„Blik 1949/Maðurinn og málleysinginn“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: '''Maðurinn og málleysinginn''' Á hlaðinu á Hólum í Gljúfradal stendur hestur og maður. Hesturinn er hvítur og tígulegur með mikið fax. Maðurinn er signor Hallur Bessason ...)
 
Ekkert breytingarágrip
 
(5 millibreytingar ekki sýndar frá sama notandanum)
Lína 1: Lína 1:
'''Maðurinn og málleysinginn'''
[[Blik 1949|Efnisyfirlit 1949]]


:::::::::<big><big>''Maðurinn og málleysinginn''</big></big>
<br>
Á hlaðinu á Hólum í Gljúfradal stendur hestur og maður. Hesturinn er hvítur og tígulegur með mikið fax. Maðurinn er signor Hallur Bessason hreppstjóri og sýslunefndarmaður. Hann er flugríkur óðalsbóndi, ókvæntur og barnlaus, en býr með bústýru og fjölda vinnufólks á óðalsjörð sinni. Nú er hann að ljúka við að leggja á hestinn sinn, því að fyrir höndum er ferðalag á sýslunefndarfund niðri í kauptúninu.<br>
Á hlaðinu á Hólum í Gljúfradal stendur hestur og maður. Hesturinn er hvítur og tígulegur með mikið fax. Maðurinn er signor Hallur Bessason hreppstjóri og sýslunefndarmaður. Hann er flugríkur óðalsbóndi, ókvæntur og barnlaus, en býr með bústýru og fjölda vinnufólks á óðalsjörð sinni. Nú er hann að ljúka við að leggja á hestinn sinn, því að fyrir höndum er ferðalag á sýslunefndarfund niðri í kauptúninu.<br>
Hann er þegar klæddur í sparifötin og ekkert er annað eftir ógert, áður en lagt er af stað, en að fara inn og ná í hnakktöskuna, en í henni eru ýmis skjöl og embættisleg verðmæti. Hann hleypur því inn í bæinn, en kemur að vörmu spori aftur út með töskuna og svipu í hendinni. Hann gengur að hestasteininum og leysir hestinn, uppáhalds hestinn sinn, festir töskuna við hnakkinn , setur síðan fótinn í ístaðið, stígur á bak og heldur af stað. Nógu er hann reisulegur í söðli. Fötin eru úr grænleitu vaðmáli. Á höfðinu hefur hann svartan, harðan hatt og á fótunum hnéhá, svört gúmmístígvél. Hallur knýr hestinn sporum. Hesturinn verður sveittur og móður af sprettinum, en langt er enn til hvíldar. Þegar kemur niður að Ásgarði, sem er yzti bærinn í Gljúfradal, hægir Hallur bóndi á ferðinni. Hann ríður heim í hlaðið og þar er þeim félögum heilsað með heljarmiklu gelti. Áður en Hallur er kominn af baki, birtist mannvera í bæjardyrunum, Jón Björnsson, bóndi þar. Þeir heilsast kumpánlega og Halli er boðið inn.<br>
Hann er þegar klæddur í sparifötin og ekkert er annað eftir ógert, áður en lagt er af stað, en að fara inn og ná í hnakktöskuna, en í henni eru ýmis skjöl og embættisleg verðmæti. Hann hleypur því inn í bæinn, en kemur að vörmu spori aftur út með töskuna og svipu í hendinni. Hann gengur að hestasteininum og leysir hestinn, uppáhalds hestinn sinn, festir töskuna við hnakkinn , setur síðan fótinn í ístaðið, stígur á bak og heldur af stað. Nógu er hann reisulegur í söðli. Fötin eru úr grænleitu vaðmáli. Á höfðinu hefur hann svartan, harðan hatt og á fótunum hnéhá, svört gúmmístígvél. Hallur knýr hestinn sporum. Hesturinn verður sveittur og móður af sprettinum, en langt er enn til hvíldar. Þegar kemur niður að Ásgarði, sem er yzti bærinn í Gljúfradal, hægir Hallur bóndi á ferðinni. Hann ríður heim í hlaðið og þar er þeim félögum heilsað með heljarmiklu gelti. Áður en Hallur er kominn af baki, birtist mannvera í bæjardyrunum, Jón Björnsson, bóndi þar. Þeir heilsast kumpánlega og Halli er boðið inn.<br>
„Jú,  þakka  þér  fyrir, Jón minn, annars ætla ég nú ekki að stanza lengi“.<br>
„Jú,  þakka  þér  fyrir, Jón minn, annars ætla ég nú ekki að stanza lengi.<br>
“O, sussu, sussu, sér er nú hvað; það verður nú líklega ekki af því, að þú farir að fara strax, úr því að þú ert kominn á annað borð, það er ekki svo oft, sem stórmenni gera manni þann heiður að sækja mann heim,“ segir Jón. Satt segirðu nú um það, Jón bóndi, en tæplega held ég, að ég geti talizt fylla þann hóp“, segir Hallur. „Jæja, ég bind nú samt klárinn hérna við steininn, við getum þá sett hann inn, ef mér snýst hugur“.<br>
„O, sussu, sussu, sér er nú hvað; það verður nú líklega ekki af því, að þú farir að fara strax, úr því að þú ert kominn á annað borð, það er ekki svo oft, sem stórmenni gera manni þann heiður að sækja mann heim,“ segir Jón. „Satt segirðu nú um það, Jón bóndi, en tæplega held ég, að ég geti talizt fylla þann hóp“, segir Hallur. „Jæja, ég bind nú samt klárinn hérna við steininn, við getum þá sett hann inn, ef mér snýst hugur.<br>
Hallur batt hestinn, Andvara, við hestasteininn, gamlan og mosavaxinn. Síðan gengu mennirnir tveir inn í bæinn. Andvari var sveittur og honum kólnaði mjög. „Það  var  nú nærgætni,eða hitt þó heldur, að skilja mig eftir hérna úti svona sveittan og hrakinn og það, þegar komið er framundir náttmá“, hugsaði hesturinn með sjálfum sér.<br>
Hallur batt hestinn, Andvara, við hestasteininn, gamlan og mosavaxinn. Síðan gengu mennirnir tveir inn í bæinn. Andvari var sveittur og honum kólnaði mjög. „Það  var  nú nærgætni, eða hitt þó heldur, að skilja mig eftir hérna úti svona sveittan og hrakinn og það, þegar komið er framundir náttmál,hugsaði hesturinn með sjálfum sér.<br>
Það varð bið á, að Hallur kæmi út aftur. Þegar hann hafði snætt, það sem fyrir hann hafði verið borið af mat, fóru þeir að rabba saman um landsins gagn og nauðsynjar, húsbóndinn og hreppstjórinn. Það féll vel á með þeim, en þegar komið var fram að lágnætti, gerði Hallur sig líklegan til að fara að kveðja, en húsbóndinn bað hann blessaðan að vera ekki að þessari vitleysu, hann yrði nú það, sem eftir væri af nóttinni hjá sér. Jæja, Hallur lét það nú eftir, en í þeim samningum gleymdist alveg að minnast á kaldan og hrakinn hestinn, sem beið á bæjarhlaðinu.<br>
Það varð bið á, að Hallur kæmi út aftur. Þegar hann hafði snætt, það sem fyrir hann hafði verið borið af mat, fóru þeir að rabba saman um landsins gagn og nauðsynjar, húsbóndinn og hreppstjórinn. Það féll vel á með þeim, en þegar komið var fram að lágnætti, gerði Hallur sig líklegan til að fara að kveðja, en húsbóndinn bað hann blessaðan að vera ekki að þessari vitleysu, hann yrði nú það, sem eftir væri af nóttinni hjá sér. Jæja, Hallur lét það nú eftir, en í þeim samningum gleymdist alveg að minnast á kaldan og hrakinn hestinn, sem beið á bæjarhlaðinu.<br>
Jón hafði sent í kaupstaðinn fyrir skömmu og meðal annarra þarflegra og óþarflegra hluta, sem þaðan komu, var böggull, og innihald hans voru 3 flöskur af brennivíni. Það átti að geyma, þangað til góðan gest bæri að garði, en hvenær var tækifæri til að veita úr þeim, ef ekki nú, þegar sjálfur hreppstjórinn, sem þar að auki var stórbóndi og sýslunefndarmaður, var mættur. Hann skar því böndin utan af bögglinum og tekur upp fullan fleyg. Hann nær úr honum  tappanum  og réttir að Halli. Hann tekur stóran teyg og réttir að Jóni. Svona sitja þeir lengi nætur, tvær flöskur eru þegar tæmdar. Skaplyndið er farið að grána og mönnum að verða stirt um tungutak. Allt fer þó friðsamlega fram, þar til Hallur fer að tala um sauðaþjófnað, sem framinn hafði verið þar í sveitinni fyrir nokkrum árum. Þá bregður svo við, að Jón gefur honum snoppung, án þess að nokkur sýnileg ástæða sé fyrir hendi. Jón er heljarmenni, og þó að Hallur sé drukkinn, þá hefur hann samt vit á að reyna að forða sér í stað þess að halda illindunum áfram. Hann staulast út úr baðstofunni og út ganginn, en Jón kemur út á eftir honum. Hann kastar út úr sér öllum þeim ljótu orðum, sem hann man eftir í svipinn. En það er sorglegt að sjá hestinn, hann er hreint og beint hélaður utan. Allt kvöldið hefur þessi mállausi vesalingur beðið húsbónda síns, yfirkominn af hungri og þreytu, og loksins kom hann og þá svona á sig kominn.<br>
Jón hafði sent í kaupstaðinn fyrir skömmu og meðal annarra þarflegra og óþarflegra hluta, sem þaðan komu, var böggull, og innihald hans voru 3 flöskur af brennivíni. Það átti að geyma, þangað til góðan gest bæri að garði, en hvenær var tækifæri til að veita úr þeim, ef ekki nú, þegar sjálfur hreppstjórinn, sem þar að auki var stórbóndi og sýslunefndarmaður, var mættur. Hann skar því böndin utan af bögglinum og tekur upp fullan fleyg. Hann nær úr honum  tappanum  og réttir að Halli. Hann tekur stóran teyg og réttir að Jóni. Svona sitja þeir lengi nætur, tvær flöskur eru þegar tæmdar. Skaplyndið er farið að grána og mönnum að verða stirt um tungutak. Allt fer þó friðsamlega fram, þar til Hallur fer að tala um sauðaþjófnað, sem framinn hafði verið þar í sveitinni fyrir nokkrum árum. Þá bregður svo við, að Jón gefur honum snoppung, án þess að nokkur sýnileg ástæða sé fyrir hendi. Jón er heljarmenni, og þó að Hallur sé drukkinn, þá hefur hann samt vit á að reyna að forða sér í stað þess að halda illindunum áfram. Hann staulast út úr baðstofunni og út ganginn, en Jón kemur út á eftir honum. Hann kastar út úr sér öllum þeim ljótu orðum, sem hann man eftir í svipinn. En það er sorglegt að sjá hestinn, hann er hreint og beint hélaður utan. Allt kvöldið hefur þessi mállausi vesalingur beðið húsbónda síns, yfirkominn af hungri og þreytu, og loksins kom hann og þá svona á sig kominn.<br>
Hallur komst á bak við mikla erfiðleika og hélt af stað. Nú knúði hann hestinn ekki sporum, til þess var hann of máttfarinn. Allt í einu gaf hann tauminn lausan, hné fram á makkann og sofnaði. Hesturinn, Andvari, fann, þegar húsbóndinn gaf eftir tauminn og hné fram á makkann. Og þótt hestssálin sé ekki mikils virt af mannanna hálfu, þá leynast í henni margir gullþræðir. Og þó að maðurinn, sem á baki hans sat, hafi verið kvalari hans, þá fann hann, að hann varð að bjarga honum. Andvari snéri í norður. Hann þekkti leiðina heim. Hann hljóp yfir holt og hæðir með húsbónda sinn á bakinu. Eftir rúmlega tveggja tíma sprett þeysti hann niður traðirnar fyrir ofan Hóla.<br>
Hallur komst á bak við mikla erfiðleika og hélt af stað. Nú knúði hann hestinn ekki sporum, til þess var hann of máttfarinn. Allt í einu gaf hann tauminn lausan, hné fram á makkann og sofnaði. Hesturinn, Andvari, fann, þegar húsbóndinn gaf eftir tauminn og hné fram á makkann. Og þótt hestssálin sé ekki mikils virt af mannanna hálfu, þá leynast í henni margir gullþræðir. Og þó að maðurinn, sem á baki hans sat, hafi verið kvalari hans, þá fann hann, að hann varð að bjarga honum. Andvari snéri í norður. Hann þekkti leiðina heim. Hann hljóp yfir holt og hæðir með húsbónda sinn á bakinu. Eftir rúmlega tveggja tíma sprett þeysti hann niður traðirnar fyrir ofan Hóla.<br>
Þegar kom heim að bænum og hundarnir sáu þetta einkennilega ferðalag, geltu þeir, og það varð til þess, að einn af vinnumönnunum vaknaði og staulaðist út að glugganum og sá þá félaga. Vakti hann síðan lagsmann sinn og fóru þeir út og tóku hreppstjóra og fóru með hann inn í rúm. Þegar þeir komu út aftur, var hesturinn dauður. Hann lá endilangur á jörðinni. Hann hafði fórnað lífi sínu til þess að bjarga yfirboðara sínum.<br>
Þegar kom heim að bænum og hundarnir sáu þetta einkennilega ferðalag, geltu þeir, og það varð til þess, að einn af vinnumönnunum vaknaði og staulaðist út að glugganum og sá þá félaga. Vakti hann síðan lagsmann sinn og fóru þeir út og tóku hreppstjóra og fóru með hann inn í rúm. Þegar þeir komu út aftur, var hesturinn dauður. Hann lá endilangur á jörðinni. Hann hafði fórnað lífi sínu til þess að bjarga yfirboðara sínum.<br>
 
:::::::::::::::[[Kristján Ingólfsson (kennari)|''Jón Kristján Ingólfsson'']],
Jón Kristján Ingólfsson
::::::::::::::::III. b.
III. b.
{{Blik}}

Núverandi breyting frá og með 14. október 2022 kl. 20:35

Efnisyfirlit 1949


Maðurinn og málleysinginn


Á hlaðinu á Hólum í Gljúfradal stendur hestur og maður. Hesturinn er hvítur og tígulegur með mikið fax. Maðurinn er signor Hallur Bessason hreppstjóri og sýslunefndarmaður. Hann er flugríkur óðalsbóndi, ókvæntur og barnlaus, en býr með bústýru og fjölda vinnufólks á óðalsjörð sinni. Nú er hann að ljúka við að leggja á hestinn sinn, því að fyrir höndum er ferðalag á sýslunefndarfund niðri í kauptúninu.
Hann er þegar klæddur í sparifötin og ekkert er annað eftir ógert, áður en lagt er af stað, en að fara inn og ná í hnakktöskuna, en í henni eru ýmis skjöl og embættisleg verðmæti. Hann hleypur því inn í bæinn, en kemur að vörmu spori aftur út með töskuna og svipu í hendinni. Hann gengur að hestasteininum og leysir hestinn, uppáhalds hestinn sinn, festir töskuna við hnakkinn , setur síðan fótinn í ístaðið, stígur á bak og heldur af stað. Nógu er hann reisulegur í söðli. Fötin eru úr grænleitu vaðmáli. Á höfðinu hefur hann svartan, harðan hatt og á fótunum hnéhá, svört gúmmístígvél. Hallur knýr hestinn sporum. Hesturinn verður sveittur og móður af sprettinum, en langt er enn til hvíldar. Þegar kemur niður að Ásgarði, sem er yzti bærinn í Gljúfradal, hægir Hallur bóndi á ferðinni. Hann ríður heim í hlaðið og þar er þeim félögum heilsað með heljarmiklu gelti. Áður en Hallur er kominn af baki, birtist mannvera í bæjardyrunum, Jón Björnsson, bóndi þar. Þeir heilsast kumpánlega og Halli er boðið inn.
„Jú, þakka þér fyrir, Jón minn, annars ætla ég nú ekki að stanza lengi.“
„O, sussu, sussu, sér er nú hvað; það verður nú líklega ekki af því, að þú farir að fara strax, úr því að þú ert kominn á annað borð, það er ekki svo oft, sem stórmenni gera manni þann heiður að sækja mann heim,“ segir Jón. „Satt segirðu nú um það, Jón bóndi, en tæplega held ég, að ég geti talizt fylla þann hóp“, segir Hallur. „Jæja, ég bind nú samt klárinn hérna við steininn, við getum þá sett hann inn, ef mér snýst hugur.“
Hallur batt hestinn, Andvara, við hestasteininn, gamlan og mosavaxinn. Síðan gengu mennirnir tveir inn í bæinn. Andvari var sveittur og honum kólnaði mjög. „Það var nú nærgætni, eða hitt þó heldur, að skilja mig eftir hérna úti svona sveittan og hrakinn og það, þegar komið er framundir náttmál,“ hugsaði hesturinn með sjálfum sér.
Það varð bið á, að Hallur kæmi út aftur. Þegar hann hafði snætt, það sem fyrir hann hafði verið borið af mat, fóru þeir að rabba saman um landsins gagn og nauðsynjar, húsbóndinn og hreppstjórinn. Það féll vel á með þeim, en þegar komið var fram að lágnætti, gerði Hallur sig líklegan til að fara að kveðja, en húsbóndinn bað hann blessaðan að vera ekki að þessari vitleysu, hann yrði nú það, sem eftir væri af nóttinni hjá sér. Jæja, Hallur lét það nú eftir, en í þeim samningum gleymdist alveg að minnast á kaldan og hrakinn hestinn, sem beið á bæjarhlaðinu.
Jón hafði sent í kaupstaðinn fyrir skömmu og meðal annarra þarflegra og óþarflegra hluta, sem þaðan komu, var böggull, og innihald hans voru 3 flöskur af brennivíni. Það átti að geyma, þangað til góðan gest bæri að garði, en hvenær var tækifæri til að veita úr þeim, ef ekki nú, þegar sjálfur hreppstjórinn, sem þar að auki var stórbóndi og sýslunefndarmaður, var mættur. Hann skar því böndin utan af bögglinum og tekur upp fullan fleyg. Hann nær úr honum tappanum og réttir að Halli. Hann tekur stóran teyg og réttir að Jóni. Svona sitja þeir lengi nætur, tvær flöskur eru þegar tæmdar. Skaplyndið er farið að grána og mönnum að verða stirt um tungutak. Allt fer þó friðsamlega fram, þar til Hallur fer að tala um sauðaþjófnað, sem framinn hafði verið þar í sveitinni fyrir nokkrum árum. Þá bregður svo við, að Jón gefur honum snoppung, án þess að nokkur sýnileg ástæða sé fyrir hendi. Jón er heljarmenni, og þó að Hallur sé drukkinn, þá hefur hann samt vit á að reyna að forða sér í stað þess að halda illindunum áfram. Hann staulast út úr baðstofunni og út ganginn, en Jón kemur út á eftir honum. Hann kastar út úr sér öllum þeim ljótu orðum, sem hann man eftir í svipinn. En það er sorglegt að sjá hestinn, hann er hreint og beint hélaður utan. Allt kvöldið hefur þessi mállausi vesalingur beðið húsbónda síns, yfirkominn af hungri og þreytu, og loksins kom hann og þá svona á sig kominn.
Hallur komst á bak við mikla erfiðleika og hélt af stað. Nú knúði hann hestinn ekki sporum, til þess var hann of máttfarinn. Allt í einu gaf hann tauminn lausan, hné fram á makkann og sofnaði. Hesturinn, Andvari, fann, þegar húsbóndinn gaf eftir tauminn og hné fram á makkann. Og þótt hestssálin sé ekki mikils virt af mannanna hálfu, þá leynast í henni margir gullþræðir. Og þó að maðurinn, sem á baki hans sat, hafi verið kvalari hans, þá fann hann, að hann varð að bjarga honum. Andvari snéri í norður. Hann þekkti leiðina heim. Hann hljóp yfir holt og hæðir með húsbónda sinn á bakinu. Eftir rúmlega tveggja tíma sprett þeysti hann niður traðirnar fyrir ofan Hóla.
Þegar kom heim að bænum og hundarnir sáu þetta einkennilega ferðalag, geltu þeir, og það varð til þess, að einn af vinnumönnunum vaknaði og staulaðist út að glugganum og sá þá félaga. Vakti hann síðan lagsmann sinn og fóru þeir út og tóku hreppstjóra og fóru með hann inn í rúm. Þegar þeir komu út aftur, var hesturinn dauður. Hann lá endilangur á jörðinni. Hann hafði fórnað lífi sínu til þess að bjarga yfirboðara sínum.

Jón Kristján Ingólfsson,
III. b.