„Þorbergur Hallgrímsson“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: thumb|200px|''Þorbergur Hallgrímsson. '''Þorbergur Hallgrímsson''' flugvirki, flugmaður fæddist 13. janúar 1959 í Reykjavík og lést 26. mars 2019.<br> Foreldrar hans voru Hallgrímur Jónsson lögreglumaður, afreksmaður í íþróttum, fulltrúi, forstöðumaður, f. 22. júní 1927, d. 20. febrúar 2022, og kona hans Sigríður Þórunn Franzdóttir húsfreyja, kau...)
 
m (Verndaði „Þorbergur Hallgrímsson“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
 
(Enginn munur)

Núverandi breyting frá og með 28. apríl 2023 kl. 14:27

Þorbergur Hallgrímsson.

Þorbergur Hallgrímsson flugvirki, flugmaður fæddist 13. janúar 1959 í Reykjavík og lést 26. mars 2019.
Foreldrar hans voru Hallgrímur Jónsson lögreglumaður, afreksmaður í íþróttum, fulltrúi, forstöðumaður, f. 22. júní 1927, d. 20. febrúar 2022, og kona hans Sigríður Þórunn Franzdóttir húsfreyja, kaupkona, kennari, dægurlagahöfundur, f. 19. september 1931, d. 30. júní 2018.

Börn Þórunnar og fyrri manns hennar Hróbjartar Elí Jónssonar:
1. Ingunn Elín Hróbjartsdóttir fyrrv. gistihússstýra, f. 6. desember 1949. Fyrrum maður hennar Þráinn Sigurðsson.
2. Jóna Hróbjartsdóttir fyrrv. bankafulltrúi, f. 26. október 1950. Maður hennar Guðmundur Lárusson, látinn.

Börn Þórunnar og Hallgríms Jónssonar:
3. Sveinbjörg Hallgrímsdóttir myndlistarmaður, kennari, f. 1. október 1957. Fyrrum maður hennar Karl Guðmundsson.
4. Þorbergur Hallgrímsson flugvirki, flugmaður, f. 13. janúar 1959, d. 26. mars 2019.
5. Ásgerður Hallgrímsdóttir grunnskólakennari, f. 3. október 1962. Maður hennar Ólafur B. Lárusson.
Börn Hallgríms og fyrri konu hans Sigríðar Svövu Kristjánsdóttur:
6. Elín Margrét Hallgrímsdóttir símenntunarstjóri, f. 17. október 1953, alin upp hjá föðurforeldrum sínum. Maður hennar Kjartan Helgason.
7. Álfhildur Hallgrímsdóttir sérfræðingur hjá Heilsugæslunni, f. 20. ágúst 1955. Fyrrum maður hennar Árni Elíasson.

Þorbergur var með foreldrum sínum, bjó með þeim í Eyjum 1963-1965.
Hann nam við Laugarnesskóla og Laugalækjarskóla, fór 17 ára til náms í flugvirkjun í Bandaríkjunum. Síðar fór hann í flugnám þar, varð atvinnuflugmaður.
Þorbergur vann hjá Flugleiðum.
Hann lést 2019.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.