„Hermann Gunnar Jónsson“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: thumb|200px|''Hermann Gunnar Jónsson. '''Hermann Gunnar Jónsson''' rafvirkjameistari, rafiðnfræðingur fæddist 23. febrúar 1956 í Eyjum.<br> Foreldrar hans voru Jón Hjaltalín Hermundsson frá Strönd í V.-Landeyjum, sjómaður, f. 17. september 1923, d. 10. ágúst 2006, og kona hans Ása Magnúsdóttir frá Lambhaga við Vesturveg 19, húsfreyja, verkakona, f. 15. júlí 1931, d....)
 
Ekkert breytingarágrip
 
(1 millibreyting ekki sýnd frá sama notandanum)
Lína 22: Lína 22:
{{Æviskrár Víglundar Þórs}}
{{Æviskrár Víglundar Þórs}}
[[Flokkur: Iðnaðarmenn]]
[[Flokkur: Iðnaðarmenn]]
[[Flokkur: Iðnfræðingar]]
[[Flokkur: Fólk fætt á 20. öld]]
[[Flokkur: Fólk fætt á 20. öld]]
[[Flokkur: Íbúar við Hásteinsveg]]
[[Flokkur: Íbúar við Hásteinsveg]]

Núverandi breyting frá og með 22. maí 2023 kl. 19:56

Hermann Gunnar Jónsson.

Hermann Gunnar Jónsson rafvirkjameistari, rafiðnfræðingur fæddist 23. febrúar 1956 í Eyjum.
Foreldrar hans voru Jón Hjaltalín Hermundsson frá Strönd í V.-Landeyjum, sjómaður, f. 17. september 1923, d. 10. ágúst 2006, og kona hans Ása Magnúsdóttir frá Lambhaga við Vesturveg 19, húsfreyja, verkakona, f. 15. júlí 1931, d. 8. júlí 2002.

Börn Ásu og Jóns:
1. Hermann Gunnar Jónsson rafvirkjameistari í Þorlákshöfn, rekur fyrirtækið Rafvör, f. 23. febrúar 1956. Kona hans Emma K. Garðarsdóttir.
2. Magnús Rúnar Jónsson verslunarmaður í Kópavogi, f. 18. febrúar 1958. Kona hans Auður Gunnarsdóttir.

Hermann var með foreldrum sínum, á Hásteinsvegi 52 við Gos 1973.
Hann lærði rafvirkjun í Iðnskólanum í Reykjavík, lauk sveinsprófi 1978. Meistari hans var Gunnar Bachmann. Hann lærði í Tækniskólanum, varð rafiðnfræðingur 1981.
Hermann rekur eigið fyrirtæki, Rafvör hf. í Þorlákshöfn.
Þau Emma Katrín giftu sig 1981, eignuðust eitt barn. Þau búa við Lyngberg í Þorlákshöfn.

I. Kona Hermanns Gunnars, (6. júní 1981), er Emma Katrín Garðarsdóttir húsfreyja, hússtjórnarkennari, f. 19. ágúst 1955 í Þorlákshöfn. Foreldrar hennar Uni Garðar Karlsson sjómaður, f. 28. nóvember 1928 á Selási í V.-Hún., d. 15. mars 2022, og kona hans Sigríður Gyða Sigurðardóttir húsfreyja, f. 16. júní 1928 á Stokkseyri, d. 8. febrúar 2001.
Barn þeirra:
1. Halldór Garðar Hermannsson kennari, fyrrv. landsliðsmaður í körfubolta, f. 21. febrúar 1997. Sambúðarkona Katla Rún Garðarsdóttir.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Prestþjónustubækur.
  • Rafvirkjatal. Ritstjóri: Þorsteinn Jónsson, Gunnar Guðmundsson og fleiri. Þjóðsaga hf. 1995.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.