„Ingunn Sæmundsdóttir (verkfræðingur)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: thumb|200px|''Ingunn Sæmundsdóttir. '''Ingunn Sæmundsdóttir''' byggingaverkfræðingur fæddist 19. mars 1953 í Eyjum.<br> Foreldrar hennar voru Sæmundur Kjartansson læknir, f. 27. september 1929, d. 21. september 2014, og kona hans Málfríður Anna Guðmundsdóttir kennari í Reykjavík, f. 30. nóvember 1929 í Sveinungavík í Þistilfirði, N.-Þing., d. 1. apríl 2015. Ingunn varð stúdent í...)
 
m (Verndaði „Ingunn Sæmundsdóttir (verkfræðingur)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
 
(Enginn munur)

Núverandi breyting frá og með 3. ágúst 2023 kl. 14:18

Ingunn Sæmundsdóttir.

Ingunn Sæmundsdóttir byggingaverkfræðingur fæddist 19. mars 1953 í Eyjum.
Foreldrar hennar voru Sæmundur Kjartansson læknir, f. 27. september 1929, d. 21. september 2014, og kona hans Málfríður Anna Guðmundsdóttir kennari í Reykjavík, f. 30. nóvember 1929 í Sveinungavík í Þistilfirði, N.-Þing., d. 1. apríl 2015.

Ingunn varð stúdent í M.H. 1973, lauk dipl.Ing.-prófi í byggingaverkfræði í TU í Berlín 1979.
Hún var verkfræðingur hjá Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen 1979-1985, var lektor við Tækniskóla Íslands frá 1985, deildarstjóri tæknisviðs hjá Endurmenntunarstofnun H.Í. frá 1992.
Ingunn sat í stjórn Verkfræðingafélags Íslands 1980-1982, í stjórn Jarðtæknifélags Íslands frá 1991.
Þau Elías giftu sig, eignuðust þrjú börn.

I. Maður Ingunnar er Elías Gunnarsson vélaverkfræðingur, f. 17. janúar 1953 í Reykjavík. Foreldrar hans Gunnar Runólfsson rafvirkjameistari í Reykjavík, f. 12. febrúar 1927 á Lambastöðum á Seltjarnarnesi, f. 12. febrúar 1927, d. 26. júlí 2015, og Ingibjörg Elíasdóttir fulltrúi, f. 28. nóvember 1926 í Reykjavík.
Börn þeirra:
1. Sæmundur Elíasson, f. 12. júlí 1977 í Reykjavík.
2. Kjartan Elíasson, f. 29. október 1983 í Reykjavík.
3. Elías Ingi Elíasson, f. 12. maí 1990 í Reykjavík.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Prestþjónustubækur.
  • Verkfræðingatal. Ritstjóri: Þorsteinn Jónsson. Þjóðsaga ehf. 1996.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.