„Ásta Lúðvíksdóttir (Haga)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: thumb|200px|''Ásta Lúðvíksdóttir. '''Ásta Lúðvíksdóttir''' frá Haga við Heimagötu 11, húsfreyja, kennari fæddist 9. apríl 1930 að Vegbergi við Skólaveg 32 og lést 29. júlí 2012 á Sólvangi í Hafnarfirði.<br> Foreldrar hennar voru Lúðvík Jónsson frá Gamla-Hrauni á Eyrarbakka, bakarameistari, f. 14. október 1904, d. 21. mars 1983, og kona hans Lovísa Þórðardótt...)
 
m (Verndaði „Ásta Lúðvíksdóttir (Haga)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
 
(Enginn munur)

Núverandi breyting frá og með 13. apríl 2023 kl. 17:53

Ásta Lúðvíksdóttir.

Ásta Lúðvíksdóttir frá Haga við Heimagötu 11, húsfreyja, kennari fæddist 9. apríl 1930 að Vegbergi við Skólaveg 32 og lést 29. júlí 2012 á Sólvangi í Hafnarfirði.
Foreldrar hennar voru Lúðvík Jónsson frá Gamla-Hrauni á Eyrarbakka, bakarameistari, f. 14. október 1904, d. 21. mars 1983, og kona hans Lovísa Guðrún Þórðardóttir frá Strönd á Stokkseyri, húsfreyja, kaupmaður, f. þar 27. október 1901, d. 3. ágúst 1993.

Börn Lovísu og Lúðvíks voru:
1. Ásta Lúðvíksdóttir húsfreyja og kennari í Hafnarfirði, f. 9. apríl 1930 á Vegbergi, d. 29. júlí 2012.
2. Sesselja Þóra Lúðvíksdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. 25. nóvember 1932 á Brekku, d. 13. júlí 2014.

Ásta var með foreldrum sínum, á Vegbergi, Brekku við Faxastíg 4, í Dagsbrún við Kirkjuveg 8b og í Haga. Hún flutti með þeim til Selfoss 1945-1946.
Ásta lauk gagnfræðaskólanámi í Flensborg í Hafnarfirði, lauk stúdentsprófi í Menntaskólanum í Reykjavík 1951, lauk BA-prófi í dönsku í Háskóla Íslands 1977.
Ásta var kennari í Iðnskólanum í Hafnarfirði og Lækjarskólanum þar um árabil. Hún kenndi síðan dönsku og fleiri námsgreinar í Fjölbrautarskólanum í Garðabæ í nær tvo áratugi, til ársins 2000.
Þau Geir giftu sig 1952, eignuðust fimm börn. Þau bjuggu við Þúfubarð 2 í Hafnarfirði.
Geir lést 2008 og Ásta 2012.

I. Maður Ástu, (22. júní 1952), var Geir Gunnarsson alþingismaður, aðstoðarríkissáttasemjari, skrifstofustjóri Hafnarfjarðarbæjar, f. 12. apríl 1930, d. 5. apríl 2008. Foreldrar hans voru Gunnar Ingibergur Hjörleifsson sjómaður, f. 7. ágúst 1892, fórst með Sviða 2. desember 1941, og kona hans Björg Björgólfsdóttir húsfreyja, f. 12. maí 1899, d. 9. mars 1964.
Börn þeirra:
1, Gunnar Geirsson viðskiptafræðingur, fisktæknir, f. 15. janúar 1953. Fyrrum kona hans Rán Ármannsdóttir. Kona hans Guðfinna Kristjánsdóttir.
2. Lúðvík Geirsson fyrrv. alþingismaður, bæjarstjóri, f. 21. 21. apríl 1959. Kona hans Hanna Björk Lárusdóttir.
3. Hjörtur Geirsson tölvunarfræðingur, f. 19. maí 1962. Sambúðarkona hans Jóhanna S. Ásgeirsdóttir.
4. Ásdís Geirsdóttir þroskaþjálfi, f. 1. október 1965. Maður hennar Jón Páll Vignisson.
5. Þórdís Geirsdóttir húsfreyja, f. 1. október 1965. Maður hennar Guðbrandur Sigurbergsson.



Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.