„Sóley Sverrisdóttir (deildarstjóri)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: '''Sóley Sverrisdóttir''' húsfreyja, deildarstjóri fæddist 18. september 1962 í Reykjavík.<br> Foreldrar hennar Sverrir Tryggvason aðstoðarstöðvarstjóri í Kópavogi, f. 25. mars 1930 í Þórshöfn á Langanesi, og kona hans Sigríður Guðrún Þorsteinsdóttir gæslumaður, f. 8. janúar 1935 á Hellu á Rangárvöllum.<br> Sóley var með foreldrum sínum.<br> Hún varð gagnfræðingur í Þingholtsskóla í Kópavogi, varð stúdent í Fjölbrautarskólanum í...)
 
 
(1 millibreyting ekki sýnd frá sama notandanum)
(Enginn munur)

Núverandi breyting frá og með 15. maí 2023 kl. 19:57

Sóley Sverrisdóttir húsfreyja, deildarstjóri fæddist 18. september 1962 í Reykjavík.
Foreldrar hennar Sverrir Tryggvason aðstoðarstöðvarstjóri í Kópavogi, f. 25. mars 1930 í Þórshöfn á Langanesi, og kona hans Sigríður Guðrún Þorsteinsdóttir gæslumaður, f. 8. janúar 1935 á Hellu á Rangárvöllum.

Sóley var með foreldrum sínum.
Hún varð gagnfræðingur í Þingholtsskóla í Kópavogi, varð stúdent í Fjölbrautarskólanum í Breiðholti 2007, lauk námi í bókasafns- og upplýsingafræði í Háskóla Íslands 2012.
Sóley vann við fiskiðnað í Eyjum í eitt ár, í leikskólanum á Sóla, varð þar deildarstjóri. Eftir flutning til Reykjavíkur 1996 og nám, vann hún við skjalastjórnun í innanríkisráðuneytinu, hjá Reykjavíkurborg og dómsmálaráðuneytinu. Hún hætti störfum utan heimilis 2018.
Sóley eignaðist barn með Halldóri 1979.
Þau Jón Kristinn giftu sig 1988, eignuðust tvö börn og Jón fóstraði barn Sóleyjar. Þau fluttu til Eyja 1985, bjuggu við Vestmannabraut 38, fluttu til Reykjavíkur 1996, búa við Maríubakka.

I. Barnsfaðir Sóleyjar er Halldór Hrafnsson, f. 17. júlí 1960.
Barn þeirra:
1. Sigríður Guðlaug Halldórsdóttir starfsmaður í eldhúsi, f. 20. september 1979.

II. Maður Sóleyjar, (9. júlí 1988), er Jón Kristinn Ólafsson rafvirkjameistari, rafverktaki, eftirlitsmaður, f. 17. janúar 1960.
Börn þeirra:
1. Ólöf María Jónsdóttir sölumaður, f. 28. júlí 1993.
2. Ólafur Aðalsteinn Jónsson nemi, f. 28. febrúar 1996.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Íslendingabók.
  • Prestþjónustubækur.
  • Rafvirkjatal. Ritstjóri: Þorsteinn Jónsson, Gunnar Guðmundsson og fleiri. Þjóðsaga hf. 1995.
  • Sóley.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.