„Blik 1939, 6. tbl./Fátækt fólk“: Munur á milli breytinga
Ekkert breytingarágrip |
Ekkert breytingarágrip |
||
(2 millibreytingar ekki sýndar frá sama notandanum) | |||
Lína 1: | Lína 1: | ||
[[Blik 1939|Efnisyfirlit 1939]] | |||
<big><center>Gustav af Geijerstam:</center> | |||
<big><big><center>'''Fátœkt fólk.'''</center></big></big> | |||
<br> | |||
<br> | |||
Létt rykský þyrlaðist fyrir vindinum eftir þjóðveginum, fram hjá kirkjunni, gegnum bæinn og fram með brekkunni, þar sem minnismerkið stendur. Rykið myndaði mjóa súlu beint upp í loftið, tvístraðist síðan til hægri og vinstri yfir skurðbarmana, blómin og hin grænu kornöx. Í gegnum rykið komu | Létt rykský þyrlaðist fyrir vindinum eftir þjóðveginum, fram hjá kirkjunni, gegnum bæinn og fram með brekkunni, þar sem minnismerkið stendur. Rykið myndaði mjóa súlu beint upp í loftið, tvístraðist síðan til hægri og vinstri yfir skurðbarmana, blómin og hin grænu kornöx. Í gegnum rykið komu | ||
í ljós tvær hvítar stúdentahúfur og tvær ljósleitar kvenmannssólhlífar. Þetta var dálítill ferðamannahópur, sem hafði ferðazt umhverfis „Siljan“ — með hinni fögru náttúru, en miður fögru íbúum. — Hópurinn hafði í hyggju að horfa í síðasta sinni yfir umhverfið | í ljós tvær hvítar stúdentahúfur og tvær ljósleitar kvenmannssólhlífar. Þetta var dálítill ferðamannahópur, sem hafði ferðazt umhverfis „Siljan“ — með hinni fögru náttúru, en miður fögru íbúum. — Hópurinn hafði í hyggju að horfa í síðasta sinni yfir umhverfið | ||
Lína 26: | Lína 32: | ||
„En annars höfum við ekki tíma til að hugsa um slíkt, þegar maður verður að þræla fyrir brauði alla ævi. — Svo fékk ég líka tilkynningu frá Ameríku um daginn, að dóttir mín þar væri dáin. Maður kemst ekki lengra en í gröfina.“<br> | „En annars höfum við ekki tíma til að hugsa um slíkt, þegar maður verður að þræla fyrir brauði alla ævi. — Svo fékk ég líka tilkynningu frá Ameríku um daginn, að dóttir mín þar væri dáin. Maður kemst ekki lengra en í gröfina.“<br> | ||
Hin höfðu komið að og heyrt þetta síðasta. Enginn gat mælt orð frá munni. Þau kvöddu og fóru. En það var eins og skuggahjúpur breiddi sig hægt yfir skóg og vatn, yfir hin bláu fjöll og hið sindrandi, vermandi sólskin.<br> | Hin höfðu komið að og heyrt þetta síðasta. Enginn gat mælt orð frá munni. Þau kvöddu og fóru. En það var eins og skuggahjúpur breiddi sig hægt yfir skóg og vatn, yfir hin bláu fjöll og hið sindrandi, vermandi sólskin.<br> | ||
:::[[Helgi Sæmundsson]]<br> | ::::::::::[[Helgi Sæmundsson (rithöfundur)|Helgi Sæmundsson]]<br> | ||
::::íslenzkaði. | :::::::::::íslenzkaði. | ||
Núverandi breyting frá og með 29. júní 2023 kl. 20:09
Létt rykský þyrlaðist fyrir vindinum eftir þjóðveginum, fram hjá kirkjunni, gegnum bæinn og fram með brekkunni, þar sem minnismerkið stendur. Rykið myndaði mjóa súlu beint upp í loftið, tvístraðist síðan til hægri og vinstri yfir skurðbarmana, blómin og hin grænu kornöx. Í gegnum rykið komu
í ljós tvær hvítar stúdentahúfur og tvær ljósleitar kvenmannssólhlífar. Þetta var dálítill ferðamannahópur, sem hafði ferðazt umhverfis „Siljan“ — með hinni fögru náttúru, en miður fögru íbúum. — Hópurinn hafði í hyggju að horfa í síðasta sinni yfir umhverfið
frá lágri hæð, áður en gufubáturinn flytti þau aftur til baka, og líta hin bláu fjöll, sem þau gátu aldrei komizt til. En þau birtust heillandi og hvetjandi augum þeirra í hvert sinn, sem þau litu yfir hið bjarta vatn með hinar birkivöxnu, sólvermdu strendur.
Þetta hafði verið dásamleg og hressandi ferð. — Góðviðrisdagar, fögur náttúra, skemmtilegar máltíðir, gott skap. Það var eins og kveðja að líta í síðasta sinni yfir sveitina, sem maður myndi innan skamms yfirgefa.
Þau genga inn um hlið og eftir þröngum, grasi vöxnum akvegi að litlum, hrörlegum bæ. Þau gengu fram hjá bænum og námu staðar, þar sem þau höfðu frjálst útsýni yfir vatnið. Framan við bæinn sat gömul, ellihrum kona, skamman spöl frá hinum glaðværa ferðamannahópi. Þau köstuðu á hana kveðju og settust svo niður í grasið til að geta notið umhverfisins í næði.
Í fyrstu sátu þau hljóð, — þeir endilangir í þurru grasinu, — þær uppréttar með sólhlífarnar samanbrotnar.
Sólskinið ljómaði á glitrandi vatninu, sem gáraðist af svölum hádegisblænum. Himininn hvelfdist heiður og blár, hár, — óendanlega hár virtist hann vera, — skýjalaus, svo langt sem augað eygði, og hin bláu fjöll með björtum litum og skörpum dráttum mynduðu víðan hring um hið dásamlega umhverfi.
Annar karlmannanna reis á fætur og gekk nokkur skref fram og aftur. Hann fór að tala um, hve þetta allt væri fagurt, og hversu skemmtilegt myndi verða að minnast alls þessa, og það sem maður segir venjulega í slíkum kringumstæðum.
„Maður myndi áreiðanlega verða betri maður,“ sagði önnur ungfrúin, „við að búa í svona umhverfi, og hafa allt þetta fyrir augum sér dag eftir dag. Ó, ég hugsa, að maður myndi aldrei verða þess var, þó maður yrði gamall. Lífið myndi verða heilbrigt, hressandi og sterkt.“
Já, skaut hin inn í „og maður myndi aldrei verða óhamingjusamur.“
Hin, sem höfðu setið, risu nú á fætur. Það var kominn tími til að fara. En ennþá stóðu þau kyrr til að njóta útsýnisins um stund. Sá karlmannanna, sem hingað til hafði setið kyrr, leit eins og af tilviljun á gömlu konuna, sem ennþá sat kyrr, vaggaði höfðinu og starði án afláts út á vatnið. Hann yfirgaf hin og gekk til hennar.
„Það er fallegt hérna hjá ykkur,“ sagði hann, eins og til að hefja viðræður.
Hún leit bara á hann, en svaraði ekki.
„Er ekki fallegt hér?“ endurtók hann, og benti með hendinni á landslagið.
Þá hristi hún höfuðið, og það fór titringur um líkama hennar eins og henni væri kalt.
„Ekki höfum við tíma til að hugsa um slíkt,“ sagði hún hljómlaust.
Ungi maðurinn leit undan og varð alvarlegur á svip.
„Hefir ykkur aldrei fundizt fallegt hér?“ spurði hann lágri röddu.
Hún leit upp eitt augnablik, kinkaði hugsandi kolli, og daufum bjarma brá á andlit hennar.
„Ójú, einu sinni,“ sagði hún. „Ég hafði verið í Stokkhólmi, og þegar ég kom aftur heim, þá man ég eftir því, að mér fannst það yndislegt, þegar sólin skein á fjöllin og vatnið, þar sem við rérum. — En það er langt síðan,“ bætti hún við.
Og eftir stundarþögn hélt hún áfram:
„En annars höfum við ekki tíma til að hugsa um slíkt, þegar maður verður að þræla fyrir brauði alla ævi. — Svo fékk ég líka tilkynningu frá Ameríku um daginn, að dóttir mín þar væri dáin. Maður kemst ekki lengra en í gröfina.“
Hin höfðu komið að og heyrt þetta síðasta. Enginn gat mælt orð frá munni. Þau kvöddu og fóru. En það var eins og skuggahjúpur breiddi sig hægt yfir skóg og vatn, yfir hin bláu fjöll og hið sindrandi, vermandi sólskin.
- Helgi Sæmundsson
- íslenzkaði.
- Helgi Sæmundsson