„Viktoría Jónsdóttir (Sunnuhlíð)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: '''Viktoría Jónsdóttir''' frá Reykjavík, húsfreyja í Sunnuhlíð við Vesturveg 30 fæddist 29. desember 1903 og lést 26. október 1995 á hjúkrunarheimilinu Eir í Reykjavík.<br> Foreldrar hennar voru Jón Erlendsson bóndi, verkamaður, sjómaður, f. 2. ágúst 1878 í Hreiðurborg í Kaldaðarnessókn, Árn., d. 8. desember 1953, og kona hans Þuríður Jónsdóttir, f. 22. júní 1869, d. 9. október 1953....)
 
m (Verndaði „Viktoría Jónsdóttir (Sunnuhlíð)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
 
(Enginn munur)

Núverandi breyting frá og með 6. október 2022 kl. 13:57

Viktoría Jónsdóttir frá Reykjavík, húsfreyja í Sunnuhlíð við Vesturveg 30 fæddist 29. desember 1903 og lést 26. október 1995 á hjúkrunarheimilinu Eir í Reykjavík.
Foreldrar hennar voru Jón Erlendsson bóndi, verkamaður, sjómaður, f. 2. ágúst 1878 í Hreiðurborg í Kaldaðarnessókn, Árn., d. 8. desember 1953, og kona hans Þuríður Jónsdóttir, f. 22. júní 1869, d. 9. október 1953.

Viktoría flutti til Eyja 17 ára 1920, var vinnukona í Steini við Vesturveg 10 1920.
Þau Halldór giftu sig 1926 í Reykjavík, bjuggu í Sunnuhlíð við Vesturveg 30.
Halldór lést 1972.
Viktoría flutti til Reykjavíkur 1973. Hún lést 1995.

I. Maður Viktoríu, (6. október 1926), var Halldór Eyjólfsson frá Ráðagerði í Oddasókn, vélstjóri, verkstjóri, f. 16. júní 1892, d. 16. september 1972.


Heimildir


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.