„Helga Guðmundsdóttir (Hurðarbaki)“: Munur á milli breytinga
(Ný síða: '''Ingibjörg ''Helga'' Guðmundsdóttir''' frá Hurðarbaki í Flóa, húsfreyja fæddist þar 3. október 1933.<br> Foreldrar hennar voru Guðmundur Kristinn Gíslason bóndi, f. 9. desember 1890 á Egilsstöðum í Flóa, d. 19. október 1954 og Þuríður Árnadóttir húsfreyja, f. 4. ágúst 1894 á Hurðarbaki í Flóa, d. 15. maí 1985. Helga var með foreldrum sínum í æsku.<br> Hún nam við Húsmæðraskólann á Laugarvatni.<br> Þau Ingvar giftu sig 1955, eignu...) |
m (Verndaði „Helga Guðmundsdóttir (Hurðarbaki)“ ([Breyta=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn) [Færa=Leyfa aðeins stjórnendur] (ótiltekinn))) |
(Enginn munur)
|
Núverandi breyting frá og með 17. júlí 2022 kl. 14:39
Ingibjörg Helga Guðmundsdóttir frá Hurðarbaki í Flóa, húsfreyja fæddist þar 3. október 1933.
Foreldrar hennar voru Guðmundur Kristinn Gíslason bóndi, f. 9. desember 1890 á Egilsstöðum í Flóa, d. 19. október 1954 og Þuríður Árnadóttir húsfreyja, f. 4. ágúst 1894 á Hurðarbaki í Flóa, d. 15. maí 1985.
Helga var með foreldrum sínum í æsku.
Hún nam við Húsmæðraskólann á Laugarvatni.
Þau Ingvar giftu sig 1955, eignuðust fimm börn. Þau bjuggu í fyrstu við Austurveg 22, síðar á Sælundi við Vesturveg 2 og við Bakkastíg 21 við Gos 1973, en síðast í Heimahaga 12 á Selfossi.
Ingvar lést 2008.
Helga býr á Selfossi.
I. Maður Helgu, (25. desember 1955), var Ingvar Gunnlaugsson frá Gjábakka, sjómaður, stýrimaður, f. 13. mars 1930, d. 15. júní 2008.
Börn þeirra:
1. Elísabet Ingvarsdóttir, f. 7. október 1956. Maður hennar Guðmundur Þórarinn Óskarsson.
2. Guðmundur Kristinn Ingvarsson, f. 16. maí 1959. Kona hans Elínborg Gunnarsdóttir.
3. Þröstur Ingvarsson, f. 12. febrúar 1963. Kona hans Guðbjörg Hrefna Bjarnadóttir.
4. Svanur Ingvarsson, f. 12. febrúar 1963. Kona hans María Óladóttir.
5. Þuríður Ingvarsdóttir, f. 19. janúar 1972. Sambúðarmaður hennar Einar Guðmundsson.
Heimildir
- Samantekt: Víglundur Þór Þorsteinsson.
- Íslendingabók.
- Morgunblaðið 21. júní 2008. Minning Ingvars.
- Prestþjónustubækur.
Þessi grein tilheyrir Æviskrám Eyjafólks eftir Víglund Þór Þorsteinsson.