f. 27. mars 1920, d. 14. febrúar 2013.
Sigurlaug lauk landsprófi í Héraðsskólanum í Skógum 1967, kennaraprófi 1971, varð stúdent í K.Í. 1972, lauk sérkennaraprófi í Mölndal í Svíþjóð 1981, talkennaraprófi þar 1983.
Hún var kennari í Breiðholtsskóla í Rvk 1972-1976 og 1977-1978, í Barnaskólanum í Eyjum 1976-1977, Mýrarhúsaskóla frá 1978-1979, Öskjuhlíðaskólanum í Rvk og Mýrarhúsaskóla 1983-2000, á Djúpavogi 2000-2003, á skólaskrifstofu Garðabæjar og við kennslu í Flataskóla til 2009, í Biskupstungum 2009-2015, á skólaskrifstofu Garðabæjar 2016-2020.
Þau Hallgrímur giftu sig 1973, eignuðust þrjú börn.
I. Maður Sigurlaugar, (7. apríl 1973), er Hallgrímur Þorsteinn Magnússon læknir, f. 29. september 1949, d. 21. apríl 2015. Foreldrar hans voru Magnús Björn Pétursson umsjónarmaður, f. 21. júní 1920, d. 15. desember 1985, og kona hans Halldóra Kristín Leopoldína Bjarnadóttir húsfreyja, saumakona, f. 26. október 1918, d. 8. júní 1995.
Börn þeirra:
1. Vigdís Hallgrímsdóttir hjúkrunarfræðingur, f. 30. september 1973. Sambúðarmaður Brynjúlfur Halldórsson.
2. Sigrún Hallgrímsdóttir matvælafræðingur, f. 9. september 1975. Maður hennar Kristján Guðmundsson.
3. Birna Hallgrímsdóttir tónlistarmaður, verkefnasstjóri, f. 21. janúar 1982. Barnsfaðir Ríkarður Svavar Axelsson. Maður hennar Benedikt Helgason.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Kennaratal á Íslandi. Ólafur Þ. Kristjánsson og fleiri. Prentsmiðjan Oddi 1958-1988.
- Læknar á Íslandi. Gunnlaugur Haraldsson. Þjóðsaga 2000.
- Morgunblaðið 7. maí 2015. Minning Hallgríms.
- Sigurlaug.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.