„Laufey Björnsdóttir (Langa-Hvammi)“: Munur á milli breytinga
(Ný síða: '''Laufey Kjartanía Björnsdóttir''' frá Langa-Hvammi við Kirkjuveg 41, húsfreyja fæddist 20. september 1911 í Reykjavík og lést 2. janúar 1999 á Hrafnistu í Reykjavík.<br> Foreldrar hennar voru Björn Bjarnason frá Eystri-Tungu í Landbroti, V.-Skaft., verkstjóri, f. þar 20. júní 1884, d. 8. apríl 1957, og kona hans Þorbjörg Ásgrímsdóttir frá Reykjavík,...) |
m (Verndaði „Laufey Björnsdóttir (Langa-Hvammi)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn))) |
(Enginn munur)
|
Núverandi breyting frá og með 3. nóvember 2022 kl. 11:43
Laufey Kjartanía Björnsdóttir frá Langa-Hvammi við Kirkjuveg 41, húsfreyja fæddist 20. september 1911 í Reykjavík og lést 2. janúar 1999 á Hrafnistu í Reykjavík.
Foreldrar hennar voru Björn Bjarnason frá Eystri-Tungu í Landbroti, V.-Skaft., verkstjóri, f. þar 20. júní 1884, d. 8. apríl 1957, og kona hans Þorbjörg Ásgrímsdóttir frá Reykjavík, húsfreyja í Langa-Hvammi og víðar, f. 20. september 1895, d. 14. desember 1964.
Börn Þorbjargar og Björns:
1. Laufey Kjartanía Björnsdóttir, f. 20. september 1911 í Reykjavík, d. 2. janúar 1999.
2. Hilbert Jón Björnsson verkamaður, sjómaður, bátsmaður, hafnarstarfsmaður, umsjónarmaður, f. 10. mars 1914 í Hvammi, d. 19. nóvember 1974.
3. Bjarni Kristinn Björnsson verkstjóri í Reykjavík, f. 14. febrúar 1917 í Hvammi, d. 26. mars 1992.
4. Ásgrímur Stefán Björnsson skipstjóri, erindreki Slysavarnafélagsins í Reykjavík, f. 14. desember 1922, d. 13. febrúar 1995.
5. Björn Kári Björnsson sjómaður, smiður, f. 27. júlí 1927, d. 2. apríl 1997.
6. Sigurður Guðni Björnsson vélvirki, bankastarfsmaður, f. 3. maí 1936, d. 22. júlí 2007.
Laufey var með foreldrum sínum, flutti með þeim til Eyja 1913 og til Reykjavíkur 1917, bjó með þeim í Viðey og Reykjavík.
Hún nam í Kvennaskólanum í Reykjavík.
Þau Magnús giftu sig 1931, eignuðust tvö börn. Þau bjuggu í Reykjavík.
Magnús lést 1988 og Laufey 1999.
I. Maður Laufeyjar, (1931), var Magnús Runólfsson skipstjóri, f. 4. júlí 1905, d. 23. febrúar 1988. Foreldrar hans voru Runólfur Magnússon fiskimatsmaður, f. 23. október 1866 í Lykkju á Kjalarnesi, d. 30. október 1955, og Guðrún Guðmundsdóttir, f. 3. september 1874 í Auðsholti í Biskupstungum, d. 26. október 1939.
Börn þeirra:
1. Magnús Óttar Magnússon læknir, forstöðulæknir (Medical director) á Cleveland Clinic Foundation og á Cleveland Clinic East Side, f. 28. nóvember 1931. Fyrrum kona hans Ólína Þórey Jónsdóttir. Kona hans Carol Magnusson, fædd Rebol, húsfreyja.
2. Björn Haukur Magnússon skipstjóri í Flórída, f. 4. febrúar 1933. Barnsmóðir hans Bergþóra Sigríður Sölvadóttir. Fyrrum kona hans Kristín K. Halldórsdóttir.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Læknar á Íslandi. Gunnlaugur Haraldsson. Þjóðsaga 2000.
- Morgunblaðið 13. janúar 1999. Minning.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.