„Eyjólfur Ólafsson (Sunnuhlíð)“: Munur á milli breytinga

Úr Heimaslóð, Sögusetri Vestmannaeyja
Fara í flakk Fara í leit
(Ný síða: '''Eyjólfur Ólafsson''' bóndi á Ytri-Sólheimum í Mýrdal fæddist þar 2. júní 1848 og lést 10. maí 1935 í Eyjum.<br> Foreldrar hans voru Ólafur Þorláksson bóndi á Ytri-Sólheimum, f. 1809 á Flögu í Skaftártungu, V.-Skaft., d. 9. febrúar 1854, og kona hans Guðrún Eyjólfsdóttir húsfreyja, f. 10. febrúar 1819, d. 15. desember 1892. Eyjólfur var með foreldrum sínum til 1858, hjá móður sinni og stjúpa þar 1858-1866, á Norður-Götum í Mýrdal...)
 
m (Verndaði „Eyjólfur Ólafsson (Sunnuhlíð)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn)))
 
(Enginn munur)

Núverandi breyting frá og með 6. október 2022 kl. 13:38

Eyjólfur Ólafsson bóndi á Ytri-Sólheimum í Mýrdal fæddist þar 2. júní 1848 og lést 10. maí 1935 í Eyjum.
Foreldrar hans voru Ólafur Þorláksson bóndi á Ytri-Sólheimum, f. 1809 á Flögu í Skaftártungu, V.-Skaft., d. 9. febrúar 1854, og kona hans Guðrún Eyjólfsdóttir húsfreyja, f. 10. febrúar 1819, d. 15. desember 1892.

Eyjólfur var með foreldrum sínum til 1858, hjá móður sinni og stjúpa þar 1858-1866, á Norður-Götum í Mýrdal 1866-1867, hjá móður sinni á Ytri-Sólheimum 1867-1885. Hann var bóndi á Þórustöðum á Vatnsleysuströnd 1890, kom úr Oddasókn 1893, var vinnumaður á Suður-Fossi í Mýrdal 1893-1894, húsmaður á Ytri-Sólheimum 1894-1908, bóndi þar 1908-1920, húsmaður þar 1920-1922, á Skeiðflöt í Mýrdal 1922-1933.
Hann flutti til Halldórs sonar síns að Sunnuhlíð við Vesturveg 30 1933 og lést 1935.
Þau Guðrún giftu sig, eignuðust eitt barn. Hún var holdsveik, lést 1896.

I. Kona Eyjólfs var Guðrún Einarsdóttir frá kotbæ (nefndur Kofinn) í landi Lýtingsstaða í Marteinstungusókn í Holtahreppi, Rang., húsfreyja, f. 29. apríl 1867, d. 8. október 1896. Foreldrar hennar voru Einar Guðmundsson frá Kvíarholti í Holtahreppi, smiður, húsmaður, f. 26. febrúar 1835, d. 10. janúar 1914, og Kona hans Sigríður Ögmundsdóttir húsfreyja, f. 5. maí 1836 á Lýtingsstöðum, d. 7. október 1889.
Barn þeirra:
1. Halldór Eyjólfsson vélstjóri, verkstjóri, f. 16. júní 1892, d. 16. september 1972.


Heimildir

  • Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
  • Holtamannabók I – Holtahreppur. Valgeir Sigurðsson og fleiri. Ritstjórn: Ragnar Böðvarsson. Rangárþing ytra, Hellu 2006.
  • Íslendingabók.
  • Prestþjónustubækur.
  • Vestur-Skaftfellingar 1703-1966. Björn Magnússon. Leiftur 1970-1973.


Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.