„Guðmundur Ingi Sigbjörnsson“: Munur á milli breytinga
(Ný síða: '''Guðmundur Ingi Sigbjörnsson''' kennari, skólastjóri fæddist 26. febrúar 1947 í Borgarfirði eystra.<br> Foreldrar hans voru Sigbjörn Guðmundsson trésmiður, síðar í Rvk, f. 15. mars 1904, d. 31. ágúst 1970, og kona hans Jónanna Steinsdóttir húsfreyja, f. 27. júlí 1906, d. 23. mars 1979. Guðmundur Ingi var í undirbúningsdeild sérnáms í K.Í. 1968, lauk íþróttakennaraprófi 1969 og var í Kennaraháskólanum í Khöfn (íþróttakennaradeild) 197...) |
m (Verndaði „Guðmundur Ingi Sigbjörnsson“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn))) |
(Enginn munur)
|
Núverandi breyting frá og með 19. júlí 2023 kl. 17:22
Guðmundur Ingi Sigbjörnsson kennari, skólastjóri fæddist 26. febrúar 1947 í Borgarfirði eystra.
Foreldrar hans voru Sigbjörn Guðmundsson trésmiður, síðar í Rvk, f. 15. mars 1904, d. 31. ágúst 1970, og kona hans Jónanna Steinsdóttir húsfreyja, f. 27. júlí 1906, d. 23. mars 1979.
Guðmundur Ingi var í undirbúningsdeild sérnáms í K.Í. 1968, lauk íþróttakennaraprófi 1969 og var í Kennaraháskólanum í Khöfn (íþróttakennaradeild) 1971. Hann sótti fjölda námskeiða.
Guðmundur Ingi var kennari í Gagnfræðaskólanum í Eyjum 1969-1970 og 1971-1973, í Barna- og miðskólanum á Höfn í Hornafirði (nú Heppuskóli) 1973-1975, skólastjóri þar frá 1975-2006, hálft kennslustarf til 2011, stundakennari við framhaldsskólann á Höfn til 2021.
Þau Tófa Flórentína giftu sig, eignuðust tvö börn.
I. Kona Guðmundar Inga er Tófa Flórentína Óskarsdóttir frá Fáskrúðsfirði, húsfryja, f. 27. júní 1952. Foreldrar hennar voru Óskar Sigurðsson, f. 10. október 1924, d. 16. maí 2002, og kona hans Nína Tómasdóttir Mortensen húsfreyja, f. 13. júní 1923, d. 28. apríl 1983.
Börn þeirra:
1. Sigbjörn Guðmundsson stýrimaður, skipstjóri, f. 2. maí 1973. Kona hans Sigurbjörg Guðmundsdóttir.
2. Anna Jóna Guðmundsdóttir ráðgjafi, f. 4. janúar 1980.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Guðmundur og Tófa.
- Íslendingabók.
- Kennaratal á Íslandi. Ólafur Þ. Kristjánsson og fleiri. Prentsmiðjan Oddi 1958-1988.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.